Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ekki lengur stofnun heldur starfsemi „í LOK síðasta árs var nafni Félagsmálastofnun- ar breytt í Félagsþjónustu Reykjavíkur og fékk starfsemin einnig nýtt merki,“ segir Lára Bjömsdóttir í samtali við Morgunblaðið og legg- ur áherslu á að nú verði talað um starfsemi í stað stofnunar. Að sögn Láru er markmiðið að breyta ímynd Félagsþjónustunnar, þannig að nú verði litið á hana eins og hvert annað fyrirtæki sem eigi að vera í forystu, bæði í félagsþjónustu hér innan- lands og standa jafnfætis því besta á Norðurlönd- um. „Við viljum opna þjónustuna og breyta um ímynd í hugum almennings. Næstum því hver einasti borgarbúi leggur leið sína til Félagsþjón- ustunnar. Við viijum að það sé öllum sinnt vel og allir fái þjónustu við hæfi.“ Hluti af því að breyta ímynd Félagsþjónust- unnar og að opna hana felst í því að komast að viðhorfi þeirra sem nýta sér þjónustuna og á blaðamannafundinum voru niðurstöður úr könn- un á viðhorfum neytenda kynntar. I máli Gunn- ars Sandholt, yfirmanns fjölskyldudeildar, kom fram að niðurstöður hennar hefðu komið þægi- lega á óvart en 71% aðspurðra voru ánægðir eða frekar ánægðir með þá þjónustu sem þeir höfðu fengið hjá Félagsþjónustunni. Kannanir á viðhorfi neytenda skila betri þjónustu Könnunin var framkvæmd sl. sumar á vegum hverfaskrifstofu fjölskyldudeildar Félagsþjónust- unnar. Spumingalistar voru lagðir fyrir á hverfa- skrifstofum og svöruðu 212 einstaklingar eða „Við viljum opna þjónust- una og breyta ímyndinni,“ segir Lára Björnsdóttir, fé- lagsmálastjóri Reykjavíkur. Sigríður B. Tómasdóttir sat blaðamannafund Fé- lagsþjónustu Reykjavíkur þar sem nýjar áherslur og þjónusta voru kynnt. 91% aðspurðra. Gunnar sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vera í vafa um að kannanir sem þessar skiluðu betri þjónustu og andrúms- lofti í kringum Félagsþjónustuna. Lára er sama sinnis en hún segist oft hafa orð- ið vör við neikvæða ímynd í kringum félagsþjón- ustu. „Fólk heldur oft að þama komi eingöngu inn fólk úr neðstu lögum samfélagsins. Sumir halda að þetta sé hálfgerð valdastofnun. Þannig var þetta kannski í gamla daga en í dag era aðrir tímar og við viljum breyta þessu innanfrá og í hugum fólks. Við viljum gera þjónustuna opnari og almennari og reyna að koma í veg fyrir að fólk dragi það of lengi að leita aðstoðar eins og hefur þekkst." Lára segir að haldið verði áfram á þeirri braut að gera kannanir á viðhorfum neytenda og fleiri þættir teknir inn. Meðal annars er stefnt að því að kanna viðhorf til heimaþjónustu Félagsþjón- ustunnar, bæði í fjölskyldudeild og öldrunardeild. Á blaðamannafundinum var kynntur nýr liður í félagslegri heimaþjónustu íyrir aldraða sem er kvöld- og helgarþjónusta. Það kom fram hjá Þór- dísi Lóu Þórhallsdóttur, yfirmanni öldranarþjón- ustudeildar, að til að byrja með verður þjónustan einkum hugsuð fyrir þá sem þegar fá heimaþjón- ustu á daginn en 43 heimili í Reykjavík hafa notið kvöld- og helgarþjónustu frá áramótum. Alls hafa 2.500-2.900 heimili aldraðra notið félagslegrar heimaþjónustu á tímabilinu 1995-1999. Hagræðing í rekstri Þórdís sagði að eftir að tekið var að gera þjón- ustusamning við hvern og einn notanda heima- þjónustunnar, þar sem þjónusta sem innt er af hendi er skilgreind nákvæmlega, þá hafi náðst fram mikil hagræðing í rekstri hennar. Stella Víðisdóttir, yfirmaður fjármála- og rekstrardeild- ar, benti einnig á að eftir að tekið var að reka Fé- lagsþjónustuna innan rammafjárveitingar hafi orðið mikil hagræðing í rekstri hennar í heild sinni. Félagsþjónustan fær nú í ár 2,6 milljarða til ráðstöfunar. Þessi hagræðing er hluti af nýrri og breyttri Félagsþjónustu segir Lára. „Við viljum að þjón- ustan sé markviss og fljót og sé þannig að hún komi að notum. Það sé ekki bara sett upp kerfi sem allir eiga að passa inn í heldur eigum við að aðlaga hana nýjum og persónulegum þörfum.“ Morgunblaðið/Halldór Stella Víðisdóttir, Lára Björnsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Gunnar Sandholt kynna Félagsþjónustu Reykjavíkur. M | k í . _ m 1 f 'ml llll Ð m i titto. wm 1 1 O*'/ I . ||I M jfe - * - * T; Tly' fwl'l á m i m 1 mséífc * Yfírlýsing WWF í Noregi um virkj- anamál á Islandi Orkan seld alltof ódýrt NÁTTÚRUVERNDARSAM TÖKIN World Wide Fund For Nature í Noregi lýstu í gær yfir stuðningi við Nátt- úruverndarsamtök Islands og vaxandi hluta almennings á Islandi, vegna baráttu þeirra gegn virkjunarframkvæmdum á hálendinu norðan Vatnajök- uls. Segjast þau ætla að höfða til norskra skattgreiðenda, meirihlutaeigenda í Norsk Hydro, svo þeir taki þátt í að stöðva áform um eyðileggingu íslenskrar náttúru. Samtökin sökuðu Norsk Hydro um tvískinnung í mál- flutningi sínum og sögðu að fyrirtækið ætti ekki eingöngu að láta lágt orkuverð ráða því hvar það byggir næsta álver, sérstaklega þegar fyrirtækið vill láta líta á sig sem ábyrgt á sviði umhverfismála. Hálendinu líkt við Yellowstone „Ef Norsk Hydro tekur þátt í að byggja álver á Aust- ur-íslandi verður það einnig ábyrgt fyrir eyðileggingu stærsta ósnortna víðemis í Vestur-Evrópu, vegna þess að sökkva þarf stórum svæðum á hinu einstaka hálendi íslands, til þess að framleiða orku fyrir álverið," segir í yfirlýsingunni. Samtökin líkja hálendinu við Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum og segja að umrædd svæði skuli fremur gera að þjóðgarði en að fórna þeim fyrir ódýra álfram- leiðslu. Samtökin lýsa einnig furðu sinni á því að íslensk stjórn- völd verðmeti ekki þann gífur- lega fjölda ferkílómetra af óspilltu landi sem eyðileggjast vegna framkvæmdar álvers- ins, heldur gefi Norsk Hydro það. Samtökin vonast til þess að einhver bjóði Islendingum betra verð fyrir landið sem í húfi er en Norsk Hydro gerir nú. Arekstur við Sund ÁREKSTUR varð við gatna- mót Sægarða og Vatnagarða í gærdag og var ökumaður ann- arrar bifreiðinnar fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að sögn vakthafandi læknis er maðurinn ekki í lífshættu, en hann slasaðist á mjöðm og hné. Önnur bifreiðin var flutt á brott með kranabfl. Umhverfís- og náttúruverndarsinnar innan Framsóknarflokksins Andlát Krefjast lýðræðislegrar umræðu innan flokksins ÓLAFUR Magnússon, fyrrverandi formaður Sólar í Hvalfirði og flokksbundinn Framsóknarmaður, átti fund með Halldóri Ásgríms- syni, formanni Framsóknarflokks- ins, og Finni Ingólfssyni varafor- manni í gær. Ólafur kynnti þeim sjónarmið umhverfis- og náttúru- verndarsinna innan flokksins og óskaði þess að lýðræðisleg umræða færi fram um þau mál innan flokks- ins, þar sem málsaðilar fengju tækifæri til að kynna sjónarmið sín og þau yrðu tekin til lýðræðislegrar umfjöllunar. Verðum sýnilegt afl ef ekki er hlustað á okkur „Við kröfðumst þess einnig að Fljótsdalsvirkjun færi í lögformlegt mat, samanber lög um mat á um- hverfisáhrifum. Það er það lýðræðis- lega tæki sem við höfum til að taka ákvörðun í svo viðamiklu máli sem Fljótsdalsvirkjun svo sannarlega er. Við höfum komið okkur saman um leikreglur og háir sem lágir eiga að fara eftir þessum reglum," sagði Ólafur við Morgunblaðið. Ólafur sagði ennfremur: „Um- hverfis- og náttúraverndarsinnar innan flokksins era ekki sýnilegt afl eins og stendur, en það verðum við á næstu dögum ef ekki verður hlustað á okkur innan flokksins,“ sagði Ólaf- ur. RAGNAR SIGURÐSSON RAGNAR Sigurðsson, læknir í Reykjavík, er látinn 83 ára að aldri. Ragnar fæddist á Ljósavatni í Ljósa- vatnshreppi 17. apríl 1916. Foreldrar hans voru Sigurður Guð- mundsson prestur og Dorothea Bóthildur Clausdóttir Proppé húsfreyja. Ragnar varð stúdent frá MR 1935 og lauk prófi frá lækna- deild Háskóla íslands 1943. Auk þess stund- aði hann sérfræðinám í Svíþjóð á áranum 1945-1948. Árin 1948-1989 var Ragnar sjálfstætt starfandi sérfræði- læknir í Reykjavík. Hann sat um árabil í stjórn Félags orku- og endurhæfingarlækna og hlaut heiðursviður- kenningu frá félaginu 1994. Ragnar kvæntist Kristrúnu Níelsdóttur 1943, en hún lést 1994. Þau eignuðust þrjú börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.