Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samstæðan Sæplast hf. með 21 milljón í hagnað fyrstu sex mánuði ársins Góður árangur dótt- urfyrirtækis í Kanada SÆPLAST hf. og dótturfélög skil- uðu 21 milljónar króna hagnaði eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 1999, að því er fram kemur í árs- hlutareikningi. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn tæpar 7 millj- ónir króna. Afkoman batnar því um tæpar 15 milljónir króna á milli tíma- bila og er að mestu fólgin í bættri af- komu móðurfélagsins á Dalvík. Steinþór Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sæplasts hf., segist nokkuð sáttur við niðurstöðuna. „Þetta er samkvæmt áætlunum. Við erum fyrst og fremst að sjá áframhaldandi áhrif aðhaldsaðgerða sem við gripum til á síðasta ári. Það er óveruleg veltuaukning á milli ára en aftur á móti eru rekstrargjöld að lækka. Fé- lagið er nú í íyrsta skipti að borga tekjuskatt og ef litið er á hagnað fyr- ir skatta fyrstu sex mánuði þessa árs og fyrstu sex mánuði síðasta árs hjá móðurfélaginu er sú tala 26 milljónir nú en var átta milljónir í íyrra og þetta eru veruleg umskipti. Við ger- um ráð fyrir 50 milljóna króna hagn- aði á árinu í heild. Það er ákveðin hefð fyrir því í þessum rekstri að móðurfélagið skili betri afkomu seinni hluta árs en hvort það rætist nú vitum við ekki,“ segir Steinþór. „Annað sem er áhugavert er að salan eykst um 4% á milli tímabila hjá móðurfélaginu en raunhækkunin er meiri þar sem inni í rekstrartölum fyrri hluta árs í fyrra er velta röra- deildarinnar sem við seldum seinnipart árs í fyrra fyrir 19 millj- ónir. Raunsöluaukning er því meiri en fram kemur,“ segir Steinþór. Sæplast er eigandi að fjórum verksmiðjum, á Dalvík, í St. John í Kanada, Salangen í Noregi og Ahmadabad á Indlandi. „Það er fyrst og fremst reksturinn í Kanada sem hefur áhrif á samstæðureikninginn," segir Steinþór. „Við tókum við rekstrinum 9. maí og hann hefur ver- ið að skila 98 milljónum í sölu og 8,5 milljónum í hagnað. Noregur kemur ekki inn í rekstrarreikning, sérstakt fyrirtæki var stofnað um reksturinn þai- og Indland hefur mjög lítið vægi í samstæðureikningnum, áhrifín eru fyrst og fremst frá móðurfélaginu og Kanadaverksmiðjunni. Þrátt fyrir að við séum nýlega búin að taka yfir þessar tvær verksmiðjur, sjáum við áhrif í efnahags- og rekstrarreikn- ingi en samlegðaráhrifin eru ekki að fullu komin í ljós. Það er vinna okkar á seinni hluta þessa árs að ná jafn- vægi í rekstrinum, samræma sem mest og ná samlegðaráhrifum út úr þessum verksmiðjum. Það má reikna með að þau komi fram á næsta ári. Þrátt fyrir þetta er félagið að skila vel viðunandi afkomu. Allar áætlanir hafa gengið eftir,“ segir Steinþór. Björn Snær Guðbrandsson, miðl- ari hjá Viðskiptastofu Landsbank- ans, segir áhugavert að sjá að dótt- urfyrirtæki Sæplasts hf. í Kanada skili samstæðunni umtalsverðum hagnaði. „Reksturinn hér heima er ekki að skila neinum verulegum fjár- hæðum. Heildarhagnaðurinn fyrir skatta er um 34 milljónir og þar af eru um 25% frá verksmiðjunni í Kanada. Hún er líka með um þriðj- ung af heildarveltu en hafði aðeins verið í eigu Sæplasts hf. í rúman mánuð 30. júní. Vaxtarmöguleikar fyrirtækisins eru greinilega erlendis og það verður fróðlegt að sjá hvernig verksmiðjan í Kanada á eftir að ganga það sem eftir er ársins, en byrjunin lofar góðu,“ segir Björn Snær. cMmlncf Úr milliuppgjöri 1999 MHv ■riP'Hki 111 b SAMSTÆÐA MÓÐURFÉL. MÓÐURFÉL. Rekstrarreikningur Mnijónir krona m/61 999 30/61 999 &1998 Rekstrartekjur 354 254 243 Rekstrargjöld 309 217 224 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 11 11 11 Hagnaður fyrír skatta 34 26 8 Skattar 16 10 1 Hagnaður af reglul. starfsemi 18 16 7 Áhrif dótturfélaga 0 5 0 Hlutdeild minnihluta 3 0 0 Hagnaður tímabilsins 21 21 7 Efnahagsreikningur 30/6"! 999 30/61 999 31/12I998 | Eignir: \ Milljónir króna Fastafjármunir 796 1.024 398 Veltuf jármunir 624 248 273 Eignir samtals 1.420 1.272 671 j Skuldir og eigið fé: \ Eigið fé 359 359 354 Skuldbindingar og víkjandi lán 15 3 Langtímaskuldir 773 757 233 Skammtímaskuldir 273 153 83 Skuldir og eigið fé samtals 1.420 1.272 671 Sjóðstreymi og kennitölur Veltufé frá rekstri Milljónir króna 63 46 27 Veltufjárhlutfall 2,29 1,62 3,29 Eiginfjárhlutfall 25% 28% 53% SPRON birtir afkomutölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins Hagnaður eftir skatta eykst um 19% Mikil hækkun á bæði gjöldum og tekjum HAGNAÐUR af rekstri SPRON fyrstu sex mánuði ársins nam 91,6 milljónum króna, samanborið við 66,7 milljónir á sama tímabili í fyrra. Að teknu tilliti til skatta SPRON nam hagnaður tímabilsins 61,4 milljónum króna sem er 19% aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn svarar til þess að arð- semi eigin fjár SPRON hafi verið 9,5%. Innlán hjá SPRON hafa aukist um 11% frá áramótum og segir Olafur Haraldsson aðstoðarspari- sjóðsstjóri það mjög góðan árangur m.t.t. þess að árið 1998 náði SPRON bestum árangri stærri inn- lánsstofnana á landinu öllu. „Við er- um sáttir við þessa útkomu miðað við okkar áætlanir. Hagnaðurinn er á góðu róli og við erum bjartsýnir á það sem eftir er ársins, við eigum von á því að afkomuþróun verði já- kvæð á síðari hluta ársins. Rekstur- inn á þessum sex mánuðum hefur einkennst af þeim breytingum sem hafa verið í gangi frá því á síðasta ári. Við höfum stækkað mjög ört, meðal annars vegna nýrra af- greiðslustaða og þjónustuleiða,“ segir Ólafur. SPRON opnaði nýlega útibú á Grafarvogi með óhefðbundnum af- greiðslutíma þar sem opið er virka daga frá 12-18.30 og á laugardögum frá 12-16. „Afgreiðslutíminn í nýj- um útibúum okkar hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Það er þróun- in í heiminum að bankar og spari- sjóðir verði smásölufyrirtæki og þurfa að laga sig að þörfum við- skiptavina," segir Ólafur. Varðandi einstaka liði segir Ólaf- ur rekstrarkostnað í takt við áætl- anir og tekjur í meginatriðum líka. „Vöxturinn hefur að vísu verið meiri en við áttum von á sem er mjög já- kvætt og er í raun framhald af því sem var á síðari hluta síðasta árs. Það var mikil stækkun á efnahags- reikningi á síðasta ári og það næst því ákveðið jafnvægi í það núna. Það er mikil hækkun á bæði gjöld- um og tekjum og aukning á heildar- tekjum segir mest til um vöxtinn hjá okkur.“ í »ni) SPARISJOÐUR REYKJAVÍKUR JMJI LMI f OG NÁGRENNIS Úr ársskýrslu 1998 jan-júni jan.-júní Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Vaxtatekjur Milljónir króna 1.156,0 833,8 +39% Vaxtagjöld 730,5 537,6 +36% Hreinar vaxtatekjur 425,5 296,2 +44% Aðrar rekstrartekjur 253,3 260,2 -3% Hreinar rekstrartekjur 678,8 556,4 +22% Önnur rekstrargjöld 539,2 444,0 +21% Framlög í afskriftarreikning 48,0 45,7 +5% Skattar -30,2 -14,9 +103% Hagnaður tímabilsins 61,4 51,8 +19% Efnahagsreikningur 30.06.99 31.12.98 Breyting | Eignir:| Milljónir króna Sjóður og bankainnistæður 1.773,2 2.355,9 -25% Útlán 15.187,1 13.602,7 +12% Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. 4.886,2 5.243,6 -7% Aðrar eignir 626,1 549,6 +14% Eignir samtals 22.472,6 21.751,9 +3% Skuldir og eigið fé: 631,5 140,1 +351% Skuldir við lánastofnanir Innlán 16.162,7 14.498,9 +11% Lántaka 3.180,5 4.781,2 -33% Aðrar skuldir 96,8 164,8 -41% Reiknaðar skuldbindingar 460,6 403,5 +14% Víkjandi lán 556,7 461,7 +21% Eigið fé 1.383,8 1.301,7 +6% Skuldir og eigið fé samtals 22.472,6 21.751,9 +3% Almenna málflutningsstofan í ÍS-húsið ALMENNA málflutningsstofan sf., sem er til húsa í Kringlunni 6, mun væntanlega flytja starfsemi sína í hús íslenskra sjávarafurða þeg- ar það verður afhent nýjum eigendum 1. mars næstkomandi. Fjárfestingafélagiö Kringlan ehf. sem keypt hefur húsið er í eigu hæstaréttarlög- mannanna Reynis Karlssonar, Hróbjarts Jónatanssonar og Jónatans Sveinssonar hjá AI- mennu málflutningsstofunni, auk fleiri fjár- festa. Reynir sagði í samtali við Morgunblaðið Almenna málflutningsstofan flytur í IS-húsið að hann vonaðist til að Almenna málflutnings- stofan gæti flutt starfsemi sína í húsið, en það yrði þó ekki nema í hluta húsnæðisins. Hann sagði að þessa dagana væri verið að kanna með útleigu á húsnæðinu að öðru leyti, en ljóst væri að margir hefðu áhuga á að vera með starfsemi sína 1 húsinu. „Þetta er alveg sérlega skemmtilegt hús og staðsetning og öll aðkoma er til fyrirmyndar, finnst rnanni," sagði Reynir. Varað við fjáraustri danskra banka Kaupmannaliöfn. Morgunblaðiö. Bankastjórar þriggja stærstu bank- anna í Danmörku hafa varað við auknum skuldum heimilanna og um leiö skírskotaö til kreppunnar sem reið yfir Danmörku líkt og fleiri lönd í lok síöasta áratugar. En nýir glæsibíl- ar á götunum, mikil eftirspurn eftir húsnæði, þrátt fyrir hækkandi fast- eignaverð, og ákafar auglýsingar frá bönkunum um auðfengin lán hafa þótt vitna um góðæri og efnahags- uppsveiflu í Danmörku. „Þetta er ekkert mál, þú tekur bara lán" hefur verið viðkvæðið í dönskum bönkum undanfarin ár að sögn Politi- ken. Stjórnendur þriggja stærstu bankanna, Den Danske Bank, Uni- bank og BG Bank viðruðu nýlega efa- semdir stnar um hvort tilboöin hafi kannski veriö of freistandi, bankarnir of gagnrýnislausir á lántaka og fólk of trúað á hve hátt það gæti spennt lánabogann. í bönkunum er þess far- ið að gæta að fólk eigi í erfiðleikum með afborganir og við því telja bankastjórarnir eðlilegt að bregðast sem fýrst. Peter Straarup, bankastjóri Den Danske Bank, segir aö sumir við- skiptavinanna hafi greinilega tekið of mikiö á sig og eðlilegt sé að bank- arnir sýni aukið aðhald. í sama streng tekur Thorleif Krarup, banka- stjóri Unibank, en Henrik Thufason, forstjóri Kapital Holding, eignar- haldsfélags BG Bank, segir að sam- keppnin ýti á bankana að koma með góö tilboð. Minnir á lok síðasta áratugar Það er minningin um ófarir banka- kerfisins í lok síðasta áratugs, sem ýtir undir áhyggjurnar nú. Dönskum bankamönnum er það í fersku minni hvernig óðabjartsýni í efnahagsupp- sveiflunni þá leiddi til þess, sem síð- ar reyndist vera fjáraustur bankanna. Eftir ört hækkandi fasteignaverö fór verðið að lækka um 1990 og þeir sem höfðu keypt fasteignir, meðan verðið var sem hæst, áttu f erfiöleik- um með afborganir. Margir lentu í því að þurfa að selja og sitja samt uppi með skuldír, þar sem söluveröiö var ekki fyrir lánunum. Bankarnir töpuöu miklum fjárhæðum og einn banki, Varde Bank, varð gjaldþrota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.