Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Kristín Zoega í Taipei Enn hættu- ástand vegna eftir- skjálfta KRISTÍN Zoega, sem búsett er í Taipei og var í borginni þegar jarð- skálftarnir gengu yfir aðfaranótt þriðjudags, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að vegna eftir- skjálftanna í gærmorgun hefði skólum og fjölda vinnustaða verið lokað um hádegi. „Fólk fór að átta sig á því að sprungur voru í mörgum húsum héma í Taipei og að það gæti verið hættulegt að vera inni í þeim ef fleiri eftirskjálftar kæmu. Einnig er rafmagnslaust víða eða raf- magnsskömmtun.“ Kristín vinnur hjá japönsku hugbúnaðarfyrirtæki og var skrifstofubyggingunni lokað vegna þess að ekki þótti öruggt að hafast þar við. Kristín telur sig óhulta á heimili sínu og segir mestu hræðsluna liðna hjá. „I miðhluta Taívans er miklu verra ástand. Þar urðu meiri skemmdir og þar em snarpari eft- irskjálftar og era þess dæmi að hús hafi hranið á önnur hús vegna eft- irskjálftanna þar.“ Kristín hitti fólk sem hafði verið í miðhluta Taívans skömmu eftir að hörmungarnar riðu yfir og sagði það að ástandið þar væri mun verra en hægt væri að ímynda sér af því að horfa á fréttamyndir. Samhugur meðal fólks Kristín segir mildnn samhug ríkja meðal fólks í Taívan og að fólk bregðist skjótt og vel við beiðnum um aðstoð, blóðgjafír og fjárframlög. Fjölmargir sjóðir hafi verið stofnaðir til aðstoðar fómar- lömbum skjálftans og í fyrirtæki hennar, til dæmis, hafi margir ákveðið að gefa mánaðarlaun sín. Nýr varalög- reglustjóri skipaður DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Ingimund Ein- arsson hæstaréttarlögmann í embætti varalögreglustjóra í Reykjavík frá og með 1. októ- ber 1999. Umsækjendur um stöðuna vora átta. Núverandi varalög- reglustjóri, Georg Kr. Lárus- son, verður forstjóri Útlend- ingaeftirlitsins frá og með 1. október. 20-70% afsláttur Rýmingarsala 20.-30. sept.! Ðolir - peysur - jakkar - buxur o.fl. Rýmum fyrir nýju vetrarlínunni! Laugavegi 25, simi 551 9805 sporlleigan@mmedia.is FRÉTTIR Teikning landslagsarkitekta af snjóflóðavarnargarði á Siglufirði, séð úr norðri. Gerð snjóflóða- varnargarða lok- ið á Siglufirði SNJÓFLÓÐAVARNARGARÐAR verða vígðir á Siglufirði á morgun, föstudag, að viðstödd- um umhverfisráðherra, þing- mönnum kjördæmisins, sljórn Ofanflóðasjóðs, hönnuðum og öðrum aðilum sem tengjast framkvæmdunum. Bygging garðanna hófst í júm' 1998. Garðamir eru alls 910 metr- ar á lengd og mesta hæð þeirra er 18 metrar og nemur heildarrúmmál efnis 450 þús- und rúmmetrum. Kostnaður við verkið nemur 270 milljón- um króna. Vitað um 47 flóð frá 1939 Tillögur að snjóflóðavörn- um fyrir syðsta hluta byggðar á Siglufirði lágu fyrir árið 1997 og miðuðust þær við að reistir yrðu tveir leiðigarðar, annar undir Jörundarskál, en úr henni er vitað um 16 snjó- flóð síðan 1939, og hinn undir Ytra-Strengsgili, en úr því og Syðra-Strengsgili er vitað um 31 snjóflóð frá 1939. Þeirra á meðal er flóð sem féll í sjó fram þar sem nú er byggð. Uppgræðsla hafin Markmið mannvirkjanna var að tryggja eftir föngum öryggi fólks gagnvart snjó- flóðum og með mótun lands og gerð leiðigarðanna er snjóflóð- um úr hlíðinni ofan þeirra beint framhjá byggð í sjó fram. Bygging leiðigarðanna hófst í júní 1998 og Iauk fram- kvæmdum í þessum mánuði. Nú þegar er hafin vinna við uppgræðslu á framkvæmda- svæðinu og er það verkefni til þriggja ára. Verkfræðistofan Hnit hf. út- bjó útboðsgögn og annaðist lokahönnun snjóflóðavarnar- garðanna, Línuhönnun hf. samdi mat á umhverfisáhrifum auk þess að hafa eftirlit með framkvæmdum, Landslag ehf. var landslagsarkitekt við verk- ið, Héraðsverk hf. var verk- taki og Bás ehf. annaðist upp- græðslu á svæðinu. Vinna Landsvirkjunar við mat á umhverfísáhrifum Fljótsdalsvirkjunar gengur vel Gott samstarf eftir að ljóst varð að skýrslan yrði opinber Veiðistjóri telur nánast ógerlegt að segja til um áhrif á hreindýr og heiðagæsir VINNA við skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfísáhrifum Fljótsdalsvirkjunar gengur samkvæmt áætlun að sögn Helga Bjamasonar, deildarstjóra umhverfísdeildar Landsvirkjunar. Gert er ráð fyrir að lokið verði við skýrsluna í lok október og hún verði þá gerð opinber. Aðspurður segir Helgi að rétt sé að í fyrra, þegar Landsvirkjun óskaði eftir ábendingum og at- hugasemdum ýmissa sérfræði- stofnana og fyrirtækja, hafi nokkur þeirra neitað að gefa ábendingar um hvað rannsaka þyrfti eða að- stoða við að afla upplýsinga vegna vinnu við matið. „Það vora brögð að því í fyrra að ákveðnar stofnanir vildu ekki gefa upplýsingar nema að því tilskildu að verið væri að vinna raunveralegt mat á umhverf- isáhrifum," segir Helgi. Neitanimar byggðust flestar á því, að sögn Helga, að viðkomandi stofnanir töldu ekki ráðlegt að fara út í þá vinnu sem fylgir því að gefa ábendingar og gera athugasemdir ef skýrslan yrði einungis notuð inn- an Landsvirkjunar. Meðal þeirra stofnana sem neituðu að aðstoða við matið voru Náttúruvernd ríkis- ins og kom það meðal annars fram í Morgunblaðinu á sínum tíma. Þar segir Ami Bragason, forstjóri Náttúravemdar ríkisins, að stofn- unin telji ekki rétt að veita aðstoð og koma með ábendingar fyrir skýrslugerðina fyrr en fyrir liggi hvaða meðhöndlun matsskýrslan fær. Góð samvinna komin á Helgi segir að eftir að ljóst varð að skýrslan yrði gerði opinber og lögð fyrir Alþingi, ríkisstjórn og al- menning hafi þeir aðilar sem ekki treystu sér til þess að veita upplýs- ingar í fyrra þegar óljóst var hvaða meðhöndlun skýrslan fengi, tekið við sér og góð samvinna væri kom- in á milli Landsvirkjunar og þeirra aðila. Að sögn Áka Jónssonar veiði- stjóra treysti embættið sér upphaf- lega ekki til þess að gefa Lands- virkjun ábendingar vegna mikillar vinnu sem fólst í því fyrir stofnun- ina og manneklu. Hins vegar hefði nú verið ákveðið að veita upplýs- ingar miðað við fyrirliggjandi gögn, samkvæmt ósk Landsvirkj- unar. Áki segir fyrirliggjandi gögn því miður ófullkomin, en jafnvel þótt betri upplýsingar lægju fyrir væri erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif framkvæmdir við Fljótsdals- virkjun hefðu á hreindýrastofninn og heiðagæsastofninn. Undirbúningur að mati á umhverfísáhrifum Kárahnúkavirkjunar hafínn „Það er hreinasta fífldirfska að ætla sér að leggja mat á áhrifin. Við höfum aldrei áður verið með svona stórar framkvæmdir í kring- um hreindýrastofna á Islandi og eins hefur aldrei áður jafn stórt fellisvæði heiðagæsa farið undir vatn. Við vitum í raun ekkert hver áhrifin munu verða. Ef við hefðum gert fjórar virkjanir áður á Austur- landi í kringum hreindýrin gætum við haft eitthvað í höndunum til að vinna útfrá. En bæði heiðagæsin og hreindýrin era þannig dýr að þau era í eðli sínu mjög stygg og sérvitur, sérstaklega hreindýrin. Það er því mjög erfitt að spá fyrir um hegðun þeirra. Það gæti verið að þau myndu ekkert kippa sér upp við þessar framkvæmdir, en á hinn bóginn gæti þetta orðið ein- hver katastrófa. Þetta er eins og skot í myrkri," segir Áki Jónsson. Það sem helst vantar, að mati veiðistjóra, era upplýsingar um farleiðir hreindýra á Eyjabökkum og í nágrenni þeirra. Hins vegar sé fjöldi dýra sem heldur til við Eyja- bakkasvæðið þekktur. „Fjöldinn hefur verið flöktandi í gegnum ár- in. Það var lítið um þau á áranum 1979-1991 en upp úr 1992 hefur þeim dýrum sem sækja inn á svæð- ið farið fjölgandi. Það hafa allt að 38% af hreindýrastofninum sótt inn á Eyjabakkasvæðið og þar í kring yfir sumartímann frá 1992,“ segir Áki. Helgi Bjarnason hjá Landsvirkj- un segir að einnig sé hafinn undir- búningur að skýrslu um mat á um- hverfísáhrifum Kárahnúkavirkjun- ar. Safnað hafi verið upplýsingum um umhverfisáhrif virkjunarinnar að undanförnu samhliða þeirri vinnu sem fram fer við að útfæra virkjunina nánar. Helgi segist reikna með því að frammats- skýrsla um mat á umhverfisáhrif- um Kárahnúkavirkjunar verði lögð fram á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.