Morgunblaðið - 23.09.1999, Page 20

Morgunblaðið - 23.09.1999, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI ÍSLANDS Á AUSTURLANDI Sameining byggðar- laga, fíkniefnavandinn og tölvur og tækni voru meðal þess sem forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ræddi við íbúa Neskaupstaðar um. En í gær var annar dagur opinberr- ar heimsóknar hans um Norður-Múlasýslu og Fjarðabyggð. Anna Sigríður Einarsdóttir og Þorkell Þorkelsson fylgdu forsetanum eftir í heimsókn hans um Neskaupstað. SÝSLUMAÐUR Neskaupstaðar, Aslaug Þórarinsdóttir, Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri og Smári Geirsson, forseti bæjarstjómar, tóku á móti Olafi Ragnari Gríms- syni við Oddskarðsgöng í gær- morgun í heimsókn forsetans til Austurlands. Fyrsti áningarstaður heimsókn- arinnar til Neskaupstaðar var Efri Miðbær, þar sem hjónin Guðröður Hákonarson og Þóra Bjarkadóttir veittu forseta og fylgdarliði morg- unkaffi. Netagerð Friðriks var því næst skoðuð og leikskólinn Sólvell- ir þar sem bömin veifuðu fánum og sungu fyrir gesti. Ekki var þó laust við að ákveðinnar spennu gætti hjá yngstu kynslóðinni, sem lýsti sér e.t.v. einna best í feimni þeirra við að svara spurningum forsetans. Fíkniefnavandinn ræddur í Nesskóla tók kór skólans á móti forsetanum með söng. Miklar framkvæmdir standa yfir við skól- ann sem er með yfir 200 nemendur og ræddi forsetinn við þá um kosti þess að búa í sjávarbæ, sem og skaðsemi fíkniefna. Ekki var annað að sjá en að nemendur væru vel með á nótunum varðandi vímuefna- vandann og vakti aðdáun forsetans Morgunblaðið/Þorkell Forsetinn ræddi við börnin í Nesskóla í Neskaupstað. hve stór hluti þeirra hefði unnið fyrir sér um sumarið. Þá var litið inn í kennslustundir í fylgd Einars Sveins Árnasonar skólastjóra. Ekki bar á öðra en skólinn horfí til framtíðar, því unn- ið er ötullega að því að gera tölvu- kost og -kennslu sem glæsilegasta. Að lokinni heimsókn í Nesskóla var síðan snæddur hádegisverður í Egilsbúð í boði bæjarstjómar Nes- kaupstaðar. Á Fjórðungssjúkrahúsi Austur- lands sýndi Björn Magnússon, yfir- læknir lyflækningadeildar sjúkra- hússins fjarlækningabúnað. Með honum er hægt að hafa samráð við lækna á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar og Landspítalanum. Sýna má þannig beint ýmsar speglunarað- gerðir og leita ráða hjá fjarstödd- um læknum. Að sögn Björns hefur þetta í för með sér að unnt er að framkvæma flóknari aðgerðir á sjúkrahúsinu án þess að ráða þurfi fleiri sérfræðinga. Forsetinn heimsótti einnig Breiðablik, þar sem eldri borgarar búa í byggingu samtengdri sjúkra- húsinu. Hann ræddi við vistmenn Tölvur og tækni í fyrirrúmi Guðni Þorleifsson á Breiðabliki í Neskaupstað spilaði á harmonikku fyrir forsetann. Síldarvinnslan í Neskaupstað var skoðuð. Sigurður Rúnar Ragnarsson, prestur í Norðfjarðarkirkju, tdk á móti forsetanum og sýndi honum kirkjuna. sjúkrahússins í dagstofu um sam- einingu sveitarfélaga og vom þeir missáttir við hana. Þá rifjaði Sigur- björg Bjarnadóttir upp þá tíma þegar ferðast var til Egilsstaða á hestbaki og einnig hlýddi forseti á Guðna Þorleifsson, íbúa Breiða- bliks, taka nokkur létt lög á harm- onikkuna. í Sfldarvinnslunni tóku Björgólf- ur Jóhannsson forstjóri og Krist- inn Jóhannsson framkvæmdastjóri á móti forsetanum. Húsakynni Síldarvinnslunnar vom því næst skoðuð og dáðist forsetinn að því hvernig tæknin væri nýtt fram- leiðni í hag og sagði hann staðinn einkar vel tfl þess fallinn að skoða þá hátækni sem þar væri notuð. I Neskaupstað heimsótti forset- inn einnig félag eldri borgara í Sig- fúsarhúsi, en þeim var veitt húsið til afnota. Þá var Norðfjarðar- kirkja skoðuð, en hún var byggð 1896 og hafði séra Sigurður Rúnar Ragnarsson fengið Fannadalskross að láni og skoðuðu gestir hann vandlega. Einnig vom störf Verkmennta- skóla Austurlands, Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins og Nátt- úrastofu kynnt forsetanum. Um kvöldið var síðan haldinn kvöld- verður í Egilsbúð í boði bæjar- stjórnar. Einnig var samkoma í íþróttahúsi Neskaupstaðar með íbúum Norðfjarðar og fluttu nem- endur tónlistarskólans við það tækifæri atriði auk þess sem kórar staðarins sungu fyrir gesti. Hvatningar- verðlaun veitt sex ungmennum SEX ungmennum frá Norðfirði var í gær veitt viðurkenningin „Hvatnjng forseta íslands til ungra Islendinga“. Afhenti for- seti viðurkenningarnar á hátíð- arsamkomu í fþrdttahúsinu í Ncskaupstað í gærkvöldi, en hann er nú í fímm daga ferð um Austurland. Viðurkenninguna hlutu að þessu sinni: Björgvin Már Eyþdrsson, 17 ára. Hann stundar nám á tréiðn- aðarbraut við Verkmenntaskdla Austurlands. Hallddr H. Jdnsson, 15 ára, sem leikur knattspyrnu með Þrdtti og tekur auk þess virkan þátt í félagsstarfi íþrdttafélags- ins. Hulda Elma Eysteinsdóttir, 17 ára, sem leikur bæði með ung- linga- og A-Iandsliði í blaki. Ninja Ýr Gísladdttir, 15 ára, en hún hlýtur viðurkenninguna sem fjölhæfur og gdður námsmaður, auk þess að vera virk í bæði fé- lagslífi og íþrdttum. Sturlaugur Einar Ásgeirsson, 16 ára. Hann hefur sýnt bæði dugnað og æðruleysi þrátt fyrir mikil veikindi og stundað skdl- ann vel, auk þess að taka virkan þátt í skdlastarfi. Velina Apostolova, 10 ára, sem hefur á stuttum tíma náð afar gdðum tökum á íslensku máli. Hún þykir gdður námsmaður og er mjög virk í félagslífi nemenda. Neskaupstaður framvarð- arstöð í fískvinnslutækni FORSETA íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, voru tækninýjungar í fiskiðnaði ofarlega í huga í ræðu sem hann flutti Norðfirðingum í gærkvöldi. Forseti sagði m.a. íslendinga geta verið öðram þjóðum gott for- dæmi í framþróun þess iðnaðar, en ræðuna flutti hann á hátíðarsam- komu í íþróttahúsinu í Neskaup- stað. Einnig hvatti hann íbúa til að vera vakandi fyrir annars konar tækniframförum, því í tækninni væri framtíð landsbyggðarinnar fólgin. I ræðu forsetans kom fram að honum jrði gjarnan tíðrætt um ár- angur Islendinga við fiskveiðar og -vinnslu við leiðtoga erlendra ríkja. Hann sagði þjóðina skara fram úr í nýtingu hafsins gæða, sem og þró- un sjávarútvegs og fiskvinnslu, en slíkt gæti verið öðram þjóðum bæði fordæmi og leiðarljós. Forsetinn sagði Norðfirðinga hafa verið í framvarðarsveit þess- arar þróunar og fyrir það framlag bæri að þakka þeim og virða. Þá minntist hann baráttu Lúðvíks Jósepssonar í þorskastríðinu og sagðist viss um að Lúðvík yrði stoltur af þeirri tækni sem réði ríkjum í fiskvinnslu staðarins í dag. Framtíðin felst í tækniþekkingu Staðir á við Síldarvinnsluna og glæsileg fiskiskip minntu „oft meira á hátæknivæddar geim- stöðvar og stjórntæki gervihnatta en það sem við strákarnir kölluðum á sínum tíma einfaldlega kúttera og togara“. Forsetinn kvað Neskaupstað vera í framvarðarsveit í fisk- vinnslutækni. En nýting bæja eins og Neskaupstaðar á tækninni væri sönnun þess að Islendingar ættu heima í fremstu röð þeirra sem stunduðu verslun með auðæfi hafs- ins. íbúar staðarins sýndu í verki að framtíð byggðanna fælist í því að nýta á skjótan og góðan hátt sérhvern nýjan tæknikost sem hugbúnaðarbyltingar og hátækni byðu upp á. „Ný tækni í samgöngum, fjar- skiptum og hugbúnaði hefur fært Austfirði nær markaðssvæðum heimsviðskiptanna en nokkru sinni fyrr. Möguleikar framtíðarinnar felast fyrst og fremst í beinum og millfliðalausum tengslum við fyrir- tæki og einstaklinga hvar sem er í veröldinni."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.