Morgunblaðið - 23.09.1999, Side 41

Morgunblaðið - 23.09.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 41 MINNINGAR okkur, tilgangi þess og hvað margir þurfa að líða. Ekki grunaði okkur að það væri rétt mánuður þar til við mundum fylgja henni síðasta spöl- inn en sem betur fer veit enginn sína ævi fyrr en öll er. Það er svo margs að minnast að ég veit varla hvar ég ætti að byrja. Hún bjó fyrst í Ólafsvík rétt eftir að Ólafur Ragn- ar, einkasonur hennar, fæddist. Síð- an íluttust þau að Eyri á Arnar- stapa, þangað var alltaf gott að koma. Helst var farið þangað hverja helgi, því þau voru með búskap í sveitinni. Ingi bróðir var búfræðing- ur frá Hvanneyri, svo hann vildi fá að spreyta sig á búskapnum um tíma. Síðan fluttust þau til Ólafsvík- ur í Vallholt 13 og voru hjá okkur á meðan þau voru að byggja einbýlis- húsið sitt að Túnbrekku 11. Kristín var í Sinawik-félaginu Særúnu í Ólafsvík og var þar mjög virkur fé- lagi. Alltaf var hún fyrst til að finna uppá að föndra fyrir jólin, páskana og ýmislegt annað. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var frábært, hvar sem hún bjó var alltaf einhver hlýja sem umlukti mann. Veit ég að kon- umar í Hvassaleitinu, þar sem hún vann síðast, eiga eftir að sakna hennar, því þær voru ófáar sögum- ar sem hún sagði frá vem sinni þar og hvað hún talaði fallega um starfsfólkið og sagði það vera gott við sig. Okkai' ómælda gleði var þegar við fóram til Portúgals í sum- ar, þá áttum við yndislega tíma saman. Við spjölluðum um heima og geima, svo var farið í búðai'áp að kaupa handa bamabörnum okkar, Amari Loga hennar, litla gullmol- anum, og Sonju Láru sem kallaði hana líka ömmu. Svo áttu þau Krist- ín og Ingi von á öðra barnabarni sínu, og mikil var tilhlökkunin hjá okkur öllum, við eram svo lítil fjöl- skylda að ekki veitir okkur af að fjölga mannkyninu. Elsku Kristín mín, ég gæti skrifað endalaust um þig og okkar nána samband því eins og þú sagðir að eitthvað hafi dáið þegar mamma dó, þá dó eitthvað í mér þegar þú fórst. Ég get ekki skilið kraft minna tilfinninga né þær flækjur sem sorgin er. Ég hef oft þurft að upplifa ástvinamissi og aðskilnað. Þegar ég horfi á eftir og kveð ástvini sem hreyft hafa við hjarta mínu fyllist ég söknuði. Ég er ekki reiðubúin að kveðja þig en ég mun reyna það, elsku Kristín mín. Ég skrifa hér ljóð sem rifjaðist upp þegar ég hugsaði til þín. Pú hefur verið mér vinkona góð sá vinur sem aldrei ég gleymi. Þú gafst mér það eina sem áttir þú til: Þig alla - að trúnaðarvini. Með kærleik í hjarta ég knúsa þig vil og kyssa í þakklætisskyni. Ef munum við vel það sem meistarinn kvað og mestu í rauninni skiptir: Að kærleikur sannur, þú kenndir mér það, er kraftur sem fjöllunum lyftir. Þú hefur verið mér vinkona slík að vandi er spor þín að fylla. Von mín er sú að ég verði þér lík og veginn þinn fái að gylla. (L. Ægisson.) Elsku Ingi minn, Óli og fjöl- skylda, Eva mín, Gurra og fjöl- skylda, guð veri með okkur öllum. Astarþakkir fyrir allt, Kristín mín. Guð geymi þig. Svanhildur og Hermann. Hjartans Kristín mín. Nú hefur þú kvatt þennan heim og hafið nýtt líf með Guði. Þó það sé erfitt að sætta sig við, eiginlega ómögulegt, verðum við sem eftir lif- um að halda áfram hér á jörð án þín. Samt trúi ég því að þú verðir ávallt með okkur og þín létta lund og hlýlega brosið þitt mun halda áfram að ylja okkur um hjartaræt- urnar alla tíð. Ég á svo yndislegar minningar um þig, þú varst mér alltaf svo góð. Ég var frá fyrstu stundu velkomin á fallega heimilið þitt og man ég enn- þá eins og það hafi gerst í gær þeg- ar ég og ðli komum heim í Tún- brekkuna til ykkar Inga í mat í fyrsta skipti. Þú eldaðir dýrindis máltíð og ég hélt að þú værir að vanda þig sérstaklega fyrir kærastu einkasonarins en fljótt komst ég að því að þú varst listakokkur af Guðs náð og svo virtist sem þú gætir gert venjulegasta mat að hátíðarmáltíð með lítilli fyrirhöfn. Allt var svo fínt og fallegt í kringum þig enda hafðir þú unun af því að föndra og skreyta heimilið þitt. Þú varst svo hug- myndarík og gast á svipstundu séð út hvemig best væri að raða í eld- hússkápana eða húsgögnunum í stofunni. Að koma heim til þín í des- ember var eins og að koma inn á verkstæði jólasveinsins. I öllum homum og á öllum borðum loguðu ljós og smekklegt skraut, sem þú hafðir sjálf gert, prýddi heimilið. Þegar ég og Öli fóram að búa sástu um að okkur vanhagaði aldrei um neitt. Ekki gafstu okkur aðeins gnótt af hlutum til heimilisins held- ur varstu óþrjótandi viskubrannur þegar kom að húsráðum og það var ósjaldan hringt frá Kóngsbakkan- um í Rofabæinn þegar unga parið var að basla við að elda mat og halda sómasamlegt heimili. Jafnvel þótt leiðir okkar Óla hafi skilið varstu mér ávallt innan handar, hjálpsöm í blíðu og stríðu og mikil vinkona. Þegar ég var að breyta eða bæta heima hjá mér hugsaði oft með mér: „Ég verð að spyrja Krist- ínu hvemig hún myndi hafa þetta.“ Það var líka svo gott að biðja þig ráða því þú varst öll af vilja gerð að hjálpa. Eftir að Amar Logi kom í heim- inn varð ljóst að hann hafði eignast ömmu sem var engri lík, svo um- hyggjusöm og ástrík varstu en þó leiðbeinandi. Þú varst honum miklu meira en amma, miklu frekar fóst- urmamma en fyrst og fremst félagi sem talaði við lítinn forvitinn strák sem jafningja. Ósjaldan er hann hafði dvalið hjá ykkur Inga í sumar- bústaðnum sagði hann „.. en amma segir...“ því allt sem amma sagði var satt og rétt. Þú hafðir svo stórt hjarta og svo mikla ást að gefa öll- um sem urðu þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast þér, yndislega vin- kona mín. Það var aldrei kvöð fyrir þig að sinna þeim sem þér þótti vænt um og vora duglegu karl- mennimir þínir þrír alltaf klæddir eins og hertogum sæmdi. Skyttum- ar þrjár, eins og Amar Logi segir um sig, pabba sinn og afa. Nú hafa skyttumar þínar misst mikið. Og öll fjölskylda þín og vinir. Við sitjum öll eftir með sorg í hjarta en ótelj- andi fallegar og blíðar minningar um þig; yndislega konu sem máttir ekkert aumt sjá og skreyttir hvers- dagsleikann með allri þeirri vin- semd og ástúð sem nokkur mann- eskja getur búið yfir. Þú leist svo vel út síðast þegar ég sá þig, svo sátt við lífið og tilveruna og bjart- sýn á framtíðina. Þá mynd af þér mun ég geyma í hjarta mínu að ei- lífu. Allar góðu minningamar um þig verða leiðarljós okkar í gegnum lífið, þú fórst alltof fljótt frá okkur en dvaldir þó nógu lengi til að kenna okkur svo ótal margt sem við munum í hávegum hafa alla framtíð. Elsku Ingi, Óli, Eva, Gurra, Steinunn, Amar Logi, Sonja Lára og aðrir ástvinir; megi góður Guð og allir hans englar gefa ykkur styrk í sorginni miklu og megi minningin um yndislega konu verða ykkur huggun á erfiðum stundum. Sunna Ósk Logadóttir. Kristín hans Inga er dáin, þetta er sorgleg staðreynd. Ki-istín sem var svo full af lífsgleði er farin þangað sem við munum öll fara að lokum, en þetta er alltof snemmt, alltof snemmt. Við sem eftir stönd- um eram agndofa og sorgmædd. Skiljum ekki hvers vegna Kristín er tekin frá okkur. Minning um hjarta- hlýja konu sem lét sér annt um aðra, mun lifa í hjörtum okkar um ókomna framtíð, framtíð sem við verðum að feta án hennar. Við systkinin eigum óteljandi minning- ar tengdar henni. Ingi er bróðir hennar mömmu og hafa þær Kristín allatíð verið mjög nákomnar. Sam- gangur hefur því verið mikill á milli fjölskyldnanna. Kristín og Ingi vora mjög samhent hjón og miklir vinir. Það var alltaf gaman að koma til Kristínar og Inga, heimili þeirra og sumarbústaðurinn á Arnarstapa vora ákaflega fallegir og notalegir staðir. Kristínu tókst að gera allt svo hlýlegt í kringum sig, jafnvel þegar þau vora að reisa sumarbú- staðinn þá varð hann fljótlega heim- ilislegur og bar hennar handbragði glöggt vitni. Við systkinin höfum alist upp með Kristínu í kringum okkur og eram ákaflega þakklát fyrir það. Frá því við voram á Mal- arrifi þegar afi og amma áttu heima þar, hefur líf þeirra Kristínar og Inga verið samtvinnað sveitalífinu. Þau áttu sér heimili að Eyri á Am- arstapa í nokkur ár og vora þar með búskap. Það vora indælir tímar. Við voram tíðir gestir hjá þeim og einnig á Malarrifi hjá afa og ömmu. Það leið ekki sú helgi að ekki var farið í sveitina, náttúran könnuð, leikið í sjónum, kríumar heimsótt- ar, hugað að kindunum. Óli frændi, sonur þeirra, undi sér einstaklega vel í sveitinni. Hann var ákaflega duglegur að hjálpa pabba sínum með kindurnar, sérstaklega þegar hjálpa þurfti kindunum í erfiðum burði, þegar snúa þurfti lömbunum. Á Eyri tóku þau til sín börn er áttu í erfiðleikum heima fyrii' og sýnir það hversu mikla hjartahlýju hún Krist- ín hafði að geyma, það hafði líka mjög góð og uppbyggjandi áhrif á okkur krakkana. Frá Eyri flytja þau til Ólafsvíkur og bjuggu heima hjá okkur um tíma, er þau vora að reisa sitt eigið hús í Túnbrekkunni. Þetta var sem eitt stórt heimili og mikill gestagangur, okkur leið vel með þau heima. Er í Túnbrekkuna var komið varð það fljótt að fyrir- myndarheimili og eitt það fallegasta í Ólafsvík, að okkur krökkunum fannst. Þar ríkti góður andi. Kristín var mikil hannyrðakona og lagði al- úð við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Einnig var hún mjög góður kokkur og fengum við alltaf ein- hverja nýja rétti er komið var í heimsókn til hennar. Við minnumst líka jólanna og þeirra rausnarlegu gjafa sem þau Ingi gáfu okkur og einnig þrettándaveislnanna heima hjá þeim. Til Reykjavíkur flytja þau svo til að vera nær foreldram henn- ar Kristínar, þeirra Ólafs og Evu, og til þess að vera nærri sonarsyni sínum. Þeirra var sárt saknað af foreldrum okkar er þau fluttu í burt. Kristín lét sér ákaflega annt um hann Ólaf sinn og var gaman að sjá hversu náin þau vora. Er Krist- ín talaði um hann Ólaf skein stoltið og ekki minnkaði stoltið er Óli frændi eignaðist indælan son, hann Arnar Loga, með þáverandi sam- býliskonu sinni, Sunnu. Þær vora ófáar sögumar sem við fengum að heyra af Amai'i Loga þegar við kíktum í heimsókn. Til dæmis þegar hann var í pössun hjá Kristínu og Inga og hún hafði háttað hann ofan í rúm og bauð honum góða nótt með því að segja „góða nótt, unginn minn“ og bamið svaraði „góða nótt, hænan mín“. Amar Logi var tíður gestur hjá afa sínum og ömmu í sumarbústaðnum á Arnarstapa og er hann eins og hann pabbi sinn, un- ir sér vel í sveitinni. Ólafur er nú frúlofaður Steinunni og eiga þau von á bami næsta vetur. Með Stein- unni fylgdi lítil stúlka, hún Sonja Lára, sem tók fljótlega að kalla Inga og Kristínu afa og ömmu, það þótti þeim ákaflega vænt um. Ingi og Óli hafa verið að róa með Pétri frænda, bróður Inga, frá Amar- stapa og dvalið langdvölum þar. Nú í vor ákvað Kristín að flytja aftur á heimaslóðir til að vera nærri manni sínum og hafa þar vetrardvöl, hún mamma varð ákaflega ánægð með þá ákvörðun og skildi nú hefjast handa við bútasaum í saumaklúbbn- um sem þær voru saman í, í Ólafs- vík er Kristín átti heima þar. En líf- ið er stundum styttra en okkur granar og hver hefði tráað því að Kristín myndi fara svo fljótt sem raun varð á. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst hjartahlýrri konu, sem gaf svo mikið af sér til annarra. Okkur langar að birta hér Ijóð sem hún Elínborg, vinkona hennar Hul- dísar ömmu á Malarrifi, orti. Þín hinsta fór nú hafin er nú horfinn ert þú burt frá mér. Þó tárin falli’ á fóla kinn ég finn þig aftur vinur minn. Þó sorgin heim mig sækir nú þá samt ég bíð i von og trú. 0, vilt þú Guð mér vera hjá og vota mína þerra brá. Þá látinn sért, þú lifír nú á landi hans er gaf þér trú. Þar munu vinir mæta þér á meðan bíður eftir mér. A kveðjustund við komum nú og krjúpum öll í þökk og trú. Við biðjum hann, sem alheim sér, um eilífð vaka yfir þér. Þó ein ég gangi enn um stund þá á ég von um endurfund. Þín mynd er skýr, þó myrk sé nótt Þín minning lifir sofðu rótt. (Elínborg B. Vagnsdóttir.) Elsku Kristín, þakka þér fyrir all- ar þær stundir sem áttum við með þér. Elsku Ingi og Óli, Guð styrki og huggi ykkur í þessari sorg. Hermann, Páll, Jóhanna og Hákon. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jaftivel þó ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Öll finnum við fyrir fallvaltleika lífsins þegar við kveðjum vini sem falla frá langt fyrir aldur fram. Þannig var mér innanbrjósts þegar Kristín vinkona mín var dáin. Elsku Kristín mín, hvers virði væri allt heimsins prjál ef ekki væra í honum manneskjur til að elska. Að sitja hér í Ólafsvík í stof- unni minni og horfa yfir að húsinu sem þið Ingi byggðuð og vera að skrifa minningargrein um þig er svo óraunverulegt og svo sárt. Mér finnst að senn muni ég vakna upp við vondan draum og að fljótlega geti ég hringt í þig. Minningarnar leita á hugann og þær era óþrjótandi, fyrst sem barn í Kópavogi og til þess sem er í dag. Það var svo gott að koma til þín, hvar sem þú áttir heima. Þá var þér einkar lagið að útbúa fallegt heimili þar sem öllum leið vel. Þú varst list- ræn og smekkleg og áttir auðvelt með að miðla visku til samferða- manna þinna. Ekkert var þér óvið- komandi sem laut að fegurra og betra mannlífi. Stelpurnar mínar minnast þess þegar þið Ingi og Óli áttuð heima á Túnbrekkunni og ég var kannski að hengja út þvott og svo hvarf ég og eftir langa stund kom ég til baka og þá hafði ég bara „rétt skroppið" yfir til Kristínar. Það að „rétt skreppa" hefur þess vegna allt aðra merkingu hjá okkur en hjá öðram. Það var svo gaman að segja þér frá hvað maður var að gera, hvað maður var að kaupa, hvern maður hitti eða bara hvað hafði drifið á daga manns síðan síðast. Það var svo skemmtilegt að vera í nálægð við þig og skellihlæja með þér. Þú studdir mig í gleði og sorg án þess að krefjast nokkurs í staðinn. Þær era margar gjafirnai' sem ég á frá þér í gegnum árin og nú síðast af- mælisgjöfin sem við „Ljónin" völd- um hvor handa annarri úti í Portú- gal. I kortinu frá þér stendur við verðum áfram ungar í anda og hressar. Þegar þú áttir heima í Ólafsvík var morgunkaffið eitt af því sem margar vinkonur þínar máttu vart missa af. Það var nokkurskonar samkoma hjá þér þar sem mættust ólíkir persónuleikai' til að spjalla og þér var einkar lagið að láta alla njóta sín. Það var stundum langt liðið á hádegið þegar farið var heim enda óþarfi að fá sér eitthvað eftir kræsingarnar sem þú varst vön að bera á borð fyrir okkur. Ég þakka þér, elskulega vinkona, allar stundimar sem við áttum sam- an og allt sem þú gerðir fyrir okkur Jón og stelpumar okkar. Það verð- ur skrítið að geta ekki tekið upp símann og spjallað við þig, sagt þér frá þessu litla sem skiptir ekki máli þegar það er að gerast en verður svo mikilvægt þegar einhver annar fær hlutdeild í því. Þú varst sannur vinur og ég þakka fyrir að fá að vera samferðamaður þinn. Elsku Ingi, Óli, Steinunn, Eva, Gurra og aðrir aðstandendur, á skilnaðarstundu vottum ég og fjöl- ** skylda mín ykkur öllum dýpstu samúð um leið og við þökkum fyrir allt gamalt og gott. Guð blessi og varðveiti ykkur öll. Kolbrún Þóra Björnsdóttir. Falleg kona er farin frá okkur. Það er erfitt að skilja af hverju, en allir virðast vera sammála um að svona sé lífið. Ég trái því hinsvegar að lífið haldi áfram. Ég trái því að Kristín sé komin á besta stað sem hægt er að hugsa sér, í Paradís. Þó svo að ég trúi þessu er ég samt sorgmædd. Kristín var svo . yndisleg kona og mér finnst sárt og skrítið að ég sjái hana ekki aftur. Hún og mamma hafa verið vinkonur frá því ég man eftir mér og miklu lengur. Kristín var miklu meira en vinur okkar. Hún var eins og ein af fjölskyldunni. Hún, Ingi og Öli voru alltaf í góðu sambandi við mína fjöl- skyldu. Sérstaklega man ég eftir Kristínu og mömmu að undirbúa jólin. Það var allt undirlagt. Ef t.d. var verið að'steikja laufabrauð voru allfr sett- ir í að skera út og það vora ýmsar í útgáfur af mynstrum, bara mismun- andi eftir þroskastigi. Kristín var alltaf svo glöð og ynd- isleg. Ég var ávallt velkomin heim til hennar og Inga hvar sem þau bjuggu. Eg leigði einu sinni herbergi þar sem ekki var eldavél og ekkert bað. Kristín kom þá stundum og sótti mig og bauð mér í mat og bað í Rofabænum. Kristínu fannst það ekki mikið mál að ég væri græn- metisæta. Hún eldaði bara „spes“ fyrir mig. Það var alltaf fallegt þar sem Kristín bjó. Henni tókst alltaf að gera alla staði heimilislega og fal- lega, meira að segja tjaldið sitt, þar f var allt á sínum stað, gardínur og borðdúkar í stíl og alltaf nóg að borða. Ég þakka Guði fyrir að hafa feng- ið að þekkja hana og bið hana að hjálpa öllum sem eiga um sárt að binda. Elsku Ingi, Óli, Steinunn, Amar Logi og Eva, ég bið sérstaklega fyr- fr ykkur. Kveðja, Helga Björk Jónsdóttir. Það var sorgarfregn sem okkur starfsfólkinu í Félags- og þjónustu- miðstöðinni Hvassaleiti 56-58 barst miðvikudagsmorguninn 15. septem- i ber, að hún Kristín okkai' Ólafsdótt- ir væri dáin. Við samstarfsmenn hennar sem voram í vinnu þennan dag settumst öll niður, kveiktum á kertum og minntumst hennar í stuttri bæn. Kristín hætti störfum í maí sl. Hún var búin að starfa þjá okkur fyrst sem starfsmaður í heimaþjón- ustu og síðan sem flokkstjóri í 4 ár. Flokkstjórastarfið er ábyrgðarmik- ið starf og vandasamt. En Ki'istín var eins og kölluð í þetta starf. Hún var svo ljúf, úrræðagóð og lífsglöð. j'- Hún gaf frá sér svo góða strauma. Hún fylgdi starfsmönnum okkar í heimaþjónustu inn á ný heimili sem þurftu aðstoð. Hún fór í heimsókn til skjólstæðinga okkar sem voru orðnir veikir og athugaði hvemig þeim liði og hlúði að þeim. Á vinnu- staðnum var alltaf notalegt að hafa hana í nálægð, hún fylgdist vel með íC SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.