Morgunblaðið - 25.08.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 25.08.1999, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ __________________FRETTIR Tekist á um flug- völlinn í borgarráði BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins létu bóka á fundi borgar- ráðs í gær að yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra um Rey kj avíkurfl u gvöl 1 væri til komin vegna óstjómar og ringulreið- ar sem nú ríkti almennt í skipulags- málum í Reykjavík. Borgarstjóri vís- aði því á bug í sérstakri bókun þar sem segir að ummæli samgönguráð- herra um flugvöllinn beri þess glöggt vitni að honum sé meira í mun að blanda sér í pólitískt deilu- mál í Reykjavík en gæta hagsmuna umbjóðenda sinna í flugvallarmálinu. I bókun borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins segir að R-listinn beri Nafn manns- ins sem lést MAÐURINN, sem lést í fyrra- dag er hann féll ofan í sprungu á Skálafellsjökli, hét Philip Klose og var 28 ára gamall Þjóðverji. Hann var í vélsleðaferð ásamt fimm þýskum kvik- myndatökumönnum, en tók sig út úr hópnum með þeim afleið- ingum að hann féll ofan í sprunguna. Nánustu aðstand- endum mannsins hefur verið greint frá slysinu og komu full- trúar þeirra til landsins í gær. fulla ábyrgð á framkvæmdum og endurbyggingu Reykjavíkurflug- vallar. „Undir forystu borgarstjóra var nýlega samþykkt deiliskipulag að flugvallarsvæðinu og Aðalskipu- lag Reykjavíkur samþykkt fyrir tæpum 2 árum festir flugvöllinn í sessi til næstu 20 ára. Tillaga borg- arstjóra nú um að efna til atkvæða- greiðslu meðal borgarbúa um fram- tíð Reykjavíkurflugvallar er ein- ungis sett fram í þeim tilgangi að slá ryki í augu borgarbúa. Fluttu tillögu um að færa flugvöllinn Þegar vinstri flokkamir voru í minnihluta í borgarstjóm 1982 til 1994 lögðu þeir ítrekað fram tillög- ur um að leggja Reykjavíkurflug- völl niður og flytja innanlandsflugið til Keflavíkur eða byggja nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið án þess að nefna sérstakan stað í því sambandi. Nú hafa fulltrúar þess- ara sömu flokka haft meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í 5 ár en ekkert aðhafst í málinu heldur þvert á móti fest flugvöllinn í sessi til 20 ára með samþykkt Aðalskipu- lags Reykjavíkur til 20 ára. Ef hugur hefði fylgt máli hefði R- listanum verið í lófa lagið að efna til atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð flugvallarins áður en Aðalskipulag Reykjavíkur var sam- þykkt og deiliskipulag flugvallarins fyrir nokkrum mánuðum. Það gerði R-listinn ekki.“ I bókun borgarstjóra segir: „Það er að vonum að sjálfstæðismenn í borgarstjóm Reykjavíkur og sam- gönguráðherra snúi bökum saman í flugvallarmálinu. Ummæli ráðherr- ans í því máli að undanfömu hafa borið þess glöggt vitni að honum er meira í mun að blanda sér í pólitískt deilumál í Reykjavík en að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna í flug- vallarmálinu. Það skal þá svo vera.“ Ingibjörg Sólrún segir að allt frá árinu 1985 hafi það verið talið brýn- asta verkefni í flugmálum að gera endurbætur á flugbrautum Reykja- víkurflugvallar. Ekki hafi fengist fjármunir til þess, en ekki sé verj- andi út frá öryggissjónarmiðum að draga það lengur. Það sé hins vegar sjálfstætt mat flugvallaryfirvalda hversu miklum fjármunum þurfi að verja til verkefnisins til að koma brautunum í nothæft ástand. Borgarstjóri segir einnig að sam- komulag borgarstjóra og sam- gönguráðherra hafi gengið út á að forsenda fyrir því að borgin sam- þykkti breytingar á skipulagi flug- vallarins, sem samgönguyfirvöld óskuðu eftir, væri að séð yrði til þess að dregið yrði úr neikvæðum umhverfisáhrifum flugumferðar m.a. með því að snertilendingar í æfingar- og kennsluflugi flyttust frá flugvellinum. Könnun Gallups á fylgi flokkanna Rrkisstjórnin bætir við sig SAMKVÆMT niðurstöðum síma- könnunar Gallups fengi Sjálfstæð- isflokkurinn tæplega 48% fylgi ef gengið væri til kosninga núna og Framsóknarflokkurinn fengi 19,5%. Könnunin fór fram frá 15. júlí til 5. ágúst sl. og samkvæmt henni auka allir flokkar við fylgi sitt miðað við seinustu könnun nema Vinstri hreyfingin - grænt framboð. Samfylkingin er með svipað fylgi nú og Framsóknarflokkurinn eða um 19% en Vinstri hreyfingin - grænt framboð mældist með 9,6% fylgi. Frjálslyndi flokkurinn fengi rösklega 2%, sem er minna en í seinustu könnun Gallups en mun- urinn er þó innan skekkjumarka. Samkvæmt könnuninni er stuðn- ingur við ríkisstjórnina einn sá mesti sem mælst hefur samkvæmt könnunum Gallups, en alls sögðust 74,5% styðja stjórnina. Úrtakið var 1.131 manns á landinu öllu, á aldr- inum 18 til 75 ára. Tæplega 22% voru óákveðin eða neituðu að svara, en 5,5% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu. Fýluferð eftir brotn- um ferðamanni BJÖRGUNARSVEITIN á Seyðis- firði var kölluð út um miðjan dag í gær eftir að tilkynnt hafði verið um erlenda ferðakonu sem fallið hafði af hestbaki í Loðmundarfirði með þeim afleiðingum að hún viðbeins- brotnaði. Haft var samband frá gistiheimil- inu í Stakkahlíð í Loðmundarfirði og tilkynnt um að konan hefði fallið af baki. Björgunarsveitarmenn héldu tafarlaust af stað sjóleiðina en um fýluferð reyndist að ræða því að búið var að flytja konuna af slysstað með bifreið þegar þeir tóku land í Loðmundarfirði. Erfiðari leið farin Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Egilsstöðum komu björgunarsveitarmenn aftur til Seyðisfjarðar um klukkan 18.20 en þá var konan ekki enn komin á sjúkrahúsið á Egilsstöðum enda mun lengra og erfiðara að fara land- leiðina til Egilsstaða frá Loðmund- arfirði heldur en sjóleiðina til Seyð- isfjarðar. Að mati lögreglu hefur það væntanlega bakað konunni meiri þjáningar að aka með hana heldur en bíða björgunarsveitar- manna. Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknaflokksins, um málefm FBA Utilokað að selja einum aðila Morgunblaðið/Jim Smart Á landsstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær sátu ráðherrar flokksins, að frátöldum umhverfisráðherra, fyrir svörum. Frá vinstri: Guðni Ágústsson, Páll Pétursson, Halldór Ásgrímsson, Hjálmar Árnason, varafor- maður þingflokksins, Finnur Ingólfsson og Ingibjörg Pálmadóttir. HALLDÓR Ásgrímsson, utanrík- isráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, kveðst telja útilokað að eignarhlutur ríkisins í Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins yrði seldur einum aðila, þar sem sjálfstæði bankans væri þá í húfi. Til greina kæmi hins vegar að selja allan hlutinn, 51%, samtímis. Halldór lét þessi ummæli falla á haustfundi þingflokks og lands- stjórn Framsóknarflokksins í gær í Svartsengi. Hann kvaðst hins veg- ar telja koma til greina að allur hluti ríkisins fari á markað í einu, en um leið yrði lögð áhersla á að tryggja dreifða eignaraðild í bank- anum, þó svo ekki yrðu sett um það sérstök lög. Sjálfstæði FBA í húfi „Þegar við lögðum af stað með sölu FBA var lagt til grundvallar að tryggja sjálfstæði hans. Ég tel að þetta sjálfstæði væri ekki leng- ur fyrir hendi og ekki til staðar dreifð völd í bankanum ef hlutur nkisins væri seldur einum aðila. Ég tel það koma til greina að selja allt á sama tíma, en tel það ekki samrýmast stefnu okkar að selja einum aðila,“ sagði Halldór í sam- tali við Morgunblaðið. „Við höfum ekki skilið forsætisráðherra svo að hann vilji selja einum aðila heldur allt samtímis og það kemur til greina af okkar hálfu.“ Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra benti á það á fundinum að gert hefði verið ráð fyrir sölu bréf- anna í FBA í fjárlögum þessa árs, og því myndi niðurstaða fjárlaga í árslok vera með öðrum hætti en reiknað var með, fái ríkið ekld tekj- ur af sölunni. Halldór kveðst telja skipta höfuðmáli nú að friður skap- ist um FBA þannig að bankinn geti áfram byggt upp það traust sem hann hefur notið. Þá kveðst Hall- dór telja koma til greina að fresta sölu á eignarhlut ríkisins í FBA fram á næsta ár. „Við viljum auðvitað standa við forsendur fjárlaga og teljum heppi- legt að salan nái fram að ganga hið fyrsta, en þó að salan dragist eitt- hvað erum við ekki að missa af neinu. Þetta er spurning um mark- aðsaðstæður og að fá hagkvæm- asta verð fyrir bankann. Það er mikilvægt að ljúka málinu og mjög mikilvægt að engin óvissa sé í þeim efnum. Övissa um framtíðina rýrir verðgildi bankans,“ segir Halldór. Hann kveðst telja að framhald þeirrar umræðu sem staðið hefur yfir um málefni FBA bæti ekki ástand mála og brýnt sé að niður- staða fáist sem fyrst til að sátt ríki. Myndi kalla á eftirlitskerfi Finnur kvaðst telja of marga ókosti samfara því að binda dreifða eignaraðild í fjármálastofnunum í lög vegna margra ókosta sem því fylgdi. Slíkt kallaði m.a. á dýrt og flókið eftirlitskerfi, nánast rúss- neskt kerfi, sem ætti illa við í nú- tímaviðskiptum. Þá myndu hömlur á sölunni valda verðfalli á eigninni. Á fundinum spunnust talsverð- ar umræðum um virkjanaáform á Austurlandi og ítrekaði Halldór þá skoðun sína að það væri mikill misskilningur sem upp hefði kom- ið, að ekki hefði farið fram um- hverfismat á Fljótsdalsvirkjun. „Ég fullyrði að ekkert mannvirki frá upphafi byggðar hérlendis hafi gengið í gegnum jafnmikinn hreinsunareld og þessi bygging. Sú vinna hefur staðið í tuttugu ár og að henni hafa komið allir helstu sérfræðingar landsins, þar á með- al menn sem eru harðir andstæð- ingar hennar. Mat hefur átt sér stað og á sér enn stað, en á grund- velli þeirra, laga sem þá voru í gildi. Alþingi ákveður hins vegar í hvaða farvegi þessi mál verða,“ sagði Halldór. Mat notað vísvitandi Hann kvaðst jafnframt þeirrar skoðunar að andstæðingar virkj- anaáfoima hefðu vísvitandi notað kröfu um umhverfismat til að reyna að koma í veg fyrir fram- kvæmdina. „Við munum senda skýi-slu Landsvirkjunar, sem von- andi kemur í október, beint til Al- þingis og Alþingi tekur ákvörðun um hvernig afgreiðslu verður hátt- að. Ef það verður hins vegar ákveðið að taka málið til frekari at- hugunar þýðir það töf sem tekur að minnsta kosti á annað ár og fleiri þúsund kærur munu berast því kærufrestur verður rýmkaður. Menn verða að hafa í huga að við stöndum í samningum við aðila og höfum gengist undir ákveðnar skuldbindingar. Hvað verður um traust íslands í slíkum viðskipt- um?“ sagði hann. Finnur kvaðst þeiiTar skoðunar að ef ekki verði virkjað á Eyja- bökkum sé verið að útiloka nýtingu þriðjungs af vatnsafli á landinu, þar sem þá sé búið að afskrifa allar virkjanir norðan Vatnajökuls. „Það mun aldrei borga sig að flytja alla þessa orku þvert yfir hálendið til Suðurlands, þannig að ef hún verð- ur ekki nýtt fyrir austan verður hún ekki nýtt,“ sagði Finnur. Hann kvaðst eiga von á að um- ræða um þessi mál verði hörð áfram en hann telji að leiða ætti hana til lykta sem fyrst. Þá vék hann að sjónarmiðum þeirra sem hafa lagt áherslu á fegurð á þeim slóðum sem um ræðir. „Ég er sannfærður um að það verði ekki ljótara á þessu svæði eftir að búið er að fylla þessa kvos af vatni. Menn sætta sig við þetta þegar framkvæmdum er lokið,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.