Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
tækisins. Hvemig í ósköpunum á
kvótalaus rekstur að geta borið slík
gjöld? Það er alþekkt að Snæfell hf.
hefur verið að sligast undan fjár-
magnskostnaði sem má rekja til of
mikillar skuldsetningar í upphafí og
rangrar áhættustýringar í gjaldeyr-
isviðskiptum fyrirtækins.
Það er mikilvægt að taka það
fram að frystihúsið í Hrísey hefur
keypt afurðir til pökkunar á mark-
aðstengdu verði frá frystihúsinu á
Dalvík. Þannig hefur frystihúsið í
Hrísey þurft að greiða svipað verð
fyrir fiskbita til pökkunar og heims-
markaðurinn hefur verið tilbúinn að
borga. Það er ekki það sama að
segja um frystihúsið á Dalvík. Þeir
kaupa fiskinn af eigin skipum á
miklu lægra verði en almennt gerist
á hráefnismarkaðinum. Myndu þeir
sitja við sama borð og frystihúsið í
Hrísey má reikna með að vandamál
í rekstri Snæfells hf. væri ekki í
Hrísey, heldur á Dalvík. Þar vantar
í raun og veru inn gjaldfærslu upp á
hundruð milljóna sé tekinn mismun-
ur á greiddu hráefnisverði og því
verði sem hinn frjálsi markaður er
tilbúinn að greiða.
Málið er ósköp einfalt. Snæfell
hefur ekki nægan kvóta til að reka
allar þær einingar sem það hefur
yfir að ráða. Þá er gripið til þeirra
ráðstafana að loka einingum og það
telja forsvarsmenn Snæfells vera
best gert með því að kenna þeim
sem undir þá eru settir um mistök-
in. Stóru mistökin liggja ekki hjá
okkur sem höfum unnið ötullega að
hlutunum í Hrísey. Þau liggja hjá
stjómarformanni KEA og fyrrver-
andi kaupfélagsstjóra, sem nú er
framkvæmdastjóri Snæfells. Segja
má að árangur þeirra í rekstri KEA
segi allt sem segja þurfi og dæmi
sig sjálfur.
Það er ósatt, Jóhannes Geir, sem
þú segir um reksturinn í Hrísey.
Við sem höfum unnið gott starf fyr-
ir fyrirtækið getum ekki samþykkt
að langvarandi taprekstur hafi verið
á fyrirtækinu eins og þú segir, enda
segja tölur okkur annað. Hann er
einfaldlega tilkominn þai- sem eng-
inn kvóti er til staðar enda hefur
það sýnt sig að enginn getur rekið
stórt fiskvinnslufyi-irtæki með því
að kaupa allt hráefni á markaðs-
verði. Kvótinn er forsenda rekstrar-
ins og hann eruð þið búnir að taka
af okkur Hríseyingum.
Útgerðarmenn ættu að fara að
átta sig á því að þeir geta ekki enda-
laust dæmt lítil sveitarfélög eins og
Hrísey til dauða. Ef það er afleiðing
kvótakerfisins í hnotskum spái ég
því ekki langlífi. Á endanum ræður
fólkið í landinu og ég trúi því ekki
að það muni láta þetta viðgangast
endalaust og muni dæma kvótakerf-
ið til dauða með lýðræðislegum rétti
sínum verði þessi óheillaþróun ekki
stöðvuð. Þeir sem gagnrýna úthlut-
un byggðakvótans hvað hæst em að
stærstum hluta útvegsmenn og
kvótaeigendur og það em væntan-
lega skýr skilaboð útvegsmanna til
okkar sem lifum í smærri byggðar-
lögum og eigum allt okkar undir
þeim.
Verður síminri h]á þér í Lagi árið 2000?
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 51
V
1 2000-vandinn snertir ekki aðeins tölvur og rafmagnstæki heldur einnig
z
° símbúnað og símstöðvar.
2
| Starfsmenn Símans hafa tekið saman upplýsingar um hæfni þess búnaðar
| sem fyrirtækið hefur selt síðustu ár.
I í gjaldfrjálsu númeri, 8oo 7000, og á Internetinu: www.simi.is, eru veittar
upplýsingar um þann búnað sem þarf að huga að fyrir áramótin.
Vertu viss um að síminn þinn verði í lagi árið 2000.
SÍMINN
www.simi.is
cnD 7000
Höfundur er framleiðslustjóri
Snæfells fHrísey.
þvottavél 1000 sn.
L1041
Tekur 5 kq. af þvotti
13 þvottalcerfi
Flýtiþvottur
UÍIarþvottakerfi
Hitastillir o.m.fl.
Pvottavél á frábœru verdi!
39.900.
Verð áður 52.900.-
Þú sparar kr. 13.000.-
RflFTffKMUERZLDIÍiSLflNDSLf
á íslandi
StæfBta heimHis-og raftækjavershirwksQa (Evrópu
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
5