Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hug’ur og hönd Rit Heimilisiðnaðarfélags íslands 1999, List og hönnun, er komið út. Bragi Asgeirsson hefur kynnt sér ritið og fjallar um það og efni þess. að túlka það sem hann hefur næst sér, með efnivið sem hann hefur handa á milli. Þór- ir Sigurðsson ritar um Engil- bert Maríus Ólafsson, mynd- skera frá Austur-Landeyjum, sem lengi var búsettur í Bandaríkjunum. Lærði mynd- skurð hjá Marteini Guðmunds- syni og lauk meistaraprófí í Vestervik í Svíþjóð. Maðurinn var hagur í meira lagi, en fram kemur að frá starfsárum hans á verkstæði Marteins að loknu námi er fátt undir eigin nafni, því að sú var hefðin að meistar- arnir settu fangamark sitt á alla muni sem frá verkstæði þeirra komu. Engilbert Maríus var afar hlédrægur og hógvær að eðlis- fari, en vann sér ýmislegt til frægðar í Bandaríkjunum sem einstakur völundur í útskurði og í FYRRI skrifum mínum um árs- rit Heimilisiðnaðarfélags íslands, sem ber heitið Hugur og hönd, hef ég stundum lagt megináherslu á gildi og þýðingu heimilisiðnaðar og skilin milli föndurs, heimilisiðnaðar og listiðnaðar. Þau hafa verið mjög skörp í tímans rás, þótt margur greini ekki þennan mun hér á landi, frekar en milli listiðnaðar, hönnun- ar og frjálsrar myndlistar og má rekja orsökina að stórum hluta til upplýsingafátæktar um sjónlistir í skólakerfinu og þjóðfélaginu í heild. Einnig hefur á seinni tímum verið tilhneiging í þá átt að þurrka þessi skil út og hvað er það eiginlega sem ekki er dregið fram og nefnt list nú á síðustu tímum? En óumdeilanlega er umtalsverður munur á hlutum íða sem verða til sem dægrastytt- ing, fjöldaframleiddum söluvarningi á markaðstorgi, og þeim sem hafa hreint nýtigildi ásamt því að eiga sér langa hefð sem hluti þjóðarsál- arinnar. Þá er útrás almennrar at- hafnaþarfar í tómstundum ekki það sama og einstaklingsbundin sköp- unarþörf, þótt birtingarkrafti sköp- unarþarfarinnar fylgi jafnaðarlega mikil vinna og agi ef markið er sett hátt. I þessu nýútkomna hefti Hugar og handar er drjúg áhersla lögð á hagleiksmenn, hefst á grein Guð- rúnar Hafsteinsdóttur um bóndann og handverksmanninn Helga Björnsson á Huppahlíð í Vestur- Húnavatnssýslu. Vel má skilgreina muni Helga sem bernska alþýðulist sem nýtur umtalsverðrar hylli nú á dögum og hann er á réttu róli með komst jafnvel á blað hjá þjóðhöfð- ingjum eins og Iranskeisara. Þó er umdeilanlegt hvort hæfíleikar völ- undarins hafí nýst sem skyldi, falhð í réttan farveg og hann verið á rétt- um stað á réttum tíma. Taka má undir niðurlagið; að lífsleið og list (handverk) Engilberts Maríusar Ólafssonar hafí á margan hátt verið óvenjuleg og eftirtektarverð og verð þess að hennar sé minnst. Afar mikilsvert að halda til haga öllum slíkum heimildum og hér er vett- vangurinn réttur. Þórir ritar næst um fundarhamarinn, Freystein, sem Vígþór Jörundsson bæði hann- aði og smíðaði og var gjöf 40 ára út- skriftarnema til Kennaraháskóla Is- lands 1996. Útlitshönnun hamarsins ÚTSKORINN stóll eftir Rík- harð Jdnsson, ásamt útsaum- aðri sessu með Viðeyjar- munstri eftir Björgu Kolka. á að minna sem mest á hinn mæta skólamann Freystein Gunnarsson, og er afar vönduð smíð á fomum grunni. I myndskurði eigum við til hefða að sækja allt til landndnámsaldar, og það kemur jafnt fram í verkum Bólu-Hjálmars og hinum fagra stól Ríkharðs Jónssonar sem fjallað er um í ritinu og var í eigu Páls Kolka læknis og Guðbjargar konu hans. Guðbjörg saumaði sessu á hann eft- ir munstri sem til er á Þjóðminja- safninu og gengur undir nafninu Viðeyjarmunstur, vegna þess að dóttir Skúla Magnússonar, fógeta í Viðey, hafði saumað það og eins og í ritinu segir, kannski fyrst allra, eða eftir öðru eldra verki, sem er öllu líklegra. Hér er þó mikil- vægast hve mynstrið í sess- unni fellur frábærlega vel að útskurðinum og ornamenti stólbaksins. Loks ritar Þórir grein um handlistamanninn Philippe Riehart, búfræðing frá Suð- ur-Frakklandi. Tengdason Islands sem komið hefur við sögu hand- og myndmennt- ar af þjóðlegum rótum. Ric- hart fékk snemma áhuga á myndlist og handverki, helst í gegnum vinafólk sem vann við gerð brúkshluta úr leðri, og eftir að hann kom til Is- lands og fluttist til Isafjarðar kviknaði áhugi hans á spjald-. vefnaði. Kveikj- an var vefnaðar- námskeið sem hann og kona hans fóru í hjá Guðrúnu J. Vig- fúsdóttur, kennara í Húsmæðra- skólanum á staðnum, og fór Riehart seinna að starfa á verk- stæði hennar. Einnig sótti hann námskeið í myndvefn- aði. En spjaldvefnaði kynntist hann þó fyrst er hann sá grein eftir Sig- ríði Halldórsdóttur í umræddu riti. Richart var virkur í myndlistarlífi Isafjarðar og einn af stofnendum myndlistarfélags þar, tók þátt í samsýningum þess og hélt einka- sýningu í Slunkaríki, en er nú bú- settur á Akranesi og bæjarlistamað- ur þar 1996. Til frásagnar, að hér er um að ræða franskan karlmann er gengur inn á hefðbundinn starfs- vettvang íslenzkra kvenna og festir rætur þar. Hefur tekið þátt í sam- keppnum og sýnt heima og erlendis, unnið til verðlauna og viðurkenn- inga. Allar eru þessar greinar stuttar og skilvirkar, og um að ræða nyt- samar heimildir sem halda ber á lofti. Jurtalitun ullar, að lita ullina eftir litbrigðum gróðurríkisins og landsins um leið, er eitt hið merkasta sem íslenzkur heimilisiðn- aður hefur framborið, og synd sem jaðrar við glæp að ekki skyldi vera lögð meiri rækt við það svið í lista- skólum. Hér höfum við ýmislegt, sem jaðra má við gersemar sem aðrar þjóðir eiga ekki og sjálfur möttull landsins framber, atriði sem verða stöðugt eftirsóttari, fágætari og verðmætari í heiminum. Gerir Áslaug Sverris- dóttir grein fyrir þrem litunarkver- um sem út komu á fyrri hluta aldar- innar, og hér er svið sem myndlist- armenn og hönnuðir ættu einnig að gaumgæfa. Þá á Áslaug einnig grein um kljásteinsvefnað sem er afar merkilegt fyrirbæri í íslenzk- um heimilisiðnaði, og kemur spjald- vefnaður þar einnig við sögu. Allt um kring eru þannig verðmæti sem fortíðin hefur lagt í hendur okkar, en við höfum grátlega lítið sinnt fyr- ir nýjungagirni og sókn í yfirborð, glys og prjál sem markar holræsi óþroskaðs velferðarþjóðfélags, eyð- ist eins og annar úrgangur. Og and- legán úrgang er ekki hægt að nýta né endurvinna, er þannig verðlaust hjóm. í ritinu eru að vanda ýmar nyt- samar upplýsingar, sem að gagni koma við handiðju ýmiss konar og er þeirra viðamest grein um ís- lenzku lopapeysuna eftir Kristínu Schmidhauser Jónsdóttur. Inni- heldur hún markverðar upplýsingar um lopapeysuna gerð hennar og skreyti í áranna rás. Hér vildi ég gjaman minna á, að íslenzka lopa- peysan hrein og ómenguð af skreyti hefur verið í eigu ekki svo fárra nafnkenndra erlendra myndlistar- manna þar á meðal málarans nafn- kennda Asger Jorns, sem hélt afar mikið upp á hana og flaggaði óspart. Eru það einhver bestu meðmæli sem þess háttar flíkur geta fengið og er ástæða til að álíta að við höf- um ekki markaðssett eigin sérkenni nógu vel en fallið í þá gryfju að fleka þau með minnimáttarkennd, annarlegri viðbót úr erlendum viku- blöðum. Hugur og hönd er nytsamt rit sem ætti að vera aðgengilegt sem víðast og stoltir íslendingar að festa sér. Ljósmynd á kápu er eftir Phillippe Richard. Prentvinnslu sá Prisma Prentbær um. Sæluhús í höfðinu Ljósmynd/KK Gunnar við verk sitt Slúðurfæðing. Gunnar Gunnarsson sýnir í Listahorninu BÆKUR Ljoð ÞVÍ AÐ ÞITT ER LANDSLAGIÐ eftir Krigtinu Bjarnadóttur. Uglur og ormar. 1999 - 94 bls. LJÓÐLISTIN er víðáttumikill heimur. Óvíða fer fram meiri ný- sköpun en í þeirri veröld. Eg er raunar ekki frá því að skáldskapur- inn sé hin seinni ár um margt fjölskrúðugari en áður fýrr. Ef til vill á vaxandi styrkur ís- lenskra skáldkvenna nokkum þátt í því. Því að þitt er lands- lagið nefnist ný ljóða- bók eftir Kristínu Bjamadóttur. Þetta er áleitin og metnaðarfull bók og enn einn vitnis- burðurinn um gerjun ljóðforms og efnis. Bók Kristínar er eins konar ljóðsaga, einhvers konar ferða- saga sem hefst í hún- vetnsku landslagi bernskunnar og fer um víðan völl til útlanda og kannski heim aftur eða eins og segir í einu ljóðanna þar sem framtíðin er í hlutverki ferðarinnar: „Framtíðin sveif að mér fljótt / en ferð hennar lá þá til baka.“ Raunar fínnst mér ljóðsagan sjálf dálítið laus í reipunum. Merkingar- leg endimörk ljóðanna eru eins og í mistri þegar haf, himinn og jörð renna saman. En kannski er það líka ætlun höfundar að hafa útlínur óskýrar, impressjónískar, svipaðar málverki eftir Monet sem vísað er til í tveimur ljóðanna, líkt og verkið sé málað „á efni í ást / ofíð úr hugs- unum heimsljóssins eina / sem hvergi eyðist við útgeislun“. Þannig eru persónur verksins einnig fremur óljósar verur, Stein- vör, Marþöll, Þungbúinn og Vilfrið- ur - allt merkingar- þrungin nöfn. Þeim eru gefnar raddir sem seiða fram einhvers konar framvindu. Sú framvinda er sett sam- an úr minningum, kenndum og hugleið- ingum. I raun má því einnig rekja allt þetta til sögumannsins, Veru í Tungu. Hún bíður ferðalanganna handan hafsins (eða kannski héma megin). Það má því allt eins segja að persónumar fléttist saman í eina verand, eina Vera, því að „landslagið er þín innri vera“ og ferðalagið því innri átök við sorg, við þunglyndi Þungbúins o.s.frv. Það er vert íhugunarefni hve skáldkonur samtímans rækta vel hefðina, sækja föng í þjóðsögur, eddukveðskap, danskvæði og þulur. Kristín rær á slík mið. Þannig era t.a.m. Mærþöll og Vilfríður, tvær af aðalpersónum ljóðsögunnar „ævin- týrapersónur eins og nöfnin bera með sér“. Víða gætir einnig dans- kvæða- og þjóðasagnaminna. Kristín hefur mjög gott vald á ljóðmálinu. Náttúramyndir hennar era sumar eftirminnilegar, einkum þar sem hún beitir þeirri aðferð að snúa við venjubundnu líkingarmáli með þeim hætti að láta nærtækan veraleika tilheyra myndlið en kosmíska verund kennilið. En einmitt þessi aðferð gerir lesanda fært að skynja hið stóra í hinu smáa: I geimnum leikur sér barn leikur flæðarmál leikur við gamlan stein Þegar ég tala felur útsýnisbamið þagnir mínar Felur steinunum þagnimar Steinninn í flæðarmálinu glitrar þungbúinn glitrar blint Hann er barnsins dána stjama Það er mikill leikur í orðlist Kristínar. Margræðni orða er henni hugstæð, sömuleiðis leikur með liti, t.d. hvítan og bláan lit sem auka á fjarlægðarkennd ljóðanna. En um- fram allt er þó fólgin í Ijóðsögunni tilvistarleg leit „að sæluhúsi í höfð- inu“. Því að þitt er landslagið er áleitin og metnaðarfull ljóðsaga. Þótt sag- an sjálf sé óljós þráður myndar hún eftirminnilega hugvera sem vel er þess virði að íhuga. Skafti Þ. Halldórsson NÚ stendur yfír listsýning Gunn- ars Gunnarssonar í Listhorninu, Kirkjubraut 3, Akranesi. Á sýn- ingunni eru olíu- og vatnslita- myndir, myndir unnar í krít og kol ásamt blandaðri tækni og skúlptúrinn Slúðurfæðing. Gunnar útskrifaðist úr kenn- aradeijd Myndlista- og handiða- skóla Islands árið 1986. Frá þeim tíma hefur hann kennt og unnið samhliða að myndlist í Stykkis- hólmi. Gunnar hefur haldið Ijölda einkasýninga og verið með í samsýningum á Vesturlandi og í Reykjavík. Síðast var Gunnar myndlistarmaður júnimánaðar í listglugga Búnaðarbanka íslands í Austurstræti. Sýningin er opin virka daga kl. 11-17 og stendur til 6. septem- ber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.