Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 41
-------------------------^
og verða Guðmundi Margeiri yngri
fjársjóður í framtíðinni. Samband
þeirra var einstakt, þeir töluðust við
nær daglega, ræddu ótrúlegustu
mál og sýndu áhugamálum hvor
annars mikinn áhuga. Þegar þeir
hittust lögðu þeir sig báðir fram um
að gera eittvhað skemmtilegt og þá
gjarnan eitthvað sem þeir tveir voru
búnir að undirbúa með símtölum.
Gjarnan var svo endahnúturinn rek-
inn með göngutúr upp í „Nóa“ eins
og þeir kölluðu verslunarferðirnar í
Nóatún. Þaðan komu þeir brosleitir
með eitthvað gott sem var svo mat-
reitt í eldhúsinu þegar heim kom.
Þeir voru einlægir vinir og jafn-
réttið algjört þrátt fyrir 63 ára ald-
ursmun. Þrátt fyrir þann söknuð
sem ég ber í hjarta nú við andlát
hans er ég þess fullviss að hann var
tilbúinn í ferðina löngu, sáttur við
Guð og menn. Tilbúinn að ganga til
móts við systkini sín, þau Margréti
og Níels, sem hann svo oft saknaði.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund flýgur margt í gegnum hug-
ann, en upp úr öllu stendur minning-
in um mann sem aldrei gleymist
þeim sem honum kynntust. í mínu
hugskoti stendur hann í dyrunum í
Miðtúninu, mildur á svip með hlýleg
kveðjuorð á vörum, en þó albúinn að
bjóða alla velkomna til baka.
Elsku Guðmundur, þú hefur alltaf
verið mér sem besti vinur, eigin-
manni mínum faðir og syni mínum
afi. Ég er hjartanlega þakklát fyrir
það og þó sérstaklega það að hafa
fengið að kynnast þér. Það gleður
mig í sorginni. Hvíl í Guðsfriði, elsku
vinur.
Þín,
Sigrún.
Elsku nafni minn, núna ertu far-
inn í ferðalagið langa, ég sakna þín
mjög mildð, við áttum eftir að gera
svo margt saman.
Ég hugsa til þín núna þegar mér
líður illa, hugsa hvað þú mundir hafa
gert, eflaust komið með hlýja hand-
takið þitt og sagt hresstu þig nú við,
nafni minn, við skulum hugsa eitt-
hvað fallegt saman.
- í framtíðinni mun ég rifja upp all-
ar yndislegu stundirnai- sem við átt-
um saman í Miðtúninu, Borgarnesi,
sveitinni og ekki síst samtölin okkar
í símanum, það var alltaf svo gott að
tala við þig, þú skildir mig svo vel,
hafðir svo mikinn áhuga á hvað ég
var að gera. Ég man þegar ég átti
heima á Kjartansgötunni og var í
pössun hjá henni Ingu. Þá var
mamma svo hissa hvað þú vissir um
allt sem gerðist þar, en þá var ég bú-
inn að læra númerið þitt og laumað-
ist inn í herbergi og hringdi til þín og
sagði þér það helsta sem eflaust hef-
ur verið mismerkilegt en okkur
tveimur fannst það gott.
Jólin okkar voru alltaf svo góð.
Fyrstu árin komst þú til okkar svo
komum við til þín. Við tveir vöknuð-
um alltaf fyrstir, drukkum súkkulaði
og borðuðum smákökur í morgun-
mat, skoðuðum jólagjafimar og
spjölluðum saman.
Ferðimar okkar upp í „Nóa“, eins
og við kölluðum það þegar við fóram
í verslunarferð upp í Nóatún, vora
ógleymanlegar. Við gengum saman
og ræddum málin, keyptum eitthvað
sem okkur þótti gott og elduðum
saman. Það var sama hvað við voram
að gera, alltaf varst þú svo jákvæð-
ur, hafðir svo mikinn áhuga. Þú
íylgdist með fótboltanum hjá okkur
Ragnari, talaðir við okkur eins og
knattspyrnuhetjur og við urðum svo
hamingjusamir, enda verðum við
alltaf knattspymuhetjurnar þínar.
Ég var að keppa í frjálsum og á
hestamótum. Alltaf hringdi ég í þig
og sagði þér hvernig gekk, stundum
vel, stundum illa en alltaf sagðir þú:
„Þetta var nú bara gott hjá þér,
nafni minn.“
Ég gæti haldið endalaust áfram að
rifja upp góðu stundirnar okkar en
það geri ég í framtíðinni. Þá hugsa
ég um hvað ég var heppinn að hafa
átt yndislegasta nafna í heimi. Núna
ertu farinn til Margrétar systur
þinnar og Níelsar bróður þíns sem
þú talaðir svo oft um. Þau hafa tekið
þér opnum örmum og umvafið þig
ást sinni og hlýju. Hjá þeim líður þér
vel.
Elsku nafni minn, þakka þér fyrir
stundirnar okkar. Þær voru yndis-
legar. Minningarnar um þig munu
fylgja mér alla tíð og gera mig glað-
an, því ég á besta nafna í heimi.
Þinn nafni,
Guðmundur Margeir.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfii og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku afi. Mig langar að kveðja
þig með þessum orðum. Þegar ég
skrifa þér þessar línur eru bara ör-
fáir dagar frá því við töluðum sam-
an í síma og varst þú þá mjög hress.
Það er kannski þess vegna sem erf-
iðara er að taka því að þú sért far-
inn frá okkur.
Já, ég kalla þig alltaf afa, allt frá
því ég byrjaði að tala kallaði ég þig
afa-Rósa. Trúlega hef ég séð ein-
hvem svip með ykkur Rósa þó lítil
væri, en frá sjö ára aldri kallaði ég
þig afa eftir að ég missti afa minn og
þú mikinn vin þinn, og þú hefur alla
tíð staðið þig mjög vel í því hlutverki.
Þær era ófáar minningamar sem ég
á úr Miðtúninu. Ein af þeim var þeg-
ar við mamma voram einu sinni sem
oftar hjá þér og þú gafst mér Macin-
tosh sem þú lumaðir alltaf á. Ég var
fjögurra ára þegar þetta var og
fannst mömmu ég borða heldur mik-
ið, en þú sagðir: „Leyfðu henni að
borða eins og hún getur“, og þannig
fór og ég kláraði upp úr dollunni, og
varð ekki meint af.
Það vora ófáar ferðimar sem þú
komst til okkar og gæddum við okk-
ur þá gjarnan á pönnukökum með
rjóma og vora þær heimsóknir
alltaf mjög skemmtilegar. Ailt bar-
bie-dótið sem þú gafst mér í gegn-
um ái'in er sko búið að gera það
gott, þótt það sé komið til ára sinna
og er það enn þá í notkun hér
heima, nú era það frændsystkinin
sem njóta góðs af. Þú gafst mér
fyrstu myndavélina þegar ég var
aðeins 11 ára en á þessa vél voru
teknar margar myndir og talaðir þú
ósjaldan um að ég hefði erft mynda-
delluna frá honum afa mínum. Þér
ætlaði ekki að ganga vel að ná upp
úi' mér hvað væri efst á fermingar-
gjafalistanum, en það var kassettu-
tæki. Gleðin var mikil þegar þú
birtist með þetta flotta útvarp með
kassettutæld og þurfti ég að fá
Finna vin minn til að kenna mér á
herlegheitin, okkur fannst báðum
þetta æðislegt tæki.
Síðasta eitt og hálfa árið hringd-
umst við reglulega á. Síðast þegar
ég hitti þig var ég nýkomin heim frá
Nýja-Sjálandi og það leyndi sér
ekki að þú varst stoltur af þessari
heimsókn minni til Rósa og fylgdist
þú vel með hvernig ferðalagið gekk.
Þú hringdir reglulega í mömmu á
meðan ég var á leiðinni. Þú hringdir
líka alltaf í hana þegar þú fékkst
bréf eða kort frá mér til að athuga
hvort hún væri búin að fá fréttir, en
það var sko ekki alltaf. Ég kom
heim rétt eftir áramótin ‘98 og í
staðinn fyrir jólagjöf keypti ég
minjagrip, tákn Nýja-Sjálands sem
er Kiwi-fugl. Þegar við töluðum
saman í símann eyddum við miklum
tíma í að tala um íþróttir og tónlist,
og bar þá Bubba Morthens oft á
góma, því hann er mitt uppáhald og
varst þú hrifínn af honum líka. Þú
vissir alveg að það þýddi ekkert að
gefa mér geisladisk með honum í
jólagjöf því að ég var búin að kaupa
hann um leið og hann kom út. Á
sumrin fylgdist þú með rallýinu og
varst spenntur yfir velferð Palla
frænda og á vetuma töluðum við
mikið um körfubolta. Ég hringdi í
þig áður en ég fór í fyrsta skipti
vestur á leik hjá KFÍ og þegar ég
kom heim lét ég þig vita að auðvitað
hefðu þeir unnið. Við höldum áfram
að fylgjast með Palla og KFI.
Elsku afi minn, nú er komið að
kveðjustund. Við hittumst seinna.
Ég votta aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Hvfl í friði.
Þín,
Elísabet.
LUDWIG
HOFFMAN
+ Ludwig Hoff-
man fæddist í
Berlín 11. júní 1925.
Hann lést eftir
Ianga sjúkralegu 5.
ágúst síðastliðinn
og fór útför hans
fram í Griinwald 13.
ágúst.
Ludwig, Anna Ás-
laug og ég höfðum
ákveðið að sjá saman
almyrkvann á sólu mið-
vikudaginn 11. ágúst í
Múnchen. En það var
annar og rneiri skuggi sem féll á líf
Ludwigs áður en af því varð. Hann
lést eftir langa sjúkralegu hinn 5.
ágúst.
Ludwig Hoffman er mörgum ís-
lendingum kunnur sem alþjóðlegur
píanóleikari og píanókennari, en lík-
lega fyrst og fremst sem eiginmað-
ur Önnu Áslaugar Ragnarsdóttur,
píanóleikara frá ísafirði. Þau giftust
árið 1990. Hún hafði verið nemandi
og samverkamaður hans um fjölda
ára.
Ludwig fæddist í Berlín 11. júní
1925. Foreldrar hans vora bæði frá
Pétursborg, móðh' hans af sænsk-
um og faðir hans af þýskum ættum.
Ludwig ólst upp í Stettin í Póllandi
og hóf nám í orgelleik 15 ára og lék
á hið víðfræga orgel Jacobikirkj-
unnar undir leiðsögn Theo Blaufuss
tónlistarstjóra. Hann var kvaddur
til herþjónustu tæplega tvítugur og
sendur á vesturvígstöðvarnar þar
sem hann særðist. Hann var nýris-
inn úr sjúkralegu fluttur á austur-
vígstöðvarnar og staddur í Vínar-
borg, þegar „1000-ára ríkið“ leið
undir lok. Þar slapp hann naumlega
frá því að vera tekinn af lífi af rúss-
neska setuliðinu. Hann vann fyrir
sér um hríð sem undirleikari list-
dansara, söngvara og kabarettista.
I Vín ríkti á þessum tíma andrúms-
loft örbirgðar og óvissu sem lýst er
meistaralega í kvikmynd Orsons
Welles „Þriðji maðurinn“. Hóf hann
þar píanónám í tónlistarháskólanum
hjá Paul Weingarten og var þar
samtíða Friedrich Gulda, Alfred
Brendel, Jörg Demus, Paul Badura-
Skoda og Ingrid Haebler. Ludwig,
sem hafði stefnt að því að verða
orgelleikari, gerði upp hug sinn í
Vín og gerðist píanisti.
Eftir Vínardvölina hvarf Ludwig
aftur til fjölskyldu sinnai' í Berlín,
Charlottenburg, og hélt áfram námi
hjá Brano Hinze-Reinhold og Ric-
hard Rössler. Að loknu námi hjá
Otto Schmidt-Neuhaus í Köln sett-
ist hann þar að sem fullmenntaður
píanóleikari, vann Liszt-píanóverð-
launin í Weimar 1947, verðlaun tón-
listarháskólans í Köln 1952, verð-
laun í ARD-keppni í Múnchen og
Busoni-keppni í Bolzano. Þar fyrir
utan tók hann þátt í meistarakúrs-
um hjá Marguirite Long og Arturo
Benedetti Michelangeli.
Á konsertferli sinum kom Ludwig
víða við. Hann spflaði um alla Evr-
ópu, einnig í Suður- og NorðurAm-
eríku, ýmist á einleikstónleikum eða
með hljómsveitum. Fjöldi af hljóm-
plötuupptökum bar hróður hans
víða um heim. Einnig lék hann oft í
útvarpi og sjónvarpi. Geymdust
þannig fjölmargar dýrmætar upp-
tökur með honum fram á þennan
dag. Hann var fljótlega talinn í röð
fremstu túlkenda rómantískra
verka, einkum Chopins og Liszts.
Þekktasti tónlistargagnrýnandi
Þýskalands, Joachim Kaiser, segir í
bók sinni „Grosse Pianisten in
unserer Zeit“, eins konar Michelin-
leiðarvísi um píanókúltúr aldarinn-
ar, um túlkun Hoffmans á b-moll-
konsert Tschaikowskys: „... leikur
Hoffmans í erfiðustu köflum þessa
verks er svo einstakur, glæsilegur,
nákvæmur, leiftrandi ög þróttmikill,
að varla má búast við því að nokkr-
um takist að leika það eftir. I Ai-
legro con spirito halda honum engin
bönd hvað hraða snertir, Gilels
hefði ekki einu sinni spilað svona
hratt, svo ekki sé
minnst á aðra minni
meistara.“ Joachim
Kaiser telur Hoffman
vera einn fremsta
Liszt-túlkanda okkar
tíma.
Ludwig fluttist tfl
Múnchen árið 1967, og
skömmu síðar var hon-
um boðin prófessors-
staða við tónlistarhá-
skólann þar. Hann
sagði frá því seinna, að
þetta boð hefði valdið
sér miklum samvisku-
kvölum, þar sem aug-
ljóst var, að hann yrði að draga
veralega úr hljómleikahaldi og
plötuupptökum ef hann tæki því.
Hins vegar var kunnátta hans og
menntun í píanóleik svo umfangs-
mikil, að hann taldi það skyldu sína
að miðla henni öðram.
í fyrsta skipti sem ég komst í
námunda við hann var fyrir liðlega
25 árum, þegar ég keyrði Önnu As-
laugu og vin okkar David Llywelin
tónskáld í ryðgaða og skröltandi Fi-
at-bflnum mínum til fundar við Lud-
wig, heim tfl hans í hverfinu
Grúnwald hjá Múnchen. Okkur
hafði verið sagt, að Ludwig, sem þá
var einn þekktasti píanóleikari
Þýskalands og prófessor við tónlist-
arháskólann í Múnchen, hefði keypt
húsið af Norbert Schulze sem samdi
Lily Marleen, frægasta slagara
styrjaldartímans, - en Anna var
staðráðin í að verða nemandi Lud-
wigs. David hafði með sér kassa af
dýrindis Havanavindlum og flösku
af fínu viskíi og ég beið í bflnum fyr-
ir utan eftir að heyra úrslitin. Þau
vora þá eftirfarandi: - að Ludwig
hvorki reykti né hefði hann smekk
fyrir viskíi, en safnaði fínum vínum
og að Anna Áslaug spilaði sóma-
samlega vel þrátt fyrir kolranga
fingrasetningu.
Ég var síðar kynntur fyrir Lud-
wig á júgóslavneskum veitingastað
innan um hóp nemenda hans eftir
tónleika. Um leið og hann uppgötv-
aði, að ég var ekki píanónemandi,
eða „Schuler" eins og hann nefndi
þá, heldur náttúravísindamaður,
voram við komnir í hrókasamræður
um nifteindastjörnur, kvasa og
svartar holur. Mér kom á óvart,
hvað hann vissi mikið um þetta efni,
víðsfjarri hans eigin fagi. Mest
hreifst ég þó af því, hvað hann
spurði margs og hlustaði með at-
hygli á allt nýtt sem ég gat frætt
hann um. Ég vann þá við smíði á
tækjabúnaði í gervitungl til stjömu-
athugana og hækkaði töluvert í áliti
hjá honum fyrir það. Áttum við
seinna margar góðar stundir saman
með umræðum um stjömufræði,
geimferðir, kjarnorku, leysa og bfl-
tækni. Ludwig kom mér sífellt á
óvart með óvenjulega skarplegum
athugasemdum og nýjum hugdett-
um. Ekki dró það úr virðingu minni
fyrir honum, þegar ég frétti, að
hann væri með einkaflugmannspróf,
hefði áhuga á hraðskreiðum bflum,
og væri ofan á allt víðfrægur sæl-
keri, gourmet.
Píanókennsla Ludwigs er í frá-
sögu færandi. Hann kenndi einung-
is úrvalsnemendum, oftast á heimili
sínu í Grúnwald, þar sem hann átti
tvo afbragðs konsertflygla,
Steinway og Bösendorfer, sem hann
gætti eins og sjáaldurs augna sinna
og vora stilltir mánaðarlega. Nem-
endumir gengu hjá honum í gegn-
um strangan skóla, nýja tækni sem
hann hafði sjálfur þróað, ólíka öllu
því sem þeir höfðu áður kynnst.
Byrjað var á því að skrúfa lokið og
brettið fyrir framan nótnaborðið af
hjóðfærinu, til að hafa nóg svigrún»r
fyrir hendurnar. Allar æfingar voni'"
teknar upp á tónbönd og seinna
myndbönd til að hægt væri að
grannskoða árangurinn.
Fingrasetning hans var gjörólík
þeirri sem oftast er notuð. Tók hann
nákvæmt mið af mismunandi styrk-
leika fingranna. Stefnt var að því að
beita samspili fingranna og hand-
anna á sem allra hagkvæmastan
hátt og þriðji pedallinn notaður til
hins ýtrasta. En æðstu boðorðin
voru nákvæmni og skýrleiki í leikn-
um.
Ef eitthvað bjátaði á hjá nem -^fc
anda hrópaði Ludwig gjarnan
„Schmalfuss" (mjófótur), en það var
skammaryrði um mistök og kórvill-
ur, sem hann hafði sjálfur fundið
upp, en var ekki til í þýskri tungu,
og enginn gat gefið mér skýringu á.
Mannsnafnið „Schmalfuss" kemur
að vísu tíu sinnum fyrir í síma-
skránni í Múnchen, en Ludwig átti
hér ekki við ákveðna persónu, held-
ur var „Schmalfuss" einungis ein-
hver dæmalaus klaufaskapur sem
angraði hann persónulega, en fór
framhjá öllum öðram, svo ekki var
hægt að nota um það neitt venju-
legt, hversdagslegt orð.
Eftir að hann var kominn á eftir-
laun frá Tónlistarháskólanum ýf
Múnchen var honum boðin gesta-
prófessorsstaða við Tónlistarhá-
skólann í Vínarborg árið 1994 sem
eftirmaður skólabróður síns Paul
Badura-Skoda. Honum þótti mjög
vænt um það, einkum þar sem hann
hafði byrjað námsferil sinn í Vín, og
ekki síst vegna þess að nú gafst
honum aftur tækifæri til að móta
hóp af nýjum ungum nemendum.
Vann hann þar af fullum krafti þar
til fyrir rúmu ári.
Kringum Ludwig söfnuðust sany^
an úrvalsnemendur frá ótal þjóðunT^
úr öllum heimsálfunum. Margir
nemenda hans eru vel þekktir, t.d.
Yaara Tal og Andreas Groethuysen,
Margarita Höhenrieder, Michael
Krist og Homero Francesch. Lud-
wig hélt síðustu árin námskeið
(master class) víða um Þýskaland,
Austurríki, Ítalíu, Frakkland, Belg-
íu, Bandai-íkin og Kanada, en einnig
í Japan og Taívan, og kom fyrir
fimm áram til Islands og hélt þar
námskeið á vegum Tónlistarskóla
ísafjarðar. Hann hélt reglulega
nemendatónleika á heimili sínu
(Hauskonzerte), sem vora svo ann-
álaðú' hvað gæði snerti, að atvinnu-
tónlistarmenn og gagnrýnendur
sóttust eftir að fá heimboð.
Það var oft glatt á hjalla hjá Lud-
wig og Önnu Áslaugu í Grúnwald, og
margir Islendingar minnast þar
góðra stunda. Ludwig var hrókur
alls fagnaðar þar sem hann leið-
beindi um mat og drykk, sagði gam-
ansögur og hlustaði með okkur á
tónlist af öllu tagi, allt frá rokki með
Björk, djass með Oscar Peterson og
Erroll Garner, til ópera Wagners,
því jafn fjölbreyttur og persónuleiki
hans var, var einnig smekkur hans á
tónlist. - Hans verður sárt saknað.
Þorsteinn J. Halldórsson,
MUnchen.
Þegar andlát ber að höndum
ÚtfararstofQn annast meginhluta allra útfara
á höfuðborgarsvæíinu. Þar starfa nú 15 manns
við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alúlleg þjónusta sem þyggir á tangri reynslu
Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266