Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Varnarmalaraðherra Breta aðlaður Stjórnarand- staðan mótmælir London. Reuters. BRESKA stjórnarandstaðan brást í gær ókvæða við fregnum þess efnis að George Robertson, varnarmála- ráðherra Bretlands, sem senn tekur við framkvæmdastjórastöðunni hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), hefði verið skipaður í lávarðadeild breska þingsins en útnefningin veld- ur því að boða verður til aukakosn- inga um laust þingsæti hans í sept- ember. Sögðu talsmenn stjórnar- andstöðunnai- útnefningu Robert- sons augljósa misnotkun á aðals- kerfínu breska og sökuðu Tony Bla- ir forsætisráðherra um „ótrúlegt siðleysi". Talsmenn Skoska þjóðarflokksins (SNP) fordæmdu útnefninguna en hún veldur því sjálfkrafa að boða þarf til aukakosninga, og munu þær verða 23. september næstkomandi, sama daginn og SNP ætlar að halda árlegt flokksþing sitt. SNP er helsti keppinautur Verkamannaflokksins í kjördæmi Robertsons í Hamilton í Skotlandi og sökuðu þeir bresku stjórnina um að misnota sér réttinn til að útnefna menn í lávarðadeildina til að tryggja hag sinn í aukakosn- ingunum. Þar sem Robertson - sem nú ber titilinn Robertson lávarður af Port Ellen - var útnefndur næsti fram- kvæmdastjóri NATO á meðan breska þingið var í þinghléi gat hann ekki sagt af sér þingmennsku fyrr en þing kæmi saman að nýju í október. Útnefning hans í lávarða- deildina tryggir bresku stjórninni leið fram hjá þessu formsatriði. Talsmaður bresku stjórnarinnar varði útnefninguna hins vegar í gær og sagði að ákvörðunin tryggði að kjósendur í Hamilton myndu eiga fulltrúa á breska þinginu þegar það kemur saman að nýju í október. Alkóhólistar fastir í vítahring’ þunglyndis NIÐURSTÖÐUR rannsóknar, um áhrif misnotkunar áfengis á efna- skipti heilans, voru í gær kynntar á ársþingi félags bandarískra efna- fræðinga. Hafa vísindamennirnir fundið efnafræðilegar skýringar á því hvers vegna alkóhólistar falla endurtekið í sama farið jafnvel þótt áfengi valdi þeim streitu og þung- lyndi. Samkvæmt niðurstöðum rannsókn- arinnar kemur misnotkun áfengis af stað vítahring efnaskipta heilans. Mikið magn áfengis gengur á forða dópamíns, efnasamband amínósýra, í heilanum, sem veldur tilfinningum eins og gleði og vellíðan. En óhóf- lega drykkja styður þar að auki los- un efna eins og kórtíkóis sem er streituvaldandi leysiefni sem einnig veldur langvarandi þunglyndi. I þeirri von að bægja frá slæmum til- finningum hefja alkóhólistar drykkju að nýju, en framleiðsla kórtíkóisins eykst samfara aukinni drykkju og festast drykkjusjúk- lingar því í vítahring efnaskipta. Lyf sem dregur úr eiturlyfjafíkn Vísindamenn við Háskólann í Arkansas hafa þróað lyf er byggist á efnasamböndum mótefnis sem varnað getur því að mannslíkaminn ánetjist ofskynjunarlyfinu engla- ryki. Er þetta í fyrsta skipti sem útlit er fyrir að fíklar lyfsins hafi kost á langtíma meðferð sem miðar að því að draga úr sálrænum áhrif- um englaryks. Á ráðstefnunni var einnig kynnt bóluefni sem hugsanlega gæti kom- ið í veg fyrir að fólk ánetjist kókaín. Lífefnafræðingurinn Kim Janda greindi frá tilraunum sínum sem miðast að því að hvetja ónæmis- kerfið til að mynda mótefni sem ræðst á sameind kókaíns og tor- veldar henni að ná til miðtauga- kerfisins. Vísindamenn frá Norður- Carolinu greindu einnig frá efna- sambandi sem hefur suma eigin- leika kókaíns án þess þó að vera vanabindandi. Gæti efnasambandið hjálpað fíklum kókaíns á sama hátt og meþadón er notað við meðferð heróínfíknar. KRISTIN TRÚ í ÞÚSUND ÁR ÁRIÐ 2000 Með kæru þakklæti! Við viljum þakka öllum þeim mikla fjölda fólks sem lagði sitt af mörkum til þess að útiguðsþjónustan og fjölskylduhátíðin í Laugardalnum sunnudaginn 15. ágúst sl. heppnaðist frábærilega vel í alla staði. Við viljum um leið þakka þeim þúsundum manna sem lögðu leið sína í dalinn þennan dag til að taka þátt í hátíðarhöldunum sem þar voru í boði. f.h. undirbúningsnefndar kristnitökuhátíðar Reykjavíkmprófastsdæma í Reylqavik, Kópavogi og á Seltjarnarnesi Guðmundur Þorsteinsson Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur prófastur Reuters Leiðtogar verkalýðsfélaganna í fremstu röð mótmælagöngu ríkisstarfsmanna í Pretóríu í gær. Um 35.000 manns mótmæltu launa- stefnu stjórnvalda í Suður-Afríku Verkfallið telst sögulegur atburður Pretóría. AFP. RÍKISSTARFSMENN í Suður- Afríku fylkja nú liði og þramma um götur borga og bæja í tug- þúsunda tali til að knýja á ríkis- stjórnina um launahækkanir. Eftir sjö mánaða árangurslaus- ar samningaviðræður verka- lýðsfélaga og stjórnvalda boð- aði samband suður-afrískra verkalýðsfélaga, Cosatu, til verkfalls sem nær til rúmlega milljónar manna. Voru mót- mælagöngurnar í gær þær íjöl- mennustu í landinu síðan á tím- um aðskilnaðarstefnunnar. VerkföIIin, sem leiðtogar verkalýðsfélaganna segja sögu- leg, lömuðu samgöngur og skólastarf í öllum níu héruðum landsins í gær. Verkalýðsfélög- in krefjast 7,3 prósenta launa- hækkunar sem samsvarar verð- bólgustigi í Iandinu en ríkis- stjórnin hefur boðið ríflega sex prósenta hækkun. Boðað var til verkfallanna aðeins tveimur mánuðum eftir vígslu Thabo Mbeki sem forseta landsins. Hafði hann fyrir kjör sitt gefið yfírlýsingar þess efnis að hann hygðist ráðast í efnahagslegar umbætur og boðað aðhald í rik- isfjármálum. Klofningur Afríska þjóðarráðsins yfirvofandi Cosatu er sterkur pólitfskur armur innan Afríska þjóðar- ráðsins, ANC. Willie Madisha, nýkjörinn forseti sambandsins, sagði á útifundi í gær að verka- lýðsfélögin myndu semja við ríkisstjórnina en ekki við framá- menn ANC sem eru þó meiri- hluti núverandi ríkissíjórnar. Eru ummæli hans talin vera til marks um það að menn óttist pólitískan klofning innan þjóð- arráðsins eftir að stjórnvöld hverfa í síauknum mæli frá hug- myndafræði ráðsins sem Iöng- um byggðist á sósialisma. Evrópusinnaðir íhaldsmenn reknir Lundúnum. Reuters. TVEIR fyrrverandi þingmenn brezka íhaldsflokksins hafa verið reknir úr flokknum fyrir að vilja ekki sætta sig við stefnu flokksins í Evrópumálum. Talsmenn Ihalds- flokksins upplýstu þetta í gær. Hinir reknu eru Sir Julian Critchley, sem var óbreyttur þing- maður í nærri fjóra áratugi, og Tim Rathbone, sem var aðstoðarráð- herra í ríkisstjórn Margaret Thatcher. Brottrekstrarsökin var sú, að þeir höfðu báðir lýst yfir stuðningi við klofningsframboð Evrópusinna úr Ihaldsflokknum fyrir kosningarnar til Evrópuþings- ins í júní sl. Ennfremur upplýstu talsmenn höfuðstöðva íhaldsflokksins í gær, að verið væri að íhuga að svipta einn manninn enn flokksskírteininu, sem á langan stjórnmálaferil að baki. Er það Gilmour lávarður, fyrr- verandi vamarmálaráðherra, en hann hefur einnig verið óspar á gagnrýni á tök flokksleiðtogans EVRÓPA^ Williams Hagues á Evrópumálun- um. I kosningabaráttunni fyrir Evr- ópuþingkosningamar rak íhalds- flokkurinn mikinn áróður gegn að- ild Bretlands að Efnahags- og myntbadalagi Evrópu (EMU) og vann stórsigur á Verkamanna- flokknum. „Eg held að mér líði bezt sem óháðum íhaldsmanni, eins og ég hef alltaf verið, og mig langar sannar- lega að vera stór þyrnir í síðu Hagues og hans nóta“ sagði Critchley í útvarpsviðtali í gær. „Bretland ætti ekki aðeins að vera í Evrópufsambandinu], það ætti að veita Evrópu forystu!“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.