Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ' Islenskir björgunarsveitarmenn komn- ir heim frá Tyrklandi „Því miður fundum við engan á lífí“ ÍSLENSKA björgunarsveitin, sem hefur verið við björgunarstörf á jarðskjálftasvæðunum í Tyrklandi síðustu daga, kom heim í gær eftir lærdómsríka för, en þótt sveitin hafí ekki fundið neinn á lífi í rústunum voru menn ánægðir með ferðina, en jafnframt þreyttir að sögn björgun- arsveitarmannanna Tómasar Tómas- sonar og Guðjóns S. Guðjónssonar. „Þetta var mikil vinna og þarna eru hörmungarnar miklar,“_ sagði Tómas, sem var einn af tíu Islend- ingum sem voru við björgunarstörf í Tyi’klandi. „Við komum til Tyrk- lands á föstudaginn og vorum komn- ir til Izmit, sem er ein af þeim borg- um sem verst urðu úti í skjálftanum, klukkan sex að kvöldi sama dag. Þá strax fóru menn að vinna ásamt bandarískum björgunarsveitum og unnið var meira og minna alla helg- ina sem og á mánudag.“ Tómas sagði að andinn á meðal björgunarsveitarmannanna hefði verið mjög góður og að allir hefðu lagst á eitt til að hjálpast að. Guðjón sagði að mjög heitt hefði verið í veðri, en að menn hefðu fljót- lega vanist því. Voru að kljást við mikinn hita og raka „Það var um 40 stiga hiti og loft- rakinn svona 55 til 60 prósent og þvi vorum við að kljást þarna við mikinn hita og raka,“ sagði Guðjón. „Menn voru farnir að venjast þessu og í gær (fyrradag) byrjaði að rigna. Menn voru svolítið smeykir við rigninguna, að hún myndi losa um líkamsvessa þeirra sem fastir voru í rústunum og þannig orsaka farsóttir. Menn brugðust við þessu með því m.a. að dreifa kalki í rústirnar. Því miður fundum við engan á lífí, en við gátum hjálpað öðrum sveitum, sem voru ekki með tæki, til þess að útiloka ákveðin svæði. Til dæmis snerist síðasta verkefnið okkar um það að athuga með litla stúlku, sem átti að hafa kallað á mömmu sína úr rústunum. Við vorum kallaðir til og beðnir um að kanna málið og við leit- uðum þarna bæði með hljóðleitar- tæki og myndavélin var tilbúin til notkunar, en þvi miður fundum við ekkert, þannig að stúlkan hefur lík- lega verið látin.“ Skipulagið alls ekki slæmt Skipulagning hjálparaðgerða hef- ur nokkuð verið gagnrýnd, en Tómas sagði að miðað við það hvað svæðið hefði verið víðfeðmt og hversu áfallið hefði verið stórt væri hann ekki viss um að skipulagningin hefði getað verið mikið betri. „Skipulagið var alls ekki slæmt nema að því leytinu til að það var voðalega erfítt að segja til um hvar búið var að leita og hvar átti eftir að leita. Þetta orsakaðist af því að björgunarsveitir merktu að búið væri að leita á ákveðnum svæðum, en síðan komu vinnuvélar og mokuðu til í rústunum og þá voru merking- arnar farnar.“ Guðjón sagði að björgunarsveitir væru nú flestar á leiðinni af svæðinu. „Það var að heyra á fólki að það væri mjög sárt út í stjórnkerfið að það væri verið að skipta úr björgun- araðgerðum yfir í hreinsunaraðgerð- ir og það lá stundum við handalög- málum þar sem björgunarsveitir voru að hætta störfum og vinnuvélar tóku við.“ Átakanlegt að sjá hversu margir eru heimilislausir I upphafi var ákveðið að sveitin skyldi vera í Tyrklandi fram á fimmtudag en Guðjón sagði að hlut- verki þeirra, sem var að leita í rúst- unum en ekki grafa fólk út úr þeim, hefði í raun verið lokið og því hefði verið ákveðið að fara fyrr heim. Þótt þeir Tómas og Guðjón hefðu verið þreyttir eftir ferðina sögðu þeir báðir að þeir myndu halda aftur út á morgun ef þeir yrðu beðnir um það. Guðjón sagði að ferðin hefði verið gríðarlega lærdómsrík. „Það var mjög furðulegt að sjá hvernig rústirnar voru vegna þess að sum hús voru algjörir brakhaug- ar en svo voru önnur sem stóðu upprétt og varla sást sprunga á. Það var mjög mikið deilt á ákveðna verktaka sem höfðu byggt megnið af þessum húsum, það er að þeir hefðu notað ófullnægjandi efni til bygginga.“ Tómas tók undir þetta og sagði það mjög átakanlegt hversu margir væru nú heimilislausir á svæðinu. „Þótt hús standi, eru mörg hús það illa skemmd að þau eru ekki íbúðarhæf." Tómas sagði að mjög líklega þyrfti að rífa mörg af þeim húsum sem þó stæðu, þar sem ekki væri búandi í þeim og sagði hann mjög óljóst hversu mörg hús þyrfti að rífa, en að það kæmi sér ekki á óvart þótt það væru heilu hverfin. OKKAR SERFRÆÐINGAR þín ávöxtun BUNAMRBANKIf'íN VERÐBRÉF - byggir á trausti FRÉTTIR Björgunarsveitíirmennirnir Tómas Tómasson og Guðjón S. Guðjónsson sögðu ferðina til Tyrklands hafa verið mjög lær- dómsríka. Morgunblaðið/Þorkell íslenska björgunarsveitin starf- aði ásamt bandarískum björgun- arsveitum og sagði Tómas að andinn á meðal björgunarsveit- amianna hefði verið mjög góður. Segir fjárlaga- drögin einkenn- ast af aðhaldi GEIR Haarde fjármálaráðherra segir það rangt sem fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær, að gert sé ráð fyrir aukningu á öllum svið- um rOdsútgjalda í drögum fjárlaga sem kynnt voru í þingflokkum stjómarílokkanna á mánudag. Hann segir drögin í heild einkenn- ast af aðhaldi og viðleitni til að hafa hemil á verðbólgu og þenslu og treysta stöðugleikann í efnahags- málum svo unnt verði að greiða nið- ur skuldir ríkisins í verulegum mæli áfram. „Ríkisstjórnin ákvað það í vor, í framhaldi af því að skrifaður var nýr stjórnarsáttmáli þar sem seg- ir að stefnt skuli að umtalsverðum afgangi, að miða við að afgangur- inn yrði að minnsta kosti 1% af þjóðarframleiðslu, án þess að tillit sé tekið til eignasölu. Samkvæmt því verður afgangurinn 6-7 millj- arðar króna. Nú hafa þingflokkar og ríkisstjórn lagt blessun sína yf- ir fyiirliggjandi drög að frumvarpi og falið fjármálaráðherra að ganga frá málinu á þessum grund- velli. Þetta frumvarp mun, þegar það kemur fram, einkennast af að- haldi á ýmsum sviðum, sem ekki er eðlilegt að greina nánar frá fyrr en það verður lagt á borð þing- manna.“ I frétt Morgunblaðsins kom fram að stefnt væri að því að afla þriggja til fimm milljarða króna með sölu á hlut ríkisins í fyrirtækj- um. Geir segir að engar tölur hafi verið nefndar í þessu sambandi á fundinum á mánudag. „Það liggur ekki fyrir enn hver niðurstaðan verður enda er mikil óvissa um þau mál þessa dagana." Fé veitt til nefndar tón- listarhúss BORGARRÁÐ samþykkti í gær 4,5 milljóna fjárframlag til nefndar um tónlistarhús og ráð- stefnumiðstöð í miðborg Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að menntamálaráðuneyti, fjár- málaráðuneyti og samgöngu- ráðuneyti leggi hvert um sig fram sömu fjárhæð. Nefndin sem nú starfar hefur það hlutverk að vinna að sam- komulagi milli ríkis og Reykja- víkurborgar um fjármögnun, til- högun og kostnaðarskiptingu vegna tónlistarhúss og ráð- stefnumiðstöðvar. Auk þess vinnur nefndin að því að fá rekstraraðila og fjárfesti að hót- eli. Ólafur B. Thors er formaður nefndarinnar. Aðrir nefndar- menn eru Þórhallur Arason, til- nefndur af fjármálaráðherra, og Magnús Gunnarsson, tilnefndur af samgönguráðherra. Reykja- víkurborg tilnefndi Helgu Jóns- dóttur, Stefán Hermannsson og Þorvald S. Þorvaldsson í nefnd- ina. Kostnaður við nefndina er áætlaður 18 milljónir króna. Yfírlýsing frá Sigurði Einarssyni forstjóra Kaupþings Hagsmunir viðskiptavina hafðir að leiðarljósi SIGURÐUR Einarsson, forstjóri Kaupþings, hefur sent Morgunblað- inu eftirfarandi yfirlýsingu. Kaupþing harmar að forsætis- ráðherra skuli hafa dregið eigna- stýringu Kaupþings inn í umræð- una um sölu Scandinavian Hold- ings S.A. á hlutabréfum í FBA til Orca S.A. Viðskipti Kaupþings fyr- ir hönd fjárvörsluþega, sem námu um einu prósenti af heildarhlutafé FBA, eru alls ótengd breytingum á eignarhaldi í bankanum. Fullyrð- ingar um að eignastýring Kaup- þings hafi brugðist umboðsskyldu eru ósannar. Kaupþing hefur tekið þátt í einkavæðingu ríkisbanka eins og aðrar fjármálastofnanir og fylgt þeim reglum sem settar hafa verið af stjómvöldum. í þessum sem og öðmm viðskiptum hefur fyrirtækið haft hagsmuni viðskiptavina sinna að leiðarljósi, enda hafa þeir hagn- ast á þeim. Það hefur ekki verið venja Kaupþings að gefa upplýsing- ar um einstök viðskipti og þess- vegna hefur verið látið nægja að vísa til þeirra almennu starfsreglna sem fylgt er. Vegna ummæla for- sætisráðherra í fjölmiðlum er óhjá- kvæmilegt að gera undantekningu og taka fram eftirfarandi: Kaupþing tekur á hverjum tíma ákvarðanir með hag viðskiptavina að leiðarljósi eftir bestu vitund og í ljósi þeirra upplýsinga og væntinga sem fyrir liggja. Vegna þeirrar áhættu sem er í rekstri fjárfesting- arbanka, einkum og sér í lagi eins og mál horfðu sl. haust þegar fjár- magnsmarkaðir heimsins vom í uppnámi, mat starfsfólk eignastýr- ingar það svo að hagsmunum margra þeirra eignasafna, sem í umsjá Kaupþings voru, væri betur borgið með því að selja hluta þeiiTa bréfa sem keypt höfðu verið í FBA. Ákvörðun um sölu á hluta FBA bréfa úr eignasöfnum, var tekin eft- ir mati á hverju eignasafni fyrir sig, þar sem m.a. var tekið tillit til stærðar, áhættuþols og samsetning- ar. Skoðun á þessum viðskiptum hefur leitt í ljós að faglega var að matinu staðið í öllum tilvikum. Viðskipti úr eignasöfnum í vörslu Kaupþings námu aðeins rúmlega einu prósenti af heildarhlutafé FBA. Ljóst er að sá hagnaður sem skapaðist í þessum viðskiptum hef- ur í mörgum tilfellum verið nýttur til fjárfestinga í bréfum sem skilað hafa sambærilegri ávöxtun og hlutabréf í FBA. Þess skal getið að verðlag á hlutabréfum í fjárfest- ingabönkum víða um heim hefur hækkað mikið á sl. ári vegna auk- innar bjartsýni í efnahagsmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.