Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Skólastarfið er nýhafið og hér má sjá nemendur grúfa sig íbyggna yfir næringarfræðina í einni af raungreinastofum skólans. Fjölbrautaskóli Garðabæjar 15 ára í nýju húsi Ásókn í skólann Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Garðabæjar, við brúna sem liggur yfir í nýtt og glæsilegt húsnæði skólans. Garðabær FJÖLBRAUTASKÓLI Garðabæjar er nú að hefja sitt 15. starfsár í nýju húsnæði sem skólinn fékk til afnota fyrir 2 árum. Húsnæðið hefur verið mikil lyftistöng fyrir skólastarfið og segir Þorsteinn Þorsteinsson skóla- meistari að mikil ásókn nemenda sé í skólann. Skólinn hefur tekið forystu í vímuvarnamálum í framhaldsskólum og hefur það skilað góðum árangri. Settar hafa verið á laggirnar sér- deildir innan skólans sem taka á mis- munandi þörfum nemenda, bæði þroskaheftra nemenda sem og nem- enda með háar einkunnir úr grunn- skóla. Skólinn var formlega stofnaður 1. ágúst 1984 og fyrsta veturinn voru nemendur tæplega 100. Þorsteinn segir að starfið hafi verið erfitt í fyrstu, en skólinn hafi vaxið jafnt og þétt í gegnum árin. I dag eru nem- endur um 600 og fjölgaði þeim nokk- uð þegar skólinn flutti í nýja húsnæð- ið fyrir tveimur árum. Starf skólans fór áður fram í þrem- ur húsum sem ekki voru upphaflega hönnuð sem skólahús. Upp úr 1990 var farið að huga að hönnun nýs skóla og var fyrsta áfanga lokið haustið 1997. Oðrum byggingará- fanga lauk í byrjun þessa árs með frágangi þriðju hæðar hússins. Á næstu dögum er áætlað að hefja framkvæmdir við lokaáfanga skól- ans. Þar er um að ræða hátíðarsal sem í fullri stærð getur tekið rúm- lega 600 manns í sæti. Salurinn er einnig hugsaður sem setustofa og mötuneyti nemenda og batnar félags- aðstaða þeirra til muna við þá fram- kvæmd. Á döfinni er að byggja nýtt íþróttahús við skólann, sem jafn- framt yrði hluti af Hofsstaðaskóla. Þorsteinn segist vera einstaklega ánægður með byggingu skólans og hönnun hans hafi tekist vel, sem arki- tektarnir Pálmar Ólafsson og Einar Ingimundarson sáu um. „Okkur finnst við sjá það og finna að við er- um á leið í skóla þegar við göngum yfir brúna og inn í anddyrið,“ segir Þorsteinn. Skólinn er jafnframt vel tækjum búinn og segir Þorsteinn að eigendur hans, ríkið, Garðabær og Bessastaðahreppur, hafi lagt mikinn metnað í smíði hans og uppbyggingu. Þorsteinn segir að í skólanum sé lögð áhersla á bóknámsbrautir og ennfremur boðið upp á listnám og al- mennt nám. Þá er í gangi uppbygg- ing á öðrum sviðum, s.s. markaðs- og upplýsingafræða, sjónlista og hönn- unar, fjölmiðla- og íþróttafræða. Hann segir að þótt stuttur tími sé lið- inn frá því að skólinn flutti í nýtt hús- næði megi þegar sjá að nú stefni í góðan árangur nemenda sem hægt sé að tengja við betra húsnæði og að- stöðu. Varðandi framtíð skólans segist Þorsteinn búast við því að almennt verði fleiri sem fari í framhaldsskóla á komandi árum. Framhaldsskólar fyrir fáa útvalda séu börn síns tíma og nemendahópurinn verði sífellt breiðari og taka þurfi tillit til fleiri þarfa nemenda en áður hefur tíðkast. Við Fjölbrautaskóla Garðabæjar hef- ur verið stofnuð sérdeild fyrir þroskahefta nemendur í stofum sem innréttaðar hafa verið fyrir fatlaða ásamt eldhúsi. I vetur verða fimm nemendur í þessari deild. Einnig verður boðið upp á öfluga þjónustu við nemendur með háar einkunnir úr grunnskóla, þar sem áhersla er lögð á að nemendur kafi dýpra ofan í nám- ið undir kjörorðunum - hraði, hópur, gæði. Alltaf fín stemmning í skólanum Morgunblaðið/Sverrir. Kristinn Magnússon, formaður nemendafélags FG. KRISTINN Magnússon er formað- ur nemendafélags Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Hami er að hefja lokaár sitt í skólanum og hyggur á útskrift næsta vor af náttúrufræði- braut. Hann var við nám í skólan- um í einn vetur áður en flutt var í nýtt húsnæði við Skólabraut. Hann segir að það hafi verið meiriháttar að komast úr húsi í niðurniðslu, þar sem kennt var í þremur bygg- ingum, í nýtt húsnæði með öllu nýju, búnaði og öðru. Reyndar hafi húsið verið svolitið hrátt fyrsta veturinn, en hafí batnað með hverjum áfanga sem lokið hefúr verið við. Hann segir félagslíf nemenda vera öflugt og haldin verði böll og skemmtikvöld, auk þess sem ýmsir klúbbar starfi innan skólans. Krist- inn segir að í gamla skólanum hafí alltaf verið fín stemmning og nýtt hús hafi bara bætt aðstöðuna og gert alla vinnu þægilegri. Þessa dagana er verið að undirbúa busa- daginn og þá verður samfelld dag- skrá frá morgni fram á nótt. Bus- amir verða klæddir upp og hlegið að þeim og um kvöldið verður hefðbundinn busadansleikur. _____MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Heitar laugar heilla FÓLKIÐ á myndinni virðist hafa það gott þar sem það baðar sig í einu af vatnslónunum í Náma- skarðinu, en þarna má sjá Kísil- iðjuna í baksýn. Að sögn Péturs Snæbjörnssonar, hótelstjóra á Hótel Reynihlíð, er þetta af- fallslón úr svokölluðu Bjarnalóni en þarna hafa ýmsir haft hug á að koma á fót náttúrulegum bað- stað. Hann sagði hins vegar að menn hefðu ekki mælt með þessu við almenning enn sem komið er því hverasvæði geta leynst á botninum og þar væri hætta á að fólk brenndi sig ef ekki væri var- lega farið. Hins vegar væri vatn- ið víðast hvar þægilega heitt, eða 39-40 gráður. Pétur sagði að þrátt fyrir að þetta væri ekki auglýstur baðstaður hefði fjöldi fólks brugðið sér í vatnið í sum- ar, jafnt erlendir gestir sem Is- lendingar. Kennsla að hefjast á sjávarútvegs- sviði VMA á Dalvík Fækkun nemenda veldur áhyggjum KENNSLA hefst í útvegssviði VMA á Dalvík í næstu viku. Enn sem komið er eru 25 nemendur skráðir til náms en þeir voru 50 í fyrra. Að sögn Bjöms Bjömssonar, yfirmanns útvegssviðsins, þá kemur sú fækkun til vegna þess að enginn nemandi er skráður til náms í skip- stjómarréttindum en skólinn út- skrifaði 16 skipstjómarmenn á síð- asta ári. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, fundaði með mennta- málaráðuneytinu í síðustu viku, því þá var Ijóst að ekki væri hægt að halda úti kennslu á Dalvík ef ekki kæmi til aukafjárveiting. Sú fjár- veiting fékkst og nú sagðist Hjalti Jón Sveinsson vonast til þess að for- ráðamenn skólans, heimamenn á Dalvík og aðilar í atvinnulífinu sam- einuðust um að gera útvegssviðið að góðum námskosti. Bjöm sagði að horfa yrði á þessa fækkun nemenda á landsvísu. „Nú er enginn skráður til náms hér í skipstjórnarréttindum en á síðasta ári útskrifuðum við sextán. Þessi fækkun er líka á landsvísu, hún er ekki bara hér,“ sagði Bjöm. Hann sagði einnig að það ætti eftir að auglýsa innritun í einstök fög en sumir nemendur hafa einstaka áfanga á bakinu sem þeir eiga eftir að klára og því gæti nemendafjöldi eitthvað breyst áður en kennsla hefst í næstu viku. Verknám mætir ekki skilningi Eins og áður sagði þá réðst það á fundi með menntamálaráðuneytinu í síðustu viku að aukafjárveiting kæmi til svo að hægt yrði að halda úti kennslu á útvegssviðinu á Dalvík. Björn sagði að það væri gott að það væri orðið að veruleika en sagði samt að námið yrði að fá meiri skiln- ing í framtíðinni. „Það er ekki aðeins núna sem það er að uppgötvast að við eram undir peningalega. Fag- nám í sjávarútvegi hefur ekki mætt nægilegum skilningi á undanfómum áram, bóknámið virðist enn skyggja á verknámið. Þessari þróun verður að snúa við og við viljum blása til sóknar. Það er ekki neinn bilbug á okkur að finna,“ sagði Bjöm. Aðstaðan mjög góð Bjöm sagði að öll aðstaða til kennslu á sjávarútvegssviði væri orðin mjög góð. Deildin væri komin með nýtt húsnæði, í gamla barna- skólanum á Dalvík, og tækjabúnað- ur væri með því besta sem völ væri á hér á landi. „Við vorum búin að berjast lengi fyrir því að fá þennan tækjabúnað, en námið krefst dýrra og sérhæfðra tækja, og mér finnst hreinasta vitleysa að fara að loka þessu núna loksins þegar við erum komin með góðan tækjabúnað,“ sagði Bjöm. Bjöm sagði að kenn- aramálin stæðu einnig vel, deildin hefði yfir góðum og hæfum kennur- um að ráða. Bjöm sagði að sér fyndist sem al- menn kynning á náminu væri alls ekki nægilega góð. „Það vantar skýrari stefnumótun og betri kynn- ingu. Við erum hins vegar ekki í stakk búnir til að fara að auglýsa hér og þar í fjölmiðlum þannig að skilningur á þessu námi þarf að aukast,“ sagði Bjöm. Aðstoð frá menntamálaráðu- neytinu Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði að hann hefði átt fund með menntamáluráðuneytinu í síðustu viku. „Þar fóram við yfir stöðuna og sérstaklega fækkun nemenda. Eg gerði einnig grein fyrir því að skól- inn treysti sér ekki til að halda úti kennslunni á Dalvík nema til kæmi aukin aðstoð. Við fengum síðan svar frá ráðuneytinu þar sem þeir sögð- ust telja rétt að halda úti kennslu á útvegssviðinu á Dalvík og að gerður yrði sérstakur samningur um næsta skólaár," sagði Hjalti Jón. Hjalti segir einnig nauðsynlegt að heimamenn, skólayfirvöld og aðilai’ í sjávarútvegi snúi bökum saman í framtíðinni. „Ástandið í náminu virðist vera það sama á landsvísu og það er mitt álit að menn verði að standa saman og laða hingað nem- endur. Við hér í Verkmenntaskólan- um eram áfjáðir í að nám á útvegs- sviðinu verði blómlegt í framtíð- inni,“ sagði Hjalti Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.