Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 68
, 68 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Svartur köttur, hvítur köttur Crna macka, beli macor 1998. Emú- Kusturica/Júgóslavía. SÍGAUNAR á bökkum Dó- nár eru söguhetjur nýjustu kvikmyndar Kusturica. Þessi glaðværu olnbogabörn samfé- lagsins búa í hrörlegum búð- um og lifa á ýmsum vafasöm- um viðskiptum. Myndin öll er uppfull af klúrum bröndumm j um kynlíf og dauðann, ásamt vel tímasettum óhöppum sem gefa myndinni farsakennt yf- irbragð. Og að lokum hnýtast svo allir endar farsællega. Þó að Svartw köttur, hvít- ur köttur sé fyndnasta mynd leikstjórans til þessa, má fmna alvarlegri undirtón um fjölskyldur, vini og nágranna í illdeilum; bein tilvitnun í sögu Júgóslavíu. Frábærar og lit- ríkar persónur sem lenda í ótrúlegustu vandræðum, með .» dynjandi fjöruga sígaunatón- list í bakgrunninum, leiða þó auðveldlega áhorfandann frá pólitískum hugsunum í íúma tvo klukkutíma. MYNDIR DAGSINS ANNAR dagur Kvikmyndahátíðar í Reykjavík er runninn upp og eru tíu nýj- ar myndir frumsýndar í dag. Kvikmynda- hátíðin var opnuð með nýjustu mynd Em- ir Kusturica, Svartur köttur, hvítur kött- ur, í gærkvöldi. I dag er einnig sýnd mynd Kusturica, Neðanjarðar, sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þrjár myndir Stanley Kubrick eru einnig sýnd- ar í dag. Hér á síðunni er kynning á myndunum á Kvikmyndahátíð í Reykjavík sem frum- sýndar eru í dag. Einnig er að finna dag- skrá dagsins á síðunni. Neðanjarðar Underground 1995 Emir Kusturica/Júgóslavía Dagskrá Kvikmynda- hátíðar í Reykjavík laugardaginn 28. ágúst Kl. 14:30 ACIockworkOrange Kl. 14.45 Makaskipti Kl. 15.00 Slam Kl. 17.00 Barry Lyndon A Clockwork Orange Slam Kl. 18:45 Makaskipti Kl. 21:00 Barry Lyndon Makaskipti Full Metal Jacket Kl. 23:15 Full Metal Jacket Kl. 23:20 The Shining [regnboginn KL 15:00 Þrjár árstíðir Kl. 16:00 Lífshamingja Kl. 17:00 Börn himinsins Trikk Kl. 18:30 Lífshamingja Kl. 19:00 Síðustu dagarnir Þrjár árstíðir Kl. 21:00 Lífshamingja Kl. 23:00 Trikk Kl. 23:30 Lífshamingja W. 17:00 Underground Toni litli Winslow-strákurinn Kl. 21:00 Svartur köttur, hvítur köttur Lucky People Center Kl. 23.00 Limbo SAGAN hefst í seinni heims- styrjöldinni í Belgrad, og segir þar frá fólki sem vinnur neðanjarðar við vopnafram- leiðslu. Svartamarkaðsbrask- arinn sem flytur stríðsmönn- unum vopnin gleymir hins vegar að tilkynna verkafólk- inu að stríðið sé afstaðið og það heldur áfram að fram- leiða. Fimmtíu árum seinna vakna þó hjá þeim ýmsar grunsemdir og þeir fara upp á yfírborð jarðar, og komast að sjálfsögðu að því að stríðið stendur enn. Kusturica er að taka á við- kvæmum málum í þessari mynd þar sem hann gengur út frá misjöfnum pólitískum vilja hinna mörgu trúarhópa og þjóðarbrota sem fyrrum Júgóslavía hefur að geyma. Hann beinir einnig spjótum sínum að valdaskeiði komm- únista og þeim afleiðingum sem sjálfstæðið hafði. Underground þykir þó standa fullkomlega sem góð saga og skemmtileg grín- mynd hvort sem fólk hefur áhuga á pólitík eða ekki. Myndin hefur hlotið mörg verðlaun og sama ár og hún kom út hlaut hún gullpálmann í Cannes. Trikk Trick 1999 Jim Fall/Bandaríkin TVEIR ungir menn eru staddir í neðanjarðarlest þegar augu þeirra mætast og báðir vita að þeir vilja kynnast betur. En það er erfiðleikum háð að finna hentugan stað til kynnanna og leit þeirra er stráð óvænt- um uppákomum og erfíðleik- ar við hvert götuhom. í * gegnum ferðalag þeirra um borgina kynnast mennirnir þó mun betur en í upphafí hafði staðið tfl. Róman- tíska gamanmynd leikstjór- ans Jim Fall hefur hlotið mikið lof og var tilnefnd sem besta myndin á Sundance- kvikmyndahátíðinni í ár. Einnig var myndin valin besta mynd kvikmyndahá- tíðarinnar í Berlín af lesend- um Sigursúlunnar, tímarits samkynhneigðra. Það eru þau Christian Campbell, John Paul Pitoc og Tori Spelling sem fara með aðal- hlutverkin. Litli Toni Kleine Teun 1998 Alex van Warmerdam/Holland „HVERNIG manneskja er ég eiginlega?" spyr Brand bóndi sig í myndinni þegar hugsanir hans eru farnar að snúast æ meira um hina ungu Lenu, kennarann sem kom á bæinn til að kenna honum að lesa. Eiginkonan Keet fylgist grannt með enda grunar hana Brandum græsku. í Litla Tona bregður Warmerdam kó- mísku ljósi á þær tilfinningar og aðstæður sem upp geta komið þegar ástin eða hefnigimin blossar upp í húsi sem þrír deila. Aiex van Warmerdam er rithöfundur, hönnuður og kvikmynda- gerðarmaður og skrifar bæði handrit og leikstýrir Litla Tona, sem er fímmta mynd hans í fullri lengd. Allar hafa þær hlotið góða dóma og næstsíðasta mynd hans, „The Dress“ frá árinu 1996 vann FIPRESCI-verðlaunin í Feneyjum. Limbo Limbo 1999 John Sayles/Bandaríkin NÝJASTA mynd bandaríska leikstjórans John Sayles hef- ur víðáttur Alaska sem sögu- ^ svið og segir sögu Joe Gatineau, hálfgerðs þúsund- þjalasmiðs, sem hefur forðast sjóinn lengstan hluta lífs síns eftir að hann varð vitni að sjóskaða. Þegar hann kynnist söngkonunni Donnu breytist ýmislegt í lífi hans og hann fer að horfast í augu við for- 1 tíðina. Limbo hlaut gullpálmann í Cannes í vor, en Sayles er einn virtasti leikstjóri Banda- ríkjanna en hann hefur gert þrettán kvikmyndir á ferlin- um, auk þess að skrifa fjölda handrita. Barry Lyndon Barry Lyndon 1975 Stanley Kubrick/Bandaríkin HERRALEGUR vegaræn- ingi ferðast um sögusvið 18. aldarinnar í Evrópu, ákveð- inn í því að skapa sér líf sem sannur sjentilmaður. Leið hans að því marki er stráð ástarævintýrum, veðmálum og einvígum. I hlutverki Barry Lyndon er Ryan O’Neal. Stanley Kubrick leitar í smiðju enska höfund- arins William Thackerey. Myndin fékk Óskarsverðlaun fyrir bestu búningana í mynd á sínum tíma. Myndin þykir ná vel and- rúmslofti tímabilsins þótt seint yrði hún kannski talin til bestu mynda Kubricks. Lucky People Center International Lucky People Center International 1998 Erik Pauser og Johan Söderberg/Svíþjóð SÆNSKA teknó-hljómsveit- in Lucky People Center ferð- ast um heiminn með frjálsa tónlist sína, „Baraka", og kvikmyndavélarnar tiltækar til að kanna andlegt ástand íbúa jarðarinnar rétt fyi-ir aldarlok. Notkun tónlistar og takts í myndinni bera merki tónlistarmyndbanda sem er nokkuð önnur nálgun á heim- ildarmyndaformið. Hljómsveitin/kvikmynda- gerðarmennirnir eyddu tveimur árum í ferðalagi sínu um heiminn og á leiðinni kynntust þeir óiíku fólki. Þeir rekast á „voodoo“-hópa, kynnast rannsóknum heila- skurðlækna, hugmyndum búddista um dauðann auk þess sem klámmyndaleik- kona skilgreinir hvað ánægja sé og bankastarfsmaður út- listar sínar listrænu þarfír. Winslow- strák- urinn The Winslow Boy 1999 David Mamet/Bandaríkin NÝJASTA mynd Davids Ma- met fjallar um Winslow-fjöl- skylduna sem er virt fjölskylda í Englandi áinð 1912. Arthur Winslow er húsbóndinn á heimilinu, íhaldssamur banka- stjóri, og þegar myndin hefst er von á biðli sem ætlai’ að biðja um hönd dóttur Winslow, Catherine, sem er jafn ákveðin og faðh' hennar og mikill kven- skörungur. En óvæntar fréttir berast um kvöldið þegar fjöl- skyldan fréttir að yngsti fjöl- skyldumeðlimurinn hafí verið sakaður um stuld. Það er álits- hnekkir sem ekki verður setið þegjandi undir. Winslow-strákurinn er byggð á samnefndu leikriti Terrence Rattigan sem hefur notið mikilla vinsælda allt frá því það var frumsýnt árið 1946. Mamet skrifar kvik- myndahandritið og er það þar í góðum höndum, enda Mamet bæði virt leikritaskáld og handritshöfundur. Winslow- strákurinn er sjötta myndin sem Mamet leikstýrir. Grár fyrir járnum Full Metai Jacket 1987 Stanley Kubrick/Bretland KVIKMYND Stanleys Ku- brick um Víetnamstríðið set- ur áhorfandann í tengsl við hugmyndafræði hermennsk- unnar og áhrif stríðs á mann- inn. Skipta má myndinni í tvo hluta þar sem í þeim íyrri er fylgst með hópi hermanna í þjálfun undir stjóm hins ægigrimma ofursta Hartman en í seinni hlutanum er einn úr hópnum sýndur í hlutverki fréttamanns sem fjallar um stríðið. Börn himinsins Bacheha-Ye asman 1997 Majid Majidi/íran Á LEIÐ sinni heim úr skólan- um týnir Ali nýviðgerðum skóm systur sinnar, Zahra. Af ótta við að fjölskyldan hafí ekki efni á nýjum skóm biður hann systur sína um að segja ekkert við foreldrana. Þegar Zahra sér skóna sína hjá stúlku í skólanum sem kemur frá enn fátækari fjölskyldu Aðalhlutverk eru leikin af Matthew Modine, Adam Baldwin, Vincent D’Onofrio og R. Lee Ermey í hlutverki hins hai'ða Hartman, en Er- mey var tilnefndur til Golden Globe-verðlauna árið 1988 sem besti leikari í aukahlutverki. Grár fyrir járnum vann ekki til neinna verðlauna en var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir besta handritið. ákveða systkinin að láta kyrrt liggja. Það tók Majidi fimm mán- uði að skrifa handrit Barna himinsins og þrátt fyrir að myndin fjalli um afar fátækt fólk sýnir Majidi skýrlega gleði æskunnar og leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.