Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 43
1*
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 43
MINNINGAR
SIGRIÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Sigríður Guð-
mundsdóttir
fæddist 18. septem-
ber 1930. Hún lést
9. septeinber síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar: Guðmund-
ur Guðmundsson og
Kristín Krisljáns-
dóttir. Sonur Sig-
ríðar er Guðmund-
ur Kristján Jónsson.
títför Sigríðar
fór fram í kyrrþey.
Mig langar að minn-
ast Diddu systur minn-
ar með nokkrum orðum. Hún var
elst okkar systkina og ég ári yngri.
Við vorum því leikfélagar og mjög
samrýndar á æskuár-
unum. Eftir fermingu
tók líf okkar ólíka
stefnu. Eg fór í skóla
en hún út á vinnumark-
aðinn og fór að sjá fyr-
ir sér sjálf með ýmsum
störfum. Þar á meðal
starfaði hún hjá Guð-
mundi klæðskera í
Kirkjuhvoli og náði
góðum tökum á sauma-
skap. Þær voru ófáar
flíkurnar sem hún
saumaði af mikilli
vandvirkni á sjálfa sig
og aðra. Hún giftist
ekki en eignaðist einn son sem hún
ól upp ein að mestu. Hann var auga-
steinninn hennar, ljúfur og góður.
Didda var mjög bamgóð og með-
al annarra fengu bömin mín að
njóta þess. Við bjuggum í sama húsi
þegar Gummi, sonur hennar, og þau
vom lítil og vom þau alltaf velkom-
in hjá þeim, hvort sem var til að
leika sér eða í pössun. Seinna, á
unglingsáram Gumma, varð hún
fyrir þeirri miklu sorg að í ljós kom
erfiður geðsjúkdómur hjá honum.
Sjúkdómurinn hefur verið á misháu
stigi en er núna í jafnvægi sem ég
vona og trúi að verði áfram með
góðra manna hjálp. Hún annaðist
hann og studdi eins og best hún
kunni. Síðustu æviárin hafa verið
henni mjög erfið. Margskonar sjúk-
dómar hafa hrjáð hana og dregið úr
þreki hennar, þó að hún kvartaði
aldrei. Þegar kallið kom fékk hún að
fara fljótt.
Eg er þakklát fyrir samleið okkar
í lífinu og alla þá hjálpsemi sem hún
sýndi mér þegar ég þurfti á að
halda. Guð blessi minningu hennar.
Inga Guðmundsdóttir.
HAFSTEINN
JÓNSSON
+ Hafsteinn Jóns-
son fæddist 12.
júlí 1956. Hann lést
á heimili sínu hinn
31. ágúst siðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Há-
teigskirkju 8. sept-
ember.
Góður æskuvinur er
fallinn frá.
Hugurinn reikar aft-
ur til unglingsáranna,
til þess tíma þegar
daglegur samgangur
var okkar í milli og
enginn dagur leið án þess að ráðg-
ast væri í síma um hvað gera skyldi.
Við kynntumst haustið 1971 þeg-
ar við lentum í sama bekk í Armúla-
skóla í landsprófi. Tvennt dró okkur
saman, bókmenntaáhugi og brenn-
andi áhugi á stjórnmálum. A báðum
þessum sviðum var Hafsteinn
fremri en ég og þegar orðinn for-
framaður byltingarsinni og farinn
að smíða ljóð. Á þessum áram geisl-
aði hann af krafti og lífsgleði. Hann
var hugsjónamaður af lífi og sál, sí-
fellt í leit að óréttlæti til að afhjúpa
og knésetja.
Hafsteinn var grannur og hvikur
í hreyfingum, ljós yfirlitum og
brosmildur. Hann talaði að öllum
jafnaði lágt nema þegar honum var
mikið niðri fyrir þá hækkaði hann
róminn og talaði sköralega og not-
aði henduma til að leggja áherslu á
sitt mál. Hann var hlýr í fasi og al-
úðlegur og gaf sér góðan tíma til að
hlusta á viðmælendur sína. Þrátt
fyrir öra lund var hann einnig við-
kvæmur. Menning og pólitík vora
hans aðall en íþróttir fundust hon-
um hlægilegar.
Á þessum áram var
margt brallað. Við unn-
um saman í byggingar-
vinnu á sumrin og á
vetuma var náinn sam-
gangur þrátt fyrir að
við væram í sitt hvor-
um skólanum. Mikill
tími fór í útgáfu skóla-
blaða og á þessum ár-
um höfðu skólamir við
Hamrahlíð og við
Tjömina samstarf við
útgáfu þjóðmálablaðs,
„Vituð þér enn eða
hvað“. Margir lögðu
hönd á plóginn við útgáfu þess og
þeir sem að útgáfunni stóðu fengu
að minnsta kosti góða skemmtan
hvað sem væntanlegum lesendum
leið. Þá var mikið sýslað í Fylking-
unni á þessum áram eftir að við rót-
tæklingarnir úr Tjöminni gengum
til liðs við hana haustið 1973, að mig
minnir.
Að loknum menntaskóla lá leiðin
áfram saman þar sem við ásamt
fleiri félögum héldum til náms í Há-
skólanum í Essex. Hafsteinn axlaði
fyrr en við hinir félagamir lífsins
skyldur og stofnaði fjölskyldu og í
Essex fæddist Ella Jóna, dóttir
hans og Selmu. Það gerði að verk-
um að Hafsteinn hafði minni tíma til
að taka þátt á félagslífi okkar eins
og eðlilegt er.
Eftir að háskólaárunum í Essex
lauk hefur samgangur verið strjál-
ari eins og gengur þar sem leiðir
hafa ekki legið saman í jafn ríkum
mæli og áður.
Eftir situr minning sem hlýjar
um hjartarætur um góðan vin og fé-
laga
Dætranum báðum, Ellu Jónu og
Sóley, og foreldranum, Jóni og
Elínu, sendum við Guðrún innilegar
samúðarkveðjur.
Yngvi Örn Kristinsson.
BJORG
SIGURJÓNSDÓTTIR
+ Björg Sigurjónsdóttir fædd-
ist á Skjöldólfsstöðum í
Breiðadal, S-Múlasýslu, 27.
ágúst 1915. Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Eir 13. september
síðastliðinn og fór útför hennar
fram frá Fossvogskapellu 22.
september.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útranninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Að morgni 13. september kom
kallið til hennar ömmu okkar, sem
lá á hjúkrunarheimilinu Eir. Þá
kom sá tími að hún yfirgæfi þennan
heim og færi áfram eins og leiðin
liggur.
Minning okkar um ömmu er að
hún var bjargfastur punktur í til-
verunni, til hennar gátum við alltaf
leitað, því hún var alltaf til staðar
fyrir okkur og okkar fjölskyldur.
Fyrstu árin í lífi okkar systkin-
anna bjuggum við í kjallaranum í
sama húsi og amma, afi og
langamma. Árið 1968 fluttum við
fjölskyldan burt úr húsinu, en ekki
langt, aðeins hinum megin við göt-
una þannig að stutt var að skreppa í
heimsókn.
Amma hafði sérstakt dálæti á
hvönninni sem óx á lóðinni við húsið
og af afskomum blómum voru fresí-
ur í miklu uppáhaldi. Það var ekki
svo ósjaldan sem leitað var til
ömmu þegar átti að sauma eitthvað.
Ömmu datt alltaf eitthvað í hug
þegar grímuball var framundan,
saumaðir vora búningar í líki
galdrakarls, púka, trúðs, nomar og
flugu. Á vetuma fóram við í kass-
ann hjá ömmu og fengum hosur og
vettlinga sem yljaði okkur á köldum
vetrardögum. Með þá hlýju í huga
og allar okkar minningar kveðjum
við ömmu.
Frá Zagreb í Króatíu sendir
Heiða Dögg Jónsdóttir kveðju sína.
Henni þykir miður að geta ekki
fylgt Björgu langömmu sinni til
grafar, en við það fæst víst ekkert
ráðið. Magnúsi langafa sínum send-
ir hún innilegar samúðarkveðjur.
Hulda, Magnús og Iris.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vina
rhug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
KRISTJÖNU KRISTJÁNSDÓTTUR
saumakonu
frá Vatnsenda í Eyjafirði.
Reynir Björnsson,
Sigrún G. Björnsdóttir,
Ævar Björnsson,
Björg Björnsdóttir
og fjölskyldur.
+
Elsku hjartans vinur okkar,
JÓHANNES BENEDIKTSSON,
Hrafnakletti 2,
Borgarnesi,
er látinn.
Vilborg,
Óli Sveins.,
Addbjörg Erna, Birgir, Ólafur, Sunneva og Benedikt,
Steinunn Gunnarsdóttir,
Melkorka og Jófríður.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HALLA TULINIUS,
Víðilundi 20,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Seli að morgni þriðju-
dagsins 21. september.
Ottó Tulinius, Agnes Tulinius Svavarsdóttir,
Guðmundur Þ. Tulinius, Elke Tulinius,
Erna A. Tulinius
og ömmubörn hinnar látnu.
+
Móðir mín og tengdamóðir,
HREFNA RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR
frá Sæbóli í Aðalvík,
áður húsfreyja á Hesteyri
í Jökulfjörðum,
síðast til heimilis
á Hlíðarvegi 30, ísafirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði að kvöldið þriðjudagsins
21. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Magnús Reynir Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SÆMUNDUR JÓNSSON,
Siglufirði,
andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn 21. seþtember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jórunn Sæmundsdóttir,
Úlfar Sæmundsson,
Anna Sæmundsdóttir,
Sigrún Sæmundsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
faðir okkar,
Hjartkær eiginmaður minn,
tengdafaðir, afi og langafi,
EIRÍKUR SIGURJÓNSSON,
Lýtingsstöðum,
verður jarðsunginn frá Marteinstungukirkju
laugardaginn 25. september kl. 14.00.
Sigrún Haraldsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabarn.
-
Elskulegur eiginmaður minn,
RAGNAR ÞORSTEINSSON
fv. kennari í Reykjaskóla,
sem lést föstudaginn 17. þessa mánaðar,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 24. september kl. 13.30.
Sigurlaug Stefánsdóttir
og fjölskylda.
4