Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI ÍSLANDS Á AUSTURLANDI Sameining byggðar- laga, fíkniefnavandinn og tölvur og tækni voru meðal þess sem forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ræddi við íbúa Neskaupstaðar um. En í gær var annar dagur opinberr- ar heimsóknar hans um Norður-Múlasýslu og Fjarðabyggð. Anna Sigríður Einarsdóttir og Þorkell Þorkelsson fylgdu forsetanum eftir í heimsókn hans um Neskaupstað. SÝSLUMAÐUR Neskaupstaðar, Aslaug Þórarinsdóttir, Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri og Smári Geirsson, forseti bæjarstjómar, tóku á móti Olafi Ragnari Gríms- syni við Oddskarðsgöng í gær- morgun í heimsókn forsetans til Austurlands. Fyrsti áningarstaður heimsókn- arinnar til Neskaupstaðar var Efri Miðbær, þar sem hjónin Guðröður Hákonarson og Þóra Bjarkadóttir veittu forseta og fylgdarliði morg- unkaffi. Netagerð Friðriks var því næst skoðuð og leikskólinn Sólvell- ir þar sem bömin veifuðu fánum og sungu fyrir gesti. Ekki var þó laust við að ákveðinnar spennu gætti hjá yngstu kynslóðinni, sem lýsti sér e.t.v. einna best í feimni þeirra við að svara spurningum forsetans. Fíkniefnavandinn ræddur í Nesskóla tók kór skólans á móti forsetanum með söng. Miklar framkvæmdir standa yfir við skól- ann sem er með yfir 200 nemendur og ræddi forsetinn við þá um kosti þess að búa í sjávarbæ, sem og skaðsemi fíkniefna. Ekki var annað að sjá en að nemendur væru vel með á nótunum varðandi vímuefna- vandann og vakti aðdáun forsetans Morgunblaðið/Þorkell Forsetinn ræddi við börnin í Nesskóla í Neskaupstað. hve stór hluti þeirra hefði unnið fyrir sér um sumarið. Þá var litið inn í kennslustundir í fylgd Einars Sveins Árnasonar skólastjóra. Ekki bar á öðra en skólinn horfí til framtíðar, því unn- ið er ötullega að því að gera tölvu- kost og -kennslu sem glæsilegasta. Að lokinni heimsókn í Nesskóla var síðan snæddur hádegisverður í Egilsbúð í boði bæjarstjómar Nes- kaupstaðar. Á Fjórðungssjúkrahúsi Austur- lands sýndi Björn Magnússon, yfir- læknir lyflækningadeildar sjúkra- hússins fjarlækningabúnað. Með honum er hægt að hafa samráð við lækna á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar og Landspítalanum. Sýna má þannig beint ýmsar speglunarað- gerðir og leita ráða hjá fjarstödd- um læknum. Að sögn Björns hefur þetta í för með sér að unnt er að framkvæma flóknari aðgerðir á sjúkrahúsinu án þess að ráða þurfi fleiri sérfræðinga. Forsetinn heimsótti einnig Breiðablik, þar sem eldri borgarar búa í byggingu samtengdri sjúkra- húsinu. Hann ræddi við vistmenn Tölvur og tækni í fyrirrúmi Guðni Þorleifsson á Breiðabliki í Neskaupstað spilaði á harmonikku fyrir forsetann. Síldarvinnslan í Neskaupstað var skoðuð. Sigurður Rúnar Ragnarsson, prestur í Norðfjarðarkirkju, tdk á móti forsetanum og sýndi honum kirkjuna. sjúkrahússins í dagstofu um sam- einingu sveitarfélaga og vom þeir missáttir við hana. Þá rifjaði Sigur- björg Bjarnadóttir upp þá tíma þegar ferðast var til Egilsstaða á hestbaki og einnig hlýddi forseti á Guðna Þorleifsson, íbúa Breiða- bliks, taka nokkur létt lög á harm- onikkuna. í Sfldarvinnslunni tóku Björgólf- ur Jóhannsson forstjóri og Krist- inn Jóhannsson framkvæmdastjóri á móti forsetanum. Húsakynni Síldarvinnslunnar vom því næst skoðuð og dáðist forsetinn að því hvernig tæknin væri nýtt fram- leiðni í hag og sagði hann staðinn einkar vel tfl þess fallinn að skoða þá hátækni sem þar væri notuð. I Neskaupstað heimsótti forset- inn einnig félag eldri borgara í Sig- fúsarhúsi, en þeim var veitt húsið til afnota. Þá var Norðfjarðar- kirkja skoðuð, en hún var byggð 1896 og hafði séra Sigurður Rúnar Ragnarsson fengið Fannadalskross að láni og skoðuðu gestir hann vandlega. Einnig vom störf Verkmennta- skóla Austurlands, Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins og Nátt- úrastofu kynnt forsetanum. Um kvöldið var síðan haldinn kvöld- verður í Egilsbúð í boði bæjar- stjórnar. Einnig var samkoma í íþróttahúsi Neskaupstaðar með íbúum Norðfjarðar og fluttu nem- endur tónlistarskólans við það tækifæri atriði auk þess sem kórar staðarins sungu fyrir gesti. Hvatningar- verðlaun veitt sex ungmennum SEX ungmennum frá Norðfirði var í gær veitt viðurkenningin „Hvatnjng forseta íslands til ungra Islendinga“. Afhenti for- seti viðurkenningarnar á hátíð- arsamkomu í fþrdttahúsinu í Ncskaupstað í gærkvöldi, en hann er nú í fímm daga ferð um Austurland. Viðurkenninguna hlutu að þessu sinni: Björgvin Már Eyþdrsson, 17 ára. Hann stundar nám á tréiðn- aðarbraut við Verkmenntaskdla Austurlands. Hallddr H. Jdnsson, 15 ára, sem leikur knattspyrnu með Þrdtti og tekur auk þess virkan þátt í félagsstarfi íþrdttafélags- ins. Hulda Elma Eysteinsdóttir, 17 ára, sem leikur bæði með ung- linga- og A-Iandsliði í blaki. Ninja Ýr Gísladdttir, 15 ára, en hún hlýtur viðurkenninguna sem fjölhæfur og gdður námsmaður, auk þess að vera virk í bæði fé- lagslífi og íþrdttum. Sturlaugur Einar Ásgeirsson, 16 ára. Hann hefur sýnt bæði dugnað og æðruleysi þrátt fyrir mikil veikindi og stundað skdl- ann vel, auk þess að taka virkan þátt í skdlastarfi. Velina Apostolova, 10 ára, sem hefur á stuttum tíma náð afar gdðum tökum á íslensku máli. Hún þykir gdður námsmaður og er mjög virk í félagslífi nemenda. Neskaupstaður framvarð- arstöð í fískvinnslutækni FORSETA íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, voru tækninýjungar í fiskiðnaði ofarlega í huga í ræðu sem hann flutti Norðfirðingum í gærkvöldi. Forseti sagði m.a. íslendinga geta verið öðram þjóðum gott for- dæmi í framþróun þess iðnaðar, en ræðuna flutti hann á hátíðarsam- komu í íþróttahúsinu í Neskaup- stað. Einnig hvatti hann íbúa til að vera vakandi fyrir annars konar tækniframförum, því í tækninni væri framtíð landsbyggðarinnar fólgin. I ræðu forsetans kom fram að honum jrði gjarnan tíðrætt um ár- angur Islendinga við fiskveiðar og -vinnslu við leiðtoga erlendra ríkja. Hann sagði þjóðina skara fram úr í nýtingu hafsins gæða, sem og þró- un sjávarútvegs og fiskvinnslu, en slíkt gæti verið öðram þjóðum bæði fordæmi og leiðarljós. Forsetinn sagði Norðfirðinga hafa verið í framvarðarsveit þess- arar þróunar og fyrir það framlag bæri að þakka þeim og virða. Þá minntist hann baráttu Lúðvíks Jósepssonar í þorskastríðinu og sagðist viss um að Lúðvík yrði stoltur af þeirri tækni sem réði ríkjum í fiskvinnslu staðarins í dag. Framtíðin felst í tækniþekkingu Staðir á við Síldarvinnsluna og glæsileg fiskiskip minntu „oft meira á hátæknivæddar geim- stöðvar og stjórntæki gervihnatta en það sem við strákarnir kölluðum á sínum tíma einfaldlega kúttera og togara“. Forsetinn kvað Neskaupstað vera í framvarðarsveit í fisk- vinnslutækni. En nýting bæja eins og Neskaupstaðar á tækninni væri sönnun þess að Islendingar ættu heima í fremstu röð þeirra sem stunduðu verslun með auðæfi hafs- ins. íbúar staðarins sýndu í verki að framtíð byggðanna fælist í því að nýta á skjótan og góðan hátt sérhvern nýjan tæknikost sem hugbúnaðarbyltingar og hátækni byðu upp á. „Ný tækni í samgöngum, fjar- skiptum og hugbúnaði hefur fært Austfirði nær markaðssvæðum heimsviðskiptanna en nokkru sinni fyrr. Möguleikar framtíðarinnar felast fyrst og fremst í beinum og millfliðalausum tengslum við fyrir- tæki og einstaklinga hvar sem er í veröldinni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.