Morgunblaðið - 25.08.1999, Side 18

Morgunblaðið - 25.08.1999, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MORGUNBLADIÐ AKUREYRI Færri á atvinnu- leysisskrá en í fyrra ATVINNUASTAND á Norðurlandi eystra virðist vera nokkuð gott ef miðað er við tölur á atvinnuleysis- skrá. Um síðustu mánaðamót voru 266 einstaklingar á atvinnuleysis- skrá en þeir voru 419 á sama tíma í fyrra. Reyndar þarf að fara alla leið aftur til ársins 1990 til að finna lægri tölu en nú sést á atvinnuleys- isskrá á þessu svæði. Hins vegar sagði Helena Karlsdóttir hjá Svæð- isvinnumiðlun Norðurlands eystra að á þessum tíma væri atvinnuá- stand oft betra en á vetuma og kæmi t.d. til vegna sláturtíðar í slát- urhúsum. Þá færi atvinnulausum aftur fjölgandi í október og þegar liði á veturinn. Eins væri stóra spumingin hvað gerðist í kjölfar uppsagna sem senn taka líklega gildi í Skinnaiðnaði, Húsasmiðjunni, Slippstöðinni og hjá Sæunni Áxels í Ólafsfírði. Spurning með uppsagnir Helena segir samt ljóst að ástandið er betra heldur en það hef- ur verið undanfarin ár, það sýni töl- ur á atvinnuleysisskrá um síðustu mánaðamót. „Það er náttúralega spuming hvað gerist þegar slátur- tíðinni lýkur og ef uppsagnimar taka gildi. Maður veit ekki hvort það skiiar sér tO okkar eða hvort þeir starfsmenn hafa þegar fengið vinnu annars staðar," sagði Helena. Haust- og vetrarstarf Sigurhæða að hefjast Fjallað um Vísnabók Guðbrands biskups HAUST- og vetrarstarfið á Sigur- hæðum - Húsi skáldsins hefst í kvöld, miðvikudag, en kl. 20 fjallar Kristján Eiríksson um hina merku Vísnabók, sem Guðbrandur Þor- láksson biskup gaf út á Hólum árið 1612. Hún hefur aðeins verið end- urútgefin einu sinni og auk þess Ijósprentuð en Kristján vinnur nú ásamt Jóni Torfasyni að þriðju út- gáfu hennar á vegum Bókmennta- stofnunar Háskóla íslands. í kynningunni, sem er öllum op- in, mun Kristján jöfnum höndum fara með vel þekktan sem miður kunnan kveðskap sem var í Vísna- bókinni fyrsta sinni fram borinn á prenti, íslenskum almenningi til fróðleiks og skemmtunar svo sem guði myndi þóknanlegt, eins og segir í fréttatilkynningu frá Sigur- hæðum. Einnig gerir hann nokkra grein fyrir helstu nýmælum í með- ferð bragar sem þar er að finna og síðan hafa orðið lífseig. Fræðimaður og kennari Kristján Eiríksson er Skagfirð- ingu, uppalinn í Pagranesi. Hann er cand.mag. í íslenskum fræðum frá HI og hefur lengi sinnt kennslu, m.a. við ML og verið lektor í Björgvin í Noregi. Jafn- framt hefur hann stundað fræði- störf og gefið út bækur, þ.ám. Máltækni og Stíltækni. Kristján er kvæntur Sigurborgu Hilmars- dóttur, sem einnig hefur erjað ak- ur íslenskra fræða. Undanfarnar vikur hafa þau hjón dvalist í lista- og fræðimannsíbúðinni í Davíðs- húsi á Akureyri. Deiliskipulag á reit ii við Holtateig á Eyrarlandsholti Með vísan til greinar 6.2.3 [ skipulagsreglugerð auglýsir Akureyrar- bær deiliskipulag á reit II við Holtateig á Eyrarlandsholti. Skipulags- svæðið afmarkast af Mýrarvegi að austan og norðan og Holtateigi að vestan. í tillögunni er gert ráð fyrir þremur raðhúsum á einni hæð og tveimur tveggja hæða fjölbýlishúsum. Á skipulagssvæðinu verða samtals 19 íbúðir. Uppdráttur er sýnir tillöguna ásamt skýringarmyndum og greinar- gerð liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrar- bæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 6. október 1999, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athuga- semdir. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 6. október 1999. Athugasemdum skal skila til Skipulagsdeildar Akur- eyrarbæjar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Akureyrar Hún segist ekki eiga von á stór- vægilegum breytingum en vonast til að ástandið verði heldur betra en það var í fyrra. Til samanburðar má nefna að árið 1998 voru 328 á at- vinnuleysisskrá í lok september en 377 vom á sama tíma árið 1997. Út- lit er fyrir að þeir verði heldur færri í ár, en um það er ekki gott að spá, að sögn Helenu. Vant fólk fæst ekki til starfa Óli Valdimarsson, sláturhússtjóri sláturhúss KEA, sagði að ekki væri enn komið í ljós hvemig gengi að manna stöður í sauðfjárslátrun. Hann sagði að það væri búið að auglýsa og eitthvað hefði verið spurst fyrir en þetta kæmi ekki í ljós fyrr en eftir helgina þegar fyr- irtækið færi að hringja í þá sem þegar hefðu skráð sig. „Jú, það hafa nokkuð margir spurst fyrir, en vandinn er að fá vant fólk, það reynist orðið erfitt. Málið er að áð- ur fyrr var það fólk úr sveitunum sem kom hér vant inn til starfa í sláturtíðinni en nú búa orðið svo fá- ir í sveitunum að menn komast bara ekki orðið burt til vinnu eins og áður,“ sagði Óli. Óli sagði að sem betur fer hefði eitthvað af fólki komið að máli við sig sem hefði starfað áður við slát- urhúsið. Hann sagði samt að ein- ungis 800 lömbum yrði slátrað á dag í stað 1.200 vegna þess að ekki fæst nóg af vönu fólki. Þess má geta að sláturtíðin hefst 9. september og stendur líklega til 20. október. Morgunblaðið/Páll A. Pálsson íslandsmeistarar í Sjóstangaveiði árið 1999: Sigfríð Valdimarsdóttir og Árni Halldórsson, bæði úr SJÓAK. Sj óstangaveiðimót SJÓAK UM HELGINA hélt SJÓAK (Sjóstangaveiðifélag Akureyrar) sjóstangaveiðimót og var það jafnframt síðasta stigamót sum- arsins til Islandsmeistaratitils. Að mótinu loknu var það tjóst að Árni Halldórsson frá SJÓAK var Islandsmeistari karla með 760 stig en Sigfríð Valdimarsdóttir, einnig frá SJÓAK, var íslands- meistari kvenna með 778 stig. Helstuúrslit á mótinu um helgina urðu ahnars þau að Árni Hall- dórsson var aflahæstur karla en Guðlaug Karlsdóttir, SJÓAK, var aflahæst kvenna. Árni veiddi einnig fíesta fiska en Skarphéðinn Ásbjömsson, Sjóstangaveiðifélagi Siglufjarðar, veiddi flestar teg- undir. Aflahæsti báturinn var hins vegar Sigrún og skipstjóri Sig- rúnar var Þórður Guðmundsson. Sveitarfélög í Eyjafírði halda aðalfund í Grímsey Staða byggðasvæða verði skilgreind Grímsey/Morgnnblaðið AÐALFUNDI Eyþings, og Þing- eyjarsýslum, lauk í Grímsey sl. föstudag, með áliti nefnda á fund- armálum, afgreiðslu tillagna og ályktana. Að sögn Péturs Þórs Jónassonar, framkvæmdastjóra Eyþings, voru aðalfundarfulltrúar almennt ánægðir með fundinn en hann sóttu um 50 manns. Pétur Þór sagði að menn hefðu verið sammála um að umræðan á fundinum hefði verið góð og inn- legg verið í þá átt sem stjómin hafði átt von á. Á meðal fulltrúa vora þingmenn Norðurlands eystra, sem höfðu sýnt aðalfundi Eyþings mikinn áhuga og var þetta í fyrsta skipti sem þeir vora allir saman komnir í Grímsey. Fundinum lauk með ákvörðun um næsta fundarstað, sem verður Stóratjamarskóli í Ljósavatns- hreppi. Enginn sérstakur dagur var ákveðinn en aðalfund Eyþings skal halda eigi síðar en 10. septem- ber ár hvert. Áfram unnið að aðgerðaáætlun Aðgerðaáætlun Eyþings, sem unnin var af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, var kynnt á fundinum og tillögur í áætluninni í heild sinni samþykktar. Ásgeir Magnússon, bæjarfulltrúi á Akur- eyri, kynnti álit nefndar sem fjall- aði um áætlunina og sagði hann að menn hefðu verið sammála um að þar væri að finna gott innlegg varðandi aðgerðir í byggðamálum. „Nefndarmönnum finnst áætlun- in að vísu taka mikið mið af Akur- eyri og Eyjafjarðarsvæðinu en telja brýnt að beina sjónum að þessu svæði, sem þýðingarmiklu svæði tO uppbyggingar. Nefndin er sammála um tillögur og fól stjórn sambandsins að vinna áfram að gerð aðgerðaáætlunar fyrir Ey- f Opinn fyrirlestur hAskóunn Á AKUOEVRI Dr. Sunitha Gandhi kynnir: „The Council for Global Education“ Fyrirlesturinn verður haldinn í Þingvallastræti 23, stofu 14, fimmtudaginn 26. ágúst kl. 16.30. Allir velkomnir. Kennaradeild HA. þing á grandvelli skýrslu Rann- sóknarstofnunar Háskólans á Ákureyri.“ Ásgeir sagði að við áframhald- andi vinnu verði dregin upp heild- armynd af svæðinu þar sem staða einstakra byggðasvæða verði skil- greind, þannig að ljóst sé hvernig heildarappbygging svæðisins er hugsuð. Hann sagði að leitað yrði álits sveitarstjórna á svæðinu við gerð aðgerðaáætlunarinnar þannig að tryggt verði að þær standi að baki Eyþingi við framkvæmd hennar. Jafnframt var stjórninni falið að vinna að þeim verkefnum sem nefnd era í skýrslu RHA og mikilvægt er að nái fram nú þegar. Nýr aðalmaður í stjórn Stjórn Eyþings er kosin til tveggja ára í senn og aðalmenn sem kosnir voru í september í fyrra eru: Kristján Þór Júlíusson, Ákureyri, formaður, Guðný Sverr- isdóttir, Grenivík, Gunnlaugur Júl- íusson, Raufarhöfn, Kristján Ólafs- son, Dalvík, og Skarphéðinn Sig- urðsson, Bárðardal. Þó urðu breyt- ingar á stjóm og varastjóm að þessu sinni. Guðný H. Björnsdótt- ir, Kelduneshreppi, tók sæti Gunn- laugs Júlíussonar í aðalstjórn, Jak- ob Björnsson, Akureyri, tók sæti Sigfríðar Þorsteinsdóttur í vara- stjórn og Henrý Ásgrímsson, Þórs- hafnarhreppi, tók sæti Guðnýjar H. Björnsdóttur í varastjórn. Fulltráar á samráðsfundi Lands- virkjunar til eins árs voru tilnefnd- ir þeir Pétur Bolli Jóhannsson, Hrísey, Kristján Snorrason, Dal- víkurbyggð, Dagbjört Þyrí Þor- varðardóttir, Húsavík, og Steindór Sigurðsson, Öxarfjarðarhreppi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.