Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 25 UR VERINU I Snorri Snorrason Valur SH afhentur OSEY hf. í Hafnarfirði afhenti á dögunum Lárusi Guðmundssyni þriðja raðsmíðaskip sitt. Bátur- inn hefur fengið nafnið Valur SH. Lárus hefur verið í útgerð í tvo áratugi og er Valur, sem er tæpir 16 metrar á lengd, 5 metra breiður og 29,9 brúttólestir á stærð, þrettándi báturinn sem hann gerir út. Valur er útbúinn til dragnótaveiða auk línu- og netaveiða og er sams konar bát- ur og Esjar SH og Svanborg SH sem voru afhentir fyrr árinu. Skipa- og vélatækni í Keflavík hannaði bátana. Stefnt að sameiningu Ljósavíkur og Fiskiðjusamlags Húsavíkur Fyrirtækin falla vel saman og mynda sterkari einingu LA.UP Ljósavíkur hf. á 20% hlut í mundur segir miðað við að af sam- Guðmundur segir að með samein "'iskiðiusamlagi Húsavíkur eru gerð einineunni gæti orðið 1. september. ingunni verði til sterkari einine KAUP Ljósavíkur hf. á 20% hlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur eru gerð með það fyrir augum að fyrirtækin sameinist, að sögn Guðmundar Baldurssonar, framkvæmdastjóra Ljósavíkur. Hann segir fyrirtækin falla vel saman og mynda öfluga ein- ingu. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu er stefnt að samein- ingu félaganna undir nafni Fiskiðju- samlags Húsavíkur og að megin- starfsemi þess verði á Húsavík. Guð- mundur segir miðað við að af sam- einingunni gæti orðið 1. september. Ljósavík hf. gerir út tvö skip á fs-i landsmiðum, Ask ÁR og Gissur ÁR. Félagið á ennfremur 67% hlut í rækjuvinnslunni Pólum á Siglufirði og hafa skipin síðustu ár landað afla sínum þar. Ljósavík á þar að auki hlut í sjávarútvegsfyrirtæki í Færeyjum sem gerir út einn togara og er með veiðiheimildir á Sval- barðasvæðinu, í Barentshafi og á Flæmingj agrunni. Guðmundur segir að með samein- ingunni verði til sterkari eining á breiðari grunni. „Það hefur verið ákveðin lægð í rækjuveiðum en við trúum því að nú sé botninum náð. Við viljum með sameiningu búa til sterkara sjávarútvegsfyrirtæki sem getur vaxið og dafnað. Fiskiðjusam- lag Húsavíkur er auk þess álitlegur fjárfestingarkostur. Okkar skip hafa verið eingöngu á rækjuveiðum síð- ustu ár og því falla þessi fyrirtæki ágætlega saman," segir Guðmundur. Þorlákshöfn Nýtt frysti- og kæli- vöruhús I DAG verður nýja frysti- og kæli- vöruhúsinu í Þorlákshöfn gefið nafn við stutta athöfn, sem hefst kl. 14. Nýja húsið, sem er 29 þúsund rúmmetrar að stærð, annast geymslu frysti- og kælivöru. Það er rúmlega tvö þúsund fermetrar að grunnflatar- máli og 17 metra hátt. Pláss er fyrir 2.000 bretti í frystigeymslu og 800 bretti í kæligeymslu. Stutt er í að húsið taki til starfa og er byrjað að kæla frystigeymsluna niður, en það tekur rúmar þrjár vikur að ná jöfnu 26 gráðu frosti. Ljóst er að nýja frysti- og kæli- vöruhúsið mun hafa mikil áhrif í Þor- lákshöfn, jafnt á atvinnulífið sem bæjarmyndina. Það mun þjóna mat- vælaframleiðendum um allt land og jafnframt innlendum sem erlendum fiskiskipum sem safna frystum afurð- um saman til flutnings á erlenda markaði. Fastar siglingar eru á þriggja vikna fresti milli Þorláks- hafnar, Noregs, Spánar og Portúgals á vegum portúgalska skipafélagsins Port-Line. ísfélag Þorlákshafnar átti frum- kvæðið að byggingu frysti- og kæli- vöruhússins, en stjórnarformaður fyrirtækisins er Hafsteinn V. As- geirsson, framkvæmdastjóri Skipa- þjónustu Suðurlands. Nýja frysti- og kælivöruhúsið í Þorlákshöfn er fullkomnasta hús sinnar tegundar í heiminum. Þar ráða mestu tækninýjungar, umhverf- isvænn kælimiðill og öflugt af- greiðslukerfi. Til dæmis má nefna að viðskiptavinir geta skoðað birgða- stöðu sína beint á Netinu, ráðstafað vörum og prentað út vottorð um geymslutíma, hitastig og tilfærslur á brettum. Vinna við byggingu hússins hófst síðastliðið vor. Það er stálgrindarhús og sá ístak um byggingu þess. Kæli- búnaður er frá Kælismiðjunni Frost og birgðastjórnunarkerfi frá Tölvu- myndum. Arkitektastofan ehf. sá um hönnun hússins. -----------?-?-?--------- Jökull selur skip og kvóta JÖKULL hf. á Raufarhöfn hefur selt útgerðarfélaginu Hólmsteini Helga- syni ehf. á Raufarhöfn innfjarðar- rækjubátana Öxarnúp ÞH og Reist- arnúp ÞH ásamt rækjukvóta félags- ins i Öxarfirði. Auk þess hefur Brimnir, ehf., sem er dótturfélag Jökuls, selt togarann Brimi ÞH úr landi. Söluverðmætið er samtals um 277 milljónir króna. Rekstur Öxarnúps og Reistarnúps hefur gengið vel en sömu sögu er ekki að segja af rekstri Brimis og er sala eignanna liður í að lækka skuldir Jökuls og einfalda reksturinn. Vegna sölunnar og niðurfærslu á bókfærð- um innfjarðarrækjukvóta í Skjálf- andaflóa verður bókfært tap um 120 milljónir en að teknu tilliti til hlut- deildar minnihluta í tapi Brimnis verður tap samstæðu Jökuls um 90 miUjónir króna. Síðasti laugardagur verður áreiðanlega lengi í minnum hafður hjá hjónum sem áttu brúðkaupsafmæU þann dag. Dagurinn var hinn ánægjulegasti - en það sem kórónaði hann var að þau fengu allar tölur réttar í Jókernum um kvöldið sem þýddi ±000.000 fep. 2^" Fyrr um daginn hafði eiginmaðurinn keypt Lottómiða og ákvað þá að taka Jókerinn með svona upp á grín - hafði aldrei gert það áður. Væri ekki skynsamlegt að taka Jókerinn með næst þegar þú kaupir Lottómiða? Hann gæti fært þér milljón - óskipta. JÓKER Mundu eftlr Jókernum. / '¦¦¦¦' i "V. ¦ f:¦"" i___í ^__L I þágu íþrótta, ungmenna og öryrkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.