Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Kolmunnaveiðin að glæðast á ný Aflinn kominn yfír 105.000 tonn í GÆR hafði verið tilkynnt um lið- lega 105.000 tonna afla af kolmunna til Samtaka fiskvinnslu- : stöðva á árinu. Veiði hefur verið frekar dræm undanfarnar vikur en að undanfömu hefur hún glæðst á j ný og menn eru bjartsýnir á fram- : haldið. j Óli í Sandgerði AK kom með um 1 950 til 1.000 tonn til Seyðisfjarðar í ■ gærkvöldi. „Við byrjuðum á sunnu- : dag í Rósagarðinum, sunnan við Þórsbankann, og fengum þetta í fjórum hölum, reyndar nær allt í þremur og svo eitt stutt í lokin,“ segir Guðlaugur Jónsson, skip- stjóri. Hann segir að góður blettur hefði fundist og nær öll skipin, sem væru á kolmunna, væru þar. „Þetta er heldur líflegra en það hefur ver- ið að undanförnu en þar skiptir miklu að veðrið hefur skánað. Tíð- arfarið var slæmt um daginn og aldrei næði til að skoða alla staði en veiðin hefur glæðst með betra veðri. Við höldum áfram í þessu en þrátt íyrir allt þarf veiðin að vera mikið meiri.“ Um 28.000 tonnum hefur verið landað hjá SR-mjöli hf. á Seyðis- firði, um 21.000 tonnum hjá Sfldar- vinnslunni hf. í Neskaupstað, um 19.000 tonnum hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og um 17.000 hjá Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðs- firði en minna á öðrum stöðum. Tæplega 10.000 tonnum hefur ver- ið landað úr erlendum skipum frá áramótum. „Stundum er þetta upp og stund- um niður en það hefur ekki verið sérstakur kraftur í þessu fram að þessu,“ segir Haukur Björnsson, útgerðarstjóri hjá Hraðftystihúsi Eskifjarðar. „Það hefur verið bræla upp á síðkastið en ég held að menn séu almennt bjartsýnir á framhaldið." Morgunblaðið/Friðþjófur Hákon ÞH er á kolmunnaveiðum í Rósagarðinum þar sem veiði hefur glæðst að undanförnu. Ólafur S. Ástþórsson hjá Hafrannsóknastofnun um magn rauðátu Gott ástand við Island og ekki stöðug niðursveifla Spennandi litir við allra hæfi! Ráðgjafi frá LANCÖME sýnir þér töfra litanna í dag og á morgun, föstudag. Glæsilegir kaupaukar. 'Jullbrá, Nóatúni 17, sími 562 4217. ÞRÁTT fyrir að magn rauðátu í Norður-Atlantshafi hafi minnkað mikið á undanfömum áratugum er ástandið gott við ísland. Ólafur S. Ástþórsson hjá Hafrannnsókna- stofnun sem hefur rannsakað rauð- átu hér við land segir að þrátt fyrir að minna sé af henni en þegar mest mældist á fyrri hluta 7. áratugarins sé engin ástæða til þess að hafa sérstakar áhyggjur. „Við höfum rannsakað magn rauðátu hér við land í mörg ár og þannig greint há- mörk með um 10 til 15 ára millibfli. I vor mældist heldur minna af rauðátu við Island en fyrir fjórum árum en þá var átumagn síðast í hámarld. Hér er ekki um að ræða stöðuga niðursveiflu á magni henn- ar eins og á sumum öðrum svæðum í Norður-Atlantshafinu.“ Rauðáta er afar mikilvæg fyrir vöxt og viðgang fiskseiða og er einnig aðalfæða uppsjávarfiska, þar á meðal sfldar og loðnu, síðar á lífsskeiðinu. Ólafur segir að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur að nú- verandi niðursveiflu. „Enda benda niðurstöður seiðamælinga Haf- rannsóknastofnunarinnar í ágúst til þess að seiðin hafi haft nóg að éta í vor og sumar.“ Minna af rauðátu í N orður-Atlantshafi Á ráðstefnu um vistfræði rauð- átu í Norður-Atlantshafi sem hald- in var í Tromsö á dögunum kom fram að magn rauðátu á þessu svæði hefur minnkað um 60% á 35 ára tímabili. Þessi niðurstaða er byggð á rannsóknum með svoköll- uðum átuvísum sem fjölmörg skip, aðallega flutningaskip og ferjur, draga um Norður-Atlantshafið. Ólafur, sem sat ráðstefnuna fyrir hönd Islands, ásamt Ástþóri Gísla- syni, segir að þessa niðurstöður megi hins vegar ekki yfirfæra al- mennt á hin einstöku vistkerfi í Norður Atlantshafi. „Um er að ræða mörg og ólík vistkerfi á þessu stóra hafsvæði og þau þurfa ekki endilega að sýna sömu breytingar þótt svipaðir áhrifaþættir, það er aðstæður í sjónum og veðurfar, hafi áhrif á þau.“ Vísindamenn reyna að skilja tengsl stofna Ólafur segir að ein af spuming- unum sem hafi vaknað eftir þessa ráðstefnu varði það hvemig háttað sé tengslum milli mismunandi stofna rauðátu í Norður-Atlants- hafinu. „Þetta er nokkuð sem við fræðimenn verðum að skoða. Við verðum á næstu ámm að reyna að skilja langtímabreytingar í átu- stofnum, hvemig þeim er háttað og tengsl milli stofna á einstökum haf- svæðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.