Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Múslimar í Kákasushér-
uðum í stríði við Rússa
Reuters
Hermenn rússneska innanríkisráðuneytisins handtaka þorpsbúa í Karamakhi í Dagestan við Ieit að hugsan-
legum hermdarverkamönnum í þorpinu í gær.
ábyrgðin ekki lengur
bara hermannanna,
heldur allrar rúss-
nesku þjóðarinnar,
líka kvenna og_barna,“
segir hann. „Eg mun
þjálfa hvaða múslima
sem er gegn þeim.
Þetta er trúarstríðið
mikla. Tími Rússlands
er liðinn."
Khattab er ekki
hrifinn af bardaga-
þreki rússnesku her-
mannanna. „Þá vantar
ekki herbúnaðinn en
hafa engan baráttu-
anda. Þeir vita ekki
fyrir hvað þeir eru að
berjast."
Tsjetsjenski skæruliða-
foringinn Shamil
Basajev og Khattab,
félagi hans, „Svarti
arabinn“, hafa myndað
íslamska breiðfylkingu,
sem er ekki aðeins
ætlað að reka Rússa
burt úr Dagestan,
heldur úr öllum
Kákasuslöndunum.
„SPRENGINGARNAR munu halda
áfram og hvaða munur er á spreng-
ingu í Moskvu, sem slasar eða drep-
ur 20 böm, eða loftárás á þorp í Da-
gestan, sem slasar eða drepur 20
börn.“ Það er tsjetsjenski skæruliða-
foringinn Shamil Basajev, sem lýsir
þessu yfir, og í raun neitar hann því
ekki lengur, að hann beri ábyrgð á
hryðjuverkunum í Rússlandi, sem
hafa kostað um 300 manns lífíð. Ba-
sajev og félagi hans, Sádi-Arabinn
Khattab, „Svarti arabinn" eins og
Tsjetsjenar kalla hann, stefna að því
að hrekja Rússa úr öllum Norður-
Kákasuslöndunum og í því stríði
munu þeir einskis svífast.
Shamil Basajev varð frægur fyrir
frammistöðu sína í stríði Tsjetsjena
og Rússa 1994-’96 og það var nóg að
nefna nafnið hans til að skjóta rúss-
nesku hermönnunum skelk í bringu.
Hann og menn hans gerðu leift-
urárásir á rússneskar herflutninga-
lestir, hurfu jafn skyndilega og þeir
komu, og það þótti mikil niðurlæging
fyrir Moskvustjórnina er hann tók
1.200 gísla í Suður-Rússlandi þegar
Tsjetsjníjustríðið stóð sem hæst.
Stríðinu lauk með sigri Tsjetsjena
og landið er nú í raun sjálfstætt þótt
það heyri enn formlega undir Rúss-
land. Um tíma reyndi Basajev að
komast til áhrifa í stjórnmálum
landsins en þegar það bar engan ár-
angur sneri hann sér aftur að skæru-
hernaði gegn Rússum. Hann og
Khattab hafa myndað „íslamska
breiðfylkingu“, sem þeir kalla Sa-
meinaðan herafla hinna heilögu
stríðsmanna í Dagestan, og hlutverk
hennar er að reka Rússa burt, ekki
aðeins úr Dagestan, heldur einnig
frá öðrum löndum í Norður-
Kákasus. í þessu liði eru múslimar
frá ýmsum löndum.
„Tsjetsjenar, Dagestanar, Tyrkir,
arabar, Usbekar, Tadsíkar,“ sagði
Basajev nýlega í viðtali við fréttarit-
ara breska blaðsins Times. „Alþjóð-
legt lið hinna sanntrúuðu. Fyrr eða
síðar verða Rússar neyddir til að yf-
irgefa Kákasuslöndin og því fyrr, því
betra.“
Basajev er sífellt á ferðinni milli
þjálfunarbúða skæruliðanna í Tsjet-
sjniju og átakasvæðanna í Dagestan
en þess á milli leggur hann á ráðin
um hemaðinn með félaga sínum
Khattab.
Frægur fyrir grimmd
Khattab, sem er fæddur í Sádi-
Arabíu, hefur barist við Rússa síðan
í Afganistanstríðinu en þá missti
hann framan af hendi. Eins og Basaj-
ev varð hann frægur í Tsjetsjníju-
stríðinu og ekki síst fyrir miskunnar-
leysi og grimmd. Hann tók aldrei
fanga, drap alla Rússa, sem hann
gat, og tók ósjaldan árásirnar og af-
tökurnar upp á myndbönd. Þau voru
síðan fjölfölduð og seld á mörkuðun-
um í Grozní, höfuðborg Tsjetsjníju.
„Eftir árásir Rússa í Dagestan er
Segjast engan stuðning hafa
fengið frá bin Laden
Rússneska leyniþjónustan telur
fullvíst, að skæruhernaður
Tsjetsjena og hryðjuverkin í Rúss-
landi hafi að hluta a.m.k. verið fjár-
mögnuð af sádi-arabíska milljóna-
mæringnum og hryðjuverkamannin-
um Osama bin Laden. Hann er nú í
Afganistan og er talinn hafa skipu-
lagt sprengingarnai- við sendiráð
Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu í
fyrra en þau kostuðu á þriðja hundr-
að manna lífið. Þeir Basajev og
Khattab neita því harðlega.
„Ef bin Laden hefði látið mig fá
1.800 milljónir króna eins og sagt er,
væri ég ekki að berjast við Rússa
uppi um fjöll og fimindi. Ég myndi
bara kaupa Rússland. Þar er allt falt
enda spillingin allsráðandi," segir
Basajev.
Dauðlegt hatur á
hinum „svörtu“
Lögreglan í Moskvu hefúr nafn-
greint manninn, sem hún segir hafa
stjórnað hryðjuverkaherferðinni að
undanförnu. Heitir hann Achimes
Gochijajev, 29 ára gamall, en hann
tók á leigu íbúð i báðum fjölbýlishús-
unum, sem sprengd voru í loft upp.
Hafa þessir atburðir valdið miklu óör-
yggi meðal Rússa og sumir sofa jafn-
vel í bílunum sínum af ótta við nýtt
sprengitilræði. í mörgum blokkum
hafa borgaralegar varðsveitir tekið að
sér gæslu allan sólarhringinn og víða
í borgum má sjá veggjakrot þar sem
hvatt er til, að hinir „svörtu" verði
drepnfr. Svo eru Kákasusmenn kall-
aðir í Rússlandi enda dekkri á brún
og brá en Rússar almennt. Anatolí
Tjazholov, ríkisstjóri í Moskvuhéraði
utan höfuðborgarinnar, hefur hvatt
til, að öllu Kákasusfólki, sem ekki hef-
ur lögmæt skilríki, verði smalað sam-
an í sérstakar búðir.
Rússar hafa lengi haft ímugust á
„glæpalýðnum“ frá Tsjetsjeníju en nú
má tala um dauðlegt hatur. Basajev
segist hins vegar ekki vera í neinum
vafa um, að farið sé að styttast í yfir-
ráðum Rússa yfir Kákasuslöndunum.
„Þeir eiga sök á allri okkar ógæfu og
verða nú að gjalda fyrir það,“ segir
hann.
Mótmælaaðgerðir stjórnarandstæðinga í Serbíu þykja máttlitlar
Gætu snúist í
andhverfu sína
Belgrad. Reuters.
Mótmælaaðgerðir stjórnarandstöðu-
aflanna í Serbíu á þriðjudag hafa gert
lítið til þess að þrýsta á Slobodan
Milosevic Júgóslavíuforseta um að
láta af embætti og er talið að aðgerð-
irnar séu nú að snúast í andhverfu
sína. Fáir mættu til síðustu mótmæla-
funda, sem ráðgert er að efna til dag-
lega um landið gervallt, og þykjast
stjómmálaskýrendur sjá merki þess
að tilvist stjórnarandstöðunnar sé
óræðari en framtíð Milosevics.
„Ég gæti best trúað því að honum
líði ágætlega,“ sagði vestrænn
stjórnarerindreki sem farið hefur
víða um Serbíu síðan stjórnarand-
staðan hóf mótmælafundi sína í júní
sl. „Alltaf er ég kem hingað á ný sýn-
ist mér sem vilji fólks til breytinga
sé orðinn minni.“
Leiðtogar hinnar klofnu stjórnar-
andstöðu reyndu að bera sig vel á
fundunum sem haldnir voru þó að
þátttakan hefði verið fremur dræm
eða aðeins um 20.000 manns í
Belgrad. Þá mættu um tíu þúsund
manns í öðrum stórborgum Serbíu
og færri annars staðar.
Hvatningarorð stjórnarandstöðu-
leiðtoga til fólks um að taka með sér
vini og ættingja á fundina virðast
ekki hafa náð eyrum manna en til
samanburðar mættu yfir eitt hund-
rað þúsund manns til mótmælafund-
ar í Belgrad í ágúst. Stjórnmála-
skýrendur segja að slæmt veður hafi
e.t.v. aftrað fólki frá að mæta til
fundanna auk þess sem ótti ríki víða
um að lögregla kunni að láta til skar-
ar skríða þar sem mikill mannfjöldi
sé saman kominn. Þó er stjórnarand-
stöðunni sjálfri mest kennt um.
Slobodan Samardzic, ráðgjafi Lýð-
ræðisflokksins, sagðist í samtali við
Reuters vera undrandi á viðbrögðum
fólks. „Það virðist sem fólk hafi orðið
fyrir vonbrigðum með klofninginn
sem ríkir innan stjórnarandstöðunn-
ar. Millistéttirnar, sem hafa verið
haldreipi Lýðræðisflokksins, eru
ekki sýnilegar. Annaðhvort hefur
fólkið flúið úr landi eða þá að því
gremst stjórnarandstaðan," sagði
Samardzic.
Eini maðurinn sem talinn er geta
kveikt vonir meðal almennings er
Vuc Draskovic. Hann lét hins vegar
ekki sjá sig í mótmælum þriðjudags-
ins. Hafa ráðgjafar hans þó látið í
veðri vaka að hann muni, í eigin
nafni, efna til mótmæla á næstunni
þar sem krafist verður kosninga.
Andreotti
aftur
fyrir rétt
LOKAÁFANGI réttarhald-
anna yfir Giulio Andreotti,
fyrrverandi forsætisráðherra
Italíu, hófst í Palermo á
Sikiley í gær, en hann er sak-
aður um að hafa verið á mála
hjá mafíunni. Andreotti, sem
nú er áttræður, gegndi emb-
ætti forsætisráðherra í sjö rík-
isstjórnum. Akæruvaldið held-
ur því fram að í skiptum fyrir
aðstoð hans hafi rnafian meðal
annars myrt pólitíska and-
stæðinga ráðherrans. Búist er
við að dómur falli um miðjan
október, en Andreotti gæti átt
yfir höfði sér allt að 15 ára
fangelsi.
Með rifíð
milta í
fímm daga
BRESKUR ferðamaður, sem
var skoðaður af læknum á
Spáni eftir að flugvél hans
hafði brotlent á flugvellinum í
Girona í síðustu viku, gekk um
með rifið milta í fimm daga og
lést af þeim sökum á sunnudag.
Maðurinn, Edward Bryant, var
84 ára gamall.
Hæsta byg-g-
ing heims aft-
ur í Chicago?
SKIPULAGSNEFND Chic-
ago-borgar hefur samþykkt tO-
lögu um byggingu húss, sem
yrði það hæsta í heimi. Gert er
ráð fyrir því að byggingin verði
461 metra há og með 112 hæð-
um, en útvarpsloftnet á toppi
hússins myndi ná 600 metra
hæð. Sears-tuminn í Chicago
var hæsta bygging heims frá
1973 til 1996, þegar Petronas-
turnarnir í Kuala Lumpur, höf-
uðborg Malasíu, voru úrskurð-
aðir hærri, en þeir eru 445
metra háir.
Rekinn vegna
spillingar
HÁTTSETTUM meðlim í kín-
verska Kommúnistaflokknum
var í gær vikið úr flokknum,
þar sem hann hafði notfært sér
aðstöðu sína sem formaður
flokksdeildarinnar í borginni
Ningbo til að hagnast persónu-
lega. Xu Yunhong kom meðal
annars í kring sölu fasteignar
sem færði syni hans jafnvirði
26 milljóna ísl. kr. í vasann, og
fyrirtæki, sem hann hafði út-
vegað lán, borgaði eiginkonu
hans sem svarar 36 milljónum
ísl. kr.
Eitrað brugg
verður nítján
að bana
AÐ minnsta kosti nítján manns
létust og nokkrir til viðbótar
misstu sjónina eftir að hafa
drukkið heimabruggaðan bjór
og brennivín á krá í bænum
Embu í Kenýa í vikunni. Lög-
reglan hefur handtekið tvo
menn fyrir að hafa bruggað og
selt áfengið, og búist er við að
þeir verði ákærðir fyrir mann-
dráp.