Morgunblaðið - 23.09.1999, Síða 40

Morgunblaðið - 23.09.1999, Síða 40
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 4 Tungumál deyr Jafnvel þótt það sé rétt, að tungumál hafi gildi í sjálfu sér, þá leiðir sú staðreynd ekki sjálfkrafa afsér að tungumál megi ekki deyja. Gi \ etur tungumál dáið, satt lífdaga, rétt Beins og manneskja? Þótt fullyrða megi að hvert einasta tungumál sem til er í heiminum sé verðmæti í sjálfu sér leiðir það ekki til þess, að skilyrðis- laust beri að halda öllum tungumálum lifandi. Ekki frek- ar en skilyrðislaust ber að halda fólki lifandi með öllum til- tækum ráðum. í heiminum eru nú alls töluð um sex þúsund tungumál, ef marka má það sem kom fram í tímaritinu New Stientist fyrir nokkrum árum. Af þeim eru einungis um 600 sprelllifandi, en um þrjú þúsund teljast í al- varlegri VIÐHORF hættu, sam- ... „ . .. _ kvæmtsér- Eftir Kristjan G. ,. ,. Arngrímsson fræðmgum. Han tungu- mál einungis nytjagildi, svona eins og hamar sem maður notar til smíða, skiptir ekki máli hvaða mál maður talar, frekar en það skiptir máli hvort maður notar klaufhamar eða kúluhamar til að reka nagla. Samkvæmt þessu viðhorfí væri eiginlega æskilegt að sem fæst mál væru töluð í heiminum til að allir gætu skilið alla. En þetta er ekki öll sagan. Einnig má halda því fram - eig- inlega andstætt þessu nytjavið- horfí - að tungumál hafi eigin- legt gildi. Það er að segja, það hefur gildi sem býr í því sjálfu, en verður ekki til vegna ein- hvers annars, æðra gildis, svo sem nytjagildisins. Það er þetta síðarnefnda við- horf - að tungumál hafi gildi í sjálfu sér - sem er meginrök- semd málverndarsinna fyrir því, að vernda beri tungumál með ráðum og dáð. Vandinn er hins vegar sá, að jafnvel þótt það sé rétt, að tungumál hafí gildi í sjálfu sér, leiðir sú stað- reynd ekki sjálfkrafa af sér að tungumál megi ekki deyja. Eitt af þeim fjölmörgu tungumálum heimsins sem nú eru á heljarþröm er tuscarora, tungumál norður-amerísku frumbyggjaþjóðarinnar Tuscar- ora. Fyrir þremur árum lést á sjúkrahúsi í Toronto í Kanada 93 ára gömul kona, Helen Salt- er, sem var síðasti Kanadabú- inn sem talaði þetta tungumál reiprennandi. Enn iifír þó málið meðal nokkurra frumbyggja á verndarsvæðum í Bandaríkjun- um. Joanne Weinhotz, sem er kennari við Tuscarora-skólann í Lewiston í Bandaríkjunum, sagði í umræðu um örlög tuscarora-málsins, að tungumál væri lykill að því hvernig mað- ur hugsi. Glatist tunga þjóðar- innar 'glatist með henni heims- sýn og menning þessarar þjóð- ar. I sama streng hafa fleiri mál- vemdunarsinnar tekið, og segja að í hverju einasta tungumáli sé í raun fólginn sérstakur skilningur á lífinu og tilverunni. Þetta viðhorf til tungumálsins hefur verið kennt við banda- ríska afstæðishyggju, og á sér rætur hjá þýska menntamála- frömuðinum Wilhelm Hum- boldt, sem var samtíðarmaður Goethes. Samkvæmt þessu viðhorfí myndi það leiða til einsleitni ef eitt tungumál yrði ráðandi í heiminum. Þess vegna kann mönnum að sýnast að það blasi við, að vernda þurfi þau tungu- mál sem til eru. En liggur það endilega ljóst fyrir? Ef það er vegna hættu á einsleitni sem manni ber að vernda tungumál, þá verður maður að telja fjölbreytni mik- ilvæga. Kannski finnst manni ekkert slæmt að einsleitni ríki í heiminum - manni gæti jafnvel fundist einsleitni eftirsóknar- verð. Ef maður telur ekki að fjölbreytni sé af hinu góða er ekki víst að maður telji eftir- sóknarvert að vernda öll tungu- mál heimsins. Auk þess er alls ekki víst að þótt tungumál deyi leiði það á endanum til þess að einungis eitt mál verði allsráðandi. Það virðist mega líta svo á, að ný mál fæðist. Eitt þessara „ný- fæddu“ mála er mál blökku- manna í Bandaríkjunum, mál sem stundum er kallað „svört enska“ eða „ebonics". Fyrir nokkrum árum sam- þykktu menntamálayfirvöld í Oakland, sem er ein af útborg- um San Francisco, að ebonics skuli virt sem sérstakt tungu- mál. Ekki hlaut þó málið jafnan sess við ensku. í þessu felst ekki að ebonics sé tungumál sem hefur nýlega verið búið til frá grunni - frem- ur má segja að það hafi líklega alltaf verið til, en oftast verið ^ skilgreint sem bjöguð enska. í viðurkenningunni á stöðu máls- ins er fólgin breytt skilgrein- ing, ebonics er sérstakt tungu- mál - þó væntanlega náskylt ensku. Allt lýtur þetta að þeim sama brunni að það eru ekki alveg skotheld rök fyrir málvernd að gæta þurfí fjölbreytni í málaflóru heimsins. Bæði er alls ekki gefið að fjölbreytni sé nauðsyn, og svo getur verið að ný mál komi í stað þeirra sem deyja. Þessu mætti kannski helst svara með því að benda á, að fjölbreytni er mikilvæg vegna þess að einsleitni eykur hætt- una á að endurskoðun og gagn- rýni verði erfið. Ef hvert og eitt tungumál felur í sér ákveðna heimssýn þá myndi einsleitni þýða að einungis sæist ein hlið á hlutunum og ógerningur yrði að sjá aðrar hliðar. Halda mætti áfram og segja, að því fleiri tungumál sem til séu í heiminum því fleiri hliðar hafi heimurinn - og því minni hætta sé á að sýn manns á hann verði þröng. Taki maður þennan pól í hæðina má kannski standa við þá fullyrð- ingu að fjölbreytni sé af hinu góða í málaflóru heimsins og þess vegna sé varhugavert að tungumál deyi. KRISTÍN SÓLBORG ÓLAFSDÓTTIR + Kristín Sólborg Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1954. Hún lést þriðjudaginn 14. september síð- astliðinn. Faðir hennar var Ólafur Bjartdal Þórðarson, f. 24. október 1917, d. 21. apríl 1995 og móðir Eva Sigríður Bjarnadóttir, f. 6. júlí 1919. Kristín Sólborg giftist Inga Arnari Pálssyni, f. 26. júnf 1952. Foreldrar hans voru Hul- dís Ingadóttir, f. 19. október 1929, d 16. maí 1985, og Páll Guðmundsson, f. 22. ágúst 1927, d. 16. febrúar 1995. Sonur Kristínar Sólborgar og Inga Arnars er Ólafur Ragnar, f. 19. nóvember 1974. Sambýliskona Ólafs Ragnars er Stein- unn Ósk Ægisdótt- ir, f. 3. apríl 1976. Sonur Ólafs Ragn- ars er Arnar Logi, f. 11. febrúar 1993 og dóttir Steinunn- ar er Sonja Lára, f. 6. febrúar 1995. Systir Kristínar er Guðrún Ólafsdóttir, f. 24. apríl 1949, gift Pétri Friðrik Þórð- arsyni. Dætur þeirra eru Guðný Eva, f. 29. júní 1972, Kolbrún Hrönn, f. 3. september 1975 og Hanna Björg, f. 11. september 1981, d. 16. ágúst 1999. Utför Kristínar Sólborgar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku hjartans ástin mín. Okkur skortir orð til að lýsa þeirri sorg sem yfir okkur hefur dunið síðustu vikur. En við verðum að trúa því að þér sé ætlað að ynna af hendi eitthvert mikilvægt hlut- verk annars staðar. Við viljum þakka fyrir öll yndislegu árin. Kveð ég í Guði góðan lýð, gleðilegar þeim nætur býð, þakkandi öllum þeirra styrk, þjónustu, hjálp og kærleiksverk. Astkæra þá, ég eftir skil, afhenda sjálfum Guði vil, andvarpið sér hann sárt og heitt, segja þarf honum ekki neitt. (H. Pétursson.) Þín er sárt saknað. Þinn eiginmaður og sonur. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, Hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson.) Sofðu rótt, bamið mitt. Þín mamma. Elsku, fallega, amma mín. Nú ertu farin frá mér. Það er svo margt sem ég vil segja við þig og mig langar svo oft að þú sért hér hjá mér því þú varst svo góður vin- ur minn. Eg er stundum með eina fallega kisu hjá mér og ég vildi að þú hefðir séð hana en ég held að þú getir samt séð hana því ég veit að þú verður alltaf hjá mér og þú leiðir mig þegar ég er einn að labba og munt alltaf gera það. Þú hugsaðir alltaf svo vel um mig, gafst mér fal- lega hluti, föt og dót. Takk fyrir vestið og buxurnar sem voru síð- ustu fötin sem þú keyptir handa mér. Ég ætla alltaf að muna þegar við vorum saman á Amarstapa og ég ætla að setja mynd af þér við hliðana á Bjarnafossi. Nú stendur kofinn minn þar en þú komst aldrei í kaffi til mín þangað því þú hafðir svo margt að gera. En þú ert alltaf velkomin heim til mín og í kofann. Ég man þegar við vorum að setja niður trén við bústaðinn og nú verða þau stór og gömul. Ég ætla að hugsa vel um trén fyrir þig og líka um afa því ég veit að hann saknar þín svo mikið. Ég sakna þín líka mjög mikið. Þú gast ekki klárað að föndra allt sem þú varst að gera og þess vegna langar mig mest að taka það heim og láta mömmu klára það fyrir þig. Núna ertu á himnum að skreyta allt og gera fínt og vonandi er til nóg af föndurdóti hjá Guði. Bless, bless, kæra, unga amma mín. Þinn Arnar Logi. Mig langar í þessum orðum að minnast Kristínar, tengdamóður minnar. Það var fyrir þremur áruin að ég tengdist þér og /jölskyldu þinni þegar ég kynntist Ólafi syni þínum. Þær stundir sem við áttum sam- an voru alltaf góðar en voru alltof fáar, enginn fór varhluta af góð- mennsku þinni og ekki síður ég sem tengdadóttir þín sem þú tókst opn- um örmum og varst mér alltaf innan handar og sem góður vinur og Sonju Láru sem þú varst sem besta amma og ánægjan og tilhlökkunin til þess sem í vændum var þegar ég sagði þér frá að brátt mundi fjölga í fjölskyldunni. Alltaf þótti okkur gott þegar þú komst í heimsókn til okkar. Það fylgdi þér ávallt glað- værð og góðsemi. Það er erfitt að lýsa því í orðum þegar fólk er hrifið á brott í blóma lífsins. Enginn skilur tilganginn, einhver hlýtur hann að vera, en þín bíður annað og meira hlutverk ann- ars staðar en hér. Fallegar minningar á ég í hjarta mínu um þig sem ég mun varðveita og deiia með fjölskyldu minni. Drottinn vakir, Drottinn vakir, daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Elsku Ingi, Óli, Arnar Logi, Eva, Guðríður og fjölskyldur. Megi góð- ur Guð gefa okkur öllum styrk í þessari miklu sorg. Ég mun ævinlega minnast þín með þakklæti. Steinunn Rut. Kveðja til ömmu Kristínar. Þín Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. (Höf.ók.) Sonja Lára. Elsku Kristín. Það er svo ótrúlegt að þú skulir vera farin. Frá því að við munum eftir okkur hefur þú verið til staðar. Skemmtilega og lífsglaða Kristín frænka sem kátínan geislaði alltaf af og hreif alla með sér. Þú varst mikill sálfræðingur og hafðir sér- staka náðargáfu til að hlusta, enda elskuðu þig allir, bæði börn og full- orðnir. Þú áttir alltaf til ást og um- hyggju handa einum í viðbót og og stóðst eins og klettur við bakið á þeim sem á þér þurftu að halda. Þegar við vorum litlar var alltaf mikið tilhlökkunarefni að fá ykkur í heimsókn austur, eða að fá að fara til ykkar vestur á Snæfellsnes. Báð- ar vorum við sumarlangt hjá ykkur, sitt í hvoru lagi, og eigum margar góðar minningar frá þeim tíma. Þegar þið svo fluttuð til Reykjavík- ur og við á Kjalarnesið þóttumst við hafa himin höndum tekið. Það var svo gaman að vera í návist ykkar því þið voruð alltaf eins og nýgift. Við gerðum oft gi'ín að því að sam- komulagið væri svona gott því Ingi væri alltaf á sjónum, en sú var ekki raunin. Þið voruð einfaldlega í hópi þeirra fáu sem hlotnast sú hamingja að finna sinn sálufélaga og besta vin í maka sínum. Elsku Ingi, missir þinn er þendanlega mikill. Sama á við um Óla ykkar, sem misst hefur yndislega móður og vin, og fjöl- skyldu hans. Arnar Logi og Sonja Lára eiga sérstaklega bágt með að skilja að elsku amma sé farin og það er sárt til þess að hugsa að bama- barnið sem er á leiðinni eigi aldrei eftir að kynnast þér. Fyrir aðeins rúmum tveimur vik- um síðan komstu í afmæliskaffi tO annarrar okkai’. Þá réttirðu mömmu lítinn pakka og þegar hún spurði þig af hverju þú værir að færa henni þetta þá sagðirðu að það væri bara af því að hún væri svo góð systir. Þetta var ákaflega lýsandi fyrii’ þig. I pakkanum voru svoköll- uð vemdarenglaspil. A fyrsta spil- inu stendur skrifað: „Allt umhverfis okkur eru verndarenglar. En við er- um oft ómeðvituð um návist þeirra. Þessir verndarenglar auðvelda okk- ur að ná sambandi við þá og taka á móti leiðbeiningum frá þeim.“ (c Guðrún G. Bergmann-1996). A þeim tíma óraði engan, og allra síst þig, fyrir því að við myndum líka missa þig svona fljótt. Svona er lífið óút- reiknanlegt. Elsku Ingi, Óli, Steinunn, Arnar Logi, Sonja Lára, Eva amma og mamma. Missir okkar allra er mikOl og sár en minningamar em bjartar og hlýjar. Við trúum því að enn hafi bæst í vemdarenglaherinn á himn- um og að þar hafi Kristín okkar tek- ið við verðugu nýju hlutverki við hlið Hönnu systur og allra hinna. Kæra Kristín. Þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur alla tíð. Þínar frænkur, Guðný og Kolbrún. Kristín er dáin, Kristín hans Inga bróður míns er dáin. Það getur ekki verið, við sem voram saman í af- mælinu hennar Salome Huldísar á Selfossi á laugardaginn, ásamt Óla syni þeirra, Steinunni, Arnari Loga og Sonju Láru. Ég sé bara svart, allt er eins og í þoku, maður tekst aldrei sjálfviljugur á við sorgina. Hún verður óvelkominn gestur sem maður þykist ekki taka eftir þegar hún lætur vita af sér. Henni er ekki boðið í hús þegar hún knýr á. Mað- ur herðir sig, ýtir henni frá sér, lít- ur undan, segist ekki vera heima. Vonai’ að hún fari húsavOlt. Grát- biður skaparann um að nú fái mað- ur frið, þessum stöðuga ágangi fari að linna, sem það gerir ekki, ekki fyrr en maður fer til dyra, opnar hjarta sitt fyrir þessum vágesti og tekur við því sem hann hefur að kenna manni. Þá loks brotnar mað- ur, tárin fara að flæða og varlega fer maður að sýna sárin sín. Tekur upp úr handraðanum allar þær sáru tilfinningai’ sem hrúgast hafa sam- an og lokast inni í öll þessi ár frá því við Kristín sátum saman heima hjá mér þegar mamma dó (Huldís á Malarrifi). Þá trúði hún mér fyrir því að það hafi eitthvað dáið með mömmu. Og hvað við voram sárar að enginn hafði manndóm í sér að setja orð á blað til að minnast henn- ar. Kristín var heOsteypt kona, hún var mágkona mín, trúnaðarvinur og systirin sem ég ávallt þráði. Það var mannbætandi að þekkja hana, hún var mjög næm á tOfinningar fólks. Það er ekki nema mánuður síðan systurdóttir hennar dó, hún Hanna Björg, Hanna Björg sem hún var svo stolt af, dóttir þeirra Gurru og Péturs, litli sólargeislinn þeirra með rauðgullna hárið sitt. Hún tók það andlát mjög nærri sér, hún hafði svo miklar áhyggjur af móður sinni og vonaði að góður guð myndi lina þjáningar þeirra. Við Gústa, vin- kona hennar, sátum í erfidrykkj- unni hennar Hönnu Bjargar þegar við vorum að velta þessu lífi fyrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.