Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ¥ > % Heimsmeistara- einvígið hafíð SKAK Las Vegas HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ f SKÁK 22.-29. ágúst ALEXANDER Khalifman (2.628) og Vladimir Akopian (2.646) hafa nú teflt tvær skákir í heimsmeistaraeinvíginu í skák í Las Vegas. Akopian hafði hvítt í fyrstu skákinni og fómaði manni snemma tafls. Fóm- in var illa ígrunduð og eina spumingin var sú hvort honum tækist að ná jafn- tefli. Sú varð ekki raunin og Khalifman sigraði í 52 leikjum. Samið var um jafn- tefli í annarri skák- inni eftir 18 leiki. Tefldar era sex skákir í heimsmeist- araeinvíginu, ein skák á dag og engir hvíldardagar. Khalifman komst í heimsmeistaraeinvígið með því að sigra Liviu-Dieter Nisipeanu (2.584). Jafnt var að loknum kappskákunum fjórum, en Khalifman sigraði í fyrri 25 mín- útna atskákinni. Nisipeanu var nálægt því að vinna síðari skák- ina og jafna þannig einvígið, en lék þá ótrúlegum afleik sem leiddi til jafnteflis. Akopian sigr- aði hins vegar Michael Adams í undanúrslitunum. Xie Jun heimsmeistari kvenna Xie Jun (2.528) sigraði Alisa Galliamova (2.560) í heimsmeist- araeinvígi kvenna. Xie Jun hlaut 8!/2 vinning gegn 654 vinningi Galliamova. Fyrstu átta skákimar í einvíg- inu vora tefldar á heimavelli Galliamova í Rússlandi. Staðan var jöfn að þeim loknum, en seinni hluti einvígisins var hins vegar tefldur í Kína. Xie Jun vann fyrstu skákina á sínum heimavelli og hélt forystunni eft- ir það allt til loka einvígisins. Xie Jun er 29 ára gömul, fædd- ist 30. október 1970 í Beijing í Kína. Hún hlaut stórmeistaratitil árið 1993 og var heimsmeistari kvenna á árunum 1991-1995. Þess má geta, að Zsuzsa Polg- ar er ekki sátt við meðferð FIDE á heimsmeistarakeppni kvenna og hefur gert kröfu um að fá að veija titil sinn. Tiger Norðurlanda- meistari Eftir mjög spennandi lokaum- ferð á lokamóti VISA-stórbikar- keppninnar varð Svíinn Tiger Hillarp Persson Norðurlanda- meistari í skák. Tiger og Sune Berg Hansen vora jafnir og efstir fyrir síðustu umferð. Tiger getur þakkað Jóni Viktori Gunn- arssyni fyrir titilinn, því hann hélt jöfnu gegn Sune Berg Han- sen í síðustu umferð. Lokaröð keppenda varð þessi: 1. Tiger Hillarp Persson 10 v. 2. -3. Sune Berg Hansen 954 v. 2.-3. Simen Agdestein 9’/2 v. 4.-5. Helgi Ass Grétarsson 7V2 v. 4.-5. Einar Gausel 714 v. 6.-8. Helgi Ólafsson 7 v. 6.-8. Heikki Westerinen 7 v. 6.-8. Lars Schandorff 7 v. 9. Jonny Hector 614 v. 10. Ralf Ákesson 614 v. 11. Jón Viktor Gunnarsson 5 v. 12. Nikolaj Borge 4 v. 13. -14. Heini Olsen 214 v. 13.-14. Torbjorn R. Hansen 214 v. Um frammistöðu íslensku keppendanna má segja að þeir geti allir þokkalega vel við unað. Enginn þeirra náði þó árangri sem var betri en stigin sögðu til um. Hins vegar er ánægjulegt að Helgi Áss Grétarsson staðfesti enn einu sinni að hann stendur vel undir þeirri stigahækkun sem hann hefur áunnið sér á undan- fömu ári. Hafa verður í huga að þeir Helgi Olafsson og Jón Vikt- or Gunnarsson fengu boð um þátttöku í mótinu á síðustu stundu og höfðu því nákvæmlega engan tíma til undirbúnings. Jón Viktor sýndi það á mótinu að hann er orðinn verulegur stór- meistaraskelfir. Það er greinilega bara tímaspursmál hvenær hann tekur næsta stökk upp stigalistann, a.m.k. ef hann leggur nægilega rækt við skákina. Helgi Olafsson var óhepp- inn að ná ekki betri árangri á mótinu, eins og t.d. má sjá af skák hans við Sune Berg Hansen. Lík- lega stafaði það af æfingarleysi, en mótið á þá vafalítið eftir að reynast hon- um góð upphitun fyrir þau mót sem framundan era í haust. Þetta mót markaði lok annarr- ar mótaraðarinnar í VISA-stór- bikarkeppninni, sem hefur verið mikil lyftistöng fyrir samvinnu Norðurlanda á skáksviðinu. Þetta framtak má að verulegu leyti þakka Einari S. Einarssyni forstjóra VISA ísland. Lokamót Bikarkeppninnar um helgina Skákþing Kópavogs hefst á föstudaginn og er lokamótið í vel heppnaðri Bikarkeppni í skák sem nú fer fram í fyrsta skipti. Mótið verður með helgarmóts- sniði og verður haldið dagana 27.-29. ágúst. Fyrstu þrjár skák- imar era atskákir, en síðan taka við fjórar kappskákir. Umhugs- unartími er 25 mínútur á mann í atskákunum. í kappskákunum er umhugsunartíminn 114 klukku- stund á fyrstu 30 leikina og síðan 30 mínútur tU að ljúka skákinni. Teflt er í húsnæði Taflfélags Kópavogs í Hamraborg 5,3. hæð. Skráning fer fram á mótsstað. Teflt verður sem hér segir: 1.-3. umf. fostud. 27.8. kl. 19:30. 4. umf. laugard. 28.8. kl. 10. 5. umf. laugard. 28.8. kl. 16. 6. umf. sunnud. 29.8. kl. 10. 7. umf. sunnud. 29.8. kl. 16. Verðlaun era kr. 20.000, kr. 12.000 og kr. 8.000 fyrir þrjú efstu sætin. Einnig verða bóka- verðlaun fyrir þrjá efstu menn 15 ára og yngri. Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir 16 ára og eldri, en kr. 1.000 fyrir 15 ára og yngri. Staðan í Bikarkeppninni fyrir lokamótið er sú, að Jón Viktor Gunnarsson hefur náð bestum árangri og er með 40 stig. Sigur- björn Bjömsson er í öðra sæti með 36 stig og Þorvarður F. Ólafsson er þriðji með 30 stig. í flokki skákmanna með minna en 2.000 stig er Vigfús Óðinn Vig- fússon efstur með 38 stig. Guðjón Heiðar Valgarðsson er efstur í unglingaflokki með 22 stig og Ingibjörg Edda Birgisdóttir er efst í kvennaflokki með 16 stig. Itarlegar upplýsingar um Bik- arkeppnina má finna á heimasíðu Taflfélagsins Hellis: www.sim- net.is/hellir. Skákmót á næstunni 31.8. SÞÍ. Landsliðsflokkur. 31.8. SÞÍ. Kvennaflokkur. 2.9. TR. Mánaðamót. 6.9. Hellir. Atkvöld kl. 20. 12.9. Hellir. Kvennamót kl. 13. 13.9. Hellir. Þemamót kl. 20. Daði Örn Jónsson Xie Jun í DAG VELIAKAJMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lokið Keisaranum ÉG HEF lengi verið hrædd við að ganga fram- hjá Keisaranum. Það fólk sem þar ráfar inn og út er flest í afar slæmu ástandi. Það er betlandi og hótandi vegfarendum. Eitt sinn er ég var á heimleið veittist að mér ung kona, skítug og úfin, og heimtaði af mér peninga. Ég reyndi að komast framhjá henni en hún náði að þrífa í mig og hrinda mér. Hver er réttur okkar vegfaranda sem þarna ganga um? Þýðir nokkuð að vera að hringja í lögregluna þegar svona gerist? Það leysir ekki þann vanda sem að vegfarendum steðjar alla daga. Jú, þegar verið er að klæða fröken Reykja- vík í sparikjólinn og hvetja borgarana til að taka til í sínum hverfum vil ég skora á yfírvöld að láta hendur standa fram úr ermum og loka þessum hræðilega stað, annars verður ljótur blettur á menningarkjól fröken Reykjavíkur. Ég vil hvetja fleiri til að láta heyra í sér um þetta mál. Sigrún. Tímataka í skemmtiskokki BJÖRGVIN hafði sam- band við Velvakanda og var hann óhress með að fólk sem tekur þátt í skemmtiskokki fái ekki að vita á hvaða tíma það hljóp og finnst honum einnig að birta eigi tímana í dagblöðum. Ingu leitað FINNSK kona, Kaarina Kettunen, leitar eftir Ingu Ingvarsdóttur, sem bjó á Gerðhömram 112, Reykjavík. Hún finnst ekki þar en ef hún les þetta er hún beðin um að hafa samband við Ásu í síma 565 7325. Þýðingar MIKIÐ getur maður orðið leiður á asnalegum þýð- ingum í þýddum bókum. T.d. þegar sagt er: „You spoil the child“, þá er það þýtt sem svo: „Þú spillir barninu." To spoil þýðir að vísu að skemma eða eyði- leggja, en ekki ef það er haft um fólk, þá þýðir það einfaldlega að ofdekra, en hefur ekkert með spillingu að gera. Mál er að þessari vitleysu linni. Kona. Tapað/fundið Lyklakippa í óskilum BÍLLYKILL og húslykill á kippu fundust sl. laugar- dagskvöld 21. ágúst á Mýrargötunni. Upplýs- ingar hjá Elísabetu í síma 552 5536 eftir kl. 17. Gullúr í leigubíl SEINT á laugardags- kvöldið 14. ágúst sl. tók ég leigubíl frá Ármúla og í Seljahverfið. Ég var ein- ungis með debetkort en bílstjórinn heimtaði gullúrið mitt í svokallað pant. Ég vil fá þetta gullúr aftur, þvi það er mér mjög kært. Bílstjór- inn er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 896 0277 eins fljótt og hægt er. Fjólublá úlpa týndist í Vestmannaeyjum FJÓLUBLÁ úlpa frá 66° N í stærð XXS týndist í Vestmannaeyjum helgina 8.-9. ágúst sl. Finnandi vinsamlegast hringi í sima 565 6432. Nokia GSM-sími í óskilum NOKLA GSM-sími fannst um verslunarmannahelg- ina á KA-svæðinu á Halló Akureyri. Upplýsingar í síma 562 1814. Dýrahald Vaka er týnd SÍAMS kisán á þessari mynd hvarf frá Arnar- smára 16, Kópavogi, 16. ágúst sl. Vaka er ljós drapplituð síamskisa með brúnt skott og brún í framan. Hún er með fjólu- bláa hálsól en ómerkt og hlýðir nafninu Vaka. Hennar er sárt saknað af Skottu vinkonu sinni og öðram fjölskyldumeðlim- um. Vinsamlega látið vita í síma 554 6878 eða 896 1932 ef sést hefur til hennar eða hún fundist. Fundarlaun. Gulbröndóttur fress týndist í Kópavogi GULBRÖNDÓTTUR fress með ljósbláa hálsól týndist fimmtudaginn 19. ágúst frá Lyngbrekku, Kópavogi. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 564 5642 og 896 6353. Fundarlaun. Kettlingar óska eftir heimili FJÓRIR kettlingar óska eftir heimili. Kassavanir og vel upp aldir. Upplýs- ingar í síma 554 4045. Dúfa er týnd SNJÓHVÍT læða með mjög loðinn feld hvarf frá nýju heimili sínu í Lönd- unum í Mosfellsbæ að- faranótt laugardags. Ef einhver hefur upplýsingar um hana, vinsamlegast látið okkur vita í síma 566 7342. Páfagaukur í óskilum í Hafnarfirði BLÁR páfagaukur, senni- lega karlfugl, fannst á Vesturholti í Hafnarfirði sl. laugardag. Fuglinn er mjög gæfur. Upplýsingar í síma 555 4617. Leitum að rétta kettlingnum ÓSKUM eftir gæfum og góðum kettlingi með hvit- ar loppur og trýni. Upp- lýsingar í síma 551 3907. SKÁK liinsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í seinni hluta heimsmeistaraeinvíg- is kvenna, sem fram fór í Shenyang í Kína í ágúst. Xie Jun (2.528), Kína, var með hvítt, en Alisa Galli- amova (2.556), Rússlandi, hafði svart og átti leik: Svartur leikur og vinnur. 36. - He8 37. Hedl - Hfl 38. Da6 - Heel 39. Dd3 - Dc3 og sú kínverska gafst upp. Þrátt fyrir þennan ósigur sigraði Xie Jun í ein- víginu 8!4-6í4 og varð heimsmeistari kvenna í annað sinn. Zsuzsa Polgar, elsta Polgarsystirin, varði ekki titil sinn og er mjög ósátt við alþjóðaskáksambandið FIDE vegna framgöngu þess. Víkverji skrifar... YÍKVERJI hefur gaman af því að ganga, enda er það holl og góð hreyfing. Hann er reyndar til- tölulega nýlega byrjaður á röltinu þrátt fyrir að búa við beztu aðstæð- ur efst í Fossvoginum. Það er því stutt að fara upp í Elliðaárdal eða ganga eftir Fossvoginum niður í Nauthólsvík og jafnvel lengra ef göngugetan er nægileg. Það er óhætt að segja að aðstæður tii gönguferða í Reykjavík og nágrenni hennar séu góðar. Stígar liggja um • allar trissur og umhverfíð er fallegt. Fjöldi fólks nýtir sér þessar að- stæður og spásserar um allt, eink- um síðdegis og á kvöldin. Hjólreiða- menn fara mikinn og ungt fólk á línuskautum verður sífellt meira áberandi. Ljóst er að áhugi fólks á útivist og hreyfíngu fer vaxandi og er sú aðstaða, sem verið er að byggja upp í Nauthólsvíkinni, til mikillar fyrirmyndar. Víkveiji telur sig vera í að minnsta kosti meðal- lagi kurteisan og á göngu sinni einn góðan veðurdag leiddi hann konu sína sæll og glaður og bauð öllum sem hann mætti gott kvöld. Flestir tóku undir, en þegar skötuhjúin vora komin niður í miðjan Foss- vogsdalinn ákvað Víkverji að hætta að splæsa góðu kvöldi að fyrra bragði á þá sem mann mætti og sjá hve margir yrðu fyrri til að kasta á hann kveðju. Kurteisi göngugarpa og annarra stígfarenda var reyndar ekki meiri en svo, að það sem eftir var leiðar á Nauthólinn í Nauthóls- vík bauð enginn gott kvöld og var þó mikil umferð á stígnum. Það var ekki fyrr en hálfnuð var heimferðin og tveir ungir hjólagarpar buðu góða kvöldið og miðaldra hjón nokkru síðar. Víkverji ákvað þá að halda áfram þeirri venju sinni að bjóða gott kvöld og mun gera svo að minnsta kosti enn um sinn. Rekist fólk á mann sem spanderar góðu kvöldi á báða bóga í Fossvoginum getur það gert ráð fyrir því að þar sé á ferð hinn margslungni huldu- maður Víkverji. xxx NÚ ER íslenzka sjávarútvegs- sýningin á næstu grösum. Hún er einn veigamesti atburðurinn í ís- lenzku efnahagslífi. Gert er ráð fyrir að langleiðina í 20.000 manns komi og skoði það sem fyrir augun ber, en sýningin stendur frá miðvikudegi til laugardags. Nærri þúsund fyrirtæki kynna framleiðslu sína og þjónustu í Smáranum í Kópavogi á stærsta sýningarsvæði, sem sett hefur verið upp á íslandi. Allt gistii-ými á höfuð- borgarsvæðinu og nágrannabyggð- um er fyrir löngu upppantað og mik- ið verður um að vera. Gera má ráð fyrir að útlendingar og aðrir að- komugestir borgi samtals margar milljónii- króna fyrir gistingu, mat og aðra þjónustu þessa dagana. Það er því eftir miklu að slægjast og Kópvægingum er mikill fengur að þessum atburði, sem verður þeim öragglega bæði til sóma og hagnað- ar. Sýningin er haldin á þriggja ára fresti og hefur til þessa verið haldin í Laugardalnum. Vegna samkeppni um sýninguna var hún flutt til Kópa- vogs, sem þannig hreppti hnossið. Það er mjög mikilvægt að halda slíka sýningu hér á landi. Hún sýnir hvers við íslendingar eram megnug- ir á alþjóðavettvangi og stöndum öðram þjóðum fyllilega á sporði og jafnvel feti framar, þegar kemur að sjávarútveginum. Hvort sem um er að ræða stjómun fiskveiða, veiðar, vinnslu eða vél- og hugbúnað fyrir sjávarútveginn eram við í allra fremstu röð. Við getum verið hreyk- in af frammistöðu okkar og sókn á erlenda markaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.