Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 35 TONLIST liangholtskirkja KIRKJUTÓNLEIKAR Verk eftir Hovland, Tryggva Baldvinsson (frumfl.), Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörns- son, Oliver Kentish (frumfl.), Árna Harðarson og Áma Egilsson (frumfl.). Kári Þormar, orgel; Kór- og Gradualekór Langlioltskirkju. Stjómandi: Jóns Stefánsson. Þriðjudaginn 21. september kl. 20. HIÐ nývígða Noack barokkorgel Langholtskirkju blasti við undimt- uðum í fyrsta skipti á þriðjudag- skvöldið var í allri sinni dýrð, og reyndist sannkallað yndi eyma og augna. Annað sem það hafði í för með sér var auðheyranlega styttri ómtími kirkjuskipsins en áður var, sem hlýtur í flestum tilfellum að vera af hinu góða, nema þá kannski við dramatískar skyndiþagnir fyrir útopnu organo pleno. Og gott ef hljómburðurinn hafi ekki eilítið mýkzt í þokkabót. Því ber sízt held- ur að harma, enda var glymjandi kirkjunnar lengst af fullmikil fyrir flestan tónlistarflutning. Kóramir sungu fyrst á inngöngu stutt hómófónískt en tignarlegt a cappella verk eftir Egii Hovland frá 1974, Öll veröldin fagni fyrir Drottni! Gradualekórinn var þvín- æst í öndvegi í nýsömdu verki Tryggva Baldvinssonar við sama Davíðstexta fyrir barnakór og or- Bókastefnan í Gautaborg Mikið spurt um land og bækur í FRÁSÖGN í Morgunblaðinu í gær féll niður kafli, þar sem vitnað var til Önnu S. Einarsdóttur, sem situr i stjórn stefnunnar. Anna kvað marga hafa staldrað við á íslensku sýningunni, skoðað og spurst fyrir, ekki aðeins um bækur heldur um Island yfirleitt, svo að „eiginlega þyrfti ferðamála- ráð að vera hér líka og svara fyrir- spurnum". „Ef eitthvað er þá finnst mér að Islendingar í Gautaborg mættu gera meira af því að láta sjá sig, ég varð minna vör við þá í ár en oft áður.“ Svíar hafa hins vegar fjölmennt, meðal annars nemendur í íslensku sem hafa komið og keypt bækur og eins útgefendur í eigin hugleiðingum." Þá sagðist Anna vonast til að fá fleiri höfimda með í dagskrá næsta árs, en næsta Bókastefna mun verða dagana 14.-18. september ár- ið 2000. -----♦ 4 ♦ — Alan James sýnir í Kringlunni ALAN James hefur opnað mál- verkasýningu í sameiginlegu sýn- ingarrými Gallerís Foldar og Kringlunnar á 2. hæð Kringlunnar gegnt Hagkaupum. Alan sýnir 8 olíumálverk og stendur sýningin til 15. október. Sýningin er opin á venjulegum opn- unartíma Kringlunnar. Aian James er fæddur í London 1963 og ólst þar upp. Þegar hann var 19 ára helltist ævintýraþráin yfir hann og næstu 11 ár ferðaðist hann um Evrópu og Suðaustur-As- íu þar sem hann bjó og starfaði um tíma. Ferðum hans lauk svo hér á landi 1993 og hefur hann búið og starfað hér síðan. Hann hóf nám við Myndlistarskóla Akureyrar og út- skrifaðist þaðan árið 1997 og hélt sína fyrstu einkasýningu í Eyjafirði 1995. Einnig tók hann þátt í haustsýningu Listaskálans í Hveragerði 1998 og var með einka- sýningu í Gerðubergi í janúar 1999. Kór- og orgelveizla gel, sem hér var frumflutt; glæsi- legt lítið stykki í glansandi Nýja- heimsanda fanföru og ólympíufagnaðar, og vantaði aðeins ögn rneiri gleði og brosmildi hjá stúlkunum í samræmi við ljúflyndi textans upp á að flutningurinn næði toppi. Ákall, allviðamikið orgelverk Hjálmars H. Ragnarssonar í þrem samtengdum köflum, kom næst, samið fyrir vígslu nýja orgelsins 19.9. s.l., og sá maður ekki betur en að Langholtskantor settist þar sjálfur við hljóðfærið, þótt tón- leikaskrá léti þess að engu getið. Verkið var hvasst og þrumandi kraftmikið í útköflum, en mjúkt og íhugult í miðju; ljómandi vel leikið og auðsætt að organistanum liði dável í faðmi glæstrar nýrrar tin- pípusinfóníu Langholtssóknar, sem Hjálmar jós úr af mikilli og stund- um allkrassandi litagleði. Eftir hlýlega útsetningu Þorkels Sigurbjömssonar á Heilagi Guð á himni og jörð í rólegum þrískiptum takti fyrir báða kórana við jólaleg- an orgelundirleik með enskum car- ol-blæ kom að frumflutningi Laudate Dominum eftir Oliver Kentish við hinn vinsæla og sérlega tónvæna 150. Davíðssálm fyrir báða kóra og orgel. Oliver setti þar bamakórinn í forgrann með ful- lorðinskórinn að mestu í „undir- söngs“-hlutverki con bocca chiusa, og laðaði þannig skemmtilega fram litaandstæður kóranna við á köfl- um allfjöragan orgelmeðleik úr færam höndum og fótum Kára Þormar. Verkið hafði nýklassískan og allbrezkan svip sem minnkaði ekki við að vera sungið á ensku, og hefði með núverandi útbreiddri enskukunnáttu landans vel mátt prenta enska textann í tónskrá. Enn var kórsöngurinn frekar fagn- aðarsnauður miðað við viðfangs- efnið og framan af ekki laus við að lafa svolítið í tónhæð. Meiri texta- innlifun og sýnilegri gleðisvipur hefði þar getað gert góðan flutning talsvert eftirminnilegri í þessu líf- lega verki. Af einhverjum ástæðum yfirsást tónskrárritara a cappella kórverk Áma Harðarsonar frá 1997, Ég vil vegsama Drottin, sem var tilgreint á sérprentuðu lausblaði sem næsta atriði eftir Davíðssálminn. Þrátt fyrir fjölstílayfirbragð sem sveifl- aðist um nærri þrjár aldir fram og aftur, var sérkennilega samfelldur heildarsvipur yfir þessu bráðfal- lega verki, sem náði miklum áhrif- um með einföldu og auðsyngjan- legu hljómamáli, enda sérlega vel sungið undir skýrt mótaðri stjórn Jóns Stefánssonar. Kæmi ekki á óvart ef stykki Harðar ætti eftir að ná álíka vinsældum og síflutt út- setning hans á Tíminn líður, trúðu mér. Síðasta og lengsta verk tónleik- anna var Dies Irae við þýzkt ljóð Dorette G. Egilsson og texta úr latnesku sálumessunni, sem hér var framflutt. Verkið var framan af undir þykkum og hægferðugum hómófónískum rithætti við hníg- andi krómatík, sem átti stundum til að minna svolítið á Reger. Heildar- tónninn var dapur og íhugull, en var þegar á leið brotinn upp með rytmískum mars-kenndum kafla á sítrekuðum bordúntóni, er enn síð- ar þróaðist yfir í forn-lútherskuleg- an kóral, áður en verkið fjaraði út svipað og það hófst með döpram karlaröddum. Ef rétt er sem kvis- aðist á skotepóni að hér færi fyrsta kórverk Árna, verður að viður- kenna, að vel hafi verið farið af stað í þeirri vandasömu grein. Þrátt fyr- ir ákveðna og eflaust meðvitaða tónsögulega aftursækni verkaði verkið heilsteypt og fagmannlega samið, enda hið ágætasta flutt og í furðugóðu raddsamvægi miðað við töluverða karleklu samkórsins. Ríkarður O. Pálsson Yígsla tónleikasal- ar við Tónlistar- skóla Isafjarðar Morgunblaðið/Halldór Isfírðingar vígja tónleikasal við tónlistarskólann NÝR sérhannaður tónleikasalur, sem nú hefur risið sem viðbygging við Tónlistarskóla Isafjarðar, verð- ur vígður sunnudaginn 26. septem- ber næstkomandi, réttu ári eftir að fyrsta skóflustungan að bygging- unni var tekin. Nýi tónleikasalurinn er teiknað- ur af Vilhjálmi Hjálmarssyni arki- tekt hjá Teiknistofunni Óðinstorgi, en Stefán Einarsson verkfræðing- ur átti einnig aðild að hönnun sal- arins varðandi hljómgæði hans. Þessi salur er þannig einn af örfá- um sölum landsins, sem sérstak- lega eru hannaðir með tónlistar- flutning í huga, og ber öllum, sem reynt hafa hljóminn, saman um, að hann sé mjög fagur. Verktakafyrirtækið Ágúst og Flosi ehf. hefur haft veg og vanda af byggingaframkvæmdunum og Tækniþjónusta Vestfjarða haft eft- irlit með þeim. Framkvæmdirnar hafa verið kostaðar af Tónlistarfé- lagi Isafjarðar, með fjárframlögum frá bæjarsjóði Isafjarðar og öflug- um stuðningi Styrktarsjóðs hús- byggingar Tónlistarskóla ísafjarð- ar og annarra vejunnara. Formaður Tónlistarfélags Isafjarð- ar er Ulfar Ágústsson, en formaður byggingarnefndar er Kristján Har- aldsson. Salurinn mun rúma um 150 manns, þar er gert ráð fyrir full- kominni aðstöðu til hljóðupptöku í framtíðinni, eða um leið og fest hafa verið kaup á stólum, tækja- búnaði og konsertflygli. Verður salurinn einnig leigður út til tón- leika, funda og annarra viðburða. Söfnun fyrir flyglinum hefst strax og tekist hefur að afla fjár til kaupa á stólum í salinn, en sérstök fjáröfl- un hefur farið af stað í þvi skyni. Vígsluhátíðin á sunnudaginn hefst kl. 13:30 með hátíðlegri vigsluathöfn, þar sem flutt verða ávörp og tónlist. Ávörp flytja eink- um fulltrúar þeirra aðila, sem hafa komið að húsbyggingunni með ein- um eða öðrum hætti, en sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur blessar salinn og gefur honum nafn. Sunnukórinn og bamakór Tónlist- arskólans munu syngja fáein lög undir stjórn Margrétar Geirsdótt- ur, Hulda Bragadóttir og Beáta Joó leika saman á píanó og orgel, Herdís Jónasdóttir og Þórunn Kristjánsdóttir syngja ný lög eftir Jónas Tómasson og þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Maté píanóleikari flytja sönglagið „Hjarðmeyna" eftir Ragnar H. Ragnar. Að vígsluhátíð- inni lokinni gefst gestum kostur á að skoða hin nýju húsakynni Tónl- istarskólans og þiggja kaffiveiting- ar. Um kl. 15:15 verður trúðasýn- ing fyrir börn í salnum og er það leikhópurinn Morrinn, sem þar kemur fram. Kl. 16,17 og 18 verða svo þrennir mismunandi nemendatónleikar í salnum, þar sem boðið verður upp á ýmiss konar söng og hljóðfæra- leik. Hljómsveit skólans og lúðra- sveit skólanna á f safirði og Bolung- arvík leika, söngnemendur flytja dúetta úr óperam, eldri píanónem- endur og harmóníkunemendur koma fram, unglingakórinn syngur ásamt ýmsum fleiri atriðum. Um kvöldið, nánar tiltekið kl. 21:00, verða í salnum hinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sig- ríði og Ragnar H. Ragnar. Þar leik- ur einn fremsti kammertónlistar- hópur landsins, Tríó Reykjavíkur, sem skipað er Guðnýju Guðmun- dsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Peter Maté píanóleikara. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en aðgangur er takmar- kaður vegna sætafjölda, svo að þeir, sem vilja komast á tónleikana, þurfa að vitja miða á skrifstofu Tónlistarskólans sem fyrst. Skrif- stofan er opin virka daga kl. 13-16. N^jar bækur UGLAN - fslenski kiljuklúbbur- inn hefur gefið út Suðrið eftir Jor- ge Luis Borges. Borges (1899-1986) var sérk- ennilegur og stórbrotinn höfundur, einn af merkustu rithöfundum 20. aldarinnar. Hann var ljóðskáld og ritgerðasmiður en mesta frægð hlaut hann fyrir smásögur sínar um völundarhús og spegla, ásýnd og reynd, dulhyggju og raun- hyggju, heilaspuna og staðreyndir. Sögur hans eru einfaldar í sniðum og látleysið uppmálað en geyma einatt flókin heimspekileg úriausn- arefni, þverstæður og heillandi heilabrot. Guðbergur Bergsson tók sög- uraar saman og þýddi árið 1975. Sú bók hefur um árabil verið ófá- anleg en í tilefni hundrað ára af- mælis argentínska skáldsins hafa þýðingamar verið gefnar út á nýj- an leik. UGLAN - íslenski kiljuklúbbur- inn hefur gefið út Nóttin hefur þúsund augu eftir Árna Þórarins- son. Morð er tilkynnt á flugvallar- hótelinu og blaðamaðurinn Einar er rifinn grúttimbraður upp úr rúminu til að flytja af því fréttir fyrstur allra. Einari er falið að fylgja málinu eftir og verður af til- viljun helsti heimildamaður þjóð- arinnar um þennan hrottafengna glæp. En rannsókn málsins, sem Einar anar út í í þeirri von að lappa upp á ímyndina sem vinnu- veitandi og aðrir hafa af honum, dregur þennan uppreisnargjarna gleðimann inn á óvæntar brautir. Hann hefði betur setið heima- ...segir í kynningunni. Bókin er prentuð í Danmörku og kostar 999 kr. HÁSKÓLAÚTGÁFAN hefurgef- ið út bókina Hönnun - sögulegt ágrip, eftir Thomas Hauffe í þýð- ingu Magnúsar Diðriks Baldurs- sonar. Bókin geymir sögulegt ágrip hönnunar frá 19. öld og fram á okkar daga. Gerð er grein fyrir hinum ólíku kenningum og stefn- um í hönnun, frá júgendstíl, Bau- haus og Art Déco til funksjóna- lisma og póstmódernisma. Auk þess eru í bókinni fjölmargir stutt- ir yfirlitskaflar um mikilvægustu hönnuðina, frá Williams Morris til Ettore Sottsass, frá Peter Behrens til Philippe Starck. Bók- inni fylgir bókalisti, skrá yfir helstu hönnunarsöfn og sýningar um allan heim sem og nafna- og at- riðisorðaskrá. Bókin kom fyrst út árið 1995 hjá DUMONT-bókaforlaginu í Þýska- landi og hefur nú þegar verið þýdd á fjölda tungumála. Hún er tæp- lega 200 bls. að lengd, í hentugu broti (197 x 115 mm) og skreytt u.þ.b. 250 litmyndum og 100 svart/ hvítum myndum. Bókin er 192 bls. kilja. Verð 2.790 kr. HÁSKÓLAtíTGÁFAN hefur gef- ið út bókina Ráðgjöf í skólum. Handbók í félagsráðgjöf og náms- ráðgjöf eftir Guðrúnu Helgu Sederholm. í kynningu segir m.a.: „Ráðgjöf við ungt fólk er vandasöm og mik- ilvæg. Ef hún er unnin á faglegan hátt og stendur öllum til boða þá felur hún í sér fyrirbyggjandi þátt sem styrkir samband barna og for- eldra. Ráðgjafar í skólum heita nemendum fullum trúnaði og skapa þannig traust tengsl við þá sem geta skipt sköpum. Markmið með ráðgjöf við ungt fólk í skólum er að sinna því í námstengdum málum og einkamálum. A þann hátt tekst að skapa betri vinnuskil- yrði heima og í skóla.“ Bókin byggir á langri reynslu höfundar af vinnu með börnum og ungl- ingum, sem kennari og ráðgjafi. Guðrán Helga Sederholm er fé- lagsráðgjafi og námsráðgjafi við Menntaskólann við Sund. Bókin er 59 bls., kilja. Verð 1.500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.