Morgunblaðið - 25.08.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 25.08.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 39 --------------------------^ SIGURJÓNA SIG URJÓNSDÓTTIR + Sigurjóna Sig- urjónsdóttir, Syðra-Langholti IV, Hrunamannahreppi fæddist í Reykjavík 26. júlí 1934. Hún lést á Landspítalan- um 14. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Soffía Ingimundardóttir, f. 1900, d. 1964, og Sigurjón Jónsson, f. 1894, d. 1982. Bjuggu þau á Bakkastíg 4 í Reykjavík. Sigur- jóna átti fjórar systur, einn bróður sammæðra og fjögur systkini samfeðra. Hinn 23. aprfl 1955 giftist Sigurjóna Þórði Þórðarsyni, f. 21. október 1933. Foreldrar hans voru Jóna Kristjánsdóttir, f. 1911, d. 1991, og Þórður Kárason, f. 1909, d. 1933. Sigur- jóna og Þórður hófu búskap í Syðra-Langholti 1955 og bjuggu þar allan sinn búskap. í dag kveðjum við með miklum trega og söknuði okkar yndislegu ömmu. Það eru mikil forréttindi fyrir okkur systkinin að hafa getað alist upp í næsta húsi við ömmu og afa. Amma og afi hafa alltaf verið til staðar þegar við höfum þurft á þeim að halda en núna stendur afi einn eftir og erum við lánsöm að geta haldið áfram að leita til hans. Það er mikill tómleiki hjá okkur þegar amma er farin. Amma hafði alltaf tíma fyrir okkur og varla leið sá dagur að við hittumst ekki. Þeg- ar við systkinin fengum eitthvað nýtt, dót eða fot, þá var það eitt af okkar fyrstu verkum að fara yfir til ömmu og sýna henni. Amma var alltaf tilbúin til að gleðjast með okkur og ef eitthvað var að hjá okkur var hún fljót að skynja það og hjálpaði okkur því ekki vildí hún að okkur liði illa. Alltaf var gott að koma til ömmu, þó svo að hún væri orðin lasin þá stóð hún sig alltaf eins og hetja í sínum veikindum. Aldrei kvartaði hún um að sér liði illa en við skynjuðum stundum að henni leið ekki vel og reyndum þá að vera stillt og buð- umst sjálf til að standa upp og fara fram í búr til að ná í eitthvað gott í munninn. Sleikjó og tyggjó voru efst á vinsældalistanum og passaði amma alltaf uppá að nóg væri til því hún vissi að stundum dugði ekki að fá bara einn sleikjó. Amma var alltaf dugleg að baka og þótti okkur pönnukökurnar hennar alltaf bestu pönnsurnar. Eins má segja um jólakökurnar hennar, þær voru alltaf bestar. Þrátt fyrir að mamma okkar bakaði eftir sömu uppskrift þá varð kakan aldrei eins. Það kom aldrei fyrir að amma væri okkur reið og aldrei hnaut styggðaryrði af vörum hennar. Amma var örlát við okkur á verald- lega hluti en ekki síður á það sem mestu máli skiptir og eftir situr í minningunni, ást, virðingu og hvatningu til að standa okkur vel. Það er svo margt sem maður vill segja, svo margar yndislegar minningar, en svo fá orð. Við fyll- umst þakklæti og söknuði þegar við kveðjum ömmu okkar, sem er komin á góðan stað, þar sem vel verður hugsað um hana. Missirinn er mikill og söknuðurinn sár en minningin um ömmu lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthóli.) Elsku afi, þú veist af okkur hérna hjá þér. Megi algóður Guð styrkja þig á erfiðum stundum. Sandra, Siguijón og Hekla. Börn þeirra eru 1) Siguijón, f. 1953, búsettur á Selfossi, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 1955, eiga þau tvo syni. 2) Jóna Soffía, f. 1956, búsett í Efra-Langholti, Hrunam.hr., gift Sveini Flosa Jó- hannssyni, f. 1955, eiga þau fimm börn og tvö barnabörn. 3) Þórir Ágúst, f. 1962, búsettur í Syðra-Langholti, kvæntur Sigrúnu Guðmunds- dóttur, f. 1965, eiga þau þrjú börn. 4) Kristján Garðar, f. 1968, búsettur á Flúðum, sam- býliskona hans er Ingibjörg Steindórsdóttir, f. 1963, eiga þau tvær dætur. Útför Siguijónu fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Hrepphólakirkju- garði. Nú ertu farin, elsku amma. Sjúk- dómurinn sem hafði reynt að beisla þig svo lengi, náði þér og hefur nú leitt þig í burtu frá okkur. Við söknum þín svo sárt, en huggum okkur við þær góðu minn- ingar sem við eigum um þig. Guð varðveiti þig. Elsku afi, við biðjum góðan guð að vera með þér. Sesterþínsól, kvöld þitt er komið, stjömumar skína, þúerteinafþeim, yfir okkur vakir. Muntvegokkarlýsa, leið okkarvísa, gæta okkar úr Qarlægð. Þúertokkarljós. Þórður og Telma. í Reykjavík fæddist hún Sigga og vestast í vesturbænum ólst hún upp hjá foreldrum sínum og voru systkinin sem þar ólust upp fimm talsins. Húsakynni voru ekki stór, en hópurinn var samhentur og heimilisbragur allur með þeirri ró og festu en þó þeim léttleika, sem einkenndi foreldra hennar. Eins og þá var venja var hún snemma send í sveit á sumrin og var hún nokkur sumur hjá móðursystur sinni og hennar fjölskyldu í Fossnesi í Gnúpverjahreppi. Hún talaði oft um veru sína þar og átti þaðan margar góðar minningar. Eftir að hún lauk gagnfræðaprófí réðst hún kaupakona til móðurbróður síns á Grafarbakka í Hrunamannahreppi, en segja má að þetta sumar hafi lífshlaup hennar ráðist en í þessari vist kynntist hún mannsefni sínu, Þórði Þórðarsyni í Syðra-Lang- holti. Þau gengu í hjónaband vorið 1955, stofnuðu nýbýli í Syðra- Langholti og bjuggu þar alla sína búskapartíð, fyrst í sambýli við móðurbróður Þórðar, Bjarna Kri- stjánsson, en lengst af sátu þau jörðina ein. Þau húsuðu jörðina fljótlega að nýju, byggðu sitt eigið íbúðarhús og síðar gripahús og skemmur. Þau bjuggu sér hlýlegt og notalegt heimili og í því endur- speglast myndarskapur hennar, reglusemi og dugnaður. Hún var þó ekki síður liðtæk við útiverkin, ekki síst um sauðburðinn og í hey- skapnum, þegar á þurfti að halda. Það ber og heimilinu vitni hve allir þeir mörgu unglingar, sem voru hjá þeim í sumarvinnu bæði skyldir og vandalausir, hafa haldið mikilli tryggð við heimilið. Sigurjón faðir hennar eyddi ævikvöldinu hjá dótt- ur sinni og í faðmi fjölskyldunnar var þess gætt að vel færi um gamla manninn. Það var sól og blíða daginn sem Sigga kom fyrst í vesturbæinn í Langholti úr vesturbænum í Reykjavík með elsta son þeirra, Siguijón, þá á fyrsta ári. Varla hef- ur hana þá órað fyrir að hún ætti eftir að búa þar ævina alla. Það var líka bjart yfir á frumbýlingsárun- um, börnin komu eitt af öðru og búið stækkaði. Þau gátu því, þegar fram liðu stundir, með nokkru stolti dregið sig út út búskaparam- strinu og fengið blómlegt bú í hendur syni sínum og tengdadótt- ur. Þau fengu þá meiri tíma fyrir sig og gátu notað hann t.d. til ferðalaga, en bæði höfðu þau gam- an af að ferðast innanlands og ut- an. í ferðalögum þessum eignuðust þau marga góða ævivini. Þau hjón- in voru mjög samhent og miklir fé- lagar og sambúð þeirra öll hin far- sælasta. Sigga var heilsteypt kona, vinaföst og trygg. Hún var greið- vikin og hjálpsöm og mátti ekkert aumt sjá. Hún fylgdist vel með mönnum og málefnum og lá ekki á skoðunum sínum ef því var að skipta. Þótt hún væri róleg og yfir- veguð var alltaf grunnt á glettninni og hinni skoplegu hlið hlutanna. Fyrir nokkrum árum kenndi Sigga sér þess meins, sem ekki reyndist unnt að ráða bót á. Barátt- an var oft hörð, einkum síðustu misserin, bæði andlega og líkam- lega. Sigga sýndi í þessu stríði mikla bjartsýni, sálarstyrk og æðruleysi þannig að maður hlaut að dást að kjarki hennar og dugnaði. Við, sem stöndum að þessum sundurlausu minningabrotum, tók- um upp sumarbúskap í gamla íbúð- arhúsinu í Langholti fyrir rúmum tuttugu árum. Eins og nærri má geta þurfti oft að leita yfir hlaðið, að fá eitthvað lánað eða hjálp við eitt og annað. Öllu slíku var tekið ljúfmannlega og málin leyst. Böm- in okkar og seinna barnabörn áttu margar ferðir til að skoða dýrin. Hópurinn var stundum stór, börnin áhugasöm og jafnvel aðgangshörð, stundum hrædd, en þessar ferðir voru þroskandi og mikils virði fyr- ir. Alltaf voru þau velkomin í fjós og fjárhús. Það var oft þröng á þingi en allir eins og ein stór fjöl- skylda. Fyrir allt þetta og svo ótalmargt annað, sem ekki verður komið orð- um að, viljum við nú þakka Siggu að leiðarlokum. Við biðjum guð að styrkja ykkur öll. Fjölskyldumar Syðra-Langholti II. Mig langar með nokkrum orðum að minnast og kveðja hana Siggu frænku sem lést laugardaginn 14. ágúst. Þær eru margar minningarnar sem leita á hugann, því hjá þeim Siggu og Dúdda var mitt annað heimili meðan ég var að alast upp. Við vorum margir krakkarnir á Langholtshlaðinu og margt brallað og uppátækin mörg, en Sigga tók vel á hlutunum ef á þurfti að halda. Þó að heimsóknirnar yrði færri nú í seinni tíð var alltaf jafn gott að koma til þeirra, setjast inn í stofu með kaffibolla og konfekt. Nú er þjáningum hennar Siggu lokið, en hún barðist eins og hetja við þennan illvíga sjúkdóm sem sigraði að lokum. Elsku Dúddi og fjölskylda, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að vera með ykkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hþota skalt. (V. Briem.) Ingþór. Að eiga góða vini sem auk þess eru nágrannar manns er meira virði en svo margt annað sem talið er til lífsfyllingar. Það finnst best þegar slíkur vin- ur kveður þetta jarðlíf. Hinn 14. ágúst lést Sigurjóna Sigurjónsdóttir, hún Sigga í Lang- holti eins og hún var jafnan nefnd, eftir stutta banalegu en langa bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Liðlega viku áður höfðum við samband við hana, þar sem þau hjónin Sigga og Dúddi voru á leið tH vikudvalar í orlofshúsi austur á Héraði, full tilhlökkunar yfir því að eiga góða daga framundan, miðað við aðstæður. En örlögin réðu því að dvölin varð skemmri en ætiað var. Kannski var það táknrænt fyr- ir Siggu að hún skyldi nýta síðustu kraftana tO að ferðast með eigin- manni sínum og fjölskyldu og njóta fegurðar landsins. Það var hennar yndi, því kynntumst við hjónin vel enda verið ferðafélagar þeirra á hveiju ári um langt skeið, síðast nú um miðjan júlí um Strandir og Norðurland. Var aðdáunarvert hvað hún naut ferðarinnar og var hvetjandi að komast yfir sem mest þrátt fyrir þverrandi mátt. Fyrir þennan þátt í samskiptum okkar viljum við þakka og ekki síður sam- gang milli bæjanna með gagn- kvæmum heimsóknum, næstum því reglulegum, þar sem setið var og spjallað, tekið í spil, eða átt saman glaðar stundir með góðri tónlist. Allt þetta geymist í minningunni um góða konu, sem skapaði með eiginmanni sínum hlýlegt heimili og samhenta fjölskyldu. Elskulegi Dúddi og fjölskylda, megi guð veita ykkur styrk í sorg- inni. Sigríður og Ágúst. Það er skarð fyrir skildi í vestur- bænum í Syðra-Langholti nú þegar kær nágrannakona okkar í austur- bænum, hún Sigga, er látin langt um aldur fram úr illvígum sjúk- dómi. Hún og hennar fjölskylda hafa verið órjúfanlegur hluti okkar litia og nána samfélags hér í Syðra- Langholti um nær hálfrar aldar skeið. Á árinu 1955 voru stofnuð skemmtilegur og bóngóður. Það voru mörg góð skemmtikvöld sem við áttum saman heima í Leyni, þegar þú mættir og sagðir frá ýmsu sem þú hafðir reynt. Frásagnir þínar voru svo lifandi og svo mikil kímni í þeim og allt á þinn kostnað. Þú gast séð spaugi- legar hliðar á öllum málum og gerðir margt svo skemmtilegt. Við munum til dæmis eftir traktors- ferðinni á Selfoss þegar verið var að sækja timbur og þú sast á vagn- inum og hafðir það óskaplega þægilegt með pípuna þína og kaffi- sopa, þetta vildir þú gera til að sjá viðbrögð annarra vegfarenda. „Þegar bændur fara í kaupstað." Líka þegar þú varst með okkur að pakka káli og þú þóttist vera að líta eftir krana bakatil við falskan vegg, en þá varst þú með falda myndavél. Ég man hvað Fjólu blöskraði hvað hún talaði mikið. Svona voru prakkarastrikin þín saklaus og vandlega unnin. Þú hafðir líka mjög gaman af því að gera fólki greiða og þú vildir fá að reyna að laga allt sem bilaði hjá öðrum; símum og klukkum sem voru afskrifuð hjá fagmönnum komst þú í lag. tvö nýbýli hér, Syðra-Langholt III og IV. Jóhannes í austurbænum og Þórður í vesturbænum, báðir fæddir hér og uppaldir og nær jafnaldra, höfðu náð sér í ungar konur, Hrafnhildi og Sigurjóni^; báðar fæddar árið 1934. Árin liðu og fjölskyldurnar stækkuðu, börn- in léku sér saman hér á bæjunum og brölluðu margt í góðu vinfengi og samheldni. Sum þessara barna hafa sest hér að og nú eru risin hér átta íbúðarhús auk sumarhúss elsta sonar Siggu og Dúdda. Það er margs að minnast frá þessum liðnu árum en hæst ber órofa vináttu og samvinnu á mörg- um sviðum. Ungu konurnar sem komu hingað um svipað leyti, önnur að norðan, hin að sunnan, festu hér-^j rætur og stóðu ævinlega vel saman. Þau Þórður og Sigurjóna eða Dúddi og Sigga eins og þau hafa jafnan verið kölluð af vinum og vandamönnum hafa alla tíð verið einstaklega samhent og samstiga hjón og búnaðist þeim alla tíð mjög vel enda bæði dugnaðarforkar. Vinahópurinn er stór og hin síðari ár hafa þau ferðast mikið til út- landa sem og innanlands og hafa því kynnst mörgum og séð margt. Sigga hafði mikið yndi af ferðalög- um og þó að heilsan hafi staðið völtum fæti nú síðustu árin lagði hún ótrauð í ferðir og það var í einni slíkri ferð, er þau voru stödd á Austurlandi, að sjúkdómurinntr' óvægni, sem við öll vonuðum að henni tækist að yfirvinna, herti sín tök og hún lést að fáum dögum liðnum. Við hjónin og fjölskyldurnar hér frá austurbænum þökkum af alhug alla vináttu og samstöðu liðinna áratuga og flytjum fjölskyldunni og sérstaklega okkar kæra vini, Þórði, dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurjónu Sigurjónsdóttur. Hrafnhildur og Jóhannes. hafðir gaman af börnum, þau hændust öll að þér. Greiðvikni þinnar fengu þau líka að njóta. Þú gerðir við leikföng og vildir skoða alla nýja hluti hjá þeim, því þú naust þess að skoða og fínna út hugvitið bakvið hönnun hvers hlut- ar sem þú snertir. Um miðjan níunda áratuginM fórst þú í Vélskólann í Reykjavík. Þér gekk vel í skólanum og þótti þér gaman að læra á og umgangast vélar. Þegar allt lék í lyndi hjá þér bankaði erfiður sjúkdómur upp á. Við það breyttist tilveran hjá þér eins og öllum öðrum þegar heilsan bilar. Upp frá þessu varstu aldrei heill heilsu. Elsku Palli, nú hefur þú kvatt þennan heim, við þökkum þér fyrir samfylgdina og allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Við biðjum góðan Guð að vernda þija^. þar sem þú ert núna. Herði, Maju og öðrum aðstand- endum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjúm Guð að styðja ykkur í gegnum þessar miklu raunir. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Óli, Þorbjörg og Fjóla frá Leyni. » PALL HERMANN HARÐARSON + Páll Hermann Harðarson, Böð- móðsstöðum í Laug- ardal, fæddist 23. mars 1967. Hann lést 13. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Skál- lioltskirkju 24. ágúst. Laugardaginn 14. ágúst barst okkur sú sorgarfregn að hann Palli frændi okkar væri dáinn. Allir sem kynntust þér, Palh, Oft komst þú til for- eldra okkar á Skóla- vellina og varst alltaf tilbúinn að hjálpa ef eitthvað var að. Þú komst til dæmis einu sinni að haustlagi og þau voru ein heima og þurftu að taka upp kartöflurnar og þúÉT fórst út í garð og klúraðir verkið. Þú tengdir líka símann upp í herbergið þeirra því þér þótti öruggara að fullorðið fólk hefði síma við rúmið. muna fyrst og fremst hvað þú varst Þú varst mjög bamgóður og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.