Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 8
p- 8 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Júlíus Óskarsson með 27 punda hænginn úr Merkjapolli. Morgunblaðið/S. Vald. 27 punda tröll ur LaxáíAðaldal Stærsti lax sumarsins veiddist í Laxá í Aðaldal í vikunni. Það var 27 punda hængur sem Júlíus Óskars- son veiddi á svartan Tóbíspón í Merkjapolli sem er á mörkum Knútsstaða og Tjarna, en veiði- svæðið er jafnan kennt við Nes, Ár- nes og Núpa. Stefán Skaftason í Straumnesi sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði skoðað laxinn og hann hefði verið grútleg- inn og greinilegt að hann hefði get- að verið yfir 30 pund er hann gekk í ána fyrr í sumar. Stefán sagði veiði hafa verið þokkalega í sumar, vikuaflinn hefði hlaupið á 30 til 50 löxum. „Þetta hefur oft verið betra og það var sáralítið af smálaxi, en það var nóg að gerast hérna til að halda mönn- um við efnið. Stundum voru skilyrð- in þó erfið, áin svo glær að við sáum laxinn langt út í á. Þá var hægt að sjá viðbrögðin þegar kastað var að honum. Við þær aðstæður voru við- brögðin einmitt engin, laxinn lá eins og steinn og hreyfði sig ekki. Fyrsta hollið sem kom eftir útlendingana fékk átta laxa, skilyrðin voru erfið. Nú er hins vegar að þykkna eitt- hvað upp og þá gæti veiðin batnað. Það er mun minna af laxi nú heldur en t.d. í fyrra, en það er þó fjarri því laxlaust," bætti Stefán við. Á þriðja hundrað laxar hafa verið bókaðir í veiðibók Ness- og Arnessbænda og á sjötta hundrað laxar í Laxamýrar- bókinni. Veiði slagar því eitthvað í 900 laxa í það heila og þeir bjart- ERU ÞEIR AÐ FÁ'ANN? sýnustu gera að því skóna að sléttir þúsund laxar veiðist í sumar. 65.000 laxinn Þegar hollið sem nú veiðir á svæðum Laxárfélagsins í Laxá í Að- aldal byrjaði veiðar eftir hádegi í gær var ljóst að fyrsti laxinn í holl- inu yrði lax númer 65.000 frá því að Laxárfélagið tók svæði sín á leigu árið 1941. Þegar vertíðin nú hófst vantaði 529 laxa til að fylla töluna og því ljóst að áfanganum yrði náð. Orri Vigfússon, formaður Laxárfé- lagsins, sagði í vor að grannt yrði fylgst með því hver veiddi laxinn og hann, þ.e.a.s. veiðimaðurinn, yrði heiðraður sérstaklega. „Þeir höm- uðust eins og vitlausir menn í holl- inu á undan og reyndu að ná laxin- um, misstu einn síðasta kvöldið og svo voru allir komnir út fyrir allar aldir í morgun, en þá veiddi enginn neitt," sagði Orri í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Á umræddu tímabili hafa aðeins þrír menn veitt Laxárfélaginu for- stöðu, Kristinn Stefánsson 1941-1967, Sigurður Samúelsson 1968-1984 og svo Orri sem hefur verið formaður frá árinu 1985. Á þessum árum hefur veiðin á svæð- um félagsins sveiflast frá tölunni 211 árið 1945 upp í 2.152 árið 1978. Fréttir héðan og þaðan Það er farið að veiðast á Laugar- bökkum að sögn Árna Erlingsson- ar, kennara á Selfossi, en hann fylgist grannt með gangi mála á svæðinu. Hann sagði ástandið í Hvítá og Ölfusá hafa haft slæm áhrif á veiðina, en þó væri astandið miklu mun betra heldur en þegar hlaup kom úr Hagavatni árið 1980. „Það er þó komið nokkuð eðlilegt ástand og það er farið að veiðast. Einn sem var fyrir skömmu kominn með einn lax og tvo væna sjóbirt- inga fyrir hádegi og fleiri hafa feng- ið afla, einkum þó sjóbirting. Ann- ars er svæðið að komast í eðlilegt horf á réttum tíma, því samkvæmt reynslu minni er nú einmitt að fara í hönd besti laxveiðitíminn á svæð- inu," sagði Arni. Fyrr í vikunni voru komnir átta laxar úr Geirlandsá og slangur af bleikju. Sjóbirtingur hefur lítið sést enn, en það er varla að marka því ár á þessum slóðum eru orðnar afar vatnslitlar og sumar „nánast brand- ari" eins og veiðimaður einn sem var á svæðinu lýsti Hörgsá á Síðu. Sami maður sagðist ekki örvænta um birtinginn, hann biði eflaust ró- legur í Skaftá uns vatnsborð bergvatnsáa hækkaði. Stórir urriðar úr Ytri Rangá Nýlega var greint frá óvenju stórum silungum sem menn vöru að veiða í Ytri Rangá. Hér eru stoltir veiðimenn með þá stærstu sem á Iand komu, annars vegar er enski kastkennarinn Michael Evans, með bindi og derhúfu, með 11 punda staðbundinn urriða úr Skeiðvallakvísl, en á hinni myndinni er Henry Phillips með 13,5 punda sjóbirting sem hann veiddi í Húsabakka. Dagur símenntunar víða um land Lífið er rétti tíminn til að læra IDAG er dagur sí- menntunar um allt land. Menntamála- ráðuneytið hefur einu sinni áður staðið fyrir degi símenntunar, það var 24. febrúar 1996 - á evrópsku ári símenntun- ar. Guðný Helgadóttir, starfsmaður mennta- málaráðuneytis, starfar með verkefnisstjórn um símenntun sem mennta- málaráðherra hefur skip- að. Hún var spurð hver væri tilgangurinn með þessum degi símenntun- ar? „Tilgangurinn er að efla og hafa áhrif á við- horf fólks til menntunar - menntunar sem ævi- verks; upplýsa fólk um það nám og þau námskeið sem eru í boði hjá hinum ýmsu aðilum; gefa fólki kost á að fá ráðgjöf um námsval." - Var mikil þátttaka í degi sí- menntunar fyrir þremur árurti? „Já, það var mikil þátttaka þrátt fyrir ekki sérlega hagstætt veður. Þá var dagskrá hjá hinum ýmsu aðilum í Reykjavík og víða um land - það var sem sagt opið hús hjá hinum ýmsu fræðsluaðil- um. Fólk gat þá komið inn í kennslustundir og þannig kynnst því sem var í boði." - Nú eru skólar rétt að byrja, hvers vegna er þessi dagur svona snemma núna? „Hann er valinn vegna þess að á þessum tíma eru ýmis nám- skeið og skólar að fara að stað og því er þetta mjög hentugur tími til þess að upplýsa fólk um hvað er í boði og fyrir aðila að kynna það sem þeir eru með. Fram- haldsskólar eru komnir af stað en fyrst og fremst er þó verið að „stíla" upp á ýmis konar nám- skeið. Vonandi er fólk svo vel mótttækilegt eftir gott sumar- frí." - Hvað má ætla að sé vinsæl- ast á þessum degi símenntunar að kynna sér? „Tungumálanámskeið og tölvunámskeið eru vinsæl, svo og ýmis önnur starfstengd námskeið og svo margvísleg námskeið sem telja má uppbætandi fyrir líkama ogsál." - Er fólk duglegt að endurnýja menntun sína? „Já, fólk er mjög duglegt við það eins og nýleg könnun hjá Fé- lagsvísindastofnun gefur til kynna en samkvæmt henni sótti rúmlega 50% af fólki á aldrinum 18 til 75 ára einhvers konar nám utan skólakerfisins á tólf mánaða tímabili 1997-98. Nú - svo eru það allir sem eru í námi innan skóla- kerfisins, t.d. í framhalds- og há- skólanámi. Nokkuð al- ________ gengt er að fólk taki sér hlé, fari í starf og komi svo aftur til náms. Það er raun- veruleg símenntun, orðið felur í sér að menntun þurfi sí og æ að eiga sér stað, fólk þarf að nema allt lífið. Orðið símennt- un gefur því frekar til kynna við- horf til menntunar en er ekki heiti á neinum einstökum þáttum menntunar." -Hvernig mun svo dagur sí- menntunar ganga fyrir sig? „Það verður fjölbreytt dagskrá á um 30 stöðum víða um land. Guðný Helgadóttir ?Guðný Helgadóttir fæddist 1947 í Reykjavík. Hún lauk kenn- araprófi 1968 og stúdentsprófi 1969 frá Kennaraskóla íslands. MA-prófi í hagnýtum skólarann- sóknum lauk hún frá háskólan- um í East Anglia 1978. Guðný hefur unnið í menntamálaráðu- neytinu meira og minna frá 1969 en var 1981 til 1989 í starfi á skrifstofu Norrænu ráðherra- nefndarinnar í Kaupmannahöfn. Nú er Guðný starfandi í mennta- málaráðuneytinu í framhalds- skóla- og fullorðinsfræðsludeild. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, setur dag- skrána klukkan 10.00 í Viðskipta- háskólanum í Reykjavík. Síðan mun menntamálaráðherra Björn Bjarnason flytja ræðu um sí- menntun á 21. öldinni. Hægt er að hlusta á þessa dagskrárliði víða um land gegnum fjarfunda- búnað. Á klukkustundar fresti, milli klukkan 10.00 og 17.00, verða svo fyrirlestrar í þremur sölum í Viðskiptaháskólanum og Verslunarskóla íslands. Fjöl- margir aðilar kynna starfsemi sína á svokölluðu markaðstorgi, þar verður hægt að fá upplýsing- ar um þann aragrúa af námskeið- um og námsleiðum sem verða í boði í vetur. Námsráðgjafar verða líka á staðnum. Kennsla verður í gangi í mörgum kennslu- stofum á staðnum. Fólki gefst þannig kostur á að fá forsmekk- inn af mörgum námskeiðum sem hægt er að sækja í vetur og jafn- vel skrá sig á einhver þeirra. Víða úti á landi er ekki síður metnaðarfull dagskrá í boði. Ahuginn og gróskan er mikil alls- staðar og óhemju vakning í þess- um efnum í öllum landshlutum. Nokkrar símenntunarmiðstöðvar hafa þegar tekið til starfa og þrjár verða formlega stofnaðar í dag. Fólki er bent á að kynna sér ________ dagskrána á hverjum Menntun þarf stað " j sfogæað ~Hafa mar^ eiga sér stað -Hafa komið að undirbún- ingi á þessum degi sí- menntunar? „Fjölmargir hafa lagt hönd á plóginn og unnið gott starf. Við skulum vera minnug þess að menntun er eina fjárfestingin sem enginn getur tekið frá manni. „Lífið er rétti tíminn til að læra," var slagorðið á degi sí- menntunar 1996 - það á svo sann- arlega einnig við nú. Það er lík- lega of seint að læra þegar lífinu er lokið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.