Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Réttur lang*- veikra barna 11. SEPTEMBER sl. var greint frá því í fjölmiðlum, þ.m.t. Morgun- blaðinu, að BSRB, BHM og kenn- arafélögin hefðu ákveðið á sameig- inlegum fundi að beita sér fyrir auknum veikindarétti með áherslu á réttar- stöðu langveikra barna auk annarra forgan- _ gsverkefna. Astæða er * tO að fagna þessu framtaki enda er auk- inn réttur foreldra al- varlega veikra barna til sjúkradagpeninga eða sambærilegra úr- ræða til umönnunar barnanna búinn að vera eitt helsta barátt- umál foreldrafélaga frá upphafí starfsemi þeirra. Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB, fer eflaust fynr þessum tOlögum og á þakkir skild- ar fyrir að setja sig vel inn í málefnj langveikra barna og bregðast við. í viðtali á sjónvarpsfréttastöð um of- —V-angreint benti Ögmundur á að í raun væri það almannatrygginga- kerfísins að tryggja að foreldrar langveikra barna gætu annast þau án þess að eiga á hættu að lenda í fjárhagserfiðleikum - vísaði til Norðurlanda tO viðmiðunar - en á meðan ekki yrði vart aðgerða af hálfu stjórnvalda yrði að bregðast við á öðrum stöðum. Það er svo sannarlega rétt hjá Ögmundi að úr- ræði stjórnvalda í þessu sambandi hafa ekki litið dagsins ljós þótt ým- islegt hafi verið gert tO bóta innan málaflokksins. Sú staðreynd er 01- skiljanleg og óviðunandi í ljósi þess að upplýsingar um brýna þörf hafa legið á borði stjórnvalda í mörg ár. Þar er m.a. vísað tO tveggja nefnda á vegum heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins sem störfuðu og skiluðu áliti fyrr á þessum áratug. 3. nefndin í júní sl. skilaði nefnd númer 3 áliti. Nefnd um stefnumótun í mál- efnum langveikra barna, sem Al- þingi samþykkti 2. júní 1998 að skipa að tOstuðlan Jóhönnu Sigurð- ardóttur alþingismanns og með- flutningsmanna hennar. Sam- kvæmt þingsályktunartillögunni var nefndinni ætlað að undirbúa heildstæða og samræmda stefnu í málefnum langsjúkra barna auk þess sem henni var falið að leggja mat á hvort þörf sé sérstakrar löggjafar um réttindi langsjúkra barna eða hvort feOa eigi um- ræddan hóp undir gildissvið um málefni fatlaðra. 4. nefndin I nefndaráliti heO- brigðis- og trygging- anefndar Alþingis um ofangreint frumvarp, sem hún lagði til að yrði samþykkt, segir m.a.: „Fram kom í umsögn félags- málaráðuneytisins að unnið sé að nýrri félagsmálaráðgjöf á vegum ráðuneytisins þar sem sérlöggjöf um málefni fatlaðra verður felld inn í og samþætt annarri þjónustu Heilbrigðismál Ráðamenn, segír Þor- steinn Qlafsson, þurfa að fara að vinna í þágu langveikra barna. á vegum sveitarfélaga. í ljósi þessa og að þingsályktunartdlagan gerir ráð fyrir að skoðað verði hvort fella eigi málefni langsjúkra barna undir gildissvið laga um málefni fatlaðra leggur nefndin til að sú nefnd sem skipuð verði á grundvelli tillögunn- ar hafi samráð við vinnuhóp félags- málaráðuneytisins sem vinnur að samþættri löggjöf um félagsþjón- ustu sveitarfélaga.“ Haft var samband við vinnuhóp félagsmálaráðuneytisins og sam- mælst um að hann fengi skýrsluna um stefnumótun í málefnum lang- veikra barna til hliðsjónar þegar hún yrði tObúin. Þegar þetta er rit- að hefur þrátt fyrir beiðni þar um ekki fengist staðfesting frá ráðun- eytisstjóra félagsmálaráðuneytis- ins á því að vinnuhópur ráðuneytis- ins hafi fengið skýrsluna til umfjöllunar. Sé hins vegar gengið út frá því sem vísu, sem full ástæða er til ef allt er með felldu, geta for- eldrar langveikra bama og annað áhugafólk um málefni þeirra gert ráð fyrir spennandi þingfundi í vet- ur þegar viðkomandi ráðherrar kynna Alþingi nefndarálitin en það verður vonandi fyrr en seinna. Þar með verða a.m.k. 4 nefndir á vegum stjórnvalda búnar að fjalla um má- lefni langveikra barna á þessum áratug og eðlilegt að spurt sé hvort ekki sé orðið tímabært að ráða- menn íslensku þjóðarinnar reki af sér slyðruorðið og bretti upp erm- arnar í þágu langveikra barna. Ymis stéttarfélög hafa brugðist vel við Ýmis stéttarfélög auk BHM, BSRB og kennarafélaganna hafa gert ráðstafanir tO að koma tO móts við launþega þegar börn þeirra greinast með alvarlegan sjúkdóm. Eftir því sem næst verð- ur komist hefur VR teygt sig lengst þeirra. Þótt það sé vissulega spor í rétta átt að tryggja foreldrum alvarlega sjúkra bama sjúkradagpeninga þarf að hafa fleira í huga þegar sest er niður til kjarasamningavið- ræðna. Þ.ám. era eftirfarandi tvö atriði sem hér með er beint til for- svarsmanna BHM, BSRB og kenn- arafélaganna og annarra sem kunna að feta í þeirra fótspor. Tryggja þarf rétt launþega á að halda vinnu sinni í fjarveru vegna umönnunar langveiks bams. Huga þarf að leiðréttingu al- dursviðmiðunar tO samræmingar við að börn era nú á tímum talin vera einstaklingar á aldrinum 0-18 ára sbr. bamasáttmála SÞ og sjálf- ræðisaldurinn hér á landi. Skv. núgildandi kjarasamningum á launþegi rétt á 7 dögum samtals til að annast sjúkt bam yngra en 13 ára. Aðdáunarvert er að stéttarfélög- in skuli bregðast við eins og raun ber vitni. Sú staðreynd undirstrik- ar hins vegar seinagang stjórn- valda í þessu sambandi. Höfundur er framkvæmdastjóri SKB. Þorsteinn Ólafsson Islenskur veruleiki og sænsk iðgjöld í MORGUNBLAÐ- INU hinn 17. septem- ber sl. birtist grein eft- ir Liselotte Widing undir fyrirsögninni „helmingi ódýrari bif- reiðatryggingar". I grein sinni kemur höf- undur víða við, m.a. ber hún saman iðgjöld í ökutækjatryggingum á íslandi og Svíþjóð, en höfundur mun vera sænskur að þjóðemi. Hún nefnir dæmi um lág iðgjöld í Svíþjóð og ber hún þau saman við iðgjöld sem íslenskum bifreiðaeigendum hafa staðið tO boða. Er hún þeirrar skoð- unar að iðgjöld í bifreiðatrygging- um hér á landi séu almennt allt of há í samanburði við það sem í Svíþjóð tíðkast. Iðgjöld eru mismunandi eftir löndum Það er alkunna, að iðgjöld í öku- tækjatryggingum era afar mismun- andi milli landa. Sé litið tO ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu einu sést þetta vel. Þannig hefur verið vitað að iðgjöld ökutækjatrygginga í heimalandi höfundar séu yfirleitt lægri en býðst hér á landi. Meðal vátryggjenda er svo litið á að ein- faldur iðgjaldasamanburður í öku- tækjatryggingum á mOli einstakra aðOdarríkja innan EES hafi fremur takmarkaða þýðingu. Ýmis evrópsk vátryggingafélög era með starfsemi á sviði ökutækjatrygginga í nokkr- um eða jafnvel aOmörgum Evrópur- íkjum. Þau iðgjöld sem þessi félög bjóða erlendis taka að sjálfsögðu mið af aðstæðum í heimaríki öku- tækisins en ekki í heimaríki vá- tryggingafélagsins. T0 skamms tíma störfúðu hér á landi tvö félög sem vora í eigu virtra sænskra vá- tryggingafélaga. Iðgjöldin sem þessi félög buðu íslenskum bifreiða- eigendum vora allt önnur og hærri en iðgjöldin sem þau buðu í Svíþjóð. Annað þessara félaga, Skandia, hef- ur löngum verið í hópi stærstu vá- tryggjenda á Norðurlöndunum og stærra en öO íslensku félögin sam- anlagt í iðgjaldamagni mælt. Félag- ið bauð í upphafi í einhveijum tOvik- um nokkra hagstæðari iðgjöld en íslensku félögin en í höfuðdráttum vora þau þó áþekk þeim, sem ís- lensku félögin buðu. Fyrir nokki-u dró þó félagið sig út af íslenska markaðnum, væntanlega vegna þess að tap var á starfseminni hér á landi. Þetta sýnir vel í hnotskum hvernig þessum málum er háttað. Sænski greinarhöfundurinn segist vera sannfærður um að til séu margar færar leiðir tO að lækka ið- gjöldin í ökutækjatryggingum hér á landi. I raun bendir hún þó á engar slíkar leiðir. Ljóst er að vátrygg- ingafélögin frá heimalandi hennar sem hér á landi hafa reynt fyrir sér hafa heldur ekki fundið úrræði til að bjóða íslenskum bifreiðaeigendum lægri iðgjöld tO lengri tíma Otið. Tjónatíðni og bótareglur ráða mestu um iðgjöld Flókið er að bera saman á vit- rænan hátt iðgjöld í ökutækja- tryggingum milli ríkja. í því sam- bandi skipta höfuðmáli tjónatíðni í hlutaðeigandi landi og þær bóta- reglur sem þar er beitt komi til tjóns. Bótareglur eru afar mismun- andi miOi ríkja og verður bæði að líta tO reglna umferðarlaga og skaðabótaréttar. Engan veginn verður séð að umfjöllun grein- arhöfundar um svo- nefndar miskabætur einar og sér mOli ein- stakra landa leysi úr þessu álitaefni. Kjami máls er sá að bótarétt- ur þeirra sem hér á landi slasast af völdum ökutækja er ríkur. Að svo miklu leyti sem unnt hefm- verið að afla um það upplýs- inga kemur í Ijós, að bótaskyld umferðarslys, sem koma til kasta vátryggingafélaga era því miður tíltölulega fleiri hér á landi en í þeim ríkjum sem við gjaman ber- um okkur saman við. A árinu 1994 vora bótaskyld tjón hér á landi tvisvar sinnum fleiri en í Svíþjóð en Bifreiðatryggingar / Eg er sammála greinar- höfundi um, segir Sigmar Ármannsson, að ekki sé rétt að krukka í skaðabótalögin enn einu sinni. ekki liggja fyrir nýrri upplýsingar í þessu efni nú. Þannig varð fjöldi slasaðra miðað við 100 þúsund bfla tæp 2.000 á því ári hér á landi, en tæp 1.000 í Svíþjóð. Ástæður þessa era vafalaust margar og samverk- andi, t.d. slæmt ástand vega- og gatnakerfis, en ekki eingöngu að Is- lendingar séu almennt verri öku- menn en gengur og gerist, sem er ein þeirra spuminga sem greinar- höfundur varpar fram. Hinn mikli fjöldi bótaskyldra slysa á fólki hér á landi verður þó líklega ekki einung- is skýrður með meiri fjölda umferð- aróhappa. Matsaðferðir og mats- reglur, t.d. hvað telst varanleg örorka, era mismunandi miOi landa. M.ö.o. að áverki sem í einu landi hefur verið metinn tO varanlegrar örorku, getur verið metinn til lægra örorkustigs í öðra ríki og jafnvel til engrar örorku. Það hefur á ýmsan hátt verið bagalegt hversu fátækleg ákvæði era í lögum hér á landi um markmið og framkvæmd mats- gerða vegna slysa og þyrfti löggjaf- inn að koma skýrari leiðbeiningum um það efni tO þeirra sérfræðinga er við slík störf fást. Löggjöfin á að vera þannig úr garði gerð að hún tryggi tjónþolum sanngjarnar bæt- ur verði þeir fyrir slysum. I lögum og reglum á og að mæla fyrir um að- ferðir og leiðir tO að ná því mark- miði. Slíkt er öOum í hag, einkum þó neytendum. Eg er hins vegar sammála grein- arhöfundi um það að ekki sé rétt að krakka í skaðabótalögin enn einu sinni og nú tO að draga úr bótarétti fólks í þeim tilgangi einum að lækka iðgjöld. Hef ég heldur ekki orðið þess vár að nokkur hafi í alvöra lagt slíkt til. Höfundur er lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga. Sigmar Ármannsson C150.000. [56 150.000.- á mánuði í gegn um Internetið! -1- 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.