Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 67
H Æ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 67 FOLK I FRETTUM Leikstjórinn Emir Kusturica er heiðursgestur Kvikmynda- hátíðar í Reykjavík Skapmaður með ást á sígaunalífi Emir Kusturica, er heiðursgestur Kvik- myndahátíðar í Reykjavík sem hófst í gær- kvöldi. Sindri Freysson sat blaðamanna- fund með Kusturica í gær og spurði hann meðal annars um stjórnmál og kvikmynda- gerð, samkennd með sígaunum og tónlist. EMIR Kusturica fæddist í Sarajevó árið 1954 og hóf tilraunir í kvik- myndagerð á unga aldri. Hann lærði kvikmyndagerð í Prag og hóf síðan glæstan feril sem kvikmyndaleik- stjóri sem hefur aflað honum fjölda viðurkenninga víða um heim, margra aðdáanda og síst færri óvild- armanna. Honum hefur m.a. hlotn- ast Gullpálminn á kvikmyndahátíð- inni í Cannes tvívegis, Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og ótal aðrar skrautfjaðrir, seinast fékk Svartur köttur, hvítur köttur Silfurljónið í Feheyjum í fyrra. „Eg hef stöðuga þörf til að skapa," segir Kusturica. „Fyrstu myndir mínar voru mjög raunsæjar og kyrriátar, en síðan tók mér að leiðast. Samfara því að ég eltist losnaði um stóðugt meiri orku, svipað pg heita vatnið sprettur fram hér á íslandi." Löngunin í hneyksli Eftir frumsýningu Neðanjarðar (Gullpálminn í Cannes 1995) hópuð- ust blaðamenn og aðrír að þér og vildu nær eingöngu ræða um pólitík- ina sem ímyndinni væri aðfinna. Þú lýstir þvíyfir í kjölfarið aðþú værir hættur kvikmyndagerð, en skiptir um skoðun. Fannst þér of mikil áhersla vera lögð á stjórnmálin á kostnað kvikmyndalistarinnar? „Ég held að þetta hafi ekki aðal- lega snúist um stjórnmál heldur hneyksli og löngun fjölmiðla til að búa til efni sem geri þá söluvænlegri á markaðinum. Við hvert tækifæri sem gafst bjuggu þeir til hneyksli úr öllu mögulegu 4 og ómögulegu sem þeim datt í hug. Það fyndna var að þegar ég kvaðst ætla að segja skilið við kvikmynda- gerð, sá ég strax eftir því að hafa ekki sagt það löngu áður, þar sem sú yfirlýsing gerði mig umsvifalaust mjög frægan. Sú tilhneiging að allir þeir sem eru að skrifa bækur, semja ljóð eða búa til kvikmyndir geta náð mjög góðum árangri í list sinni án þess að hljóta frægð, en þegar þeir deyja finnst öO- um þeir vera stórkostlegir, minnir mig á gamalt serbneskt máltæki. Það hyómar eitthvað á þá leið; ástin, af- hverju gufaðirðu upp?, sem felur í sér sorg yfir því að hún hverfi á braut, en um leið vissu um að hún hh'óti að hverfa á einhvern hátt. Af þeim sök- um gráta menn en hlæja um leið. Umfjöllunin um Neðanjarðar gaf margt til kynna um hugsunarháttinn í Evrópu, en það sem mér þótti þver- sagnakenndast var sú ásökun að myndin fæli í sér serbneskan áróður, því að myndin er í eðli sínu andóf gegn hvers kyns áróðri. Um leið var þetta mjög mikilvægt, því að við vit- um nú loksins að það eru ekki aðeins kommúnistar sem búa til áróð- ursefni. Sá áróður kemur úr annarri átt og er miklu fágaðri og árangurs- ríkari. Ég held að Neðanjarðar stað- festi þá hugmynd að jafnvel þótt maður reyni að berjast gegn áróðri getur maður orðið fórnarlamb áróð- urs og undir hæl fjölmiðla. Eina lausnin var því að segjast ætla að hætta að gera bíómyndir, og síðan byrjaði ég aftur... tveimur mánuðum síðar." Og hefur enginn talað um pólitík eftir að þú gerðir Svartur köttur, hvítur köttur? „Nei, ekki það ég veit. En ég er sennilega maður sem kann ekki að stýra eigin öriögum þegar þetta fólk á í hlut. Ef ég sit blaðamannafund í Cannes og einhver byrjar að út- skýra fyrir mér hvert ástandið sé í mínu heimalandi, sem hefur ái gerst, verð ég gífurlega reiður. Þegar franskir „intellektúal- ar" halda yfir manni fyrir- lestra um hverjir eru Serbar, hverjir eru Bosníu-menn o.s.frv. og í kjölfarið fylgir ræða um mannréttindi og þau mál öfl- sömul, er mér stórkostlega miðboðið og mér er fyrir- munað að halda ró minni. Ég segi þeim frá margvíslegum hlutum og þeir mistúlka það og snúa út úr. En eins og ég sagði áðan, Emir Kusturica. Morgunblaðið/Ásdís þá held ég ekki að þetta sé spurning um stjórnmál, heldur er pólitíkin notuð til að þyrla upp moldviðri, hneyksli og ásökunum. Því ef þeir hefðu vijjað sannleika málsins myndi harmleikurinn sem nú blasir við landi okkar vera með öðrum for- merkjum. En þeir vildu augljóslega ekki komast að sannleikanum, þar sem hægðarleikur hefði verið fyrir þá að stöðva þá átakanlegu atburði sem um ræðir á frumstigi þeirra." Aðspurður hvort hann telji líklegt að loftárásir NATO á fóðurland verði kveikja að kvikmynd, kveðst hann líta svo á að í Neðanjarðar hafi hann sagt allt sem þörf sé á að segja um stríðsrekstur. Talið berst að íbú- um Belgrad meðan á loftárásunum stóð, og upp úr dúrnum kemur saga um forstöðumann dýragarðsins þar í borg, sem Kusturica segir eindreg- inn andstæðing Slobodans Milosevic Júgóslavíuforseta, en hefur gefið flestum dýrunum í garðinum nafn þekktra stjómmálamanna. „í garð- inum er snákur sem heitir Madel- eine Albright," segir Kusturica og hlær dátt. Hann kveðst telja það bera vitni um mjög mótsagnakennt og við- kvæmt ástand, að á sama tíma og hann hafi verið úthrópaður sem stuðningsmaður Milosevics víða á Vesturiöndum, hafi eiginkona for- setans notað hvert tækifæri til að ráðast á hann í samfellt sex ár. „Það seinasta í því máli var að kona sem starfar fyrir eiginkonu Milosevivs lýsti því yfir að ein af ástæðunum fyrir því að NATO réðst á Serbíu, hafi verið sú mynd sem dregin var upp af Serbum í Neðanjarðar." Ævintýri um gleði og sorg En þú gerðir ekki Svartan kött, hvítan kött, meðvitað í því skym' að sniðganga pólítíkina? „Nei, mér fannst ég þurfa að snúa aftur til viðfangsefna sem ég hafði dálæti á þegar ég var miklu yngri, áður en ég gerði fyrstu tvær kvikmyndir mínar. Myndin fjallar um sígauna en hún gæti verið um eitthvað allt annað. Ég vildi nota líf sígauna sem ramma utan um mannlegt efni sem er miklu frekar alþjóðlegt en þjóðlegt. Ég vildi fjalla um efni sem fer rakleiðis inn í gleðina og sorgina, en umfram allt gera nokkurs konar ævintýri sem endurspeglar ekki á jafn- sterkan hátt pólitíska og sögulega þætti og Neðanjarðar gerir. Mynd- in er um fólk sem ég þekkti þegar ég var að alast upp og eftir því sem ég eldist geri ég mér betur grein fyrir því að þeir hæfileikar sem maður öðlast á æskuárum eru sennilega þeir mikilvægustu í líf- inu. Á þeim byggir maður hug- myndir sínar og eldmóð lífið á enda ^g einnig tengslin við annað fólk. Á þessum tíma var ég ham- ingjusamur, því að gleðin og ham- ingjan eru grundvöllurinn sem myndin byggist á." Arkitekt ósýmlegrar byggingar Kusturica kvaðst á fundinum ekki geta sagt til með nákvæmni hvernig saga verður að kvikmynd. Kveikjan geti verið smáatriði, eða andrúms- loft, tónlist eða atburður. „Ég hugsa um það eins og tónlist, tónlist sem þarf að hafa byrjun, miðju og endi. Stundum hugsa ég í römmum og set inn í þá sögu, hvaða sögu sem er. Þegar ég var að gera Arizona Dr- eam hafði ég á tilfinningunni að. ég gæti rifið gulu síðurnar úr síma- skránni og búið til kvikmynd eftir þeim. Allt sem ég yil gera get ég breytt í kvikmynd. Ég verð auðvitað að njóta sköpunarferlisins og þeirr- ar aðferðar sem ég beiti, þar sem margar aðferðir koma til greina. I myndum Fellinis getur eitt atriði sem fjallar um fjölskyldu við matar- borðið sýnt hversu marga og ólíka möguleika maður hefur til að skapa og láta sér líða einsog arkitekt," seg- ir hann. Hann kveðst hafa lært ýmis brögð af Fellini og víða annars stað- ar hafi hann einnig numið gagnleg leyndarmál til að verða „arkitekt ósýnilegrar byggingar", eins og hann orðar það. Hann kveðst bölva fyrstu dögum kvikmyndatökunnar, hafa allt á hornum sér og vera ómögulegur í umgengni. En þegar hann horfi á árangurinn sannfærist hann um að hann sé á réttri braut. Kveikjur mynda hans komi því víða að. „Ég loka augunum og byrja að hugsa um mann sem gengur inn á bar, það er eitthvað undarlegt í einu horni herbergisins og eitthvað fynd- ið í öðru horni, og síðan kemur sam- tal, sem mér er meinilla við, og ég byrja að hugsa um hversu marga hliðarþætti til viðbót- ar ég geti sýnt í atriðinu," segir Kusturica. „Ég vil að hvert einasta atriði sé eins og heil kvikmynd." Skyldleiki við líf sígauna I Svórtum ketti, hvítum ketti eru leikarar frá sígaunaþorpinu Sutka í Makedóníu. Finnurðu til samkennd- ar með sígaunum, flökkulífinu sem þeir lifa ogþeim hugsunarhætti sem einkennir það líf? „Ég veit það ekki. Ég líkist ekki sígaunum mjög í útliti, en ég myndi ~ ekki harma það að hafa fæðst sem sígauni. Seinustu fimmtán ár hefur líf mitt líkst því sem sígaunar lifa. Ég á heima í París en dvelst aldrei þar lengur en viku í senn, sem gefur til kynna skyldleika við hugsunar- hátt sígauna. Og það er ekki það að ég kunni illa við mig í Frakklandi, þvert á móti, heldur er ég alltaf á stöðugu flakki. I mínum huga er samfélag sígauna best geymda leyndarmál sem finna má í miðju hins iðnvædda heims, þar sem fasismi þrífst í öllum , myndum og tilraunir til að útrýma öllum sem standa í vegi kapítalískra markmiða frjálshyggjunnar. Sígaunar hafa enga ríkisstjórn til að standa vörð um hagsmuni sína, ekk- ert vísindasamfélag, leikhús eða nokkuð þess háttar, en halda samt ótrauðir áfram í krafti grundvallar- atriða hins líffræðilega og mann- lega. Þar skipar tónlistin stærstan sess. I Sutka, sem er gettó þar sem um 50 þúsund sígaunar búa, er tón- listin stöðugt nálæg. Þar gerast kraftaverk sem þú myndir aldrei sjá hér eða nokkurs staðar annars stað- ar í heiminum. I Tíma sígaunanna reyndi ég að sýna eitthvað af þess- um atriðum. Sígaunarnir leika tónlist fimm eða ' sex daga vikunnar alla sína ævi, þannig að þetta minnir helst á erfiða vinnu í verksmiðju, en þeim finnst hins vegar stórkostlegt að spila. Einhvern tímann fór ég með sígaunaMjómsveit til Grikklands og hún lék í 12 til 15 klukkustundir án þess að unna sér hvíldar." Hvernig reyndist þér að leikstýra sígaunum, óskóluðum íleiklist? „Sígaunar þurfa að búa við eðli- legt yfirvald, þeir verða að hafa á til- finningunni að það sé einhver á r- svæðinu sem þeir óttast og virða. Það var líka annað vandamál að sígaunarnir eru almennt ekki í góðu líkamlegu ástandi. Þá eru þeir mjög háðir veðrinu og myndu t.d. aldrei þrífast hér í rigningunni í Reykja- vík. Eftir tuttugu mínútur í þessu veðri myndu þeir leggjast í rúmið og næsta morgun væri ómögulegt að draga þá á lappir, þeir myndu kvarta yfir verkjum í handleggnum eða einhverju sambærilegu. Um leið er mjög skemmtiJegt að fylgjast með viðbrögðum þeirra við eins rót- tækri breytingu á daglegum háttum þeirra og kvikmyndagerð veldur. Ég get sagt þér sögu af gömlum manni sem er í Svörtum ketti, hvít- um ketti og skreytir veggspjald kvikmyndahátíðar. Hann hafði verið skóburstari alla sína ævi og allt í einu var hann umkringdur fólki sem annaðist fötin hans, rétti honum stóla og stjanaði við hann á alla kanta. Hann brást við eins og sumir aðrir sem eru ómenntaðir í leiklist, með höfðinglegu yfirbragði en um leið fullkominni hógværð. Hann varð konungur eina dagstund en misnot- aði það ekki eins og flestir gera, feiminn og auðmjúkur til hinstu stundar. Stærsta vandamálið við sígaunana var hins vegar að þeir lögðu aldrei neitt á minnið frá tökudeginum á undan, hver dag- % ur var sem nýtt upphaf."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.