Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meðalvextir almennra skuldabréfalána hafa ekki verið hærri í tæp sex ár Peningamarkaðsvextir 5,5% hærri en í nágrannalöndunum Nor.web heldur áfram rekstri Á STJÓRNARFUNDI hjá Línu.neti, dótturfyrirtæki Orku- veitu Reykjavíkur, í gær kom fram að samstarfsaðili fyrirtækis- ins, fyrirtækið Nor.web, myndi halda áfram sínum rekstri. Áður hafði komið fram að Nor.web hafði slitið samningi sínum við Linu.net um tilraunir til gagnaflutnings um rafdreifíkerfí. Fulltrúar frá Nor.web voru hér á landi í fyrra- dag og lýstu þeir yfir vilja sínum til þess að halda áfram verkinu. Eiríkur Bragason, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Línu.nets, segir að komnir séu upp nýir fletir í málinu. „Mjög lík- lega heldur Nor.web áfram sínum rekstri og vinnur út þann samning sem fyrirtækið hefur gert við okk- ur og sömuleiðis við aðila í Svi- þjóð. Það eru því komnir upp al- veg nýir fletir í málinu og við er- um að fara að vinna úr þeim möguleikum sem komnir eru upp,“ sagði Eiríkur. Hann sagði að málin myndu skýrast á næstu dögum. í dag hitta fulltrúar Línu.nets fulltrúa Nor.web í London til áframhald- andi viðræðna. ------------- Sigur Rós smáskífa vikunnar SMÁSKÍFA hljómsveitarinnar Sig- ur Rósar var valin smáskífa vikunn- ar í bresku tónlistarvikuriti. Platan kemur út í Bretlandi á mánudag á vegum bresks fyrirtækis. Sigur Rós sendi frá sér breið- skífuna Ágætis byrjun fyrr á árinu og er söluhæsta íslenska hljóm- plata ársins hér á landi. Á smáskíf- unni Svefn-G-Englar sem kemur út í Bretlandi á mánudag á vegum Fat Cat-útgáfunnar eru meðal ann- ars tvö lög af Ágætis byrjun og tvö tónleikalög tekin upp í íslensku óp- erunni. Ytra gefur hljómsveitin út undir nafninu Sigur Rós. Svefn-G-Englai- var valin smá- skífa vikunnar í vikuritinu New Musical Express sem kom út í gær en það er með elstu og virtustu tónlistartímaritum Bretlands. Þess má geta að fyrsta smáskífa Sykur- molanna, Birthday, var einmitt val- in smáskífa vikunnar á sínum tíma í bresku vikublöðunum New Musical Express og Melody Ma- ker. í umsögn um plötuna segir gagnrýnandi blaðsins að tónlistin sé svo viðkvæmnislega fögur og einlæg að hlustanda fínnist sem hann sé að hlusta sem óboðinn gestur. „Um það leyti sem plötunni lýkur áttar hlustandinn sig á að hann hefur haldið niðri í sér andan- um af hrifningu.“ MEÐAL VEXTIR almennra skuldabréfalána eru orðnir 14,6% og hafa ekki verið hærri í tæp sex ár eða frá því í nóvembermánuði árið 1993. Viðskiptabankar og sparisjóðir hækkuðu vextina al- mennt um 0,6 prósentustig á þriðjudaginn í kjölfar hækkunar Seðlabankans á vöxtum sínum í viðskiptum við lánastofnanir um 0,6% og hafa þá nafnvextir hækk- að um rúm tvö prósentustig það sem af er árinu, en meðalvextir al- mennra skuldabréfalána voru í upphafi ársins 12,50%. Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka íslands, segir að pen- ingamarkaðsvextir hér á landi séu orðnir mjög háir í samanburði við nágrannalöndin. Þannig sé munur- inn á óverðtryggðum skammtíma- vöxtum hér og erlendis orðinn 5,5 prósentustig og hafí sennilega ekki verið meiri frá því snemma á þess- um áratug. Hann sagði að hækkun skamm- tímavaxta skýrðist annars vegar af aukinni verðbólgu síðustu mán- uði og hins vegar af vaxtahækkun- um Seðlabankans til að stemma stigu við þenslu í efnahagslífinu. Með vaxtahækkunum sínum væri bankinn fyrst og fremst að reyna að hafa áhrif á skammtímafjár- magnshreyfingar inn og út úr landinu. Vaxtahækkun styrkti gengi krónunnar og skapaði þannig aðhald í efnahagslífinu. I öðru lagi hefðu vaxtahækkanir áhrif á neyslu- og fjárfestingar- ákvarðanir. Þau áhrif kæmu hins vegar ekki fram nema á löngum tíma, þar sem rannsóknir sýndu að vaxtanæmi útlána og sparnaðar væri lítið. Aðrir þættir réðu jafn- miklu eða meiru um sveiflur í einkaneyslu og fjárfestingu. Gengið hækkað um hálft prósent Yngvi Örn sagði að nú þegar mætti sjá árangur af vaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Gengi krónunnar hefði styrkst um 0,22% á mánudaginn, sem væri fyrsti við- skiptadagurinn eftir vaxtabreyt- inguna, og um svipað á þriðjudag- inn. Gengið hefði þannig styrkst um tæpt hálft prósent fyrstu tvo dagana og horfur væru á því að gengið myndi halda áfram að styrkjast næstu dagana. „Þessi styrking krónunnar mun náttúr- lega hafa jákvæð áhrif á verðlag, því hún gerir það að verkum að innflutningsverðlag hækkar minna en ella, sem er eftirsóknarvert vegna verðbólgumarkmiða Seðla- bankans. Síðan mun þetta hafa áhrif til að draga úr spennu í hag- kerfinu,“ sagði Yngvi Örn. Aðspurður hvort þessi vaxta- hækkun Seðlabankans dygði til að slá á þensluna undanfarið eða hvort annað þyrfti að koma til sagði Yngvi Órn, að það hefði lengi verið skoðun Seðlabankans að til frekara aðhalds þyrfti að koma í ríkisfjármálum. Sá vandi sem við væri að etja væri tvíþætt- ur. Annars vegar væri um að ræða vaxandi spennu innanlands, sem væri farin að toga upp verðlag og hins vegar væri það mikill við- skiptahalli. Seðlabankinn hefði að- eins yfir að ráða einu stjórntæki þar sem vextirnir væru. Beita þyrfti ríkisfjármálunum til þess að draga úr viðskiptahallanum og það myndi líka hafa áhrif til að draga úr eftirspurn innanlands. Samið um gerð mið- lægrar skot- vopnaskrár RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI og Kögun hf. undirrituðu samning í gær um að síðarnefndi aðilinn smíði miðlægan gagnagninn um skot- vopn sem öll lögregluembætti landsins hafa aðgang að. Fyrsti áfangi gagnagrunnsins á að vera tilbúinn 15. desember nk. Kostnað- ur er 3,5 milljónir króna. Ekki hefur verið til samræmd skotvopnaskrá í landinu og því ver- ið erfitt að henda reiður á nákvæm- lega hve mikið er til af skotvopnum í landinu. Samkvæmt nýjum skot- vopnalögum skal vera til samræmd skotvopnaskrá. Nýtist við rannsókn mála Jónmundur Kjartansson, yfirlög- regluþjónn hjá embætti ríkislög- reglustjóra, segir að dómsmála- ráðuneytið reki tölvumiðstöð þar sem öll lögreglumál eru skráð í mið- lægan gagnagrunn. Eins verður um skotvopnaskrána, sem verður mið- læg. Þetta veiti meðal annars tæki- færi til þess að ganga úr skugga um að vopn séu ekki tvískráð. Gagna- grunnurinn mun einnig nýtast lög- reglu við rannsókn mála þar sem skotvopn koma við sögu. Töfrakristallinn Kide MENNINGARBORGIR Evrópu, níu talsins, tengdust í gærkvöldi þegar finnski töfra- kristallinn Kide var af- hjúpaður samtimis í þeim öllum. í Reykja- vík var Kide fundinn staður á bökkum EU- iðaánna, skammt fyrir neðan gömlu rafstöð- ina við Rafstöðvarveg. Kide, kristall á finnsku, er glerskúlp- túr á stærð við gám - 3,4 metra hár, 4 metra breiður og 2 metra langur. Kide kemur frá Helsinki. Þessi tenging menningarborganna, sem eru auk Reykja- víkur Björgvin, Helsinki, Brussel, Kraká og Prag, Avignon, Bologna og Santiago de Compostela, er ekki aðeins táknræn heldur einnig áþreifanleg, því Kide fylgir tæknistöð, sem notar gsm-síma- samband til þess að mynda lifandi brú á milli borganna. Sam- hliða afhjúpuninni var myndsamband opnað á milli borganna níu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, aflijúpaði Kide og 100 böm úr barnakórum Breiðholtskirkju, Fella- og Hólakirkju og Engjaskóla sungu ásamt finnskum skólakór undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Samstarfsaðili Menn- ingarborgarinnar um Kide er Orkuveita Reykjavíkur, sem mun meðan á dvöl Kide stendur standa fyrir ýmiss konar dagskrá og viðburðum í nágrenni Kide i Elliðaárdalnum. Kvennalið Fram varð meistari meistaranna / C1 ísland komið með fjögur stig í undankeppni EM / B2 m Mmíjíí Serblað um viðskiþti/atvinnulíf Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.