Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 29 LISTIR Leo Castelli faliinn frá New York. Reuters. Listaverkasalinn Leo Castelli lést um síðustu helgi en Castelli, sem var níutíu og eins árs, er m.a. talinn hafa átt mikinn þátt í því að miðja lista og menningar færðist frá París til New York á sjö- unda áratugnum. Kom Castelli þá á framfæri lista- mönnum eins og Jasper Johns, Robert Rauschenberg og Andy Warhol, sem ollu straumhvörfum í menningar- heiminum. Castelli fæddist í Trieste, sem nú tilheyrir Italíu, árið 1907 og bjó á sínum yngri ár- um m.a. í Mílanó og París, þar sem hann rak listagallerí. Hann flúði Evrópu hins vegar þegar seinni heimsstyrjöldin skall á og settist að í New York. Castelli þjónaði í Banda- ríkjaher í stríðinu og hlaut þannig bandarískan ríkis- borgararétt en hann opnaði ekki gallerí í New York fyrr en 1957, eftir að hafa orðið bergnuminn yfír verkum þeirra Rauschenbergs og Johns, sem þá voru alls óþekktir. Meðal annarra listamanna sem hann hafði á sínum snærum má nefna Warhol, Frank Stella og Roy Lichten- stein. Á allra síðustu árum voru þeir Dan Flavin, Bruce Nauman og Richard Serra meðal skjólstæðinga hans. Bandaríska stórblaðið The New York Times kallaði Castelli á mánudag „einn áhrifamesta listaverkasala í Bandaríkjunum á þessari öld“. Ahrif hans á listir og menningu reyndust enda um- talsverð, ekki aðeins vegna skjólstæðinganna sjálfra heldur ekki síður fyrir þann hátt sem hann hafði á við að koma þeim á framfæri, og sinna hagsmunum þeirra. Hann var t.a.m. fyrstur listaverkasala í Bandaríkjun- um til að bjóða þeim lista- mönnum, sem hann hafði á sínum snærum, laun - alger- lega burtséð frá því hvort verk þeirra seldust vel eða ekki. ERLEIVDAR BÆKUR iSpenniisaga EYÐILEGGIST ÓOPNAÐ „DESTROY UNOPENED" eftir Anabcl Donald. Pan Books 1999. 325 síður. Anabel Donald er skemmtilegur breskur sakamálapenni sem skrif- ar um spæjarann Alex Tanner. Donald er fædd á Indlandi og hlaut menntun sína m.a. í klausturskóla og í Oxford. Hún hefur starfað sem rithöfundur frá árinu 1982 þegar fyrsta skáldsaga hennar kom út, „Hannah at Thirty-Five“, auk þess sem hún var skólastjóri í Doncast- er til margra ára. Nýlega kom út eftir hana í vasa- broti hjá Pan-útgáfunni sakamála- sagan Eyðileggist óopnað eða „Destroy Unopened“ og er hún fimmta bókin um Alex þessa Tann- er. Nafnið er það eina sem segja má að sé karlmannlegt við Tanner. Hún er kona og sögumar um hana eru sögur um konur og konur í leit að ágætlega spennandi afþreyingu ættu að lesa þær. Spæjari hálfan daginn Áður hafa komið út í Tanner- bálknum bækurnar „The Loop“, Alex Tanner leitar fjölda- morðingja „The Glass Ceiling", „In at the Deep End“ og „An Uncommon Murder" og virðast breskir gagn- rýnendur hafa tekið þeim býsna vel. Alex Tanner er skemmtilega samsett persóna sem hentar vel í harðsoðnar spæjarasögur Donald. Hún er aðeins spæjari hálfan dag- inn því hitt starfið hennar felst í því að vinna rannsóknarvinnuna fyrir þá sem gera heimildarmyndir fyrir sjónvarp. Hún hefur enga þjálfun í einkaspæjarastarfið og starfar ein en grípur til vinkvenna sinna þegar hún þarf á þeim að halda. Hún fæst mest við að hafa uppi á týndu fólki og hún kannar íbúðir og nágranna og hverfi fyrir þá sem ætla að kaupa fasteignir en hafa ekki tíma til að kanna aðstæð- ur sjálfir. Eins og t.d. í Notting Hill-hverfinu (frægur staður eftir frumsýningu samnefndrar kvik- myndar) þar sem, æi, gleymdi ég Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Síðustu sumartónleikarnir verða í Isaljarðarkirkju í kvöld. Blokkflautu-, lútu- og gítarleikur Á SIÐUSTU sumartónleikum í Isafjarðarkirkju í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20.30 leika hjónin Camilla Söderberg blokk- flautuleikari og Snorri Orn Snorrason lútu- og gítarleikari. Þau munu endurvekja óm liðinna alda með flutningi gamallar tón- listar á hljóðfæri þeirra tíma, en efnisskráin spannar tónlist frá 14. öld allt til okkar tíma. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu Tónlistarfélags Isa- fjarðar og Isafjarðarkirkju og njóta stuðnings Félags íslenskra tónlistarmanna. Fræðsludeild Listahá- skólans tekur til starfa FRÆÐSLUDEILD Listaháskóla Islands tekur nú við hlutverki Fræðsludeildar Myndlista- og handíðaskóla íslands og verður starfsemin á haustönn 1999 með svipuðu sniði og áður, en sSkólaár- inu 1999-2000 er ætlað að vera undirbúningsvettvangur hins nýja Listaháskóla íslands. Ætlunin er að í hinum nýja listahá- skóla verði starfrækt öflug sí- menntunardeild fyrir starfandi listafólk úr öllum greinum og fyrir áhugafólk um listir og listmenntun, segir í fréttatilkynningu. Boðinn verður aðgangur að þeirri sérþekk- ingu og aðstöðu sem Listaháskól- inn hefur yfir að ráða með nám- skeiða- og fyrirlestrahaldi. Haustönn byrjar um miðjan september og verða í boði nám- skeið, m.a. rafsuða, teiknimynda- sögur, lifandi letur - letrun, teikni- myndagerð, animation, hlutateikn- ing I og II, gifsmótagerð, stein- Haustönn með margs konar námskeiðum og fyrirlestrum högg, tréhögg/skurður, efnisfræði, myndvinnsla I, II og Ill-tölva verkfæri í myndlist, bókagerð, breytingar við aldahvörf, Feng Shui, þróun byggingalistar og skipulags á 20. öld, yfírlit. Vatns- litamálun, pólýesterlitógraíía, módelteikning, myndgerð - efni - áhöld - litir, samtímalistasaga, ís- lensk myndlist í eina öld, rýmis- hönnun og kennaranámskeið í myndvinnslu á tölvu. Fyrirlestrar Fyrirlestrar verða haldnir á mánudögum í Laugarnesi og á miðvikudögum í Barmahlíð Skip- að nefna það? fjöldamorðingi geng- ur laus. Alex Tanner er feministi fram í fingurgóma, sjálfsöryggið uppmál- að, hörð í viðskiptum við hitt kynið og hún heldur að hún sé ólétt. Það er á henni að heyra að það fari í taugarnar á henni ef karlmaður býður fram aðstoð sína en kannski er hún að linast eitthvað. „Ég var á móti því að karlmenn héldu að aumingja, litla Alex þyrfti stóran og stæðilegan karlmann til þess að gæta hennar. Barnaleg afstaða, kannski. Kannski var kominn tími til þess að vaxa upp úr þvílíkum hugsunarhætti og taka fagnandi allri þeirri hjálp sem mér stóð til boða.“ Helsta ástæða þess er fjöldamorðinginn í hverfinu. Nokkrar ljóshærðar, bláeygar stúlkur hafa horfið og fundist aftur einhverjum dögum síðar illa lim- lestar. Ekki er nóg með að fast- eignaverðið er á hraðri niðurleið vegna þessa heldur stendur roskin kona inni á skrifstofunni hjá Alex Tanner og segist hafa áhyggjur af því að hún viti hver morðinginn er. Hilary Lucas heitir hún. Maðurinn hennar hélt framhjá henni árum saman og eignaðist son með við- haldinu og bréf sem Hilary hefur undir höndum gefur til kynna að viðhaldið geti verið móðir fjöldamorðingjans. Að auki fær Alex Tanner það verkefni að hafa uppi á ungri stúlku sem horfið hefur af heimili foreldra sinna og til þess að bæta gráu ofan á svart er unga aðstoðar- konan af spæjaraskrifstofunni einnig horfin. Þetta er aðeins bláupphafíð á spennandi og hressilega skrifaðri sakamálasögu Anabel Donald með góðu safni af persónum, bæði smá- um og stórum, forvitnilegri upp- byggingu sem alltaf heldur athygli lesandans og aðalpersónu sem kall- ar ekki allt ömmu sína. Alex Tann- er er sjálf sögumaður bókarinnar og óneitanlega skemmtilegur ferðafélagi. Hún er hæfilega gam- ansöm með gott kvenlegt innsæi og býr yfir ákveðni og þrjósku og hug- rekki sem fleytir henni áfram yfir verstu hindranirnar. Arnaldur Indriðason Vikuveisla til Costa del Sol 14. sept. frá kr. 29.955 holti 1 kl. 12.30 á tímabilinu frá 1. október til nóvemberloka. Meðal fyrirlesara eru Ragnar Axelsson og Einai- Falur ljósmyndarar, Katrín Pétursdóttir hönnuður, Erla Þórarinsdóttir myndlistar- maður, Kolbrún Björgúlfsdóttir leirlistarmaður, Jón Axel Bjöms- son myndlistarmaður, sr. Gunnar Kristjánsson prófastur, Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður, Eva Heisler listfræðingur, Atli Hilmarsson, grafískur hönnuður, Þorvarður Árnason heimspeking- ur, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson myndlistarmaður og Ragnhildur Stefánsdóttir myndlistarmaður. Fyrirlestrarnir eru ókeypis og opnir öllum. Fræðsludeild Listahá- skóla Islands er til húsa í Skipholti 1. Forstöðumaður er Sólveig Egg- ertsdóttir og starfsmaður Arn- þrúður Ösp Karlsdóttir. Skráning fer fram hjá Fræðsludeild Listahá- skólans. 28 sæti a sértilboði Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á síðustu sætunum til Costa del Sol í haust. Vikurispa til" Costa del Sol á hreint frábærum kjörum á E1 Pin- ar-íbúðahótelinu, góðu íbúðahóteli með öllum aðbú- naði. Allar íbúðir með sjónvarpi, síma, loftkælingu, eldhúsi og baði. A hótelinu er stór sundlaugargarður, líkamsrækt, tennisvellir og barnaleikvöllur. Og á með- an á dvölinni stendur getur þú farið í spennandi kynn- isferðir með fararstjórum Heimsferða. Verð kr. 29>955 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 14. september, vika Verð kr. 39.990 M.v. 2 í stúdíó, 14. september, vika El Pinar HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.