Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 37
36 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 M- MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 37 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SALAN A FBA SALA sparisjóðanna á u.þ.b. fjórðungs hlut í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. í byrjun ágústmánaðar leiddi til þess, að áform ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu ríkisbank- anna komust í uppnám. I fyrsta lagi var augljós hætta á því, að sala á 51% hlut ríkisins í dreifðri sölu, eins og hafði verið ætlun ríkisstjórnarinnar, yrði til þess að meirihlutaeign ríkisins og þar með skattgreiðenda félli mjög í verði, þar sem einn aðili, Orca- hópurinn, hefði við þær aðstæður nánast verið búinn að tryggja sér ráðandi hlut í bankanum. I öðru lagi sýndi sala sparisjóð- anna til Orca-hópsins, að við einkavæðingu ríkisbankanna gætu þeir auðveldlega skipzt upp á milli ólíkra viðskiptasamsteypa, sem frá pólitískum sjónarhóli var óviðunandi. Almenningur, sem hefur horft upp á kvótakerfið í núverandi mynd skapa gífurlegt misrétti og tilfærslu eigna til fámenns hóps, gæti ekki sætt sig við að svipuð þróun yrði við einkavæðingu bankanna. Sparisjóðirnir settu ríkisstjórnina í mikinn vanda með sölu hlutabréfanna í FBA. Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar tekið af skarið og auglýst útboð á 51% hlut ríkisins í bankanum með fyr- irkomulagi, sem er bæði ætlað að tryggja, að eignir skattgreið- enda í FBA falli ekki stórlega í verði eins og auðveldlega gat gerzt í kjölfar sölu sparisjóðanna og að upphaflegum markmið- um ríkisstjórnarinnar um dreifða eignaraðild að ríkisbönkunum verði náð. Ekki verður annað séð en að með þeirri skipan mála, sem kynnt hefur verið, verði þessu takmarki náð í fyrstu lotu. Það er hins vegar ekki nóg. Það verður að tryggja með laga- setningu, að eignaraðild að bönkunum verði dreifð til frambúðar og að viðskipti með hlutabréf í ríkisbönkunum á eftirmarkaði verði ekki til þess, að smátt og smátt komist bankarnir í fárra manna hendur. I þeim umræðum, sem fram fóru í ágústmánuði um þessi mál í kjölfar sölu sparisjóðanna, virtist svo sem talsmenn allra stjórn- málaflokka væru sammála því í orði, að nauðsynlegt væri að tryggja dreifða eignaraðild að ríkisbönkunum við einkavæðingu þeirra. Hins vegar vakti það athygli, að hver stjórnmálamaður- inn á fætur öðrum, ekki sízt úr röðum stjórnarandstæðinga - en þær raddir mátti einnig heyra innan stjórnarflokkanna - lýsti þeirri skoðun, að það væri óframkvæmanlegt að tryggja dreifða eignaraðild að bönkum með lögum og reglum. Morgunblaðið hefur hins vegar sýnt fram á, m.a. með tilvísun til upplýsinga frá bankaeftirliti Bandaríkjanna, að margvíslegar takmarkanir eru á eignarhlut í bönkum víðs vegar um heim og af ýmsum ástæðum. I þessu samhengi skiptir það eitt máli, að fordæmi eru fyrir slíkum takmörkunum í mörgum löndum og það ætti að duga til þess að sannfæra menn um, að þar með sé það framkvæmanlegt hér að setja slíkur reglur. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefur frá upphafi gengið fram fyrir skjöldu og lýst með afdráttarlausum hætti þeirri skoðun sinni, að eignaraðild að bönkum ætti að vera mjög dreifð. Þessum sjónarmiðum lýsti forsætisráðherra í viðtali við Morgunblaðið fyrir rúmu ári, löngu áður en sala sparisjóðanna á hlut þeirra í FBA vakti slíkar deilur, sem raun varð á. Af ástæð- um, sem erfitt er að skilja, hefur Davíð Oddsson orðið fyrir miklu aðkasti, bæði frá einstökum talsmönnum stjórnarandstöð- unnar og frá sumum fjölmiðum, vegna þeirrar eindregnu af- stöðu, sem hann hefur tekið í þessu mikilvæga máli. Hvað veld- ur? Hvað veldur því, að forystumaður í stjórnmálum, sem tekur upp baráttu fyrir því að hagsmunir almennings verði ekki fyrir borð bornir, verður fyrir slíku aðkasti? Þeir sem fyrir því standa eru augljóslega að berjast fyrir sérhagsmunum en ekki al- mannahag. Nú í lok þessarar aldar leika margvíslegir straumar um ís- lenzkt samfélag. Þar má m.a. finna tilhneigingu til þess, að stöðugt meira af eignum þjóðarinnar færist á fárra hendur. Morgunblaðið hefur í áratug barizt hart gegn þeirri þróun á vettvangi sjávarútvegsins. Nú hefur formaður Sjálfstæðis- flokksins tekið upp kröftuga baráttu fyrir því, að eignaraðild að fjármálakerfi þjóðarinnar verði eins dreifð og nokkur kostur er. Hann mun njóta stuðnings almennings í þeirri baráttu. Vandi stjórnarandstöðuflokkanna í þessu máli er sá, að þeir hafa enga stefnu fram að færa. A hvaða forsendum geta Sam- fylkingin og Vinstri-grænir tekið upp baráttu gegn því að eign- araðild að bankakerfinu verði sem dreifðust? Er það allt í einu orðin hugsjón íslenzkra jafnaðarmanna að tryggja framgang sérhagsmuna og lokaðra viðskiptasamsteypa hverju nafni sem nefnast? Markmiðin varðandi einkavæðingu ríkisbankanna eru skýr: við þá einkavæðingu verður að tryggja dreifða eignaraðild. Það er hægt hér á íslandi ekki síður en annars staðar. Með því fyrir- komulagi, sem kynnt hefur verið við sölu á 51% hlut ríkisins í FBA hefur tekizt að finna leið út úr þeim ógöngum, sem sala sparisjóðanna kom einkavæðingaráformum ríkisstjórnarinnar í. Það sölufyrirkomulag er opið og sanngjarnt gagnvart hugsan- legum tilboðsgjöfum en það er líka til þess fallið að tryggja hagsmuni núverandi eigenda þessa hlutar, fólksins í landinu. D Davíð Oddsson forsætisráðherra um fyrirkomulag á sölu á 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins AVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ríkisstjórnin hefði náð fram markmiðum sínum varðandi sölu á Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins með því fyrirkomulagi sem verður á 51% hlut ríkisins. Það hefði hins vegar aldrei vakað fyrir stjóm- inni að hafa áhrif á það hverjir ættu bankann eftir að hann hefði verið seldur. Hins vegar hefði blasað við að verðgildi hlutar ríkisins myndi rýrna vegna þess hve lítið eignar- haldsfyrirtækið Orca SA hefði þurft að bæta við eign sína til að öðlast ráðandi hlut, en með því fyrirkomu- lagi, sem ákveðið hefði verið, væri komið í veg fyrir það. Ríkisstjórnin kynnti fyrirkomu- lagið á sölu FBA á þriðjudag og kom þá fram að undirbúningur út- boðsins færi fram í október og til boð yrðu opnuð 5. nóvember. Davíð sagði að hugsunin að baki þessu fyr- irkomulagi væri sú að hlutur ríkis- ins í Fjárfestingarbankanum, 51%, yrði seldur í einu lagi til að tryggja að hámarksverð fengist fyrir hann. .Aðdragandi þess er mönnum kunnur því það var vilji ríkisstjórn- arinnar að bankinn færi í dreifðri eignarsölu," sagði hann. „Síðan kom á daginn að það hafði átt sér stað heilmikill rakstur á hlutabréfum í eina átt. Síðan fór fram sala til eins aðila og á bak við þá sölu hefur verið upplýst að liggi leynilegur samning- ur, sem þó hefur ekki verið birtur, um að sameiginlega sé unnið að yfír- töku bankans milli seljandans og kaupandans.“ Davíð sagði að þegar þetta hefði legið fyrir hefði verið augljóst að það markmið ríkisstjórnarinnar að bankinn yrði í dreifðri eignarsölu hefði verið skemmt og til viðbótar væri hættan sú að stór hluti af bréf- um ríkisins yrði verðlítill vegna þess að þessir aðilar þyrftu mjög lítið að bæta við sig til að ná yfirráðum yfir bankanum. „Þess vegna var ákveðið í sam- ræmi við það, sem ég sagði þegar þessi staðreynd lá fyrir, að hlutinn, sem eftir var, yrði seldur í einu lagi til að tryggja það að öll bréf ríkisins færu við hæsta verði,“ sagði hann. „Þetta var ekki okkar fyrsta ósk, en var óhjákvæmilegt miðað við þá þróun, sem málið hafði. Jafnframt var ákveðið að reyna að hafa skil- mála með þeim hætti að auðveldast væri fyrir sem flesta aðila að bjóða, en auðvitað setur það fjöldanum takmörkun að gert er ráð fyrir að 51 prósentið seljist í einu lagi og sé staðgreitt til ríkissjóðs. Það þýðir að menn verða að hópa sig saman og enginn þeirra má eiga meira en sex prósent. Þannig að innan þess hóps verður um dreifða hlutdeild að ræða.“ Stóð aldrei til að velja kaupendur Davíð sagði að fullyrt hefði verið án þess að nokkur fótur væri fyrir því að til hefði staðið af hálfu ríkis- ins að velja kaupendurna. „Það hefur aldrei staðið til og er fáránleg hugmynd," sagði hann. „En á hinn bóginn er augljóst að menn verða að ná saman og verða að sæta ákveðinni tegund af forvali, sem menn geta kallað þátttökutil- kynningu, áður en þeir fá að bjóða þannig að tryggt sé að þeir uppíylli þau skilyrði, sem sett eru um tengsl og skyldleika, en eftir það eru sem allra fæstár takmarkanir sett- ar, nánast þær einar að ríkisbank- arnir tveir geta ekki verið saman í hópi með öðrum bönkum." Davíð sagði að skýringin á því að ríkisbankamir væru undanskildir væri sú að menn teldu að það væri ekki einkavæðing í víðasta skilningi þess orðs ef ríkisbankarnir gætu sameinast um tiltölulega stóran hlut í þessum banka. Þetta hefði verið umdeilanlegt ákvæði í ljósi þess að til stæði að einkavæða hina ríkisbank- ana og hefði getað gengið í báðar átt- ir, en niðurstaðan hefði orðið þessi. Telur tryggt að verðgildi hlutar rfldsins í FBA hafí ekki rýmað Davíð Oddsson forsætisráðherra telur að atburðirnir í kringum Fjárfestingar- banka atvinnulífsins undanfarið sýni að fjármálakerfíð á Islandi sé því miður það vanþroskað að þörf sé á skráðum reglum á meðan hinar óskráðu séu ekki byrjaðar að virka. Hann sagði í samtali við Karl Blöndal að með því fyrirkomulagi, sem ríkisstjórnin hefði ákveðið að hafa á 51% hlut ríkisins í FBA, væri tryggt að markmiðum hennar yrði náð. Verða að sæta ákveð- inni tegund af forvali „Síðan er gert ráð fyrir því að þessir aðilar sjálfir ákveði sitt sam- starf - ef við gerum ráð fyrir að þetta seljist," sagði hann. „Nú á eft- ir að koma í ljós hvort nást saman hópar til að bjóða í hlutinn með þessu fyrirkomulagi. En gerist það verður hverjum aðila fyrir sig innan þess hóps, sem hefur best í útboð- inu, afhent bréfin þannig að það reynir á þá hvort þeim tekst að starfa saman um rekstur bankans eða ekki.“ Hann benti á að hvorki sparisjóð- irnir né eignarhaldsfyrirtækið Orca SA hafi verið útilokuð umfram aðra þegar ákveðið var hvernig staðið yrði að útboði hlutar ríkisins í FBA. Þannig er litið á sparisjóðina sem óskylda aðila í lýsingu á fyrirkomu- lagi útboðsins. „Eina aðfínnsluefnið hjá mér all an tímann hefur verið tvíþætt," sagði Davíð. ,Annars vegar að það hafi verið skemmt fyrir okkur að hafa þetta í sem allra dreifðastri eignaraðild. Hins vegar, þegar það var búið, að það ætti að setja upp kerfi, sem gæti leitt til þess að bréf ríkisins fari á mjög lágu verði. Við erum því aðeins að tryggja þessi at- riði, sem hefur komið fram hjá mér að væri minn vilji. Það er það, sem gerist, og öðruvísi er það ekki.“ Sú spurning hefur vaknað hvort hægt sé að áfellast menn fyrir að fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar þar sem hún hafði ekki tryggt að hún næði fram markmiðum sínum, til dæmis með lagasetningu. Sparisjóðir í þannig stöðu að hægt er að finna að þegar farið er gegn stefnu stjórnar „Menn geta að minnsta kosti ver- ið óánægðir með að hálfopinber fyr- irtæki eins og sparisjóðirnir skuli standa fyrir þessu eða fyrirtæki, sem þeir bera 100 prósent ábyrgð á,“ sagði hann. „Sparisjóðirnir lúta sérstökum reglum, sveitarfélögin eiga aðild að þeim og þeir hafa ákveðið forskot í þjóðfé- laginu, því að þetta eru fyrirtæki, sem engir eiga. Það er hægt að fínna að því í sjálfu sér og jafnframt því að þeir hafi selt einum aðila með slíkum baksamningi, sem ekki er síðan kynntur almenningi og öðrum hluthöfum, sem er stórlega ámælis- vert að mínu viti. Og við það er enn- þá búið að þessi samningur, sem menn vita þó um, er ekki kynntur öðrum hluthöfum. Það er stórlega ámælisvert. En það er út af fyrir sig liðin saga, þó að hún standi og menn þekki hana. En þetta er að- ferð ríkisins til að tryggja það eins og ég nefndi í upphafí að við fáum sem allra hæst verð fyrir okkar hlut í bankangum." „Lægsta stig í blaðamennsku sem maður hefur séð hér í áratugi" í dagblaðinu Degi á þriðjudag var því haldið fram að Davíð Oddsson hefði verið beygður og orðið undir í viðureigninni við Framsóknarflokk- inn þegar ákveðið var hvernig að sölunni á hlut ríkisins í FBA skyldi staðið og sagt að útfærslan yi-ði nú önnur en hann hefði kynnt í upphafi. „Eg vil nú reyndar ekki svara neinu um hin undarlegu skrif þessa dagblaðs, sem lýtur ekki venjulegum lögmálum dagblaða," sagði hann. „011 þessi skrif þeirra á undanförn- um vikum hafa verið algerlega fyrir neðan allar hellur - tilbúningur, upp- lognar sögur, fullyrðingar, sem ekki hafa staðist neina skoðun - og þeim virðist vera alveg sama. Því hefur verið haldið að lesendum þess blaðs að ég hafi verið að beygja Framsókn- arflokkinn alveg samfellt núna í 10 eða 20 daga og núna séu þeir að beygja mig á móti. Hvort tveggja er alger uppspuni og rugl. Þeir fullyi-ða að ég hafi viljað hafa eitthvert lokað forval og ætlað að velja sjálfur hverj- ir fengju að kaupa og því miður étur Sighvatur Björgvinsson það upp með ósmekklegum hætti og leyfir sér að túlka örstutt viðtal við mig með sér- lega óskammfeilnum útúrsnúningi. Þetta er eins og hver annar hugar- burður og della. Reyndar sagði ég í viðtali við Dagblaðið 28. ágúst síðast- liðinn að ekki kæmi til greina að selja bréf ínkisins í FBA til eins aðila held- ur yrðu þau seld í einu lagi til stórs hóps. Og ég tók fram að stjómar- flokkarnir væru um þetta sammála þannig að þetta hefur alltaf legið fyr- ir. Það, sem þeir eru að reyna að snúa út úr, er þetta: Eg nefndi að það kæmi til álita að hafa forval - og við erum reyndar með forval - en ekki í þeirri mynd, sem var hjá Skýrr hf. [sem Davíð hafði nefnt sem dæmi] enda var það þannig að það fyrirtæki var ekki á markaði og því varð að hafa forval til að gefa mönn- um tækifæri til að kynna sér íýrir- tækið, sem ekki var nauðsynlegt í þessu tilviki þar sem fyrirtækið er á markaði. En það getur farið svo eftir forval að það verði aðeins einn, tveir eða þrír hópar um hituna. Forvalið eða þátttökutilkynningin, sem við höfum, gengui- út á það að það verði rannsakað fyrirfram hvort aðilinn uppfylli þau skilyrði sem sett era,“ sagði hann. „Það er þetta, sem allan tímann hefur verið átt við, og ekkert öðruvísi. Því miður er þetta blað, sem þú áðan nefndir, komið niður á lægsta stig í blaðamennsku sem maður hefur séð hér í áratugi." Ekki ágreiningur milli sljórnarflokkanna Davíð neitaði því að sérstakur ágreiningur hefði verið milli stjórn- arflokkanna þótt nokkurn tíma hefði tekið að komast að niðurstöðu um það hvernig hátta ætti útboðinu. „Niðurstaðan í þessu varð í raun- inni í öllum meginatriðum sú, sem ég sagði frá íýrir nokkru að sam- komulag hefði orðið, og hún hefur í raun ekkert breyst," sagði hann. „Unnið hefur verið að útfærslu þeirra hugmynda, sem menn höfðu komið sér saman um. Þær eru í engu frábrugðnar því sem við ákváðum á fundi ráðherranefndar- innar um einkavæðingu fyrir um þremur vikum. Annað er bara út- færsluatriði." Finnur Ingólfsson nefndi í viðtali að til gi'eina kæmi að fresta útboði á FBA í ljósi þess hvernig komið væri og kvaðst Davíð einnig hafa ljáð máls á því að til álita kæmi að fara sér hægar. „Síðan fengum við ábendingar um það frá aðilum, sem tengjast bank- anum, að það væri það versta, sem íýrir bankann gæti komið að þetta væri dregið,“ sagði hann. „Auðvitað hlustuðum við á slík rök að gagnvart jafnt inn- lendum sem erlendum _______________ viðskiptavinum væri afar vont að hafa þetta lengi í lausu lofti. Þvi hurfum við frá því þótt ég hefði nefnt þetta og forustumenn Fram- sóknarflokksins einnig því að það hefði ekki verið hollt fyrir bank- ann.“ Davíð sagði að það hefði verið mat einkavæðingarnefndarinnar að lágmarksgengi í útboðinu yrði 2,8 og væri það á svipuðu róli og verið hefði þegar seldur var fjórðungs- hlutur í bankanum. Þótt hefði eðli- legt að hafa lágmarksgengið ekki lægra en þá. Það gengi þýðir að Hef ekki skilið bofs í fram- göngu Sam- fylkingarinnar Davíð Oddsson forsætisráðherra. saman þurfa þeir aðilar, sem að til- boði kynnu að standa, að geta reitt fram um tíu milljarða króna. Þótt fyrirhugað útboð með forvali eigi að tryggja að minnst níu aðilar sameinist um að kaupa hlut ríkisins í FBA er ekkert, sem kemur í veg fyrir það að þessi hlutur færist að einhverju eða öllu leyti á færri hendur síðar meir. Davíð sagði að það væri ekki fyrirhugað að ríkis- stjórnin hefði afskipti af því hverjir ættu bankann er hann væri kominn í einkaeign. Vildum ekki láta gera atlögu að okkar eignum „Eins og ég sagði um leið og þetta kom upp með sparisjóðina, Kaup- þing og Orca blasti við sá vandi að hlutur ríkisins yi'ði minni að verð- gildi en stæði til,“ sagði hann. „Við höfum aldrei ætlað okkur að ráða því hverjir ættu þennan banka eftir að við seldum hann, en við vildum ekki láta gera atlögu að okkar eignum og megum ekki gera það fyrir hönd íbúa í þessu landi. Eftir að hluturinn hefur verið keyptur með þessum hætti og ríkinu tryggður eins hár hlutur og verða kann fyrir bankann verður það bara að ráðast hvað síðar verður.“ Hann sagði að í þessu tilviki kæmi ekki til álita að hafa áhrif á hvernig eignaraðild yrði háttað með lagasetningu. Hins vegar teldi hann að skoða ætti slíka hluti, enda hefði komið á daginn að mjög víða væru slíkar reglur í gildi, öfugt við það, sem ýmsir hefðu fullyrt. „Og það er ekki bara svo að þær séu víða í gildi, heldur eru þær í raun virtar annars staðar þótt þær Morgunblaðið/Golli séu óskráðar," sagði hann. „Því mið- ur er okkar fjármálakerfi svo van- þroskað að við þurfum kannski í byrjun á skráðum reglum að halda á meðan hinar óskráðu eru ekki byrj- aðar að virka eins og verður vonandi þegar markaðurinn þroskast." Hann sagði að í þessu tilviki hefði ríkisstjórnin ákveðið að þessu yrði ekki breytt þar sem málið væri það langt komið, en ýmislegt þyrfti að skoða í þessu sambandi. „í íýrsta lagi þurfum við að huga að stöðu fjármálaeftirlitsins," sagði hann. „Staða þess virðist vera af- skaplega veik. Það hefur enn ekki fengið þennan leynisamning [Kaup- þings og Orca SA]. Aðilarnir virða eftirlitið að vettugi. Fjármálaeftir- litið þarf að vera þannig að það veki ekki falskar vonir neytenda og við- skiptavina. Ég hef ekkert út á störf þess ágæta fólks sem þar vinnur að setja, nema síður sé. En það hefur komið á daginn að það virðist vera að lagaskilyrði þess séu afskaplega veik. Ég tel að það komi til greina að styrkja stöðu þess. Síðan eigum við auðvitað að skoða í framhaldinu og ræða það hvort unnt yrði að koma á þeim reglum, sem sátt yrði um og tryggðu að við lentum ekki í þessu aftur.“ Spurning um skyldu til yfirtökutilboðs Samkvæmt hlutafélagalögum er það svo að eignist ákveðinn aðili meirihluta í fyrirtæki eiga eigendur minnihlutans kröfu á því að viðkom- andi kaupi hlut þeirra sama verði og meirihlutann. Davíð sagði að þetta yfirtökuskilyrði kynni hugsanlega að eiga við í þessu tilfelli. „Hver aðili fyrir sig verður að meta það,“ sagði hann. „Við setjum engar reglur um það. Aðilarnir, sem bjóða, verða sjálfir að meta það hvort í þeirra tilboði og samstarfi felist að þeir geti verið bundnir þeim skilyrðum að setja fram yfir tökutilboð. Þá gæti Orca farið fram á það. En það er ekki víst að þetta eigi við. Það fer eftir því hvaða sam- band er í hópnum. Það að hverjum aðila fyrir sig verða afhent bréfin, en ekki hópi, gerir það nú ekki lík- legt að skylda til yfirtökutilboðs verði fyrir hendi." Davíð kvaðst ekki vilja tjá sig um það hvernig sá hópur, sem er að baki Orca SA, sem aðsetur hefur í Lúxemborg, hefði staðið að málum eftir að hann keypti sig inn í FBA, en það væri hins vegar umhugsun- arefni að fjármálafýrirtæki hér virt- ust ekki lengur geta stofnað fyrh'- tæki á Islandi, heldur þurfi að gera það í skjóli leyndarreglna í þeim löndum, sem byðu upp á slíkt. Oþolandi ef fyrirtæki skrásett erlendis hafa meiri rétt en fyrirtæki skráð á íslandi „Mér finnst það ills viti fyrir ís- land og ég tel að íslensk yfirvöld þurfi að skoða mjög vel hvað það er, sem leiðir til þess að þessi fram- gangur er hafður á,“ sagði Davíð. „Þetta er til að mynda notað til þess að þurfa ekki að gefa íslenska fjár- málaeftirlitinu þær upplýsingar, sem önnur fyrirtæki þurfa að gefa. Þessir aðilar eru því ekki að gæta jafnræðis gagnvart íslenskum fyrir- tækjum. Það er auðvitað óþolandi ef fyrirtæki skrásett með þessum hætti hefur meiri rétt en þau fyrir- tæki, sem búa við íslenskar reglur. Það þarf að fara mjög nákvæmlega ofan í þetta. Þetta hefur verið rætt óformlega í ríkisstjórn. Það er þörf á því að fara ofan í hvernig á því stendur að þegar menn ræða um fjárfestingar í fyrirtækjum hérlend- is eða erlendis er byrjað á því að stofna fyrirtæki erlendis. Það hlýtur að benda til að eitthvað sé að hjá okkur og við hljótum að laga okkar reglur þannig að jafnræðis sé gætt og þau fyrirtæki, sem hér eru skráð og stofnsett, búi ekki við lakari kost en þau sem eru skrásett erlendis.“ Mikil pólitísk viðbrögð hafa fylgt í kjölfarið á þeim ummælum, sem Davíð lét falla eftir að Orca SA keypti hlut í Fjárfestingarbankan- um og nú síðast hefur Sighvatur Björgvinsson, einn af forustumönn- um Samfylkingarinnar, gagnrýnt hann fyrir að hafa sagst ætla að láta fara fram lokað forval. „Ég hef til að mynda ekki skilið bofs í framgöngu Samfylkingarinn- ar í þessum efnum,“ sagði hann. ,Að vísu hefur þar hver höndin verið upp á móti annarri eins og í flestum málum og ekki hægt að lesa eina meginlínu, en til að mynda hefur framganga Sighvats Björgvinssonar í málinu verið með miklum ólíkind- um og hefur ekki virst að hann beri nokkurt skynbragð á það út á hvað málið gengur. Að því leyti, sem hann kann að gera það, virðist hann ekki hafa neinn áhuga á hagsmun- um ríkissjóðs í þessu dæmi, né held- ur því að byggja hér upp fjármála- kerfi, sem sé gagnsætt, eðlilegt og með þeim hætti að ljóst sé að öllum reglum sé fylgt. En ég veit ekki hvað iýrir honum vakir í þessu efni. Kannski að slá einhverjar pólitískar keilur, en ég held að hans vopn sé af áströlskum uppruna, og endi því í hans eigin höfði.“ Þá hefur verið deilt á hugmyndir um dreifða eignaraðild, bæði að þær hafi ekki verið ljósar í upphafi og eins að þær séu lítt fram- kvæmanlegar. Davíð kvaðst ekki vera sammála um það. Dreifð eignaraðild víðast hvar framkvæmanleg „Ég vek athygli á því að víðast hvar í heiminum er það svo að þetta er framkvæmanlegt," sagði hann. „Ég vek athygli á því að í sambandi við Islandsbanka er það svo að tek- ist hefur að halda eignaraðildinni Leynilegur samningur um að unnið sé að yfirtöku dreifðri og ekki verið neinir tilburð- ir uppi um það að einn aðili sé að reyna að sölsa undir sig þann banka. Það era ólíkir dreifðir aðilar með margvíslega dreifða hagsmuni,- sem þar ráða fór, koma síðan saman í bankanum og þurfa ekki að hafa önnur sjónarmið uppi en lúta að því að reka bankann með sem hag- kvæmustum hætti. Ég held að þetta hafi reynst afar vel.“ Ákvörðun um hina rfkisbankana í haust eða byrjun næsta árs Að sögn Davíðs er enn ekki komin tímasetning á framhald einkavæð- ingar hinna ríkisbankanna, Búnað- arbanka og Landsbanka, en búast má við að slík tímasetning verðf ákveðin á haustdögum eða í upphafi næsta árs: „Nú þarf að skoða mjög vel með hvaða hætti það verður gert og þess verður gætt að bréf ríkisins þar nái sem bestri ávöxtun og jafn- framt verði tryggt að sem flestir komi að stjórn þessara banka í framtíðinni. Við þurfum líka að koma að því í leiðinni að bankarnir hafi stöðu til að keppa við erlenda banka eftir þær breytingar. Við þurfum að skoða þetta allt saman mjög vel og ég er ekki í nokkram vafa um að stjórnarflokkarnir munu ná mjög vel saman um þetta atriði eins og þeir náðu strax saman um það, sem hér hefur gerst, algerlega þvert á það, sem ómerkilegustu blöð samtímans hafa verið að skrifa.“ Því hefur verið haldið fram að Davíð hefði brugðist ókvæða við því að hlutur sparisjóðanna í FBA var seldur Orca SA vegna þess hvaða aðilar stæðu að baki eignarhaldsfé- laginu, en þeir eru Eyjólfur Sveins- son, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar og stjórnarformaður Orca SA, Jón Asgeir Jóhannesson hjá Baugi, Jón Olafsson í Skífunni og Þorsteinn Már Baldvinsson hjá. Samherja. „Ég hef aldrei minnst á þessa að- ila,“ sagði hann. „Ég hef aðeins minnst á það, sem gerðist, að hags- munir ríkisins og markmið stjórnar- innar voru sett í uppnám og ber- sýnilega var stefnt að því að gera af- gangsbréf ríkisins eins verðlítil og vera kann með þessari gerð og þess- um leynisamningum, sem ekki hafa verið birtir. Ég taldi að það væri mitt hlutverk að tryggja _að slíkt næði ekki fram að ganga. Ég er af- skaplega ánægður með að stjórnar- flokkarnir voru mjög samstiga um þá niðurstöðu." Þrátt íýrir að Davíð hafi engin nöfn nefnt hefur ýmislegt verið lesitl úr orðum hans, til dæmis þegar hann sagði á Hólahátíð um miðjan ágúst að stjórnkerfi og efnahagslíf í Rúss- landi hefði ekki fengið að þroskast eftir hrun kommúnismans, heldur réðu þar lögmál glæpalýðs og eitur- lyfjabaróna, sem létu blóðpeninga sína flæða um Evrópu, og þyrftu Is- lendingar, sem nýverið hefðu opnað hagkerfi sitt, að gæta sín að verða ekki leiksoppur slíkra afla. Kom á óvart að séu nefndir rúss- neskir eiturlyfjabarónar sé hægt að nafngreina menn á Islandi „Menn hafa gengið ansi langt í að lesa í slíka hluti þar sem ég er ein- vörðungu að fjalla um það sama og ýmsir erlendir starfsbræður mínir um þessar mundir,“ sagði hann. „Skömmu síðar kemur nú fram að hér eru mikil eiturlyfjamál í gangi og afar líklegt og nánast öruggt að þau tengist erlendum aðilum, sem eru með víðtæk sambönd í þessum eiturlyfjaheimi. Þetta er slíkt magn. Þannig að ég held að þau aðvöranarorð, sem ég lét falla á Hólum, hafí átt rétt á sér. Hins veg- ar er athyglisvert að hver fjölmiðill- inn af öðram er sannfærður um það að sé talað um rússneska eiturlyfja- baróna sé hægt að nafngreina til- tekna menn hér á landi, sem þauorð hljóti að eiga við. Það segir mikla sögu um álit þessara fjölmiðla á til- teknum mönnum í hinni íslensku titv,. veru.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.