Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 13 FRETTIR Iðnaðarráðherra um vald sitt til að afturkalla virkjunarleyfí Leyfíssvipfting fæli í sér lögbrot < HAFT var eftir Hjörleifi Guttorms- syni, fyrrverandi alþingismanni og iðnaðarráðherra, í Morgunblaðinu s.l. fimmtudag að iðnaðarráðherra hefði vald til þess að afturkalla út- gefið virkjunarleyfi fyrir Fljótsdals- virkjun og því þyrfti ekki endilega að koma til kasta Alþingis þótt leyf- ið yrði afturkallað og eftir atvikum sett ný skilyrði, t.d. mat á umhverf- isáhrifum virkjunarinnar. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra var spurður út í þessi ummæli Hjörleifs og sagði hann að ráðherra gæti undir vissum kringumstæðum afturkallað slíka heimild. I þessu til- felli væri ekki um það að ræða þar sem það bryti í bága við stjórn- sýslulög. „Samkvæmt 25. grein stjórn- sýslulaga geta stjórnvöld afturkall- að ákvörðun sína sem tilkynnt hefur verið aðila máls þegar það er ekki til tjóns fyrir aðila eða ef formgalli er á ákvörðuninni. Það er alveg ljóst að afturköllun á virkjunarleyfi Fljótsdalsvirkjunar væri til tjóns fyrir Landsvirkjun. Þá hefur enginn formgalli enn komið fram á virkjun- arleyfinu sem geri það að verkum að nauðsynlegt sé að afturkalla það. Eg treysti mér ekki til að afturkalla leyfið því þá myndi ég brjóta í bága við stjórnsýslulög," sagði ráðherra og hélt áfram: „Þó svo að virkjunarleyfið yrði dregið til baka myndi það ekki hafa þau áhrif að framkvæmdin þyrfti að fara í mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, vegna þess að grund- völlurinn fyrir heimild Landsvirkj- unar til þess að virkja er lagaheim- ild Alþingis sem samþykkt var með lögum númer 60 árið 1981." Utanríkisráðherrar Norðurlanda funda á Egilsstöðum um helgina HAUSTFUNDUR utanríkisráð- herra Norðurlandanna. undir formennsku Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra, verð- ur haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum dagana 29.-30. ágúst. Samkvæmt venju bjóða nor- rænu ráðherrarnir starfsbræðr- um sínum frá Eystrasaltsríkjun- um til þátttöku og einnig sér- stökum gesti, sem að þessu sinni verður Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada. Fundur norrænu utanríkisráð- herranna verður á dagskrá á sunnudag, en á mánudag verð- ur fundað með utanríkisráð- herrum Eystrasaltsríkjanna og utanríkisráðherra Kanada. Meðal umræðuefna á fundi norrænu utanríkisráðherranna verða norrænar áherslur og samstarf innan alþjóða- og svæðisbundinna stofhana, en Is- land fer nú með formennsku í Evrópuráðinu, Noregur í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) og Finnland í Evrópusambandinu (ESB). Þá verður rætt um svæðisbundna samvinnu á norðurslóðum, stjórnmálaþróunina í Rússlandi, uppbyggingarstarf í Kosovo og fleira. Eftir fundinn er fyrir- hugað að norrænu utanríkis- ráðherrarnir undirriti yfirlýs- ingu, þar sem hvatt verður til þess að þátttaka barna og ung- menna undir 18 ára aldri í her- mennsku verði bönnuð. Á fundinum með utanríkis- ráðherra Kanada mun hann meðal annars fjalla um nauðsyn þess að lögð verði aukin áhersla á „ðryggi einstaklingsins" (human security) innan alþjóða- kerfisins, en um er að ræða málaflokk sem Kanada hefur beitt sér sérstaklega fyrir á al- þjóðavettvangi undanfarin ár. Þriðjudaginn 31. ágúst hefst eins dags opinber heimsókn Lloyd AxworthySj utanríkisráð- herra Kanada, á Islandi. Á morgunverðarfundi með Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra verður fjallað um ýmis tvíhliða málefni Islands og Kanada, svo sem fyrirhuguð landafundahátíðahöld í Kanada árið 2000, flugsamgöngur, við- skiptamál og hugsanlega opnun sendiráðs Islands í Kanada og gagnkvæmni Kanada í því sam- bandi. Einnig munu ráðherrarnir fara yfir stöðu samningaviðræðna um fríverslunarsamning EFTA og Kanada, ásamt samvinnu ríkjanna tveggja á alþjóðavett- vangi. Kanadíski utanríkisráð- herrann mun eiga fund með Davíð Oddssyni, forsætisráð- herra. ! $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufésgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi S5515 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 4512617. isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, sfml 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 42112 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00. SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.