Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 64
>64 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Fjölbreytni í fyrirrúmi Úr heimildarmyndinni Jeg er levende þar sem ljóðskáldið Seren Ulrik Thomsen er í sviðsljósinu eftir danska leikstjórann Jorgen Leth. OPNUNARHÁTÍÐ Nordisk Panorama var sett í gær og við það tilefni voru sýndar fjórar myndir frá fjórum Norðurlandanna, norska heimildarmyndin Áret genom Borfjord eftir Morten Skallerud, Ævintýri á okkar tímum, eftir ^^ILísu Middleton, Drengen Thomas Vint- Islendinga með dogmamyndinni Festen á síðustu kvikmyndahátíð og loks finnska myndin Ihmeellinen viesti toiselta táhdeltá eftir Veli Granö. I dag hefst formieg dagskrá hátíðarinnar og eru myndir sýndar frá klukkan níu til miðnættis í sölum Háskólabíós. Sjö sýningar þar sem nokkrar myndir eru á hverri verða á hluta þeirra mjmda sem taka þátt í keppninni um bestu stutt- og heimildarmyndina, en auk þeirrar aðaldagskrár eru sex hliðardagskrár um daginn. Heimildarmyndir Sjö heimildarmyndir sem taka þátt í keppninni um bestu norrænu heimildarmyndina eru sýndar í dag. Sænska heimildarmyndin Fyren þar sem vitar og vitaverðir víðs vegar um heiminn eru heimsóttir. Inn í myndina er fléttað sögulegum fróðleik, skáldsögum og ævintýrum. Frá Danmörku koma fjórar heimildarmyndir, þær Parachute Jump, Addicted to Solitude, Jeg er levende þar sem svipmynd er brugðið upp af danska ljóðskáldinu Spren Ulrik Thomsen og De ydmygede þar sem fylgst er með danska leikstjóranum Lars Von Trier við upptökur Fávitanna. Frá Finnlandi eru tvær heimOdar- myndir sýndar í dag, þær Sukkien euroelámlaá og Haru - De ensamme. Veisla var síðan haldin í Klúbbi hátíðarinnar að Hótel Borg þar sem Salsa Celtica Band spilaði fyrir gesti. Stuttmyndir og hliðardagskrár Af stuttmyndum sem eru í keppninni eru nítján sýndar í dag og má nefna að báðar myndir Dags Kára Péturssonar, Lost Weekend og Old Spice eru sýndar í dag. Sjö hliðardagskrár eru einnig í dag þar sem mismunandi mjmdum eru gerð skil. I dagskránni Nordic Input eru þrjár myndir sýndar í dag en þessi dagskrá er byggð á myndum sem gerðar hafa verið fyrir norrænar ríkissjónvarpsstöðvar. Vegna tíu ára aímælis Nordisk Panorama er sérstök dagskrá undir heitinu „Do You Remember?" eða „Manstu?“ þar sem úrval stuttmjmda frá Norðurlöndum síðustu tíu ár eru sýndar. Ein hliðardagskrá dagsins í dag er val formanns hátíðarinnar að þessu sinni, Porgeirs Gunnars- sonar, á mjmdum sem hann telur sérstakrar athygli verðar. Níu íslenskar stuttmjmdir eru sýndar klukkan þrjú og kennir þar margra grasa. Skoskar stuttmjmdir fá sérstakan stað í dagskrá dagsins og eru sex sýndar klukkan sjö. Evrópskar stuttmjmdir þar sem tónlist er í aðalhlutverki er einnig ein hliðardagskrá dagsins. Pallborðsumræður verða í dag og á morgun. um digital-tækni í kvikmjmdagerð og hafa umsjón með þeim danski leikstjórinn Prami Larsen og Maureen Thomas frá Cambridge-háskóla í Bretlandi. í þessum pallborðsumræðum verður rejmt að kortleggja stöðuna í kvikmjmdagerð í dag, mismunandi leiðir til útgáfu eins og Netið m.a., og hvernig framhaldið verði með tilkomu nýrrar tækni. Umræður leikstjóra fara síðan fram á kiúbbi hátíðarinnar að Hótel Borg um kvöldið og Dúett Þóris Baldurssonar leikur fyrir gesti. Að tapa sér Sukkien Eurolámáá - 1999 John Webster/Finnland Heimildarmyndin Að tapa sér rek- ur ferðalag um öngvegu skrifstofu- bákns Evrópusambandsins þar sem týndir sokkar eru í aðalhlut- verki. Leitin að óræðum sannleika sem hefst í Finnlandi en endar í Brussel flækist stöðugt og á end- anum virðist sem allir séu að tapa glórunni. Hinn rétt liðlega þrítugi John Webster hefur gert fjölda heimild- armynda og stuttmynda, m.a. Suckers sem hlaut áhorfendaverð- launin á Nordisk Panorama .1993 og Different Trains sem hlaut sér- stök verðlaun á Baltnesku kvik- myndahátíðinni árið 1996 og var valin besta heimildarmyndin á Mannheim-Heidelberg-kvik- myndahátíðinni sama ár. Kosninganótt Valgaften - 1998 Anders Thomas Jensen/Danmörk Ungur hugsjónamaður man eftir því snemma kvölds að hann hefur gleymt að kjósa og stekkur upp í leigubíl. I lostköstum til að ná á kjörstað hittir maðurinn nokkra ^►-leigubflstjóra sem eiga það allir sameiginlegt að hafa gífurlega sterkar skoðanir á stjómmálum ef ekki bara málum mannkynsins alls. Hann er því settur í þá stöðu að þurfa að velja á milli þess að verja skoðanir sínar í leigubflnum eða ná á kjörstað í tíma. Anders Thomas Jensen leikstjóri hlaut Óskarsverð- launin á þessu ári fyrir Kosninganótt en hann komst á blöð sögunnar fyrir að vera tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir stuttmjmdir þrjú ár í röð. Anders hefur leik- stýrt fjölda mynda í gegnum tíðina og einnig skrifað mörg handrit, m.a. er hann meðhöfundur handrits dönsku dogmamjmdarinnar Mifune sem hlaut silfur- bjöminn á síðustu kvikmyndahátíð í Berlín. Hvert einasta atóm Atom by Atom - 1999 Hákan Berthas/Svíþjóð SILFURKLÆDDUR dansari og danshöfundurinn Virpi Pahkinen hreyfa sig í Lanzarote-eyðimörkinni þar sem landslagið líkist helst tunglingu. Silfurlitur líkami dansarans mjmdar sterka andstæðu við dökka skuggana í mjmd sem hefur verið sögð líkjast helst búddísku zen- tónlistarmjmdbandi. Hákan Berthas nam ljósmjmdun í New York í Banda- ríkjunum og stundaði framhaldsnám í kvikmyndagerð í Kvikmjmdaháskólanum í Stokkhólmi. Hvert einasta atóm er fyrsta mynd hans en hann vinnur nú að tveimur heimildamjmdum. Þeir niðurlægðu De ydmigede - 1998 Jesper Jargil/Danmörk LEIKSTJORINN Jesper Jargil hefur gert stuttmjmdir í meira en 30 ár og hlotið m.a. Ljónsverðlaunin í Cannes árið 1985 fyrir mjmd sína Metamorphose, auk þess að hljóta Róbert-verðlaunin dönsku fyrir bestu heimildarmjmdina árið 1996 fyrir mynd sína Per Kirkeby - Winter’s Tale. I heimildarmjmdinni Þeir niðurlægðu fylgir hann danska leikstjóranum Lars von Trier eftir við tökur á mjmd hans Fávitunum, en von Trier er þekktur fyrir að vera sérlundaður við tökur og eiga oft í stormasömu sambandi við leik- arana. Jargil fangar listræna sköp- un von Trier í heimildarmjmd sinni. gesti Borgannnar. Louise Scott veitti Þorgeiri Gunnarssyni, j formanni hátíðarinnar, viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Sekkjapípa og nor- ræn kvikmyndaskáld ► Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ var keltneska hljómsveitin Salsa Celtica Band að spila í Klúbbi Stuttmyndahátíðar á Hótel Borg og þar mættu margir fyrstu gesta hátíðar- innar Nordisk Panorama og spjölluðu, kynnt- ust og til að dansa salsa fram á nótt undir dúndrandi tónum keltnesku sveitarinnar sem hefur tíu hljóð- færaleikurum á að skipa, hver öðrum fjörugri. Eins og meðfylgjandi myndir bera með Dansinn var stiginn fram á nótt. sér var hátíðarstemmning á Borginni meðal kvikmynda- gerðarmannanna, sem vel kunnu að meta tónlist frændfólks síns frá Skotlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.