Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Vorið vaknar á mbl.is VERO MODA' C'evf,é 7s(eu Jj|CK&J0|||C |PP UN LIMITED BORGARLEIKHUSIÐ BE' IT\ Li N. AR11 i JSIP Gar«)at«rí»i 1. GarAabæ Sími 565 8898 Léttur spurningaleikur á mbl.is í tilefni af frumsýningu leikritsins Vorið vaknar. Nældu þér í miða á leikritið Vorið vaknar eða fáðu tækifæri til að njóta annarra glæsilegra vinninga. • Árskort frá Borgarleikhúsinu • 5 heppnir þátttakendur fá tveggja rétta máltíð fyrir tvo frá Café Bleu (nýr veitingastaður sem verður opnaður í nýju Kringlunni í október) • Gjafabréf í Vero Moda • Gjafabréf í Jack & Jones • Mánaða kort frá Betrunarhúsinu Leikritið Vorið vaknar eftir Frank Wedekind, í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur, verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 25. september næstkomandi. Með aðalhlutverk fara Friðrik Friðriksson, Inga María Valdimarsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson. >>mbl.is _ALLTj/kT G/TTHWk£J /VÝTT FOLKI FRETTUM ERLENDA R ,006000 Anna Halldórsdóttir tónlistarmaður og ættfræðingur fjallar um nýja breiðskífu Sting sem nefnist Brand NewDay Ferðalag upp og svo niður, upp og svo niður HINN dáði og jafnframt hat- aði tónlistarmaður Sting hefur nú sent frá sér nýja sólóplötu: Brand New Day. Það eru nú liðin 14 ár síðan debútplata hans, The Dream of the Blue Turt- les, kom út og vakti mikla athygli. Sting var af mörg- um talinn mikil tónlistarhetja fyrir það að veigra sér ekki við að fara ó- troðnar slóðir í tónlistarsköpun, víkka sjóndeildar- hring popptónlist- armanna með því að bræða djass, klassík og heim- stónlist saman við popp og færa þann- ig ferska vinda í tónlistarheiminn. Hann sló síðan rækilega í gegn með Nothing like the Sun, og næstu tvær skífur, The Soul Cages og Ten Summoner’s Tale, fylgdu vinsældunum vel eftir. Sting varð risi í poppheiminum, dáður kóngur í ríki sínu, en það er hverfull heim- ur og oft er hvasst á tindi vinsæld- anna og sviptivindar miklir. Þannig seldist plata hans Mercury Falling frekar illa og sumir eru á því að nú sé að halla undan fæti hjá Sting the King. A þessari plötu tekst Sting á stundum mjög vel upp, víða birtast fagrar melódíur og vissulega eru þær hrífandi. Fyrsta lagið á plöt- unni, „A Thousand Years“, er besta lag hennar, smekklega útsett og ætti að gefa góða von um framhald- ið. Það hefur mjög fallegt flæði og textinn er ljóðrænn og samsamast andrúmsloftinu vel. Annað lagið, „Desert Rose“, er ágætt, seiðandi austrænn andi svífur yfir vötnum með flottum strengjalínum, í raun er þetta dæmigert Sting-lag. Þriðja lagið hljómar einnig kunnuglega með latin-gítar og fallegum og þrúgandi strengjalínum. Sting not- ar reyndar strengi nú sem fyrr ó- spart í lögum sínum, mjög oft svok- allaða „pad“-strengi sem fylla út í lögin og gefa þeim ákveðinn þétt- leika. Strengirmr hafa mikinn áhrifamátt, þeir dáleiða og gera menn mjúka og þennan mátt þekkir Sting. A plötunni er þó einnig að finna miður góð lög, sérstaklega stuðlaga-Sting- lögin; Sting-klisj- ur eins og „After The Rain“ með þokkalega gríp- andi millikafla, „Perfect Love“ er heldur ekki rismikð og rapp- kaflinn (MC-Sol- ar-kaflinn) er eins og redding á frekar slöku lagi. Það verður að segjast eins og er að Sting er mjög misjafn lagasmiður, það er segja sumt af því sem hann gerir er mjög vel gert - á stundum hrein snilld - en svo gerir hann lög sem eru óútskýranlega leiðinleg. Það á til dæmis við um lagið „Fill her Up“, kántrýlag sem er algjör- lega á skjön við allt, reyndar er lokakaflinn (Police-salsa-kaflinn) nokkuð góður og í raun algjör synd að hann skuli hafa verið límdur við þetta lag. Sú hugsun kom upp að eitthvað í lagasmíðinni væri orðið þreytt, það er ekki auðvelt að út- skýra hvað það er, en stundum er eins og það vanti neistann. Þessi plata er ferðalag upp og svo niður, upp og svo niður; þama eru nokkur ágæt lög en þarna eru líka slök lög og því er erfitt að njóta hlustunarinnar í heild. Sting-aðdá- endum með gagnrýna hugsun er óhætt að eignast gripinn, inn á milli eru perlur sem þeir þurfa að hafa í safninu, svo er líka til takki á flest- um geislaspilurum sem heitir „Program" og því hægt að henda því út sem henda þarf. Oléttur í Hollywood KELLY Preston sem leikur á móti Kevin Costner í „For Love of the Game“ sem er í öðru sæti aðsóknar- listans vestanhafs á von á smu öðru barni með leikaranum John Travolta. „Ég er óf- rísk!“ tilkynnti hún Jay Leno í spjallþætti hans á miðvikudag. „Ég er komin næstum þijá mánuði á leið,“ sagði leikkonan, sem er 36 ára. Hún og Tra- volta hafa verið gift í átta ár og eiga fyrir sjö ára son, Jett. Þessar fregnir berast rétt eftir að Annette Bening lét uppi að hún ætti von á sínu fjórða barni með Warren Beatty og að Melanie Griffith og Antonio Banderas ætli sér að eignast annað barn. Griffith Kelly Preston og John Travolta eiga von á nýju bami. á fyrir tvö börn úr fyrri hjóna- böndum sínum. Fyrrverandi eiginmaður hennar, Don John- son, getur líka búist við að Qölgi í heimilishaldinu því kon- an hans er ólétt að þeirra öðru barni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.