Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR MARGEIR * G UÐMUNDSSON + Guðmundur Margeir Guð- mundsson fæddist á fsafírði 3. desember 1923. Hann lést á hcimili sínu 17. ágúst sl. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Jóna Ragn- heiður Níelsdóttir (1889-1926) og *>■ Guðmundur Elías Kristjánsson (1875-1959) á fsa- firði. Guðmundur var ókvæntur og barn- laus. Systkini hans voru Níels P. Guðmundsson (1922-1954) og Margrét Guðmundsdóttir (1926-1971). Börn Níelsar eru Guðmundur Elias og Elsa Margrét. Margrét átti tvo fóstursyni, tví- burana Inga Þór og Skúla Lárus Skúla- syni. Guðmundur starf- aði við Ljósafoss- stöðina í Grímsnesi 1952-1963, hjá díselverkstæðinu Boga hf. í Reykjavík 1963-1988 og hjá Þvottahúsi Rík- isspítalanna 1988- 1995. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 25. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 15. Horfinn er á vit feðra sinna föð- urbróðir minn, Guðmundur Margeir Guðmundsson, eða Mummi eins og hann var oftast kallaður af sínum nánustu. Hann var Vestfirðingur, en segja má að meginvatnasvið upp- runa hans hafi verið svæðið frá Tfngjaldssandi að Skutulsfirði. Föð- urafi hans var Kristján Bergsson (1852-1887) frá Minnihlíð í Bolung- arvík, en hann fórst með hákarla- skipinu Skarphéðni frá Isafirði. Skarphéðinsslysið var lengi umtalað þar vestra, en sá kvittur komst á kreik, að áhöfnin hefði bjargast upp á ís og þaðan í erlent skip. Kristján var þá vinnumaður í Önundarfirði með son sinn með sér í vistinni, en þeir feðgar voru þar um skeið sam- tíða Magnúsi Hj. Magnússyni, sem -^iar fyrirmyndin að Ljósvíkingnum í Heimsljósi Laxness. Kemur fram í dagbókum Magnúsar, að Kristján hafi verið „greindur og snilldar kvæðamaður, raddmaður, kátur í lund og gæðaskrifari". Féll Magn- úsi vel við hann og „fékk í mörgu hjá honum örvun til skáldskapar- iðkana“. Bamsmóðir Kristjáns og amma Mumma var Guðrún Níels- dóttir. Hún giftist Hálfdáni Ömólfs- syni hreppstjóra í Meirihlíð í Bol- ungarvík og er stór ætt frá þeim komin. Móðurforeldrar Mumma voru Níels Níelsson í Bolungarvík ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, simi 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa Islands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ (bróðir Guðrúnar) og Elísabet Bjamadóttir frá Sæbóli á Ingjalds- sandi. Þess má einnig til gamans geta að Guðmundur Elías, faðir Mumma, er nefndur til sögunnar í bók Þórbergs Þórðarsonar, Islensk- ur aðall, og er þar kallaður „Amer- íku Gvendur“ af Sóloni í Slunkaríki, sennilega vegna þess að hann fór til Vesturheims og dvaldist í Winnipeg á ámnum 1910-1920. Mummi ólst upp í faðmi vest- firskra fjalla umvafinn kærleika for- eldra og systkina en móður hans, Margrétar, naut ekki lengi við. Hún dó þegar Mummi var tæplega þriggja ára, tveimur mánuðum eftir að hún ól dóttur sína og nöfnu. Skömmu síðar kom á heimili þeirra, sem ráðskona, Ingibjörg Friðriks- dóttir, ættuð úr Stykkishólmi. Reyndist hún systkinunum hin besta fósturmóðir og skipaði ætíð sérstakan sess í huga þeirra. Frændi minn fór snemma að vinna fyrir sér. Ungur að árum fór hann í sveit á sumrin til vanda- lausra, t.d. að Kvíum í Jökulfjörðum og Veðrará í Önundarfirði, og var mjólkurpóstur í Hnífsdal tvö sumur, en það kvað hann hafa verið erfitt og ábyrgðarmikið starf fyrir ungan dreng. Sem fulltíða maður á árum sínum á Isafírði starfaði hann m.a. við vegagerð og brúarvinnu en hvað lengst hjá Rafveitu Isafjarðar við álestur og innheimtu. Á árunum upp úr 1950 hleypti Mummi heimdraganum og starfaði sem umsjónarmaður við Ljósafoss- virkjun í Grímsnesi næstu tíu árin. Þar varð sameiginlegt heimili Mumma, Margrétar systur hans og ÚTFARARSTOFA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN § AOALSTIMt I I 411* 101 RKYKJAVÍK | LÍKKISITJVIN N USTC) FA EYVINDAR ÁRNASONAR í 1899 LEGSTEINAR ? , íslenskframleiðsla Vönduð vinna, gott verð Sendum myndalista MOSAIK Ý Murmari Granít Blágrýti Gabbró Líparft Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1 sími 5871960, fax 5871986 manns hennar, Sigurðar Finnboga- sonar, sem starfaði þar sem vél- stjóri. Á heimilinu voru einnig Guð- mundur faðir þeirra og Ingibjörg fóstra og áttu þar skjól uns yfir lauk. Árið 1959 komu til skjalanna tvíburabræðurnir Ingi Þór og Skúli Lárus, en þá tóku þau Margrét og Sigurður að sér sem fóstursyni, kornunga. Árið 1963 fylgdi Mummi þeim Margréti og Sigurði til Reykjavíkur og bjó þar síðan, í Miðtúni 50. Hann starfaði við skrifstofustörf hjá dísel- verkstæðinu Boga hjá Sigurði og tvíburabróður hans, Kristjáni, til ársins 1988. Mummi leit alltaf á þá bræður sem velgjörðarmenn sína og minntist sérstaklega góðvildar þegar hann þurfti í hjartaaðgerð til Lundúna haustið 1982. Kristján Finnbogason sýndi þá þann ein- staka höfðingsskap að fylgja Mumma utan og dvelja hjá honum um þriggja vikna skeið. Kristján lést nokkrum mánuðum síðar, langt um aldur fram. Þvottahús ríldsspítalanna varð síðasti starfsvettvangur Mumma en þar annaðist hann tölvuskráningar frá árinu 1988 uns hann settist í helgan stein árið 1995. Tvíburamir Ingi og Skúli áttu eft- ir að leggja til þá þræði, er gáfu lífsvef Mumma hvað mestan lit hin seinni ár. Eftir lát Margrétar, þá 12 ára gamlir, fóru þeir til móður sinn- ar og fjölskyldu, sem bjó í Hítamesi. Mummi var þó alltaf nálægur og eft- ir að nám og störf kölluðu þá til Reykjavíkur var hann homsteinn þeirra og akkeri. Reyndin varð sú, að þeir, Sigrún Ólafsdóttir, eigin- kona Skúla og Guðmundur Margeir, sonur þeÚTa, urðu nánasta fjöl- skylda Mumma. Var það hans mikla gæfa en þar uppskar hann ríkulega eins og til var sáð. Mummi var alla tíð mjög bók- hneigður og fróðleiksfús og átti fjöl- breytt safn góðra bóka. Hann aflaði sér góðrar þekkingar í bókfærslu samhliða störfum sínum. Hann var vel lesinn í okkar helstu fagurbók- menntum, bæði skáldsögum og Ijóð- um, og var vel að sér um menn og málefni líðandi stundar. Hann gaf alltaf sérstaklega gaum baráttusögu fólksins frá sínum æskuslóðum að vestan, bæði í fortíð og nútíð, en Mummi leit alltaf á sig sem Isfírðing og var stoltur af uppruna sínum. Vestfirðimir og hin fagra fjallum- gjörð þeirra vom honum alla tíð hugleikin. Hann var hæglátur og hógvær maður, að öllu leyti vamm- laus og talaði aldrei illa um nokkum mann. Hann var mikið snyrtimenni hið ytra sem innra og í hjarta sínu hreinn. Hann var reglusamur og nægjusamur um sitt ytra líf og gerði ekki kröfur til annarra. Þótt hæglát- ur væri átti hann auðvelt með að kynnast fólki, var léttur og skemmtilegur vinnufélagi og naut virðingar þeirra, sem hann um- gekkst um dagana. Sínum nánustu sýndi hann ætíð mikinn kærleika og var sérstaklega bamgóður. Nutum við bróðurbörn hans þess í ríkum mæli. Fyrir ómælda ástúð og um- hyggju þökkum við á kveðjustund. Sérstakt og fallegt var samband Mummanna tveggja, en þrátt fyrir rúmlega sextíu ára aldursmun töl- uðu þeir saman nær daglega og voru þær samræður fyllilega á jafnréttis- grundvelli, því Mummi eldri varð- veitti ætíð bamið í sjálfum sér. Er víst, að minningamar um þau ein- stöku samskipti og vináttu verða Mumma yngri gott veganesti um ókomin ár. Mummi lést á heimili sínu á 76. aldursári. Hann var þakklátur fyrir það, að vera ekki upp á aðra kominn, og vildi fara í friði. Hann var sáttur og ferðbúinn en hefði þó ekkert haft á móti því, að lifa aldamótin, eins og hann sagði skömmu fyrir andlátið, kíminn að vanda. Hann mun því halda upp á aldamótin á öðm til- verasviði, en það er næsta víst, að þar verður honum vel tekið og hann verður í góðum félagsskap. Ég kveð kæran frænda minn og við fjölskyld- an þökkum honum fyrir góða sam- fylgd og trygga vináttu. Blessuð veri minning hans. Guðmundur E. Níelsson. Þriðjudaginn 16 ágúst barst mér andlátsfregn mágs míns í 18 ár og vinnufélaga í rúm 37 ár, Guðmundar M. eða Mumma eins og hann var kallaður af vinum og kunningjum. Fyrstu kynni mín af Mumma voru um jólin 1950 , þegar ég heim- sótti heitkonu mína í fyrsta sinn til Isa- fjarðar, Margréti systur Mumma. Hann var þá rúmliggjandi og hafði verið það síðustu tvö árin, vegna berkla, sem hann smitaðist af, þegar hann vann sem nemi í rafvirkjun við dvalarheimilið á Reykjalundi. Ári síðar yfirsteig hann þessi veikindi og varð heill heilsu og fór að vinna hjá Rafveitu Isafjarðar sem innheimtu- maður þ_ar til að hann fluttist alfar- inn frá ísafirði ásamt föður sínum, Ingibjörgu Friðriksdóttur og Mar- gréti systur sinni að Ljósafossi í Grímsnesi. Við Margrét stofnuðum okkar heimili á Ljósafossi, þar sem ég starfaði sem vélstjóri. Mummi var ráðinn í vinnu við rafstöðina í al- menna verkamannavinnu og ræst- ingar í rafstöðinni. Þetta var árið 1952. Þama hófst okkar farsæla samstarf, sem spannaði 37 ár. Mummi bjó hjá okkur Möggu ásamt föður þeirra og Ingibjörgu þau rúm tíu ár, sem við unnum sam- an á Ljósafossi . Ingibjörg dó 1957 en faðir þeirra 1959. Sama ár tókum við Magga að okkur kjörbörn, tví- burabræðuma Inga Þór og Skúla Láras Skúlasyni, en faðir þeirra fórst með togaranum Júní á Nýfundalandsmiðum í janúar 1959. Síðla árs 1962 keypti Mummi íbúð í Miðtúni 50 í Reykjavík og fluttum við öll þangað. Nú bjuggum við hjónin ásamt kjörsonunum hjá Mumma. Dieselverkstæðið Bogi hf. var stofnað 1962 og hóf rekstur 1963. Mummi starfaði í Boga frá byrjun við bókhald og innheimtu og hef ég aldrei starfað með ljúfari og heiðar- legri manni á minni löngu starfsævi. Hann mátti ekki vamm sitt vita í neinu, hvort það var í einkalífi eða í starfi. Dieselverkstæðið Bogi hf. hætti starfsemi 1988. Réðst Mummi þá til starfa hjá þvottahúsi Ríkis- spítalanna, og sá um skráningu á innkomnum og afhentum þvotti. Þar hætti hann störfum fyrir fimm ár- um, vegna aldurs. Meðan Mummi lá heima á Hnífs- dalsvegi 12 á Isafirði í berklaveiki, var afþreying hans að lesa bækur, sem varð hans tómstundaiðja síðan allt hans líf, enda varð hann fróðasti maður um líf þjóðsagnapersóna og atburða Islandssögunnar, sem ég hef fyrir hitt, enda stálminnugur og vel geftnn. Mummi giftist aldrei, en hann tók fullan þátt í heimilislífí okkar Möggu. Á Ljósafossi tók hann virk- an þátt í uppeldi Inga og Skúla og hélt því áfram, eftir að við fluttumst til Reykjavíkur. Ingi og Skúli hænd- ust mjög að Mumma frænda, eins og þeir hafa ávallt kallað hann, enda var hann mjög barngóður og hafði gott lag á bömum. Seinna meir, eftir að Magga dó, 4. apríl 1971, en þá voru Ingi og Skúli 12 ára, tók kyn- móðir þeirra, Kristbjörg Þórarins- dóttir, þá til sín að Hítamesi í Kol- beinsstaðahreppi. Þar bjó hún ásamt fjórum alsystkinum Inga og Skúla. Mummi hafði alltaf samband við Inga og Skúla og kom þeim í föð- ur stað, sem leiddi til þess að þegar þeir bræðumir hófu iðnnám, Ingi í múraraiðn og Skúli í húsasmíði, bjuggu þeir hjá Mumma frænda í Miðtúni 50 og hafa þeir verið þar viðloðandi síðan, þegar þeir hafa þurft að vera í Reykjavík. Nú síð- ustu árin var Mummi hjá Skúla Lárasi og Sigrúnu konu hans, syni þeirra og alnafna Mumma, yfir jól og áramót og á stórhátíðum ásamt Inga Þór. Að öðra leyti bjó Mummi einn á Miðtúni 50, en bróðursonur hans , Guðmundur Elías Níelsson, leit til með honum, því heilsan hans var farin að bila. Þetta æviágrip þitt, eftir að þú komst inn í mitt líf, skrifa ég til þess að þakka þér fyrir öll hamingjuríku samstarfsárin sem við áttum saman og eins þau erfiðu, þá miklu trú- mennsku sem þú sýndir í starfi sem bókari og innheimtumaður við fyrir- tæki okkar bræðra, Boga hf. Traustari starfskraft hef ég ekki haft, nema vin þinn og samstarfs- mann í 26 ár, Ingva Samúelson. Þið tveir vorað gullmolar fyrirtækisins. Ég þakka þér einnig fyrir þá hljóðu hlýju og manndóm sem þú sýndir, þegar við áttum hvað erfið- ast, þegar Magga dó og við urðum að láta Inga og Skúla frá okkur. Guð varðveiti minningu þína, og ég veit að þú átt. góða heimkomu í öðr- um heimi. Sigurður Finnbogason. Öðrum til líknsemdar eyddist þitt líf og þrek, þín ósk var hin þögla fóm, - og þú duldir meinin, varst flísin, sem undan meistarans meitli vék, svo mótaðist guðsins eilífa bros í steininn. Ó, hljóðláti þegn, það voru svo fáir, sem fundu, hvar fábrotið líf þitt sem ilmandi dropi hneig, hann hvarf og blandaðist mannkynsins miklu veig. Hin mikla veig, hún var önnur frá þeirri stundu. (Helgi Sveinsson.) Elsku frændi. Við þökkum þér fyrir allt það góða og dýrmæta sem þú gafst okkur með nærveru þinni. Við þökkum þér fyrir að styðja okkur fyrstu skrefin út í lífið. Við þökkum þér fyrir að standa við hlið okkar í þlíðu og stríðu. Við þökkum þér fyrir það vega- nesti sem þú gafst okkur til að takast á við lífið. Við þökkum þér fyrir vonina um bjarta framtíð. Við þökkum þér fyrir allt það góða sem var, er og verður. Hvíl í friði. Þínfr að eilífu, Ingi og Skúli. Það er með sárum söknuði og trega sem ég sest niður og minnist elskulegs vinar míns, Guðmundar Margeirs Guðmundssonar, eða „nafna" eins og við kölluðum hann. Hann var einstakt Ijúfmenni, rólega fasið, traustið og notalegheitin vora alltaf til staðar, hvar sem var, hvenær sem var. Hann var einstak- lega fróður maður og þær voru af mismunandi toga spurningarnar sem ég fékk svörin við hjá honum, það var sama hvort mann vantaði að vita um ártal, höfund ritverks, liðna atburði eða hvað annað, nær alltaf vissi hann svarið. Aldrei hallaði hann á nokkurn mann en gerði góð- látlegt gaman á góðum stundum í vinahóp. Þá var gamán að sjá bros- glampann sem færðist yfir andlitið og augun lýstu af kátínu. Guðmundur var einstakt snyrti- menni og bai' íbúð hans og aðrar eigur þess glöggt merki að um þær var annast af einstakri natni. Frá því kynni okkar Guðmundar hófust fyrir u.þ.b. 18 árum hefur hann búið í íbúð sinni í Miðtúninu. Þar hefur honum liðið vel og átt góða ná- granna sem alltaf hafa reynst hon- um vel. Þegar ég kom þangað í fyrsta sinn hafði ég kviðið því að mæta þar ókunnum manni sem var fóstri tilvonandi eiginmanns míns. Þessi kvíði var að sjálfsögðu alveg óþarfur því Guðmundur tók á móti mér með sínu hægláta, elskulega fasi. Orðin voru ekki mörg en hand- takið var hlýtt og traust. Þarna var lagður sterkur grunnur að áralöngu farsælu sambandi, sambandi sem gaf mér eitt það besta sem hægt er að finna í mannlegum samskiptum tveggja vina, virðingu, traust og endalausa væntumþykju. Það er erfitt að koma núna í Miðtúnið og upplifa tómleikann en minningamar um góðu stundirnar þar era fljótar að koma upp í hugann og þá breyt- ist tómleikinn í þakklæti fyrir þær stundir sem við þó áttum. Þegar sonur minn, Guðmundur Margeir, fæddist kom aldrei annað til greina en að hann héti í höfuð nafna síns, enda kom það engum á óvart nema nafna hans sem var mjög hissa en jafnframt glaður yfir nafngiftinni. Guðmundur eldri byrjaði strax að kalla Guðmund yngi-i nafna og þeg- ar sá yngri stækkaði var þessi nafn- gift gagnkvæm, meira að segja við hin fóram að kalla þann eldri nafna. Þeir nafnarnir áttu margar yndis- legar stundir saman sem hafa verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.