Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 37 : I m 1J ■j ; minnka umferð um völlinn á um- liðnum áratugum og draga þar með svo sem verða má úr hávaða og slysahættu, sem af flugi kynni að stafa. Þannig var allt milli- landaflug fært suður á Keflavíkur- flugvöll á sjöunda áratugnum. Um nærfellt tuttugu ára skeið, hefur næturumferð ekki verið leyfð, nema í neyðartilfellum. Frá því að undiri'itaður tók flugpróf 1965 og til dagsins í dag, hafa mjög mikils- verðar breytingar átt sér stað til aukins öryggis og minnkandi ónæðis af völdum flugumferðar. Sífellt eru gerðar stífari kröfur um takmörkun á flugi yfir byggð við komu og brottflug. Úndimtað- ur er alinn upp í Hlíðunum og fylgdist ungur af áhuga með þeirri stórmerkilegu starfsemi, sem fram fór á Reykjavíkurflugvelli. Þá má segja að talsverður hávaði hafi á stundum fylgt starfsemi þeim, er þá fór fram, þegar verið var að „keyra upp“ stærstu vél- arnar sem þá voru í notkun. Kliður sá, sem nú fylgir starfsemi flug- vallarins, er sem fuglstíst, saman- borið við það sem áður var og er það vel. Bæði stafar það af brott- hvarfí millilandavélanna, svo og sí- fellt hljóðlátari véla, i.d. Fokker F-50 véla Flugfélags íslands, sem komu í stað Fokker F-27 véla, sem mikið „ískurshljóð" heyrðist frá. Undirritaður hefur á umliðnum 16 árum búið við flugstefnu tveggja aðalbrauta flugvallarins. Fyrst í 13 ár við Álfatún í Fossvogi (A/V- brautin 14-32) og nú síðustu 3 ár á Bergstaðastræti, rétt til hliðar við (N/S-brautina 02-20). Fyrir mér öll þessi ár, hefur flugumferð yfir og nálægt híbýlum mínum verið sem notanlegur kliður til vitnis um líf og starf í landinu. Að ekki sé tal- að um flug smávéla, en þær hljóma í mínum eyrum, sem vorboði og merki góðviðris. - reyndin hugsanlega er varðandi Fljótsdalsvirkjun. Af þeim sökum er talað um að mótvægisaðgerðir séu oft þungamiðjan í umhverfis- mati, þ.e. hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir, lágmarka áhrif eða gera í staðinn fyrir það sem á að skaðast eða eyðileggjast. Þetta tel ég vera meginspurninguna varðandi Fljótsdalsvirkjun og á umhverfismat að skera úr um þetta. Ótal störf koma til með að skap- ast við byggingu álvers í Reyðar- firði sem eru góð og gild rök út frá félagslegu og efnahagslegu sjónar- miði, en ekki má gleyma þeim áhrifum sem verksmiðjan mun hafa á móður náttúru og þær áhyggjur sem landsmenn hafa af því. Þar sem ljóst er að Fljótsdals- virkjun kemur til með að hafa áhrif á plöntu- og dýralíf þá verður um- hverfismatið að leiða í ljós hvernig framkvæmdaaðilar ætla að bregð- ast við því. Þó svo að skaðinn verði aldrei bættur eða sárin grædd þá er hægt að bjóða eitthvað í staðinn sem hægt væri að sættast á. Dæmi um mótvægisaðgerðir væri endur- plöntun hluta gróðurlendis sem fer undir framkvæmd eða skuldbind- ing framkvæmdaaðila um úrbætur á öllu gi’óðurlendi í nági-enni og stofnun rannsóknarhóps sem vinn- ur að vöktun svæðisins. Þetta eru aðeins vangaveltur því að sjálfsögðu er það í höndum þeirra sem fara með rannsókn á áhrifaþáttum hverju sinni að koma með tillögur. Rannsóknir sérfræð- inga sem unnar eru í tengslum við umhverfismat eru mikilvægar að því leyti að þá er reynt að finna leiðir til þess að draga úr umhverfisáhrifum og þær lagðar fram. Síðan eru ályktanir dregnar út frá því. Því má segja að ef um- hverfismatið er sett fram á grein- argóðan hátt þar sem fram hafa farið rannsóknir á framkvæmda- rsvæðinu og í kjölfarið komið með tillögur að mögulegum mótvægis- aðgerðum og þeim miðlað til fólks- ins í landinu þá er markmiðinu með mati á umhverfisáhrifum náð. Höfundur er að Ijúka meistaranámi í mati á umhverfisáhrifum frá Oxford í Englandi. Málefnaleg gagnrýni Sjálfsagt er að virða og taka tillit til réttmætrar og eðlilegrar gagn- rýni og finna leiðir til að bæta úr því sem betur má fara. Þannig verður það með flugið til og frá Reykjavíkurflugvelli. Sæmileg sátt verður að ríkja um þá starf- semi, og ekki ástæða til að ætla annað en mjög auðvelt sé að finna grundvöll hennar. Allt tal um að einhverjir útlendingar séu „skelf- ingu lostnir", þegar flugvélar fljúga yfir Kvosina til lendingar, eru hreinar ýkjur og ekki sæm- andi fólki, sem víða hefur farið er- lendis og veit hvernig umferð flug- véla liggur um mun lengi’i veg yfir byggð í hinum þéttbýlu löndum í að- og brottflugi. Sömuleiðis er annars vegar tal um aukið öryggi og minnkun hávaða með brott- hvarfi flugvallarins, væntanlega til Keflavíkurflugvallar og hinsvegar flug þaðan með alþingismenn í þyi’lum til lendingar við Alþingis- húsið dæmi um ótrúlegt bull í tengslum við umræðu um stað- setningu flugvallar. Flugvallarkynning Samgönguyfirvöld, sem tjalda vissulega ekki til einnar nætur, að því er starfsemi Reykjavíkurflug- vallar áhrærir, enda engin ástæða til, ættu að taka höndum saman við flugrekstraraðila og aðra sem starfsemi hafa með höndum á flug- vallarsvæðinu og gera átak í að kynna þá margþættu starfsemi sem þar fer fram. Þannig mætti eyða fordómum, sem í flestum til- fellum stafa af vanþekkingu þeirra, sem ekki hafa kynnt sér þær kröfur, sem gerðar eru til flugmanna og flugrekstraraðila. Lokaorð Ef jafn strangar kröfur væru gerðar til bifreiðastjóra og flug- manna, væri ekki við jafn ógnvekj- andi og að því er virðist óleysandi vandamál að stríða í bílaumferð- inni, þar sem yfir 20 manns farast og hundruð slasast, samfara millj- arða eignatjóni á ári hverju. Þannig gætu meðlimir Samtak- anna um betri byggð kynnt sér, hvaða leiðir mætti finna til að draga úr slysatíðni í bílaumferð- inni, m.a. með því að kynnast ör- yggiskröfum þeim, sem gerðar eru tilflugs. Höfundur er viðskiptafræðingur og einkaflugmaður. Af hverju fjárfesta fyrir- tæki í símeimtun? AUNDANFÖRNUM árum hefur starfsum- hverfi fyrirtækja heima og erlendis einkennst af mikilli samkeppni, stöðugum breytingum og tækni- nýjungum og sífellt kröfuharðari við- skiptavinum. Flest fyrirtæki hafa brugðist við þessu breytta umhverfi með því að setja sér skýra stefnu til framtíðar, tæknivæða starfsem- ina og ráða til sín sterka leiðtoga og vel starfsfólk. Þau gera sér Una Eyþórsdóttir menntað samkeppninnar. dag sjáum við fyrir- tæki og einstaklinga fjárfesta í félögum sem byggjast nær ein- göngu á mannauði og þekkingu tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki, fj árfestingafyrirtæki eða rannsóknarfyrir- tæki svo eitthvað sér nefnt, en áður var fjár- fest í steinsteypu eða tækjum. Forskot þess- ara fyrirtækja byggist á að halda uppi öflugri sí- og endurmenntun í þessum harða heimi einmg grein fyrir því að það nægir ekki að ráða til sín hæft fólk á tímum hraða og breytinga, það þarf einnig að huga að endurmenntun þess til að viðhalda og bæta þekkingu og koma í veg fyrir úreldingu og stöðnun. Við sjáum mörg dæmi þess í þjóðfélaginu að fyrirtæki leggja nú mun meiri áherslu á sí- og endur- menntun starfsmanna. Flest stærri og meðalstór fyrirtæki á Isl- andi hafa ráðið til sín fræðslu- stjóra/fulltrúa til þess að sinna þessum málum og sem dæmi um aukningu hefur félögum í samtök- um starfsþróunar- og fræðslu- stjóra fjölgað um 150% á sl. 10 ár- um. Fleiri þættir styðja þessa aukningu, s.s. fjöldi námskeiða og þátttakenda, sem hefur margfald- ast á þessum 10 árum hjá fjölda fyiii’tækja á Islandi, svo og skólum og stofnunum sem standa fyrir sí- menntun. Það má sjá dæmi um 100% aukningu fjármagns til þjálf- unar milli ára, en almennt er talað um að fyrirtæki með öfluga endur- menntunarstefnu séu að verja 3-5% af launaveltu til þjálfunar. Sú var tíðin að fyrirtæki veltu því fyrir sér hvort þjálfun yfir höf- uð borgaði sig og voru útbúnir ýmsir mælikvarðar sem stuðst var við til þess að sýna fram á árangur þjálfunar, s.s. skoðanakannanir, matsblöð o.fl. Nú er öldin önnur og þegar horft er til 21. aldar eru upp- lýsingar og þekking helsta sölu; vara enda hafa viðhorfin breyst. I MURFLEX Á SVALIR 06 ÞÖK SVEIGJANLEGT VATNSÞETTIEFNI I I steinprýði Stangarhyl 7, sími 567 2777, fax 567 2718. Fyrirtæki sjá einnig breytt við- horf starfsmanna til endurmennt- unar. Starfsmenn gera sér grein íyrir nauðsyn þess að viðhalda þekkingu og halda markaðsvii’ði sínu og er æ algengara að starfs- menn semji sérstaklega um endur- menntun við ráðningu eða spyrji um endurmenntunarstefnu í ráðn- ingarviðtölum. Það má því segja að endurmenntunarstefna fyrirtækja sé orðin söluvara í samkeppni um hæfasta einstaklinginn og vissu- lega áhrifavaldur þegar fjallað er um vinsældir fyrirtækja. Störf verða flóknari Það er almennt mat þeirra sem hafa sérhæft sig í vinnuumhverfi 21. aldar að störf verði flóknari og þarfir vinnumarkaðarins verði sí- breytilegar. Það þýðir einfaldlega að fyrirtæki þurfa að mæta þessum þörfum með aukinni þjálfun og Mennt Störf verða flóknari, segir Una Eyþórs- dóttir, og þarfír vinnumarkaðarins verða síbreytilegar ’if endurmenntun. Við sem störfum að starfsmanna- og fræðslumálum sjáum hvernig áherslur eru þegar að breytast, nú er fræðslustefna hluti af stefnu og markmiðum fyr- ii-tækja í heild, áherslur eru lagðar á frumkvæði og hæfileika til að tak- ast á við breytingar og fyrirtæki innleiða í ríkara mæli nýja nám- stækni (sjálfsnám/sýndarveru- leiki). Við sjáum áherslur á þarftr einstaklingsins í stað almennrar þjálfunar, og styttra geymsluþol menntunar, og síðast en ekki síst mun kröfuharðari og sjálfstæðari viðskiptavini (starfsmenn og stjórnendur). Við sjáum einnig að fyrirtæki heima og erlendis trúáT’ því að sí- og endurmenntun spili stórt hlutverk í því að halda velli í heimi breytinga og samkeppni. Eg fagna framtaki menntamála- ráðuneytis að standa fyrir degi sí- menntunar 28. ágúst n.k. og vekja þannig athygli á þessum mikilvæga málaflokki. Höfundur er forstöðumaður starfsþróunardeildar Flugleiða. Atimturland Egilsstaðir Fáskrúðsfjörður Homafjörður Neskaupsstaður máM DAEUH SÍIMEHIHITUIMAR VBaturiand Akranes Borgarnes Dalabyggð Grundarfjörður Snaefellsbær •• Stykkishólmur Nnr&uriand SB. ÁGÚST Vestfír&ir ísafjörður Patreksfjörður Blönduós Hvammstangi Sauðárkrókur Siglufjörður Skagaströnd lílnrðuriand eysrtra Akureyri Húsavík • Suðuriand Selfoss FRAMX/ifMOAt ------HAfsun r*iw,\! öfi txJÚOÆR STARFSMENNTARÁÐ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTISINS *r LIT TIL RAFHITUN^fl Fyrlr biwill • samirhis« fyrirtðki —JjImI. m ELFA-OSO hitakútar og túbur Ryðfríir kútar með áratuga frábæra reynslu. Stærðir á lager: 30—50—80—120—200 og 300 lítra. Getum útvegað stærðirfrá 400—1.000 lítra. Blöndunar-, öryggis- og aftöppunarlokar fylgja. Ennfremur bjóðum við hitatúbur frá 6—1200 kW og elektróníska vatnshitara fyrir vaska og handþvott. ELFA-VÖSAB olíufylltir ofnar hiti, Fallegir, einstaklega jafn og þægilegur engin rykmengun, lágur yfirborðshiti. Thermostatstýrðir. Kapall og kló fylgja. Stærðir á lager: 400—750—800 og 1.000 W. Hæð: 30 eða 60 sm. Getum einnig útvegað tvöfalda ofna. HAGSTÆTT VERÐ! Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28 -0 S62 2901 og 562 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.