Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 33 Mikilvægt að Sinfónían fái tæki færi til að leika oftar erlendis Með Sinfóníutónleikunum í kvöld hefur að- alstjórnandinn, Rico Saccani, starfsár sitt. r --------- --------------------- .. A tónleikunum verður fluttur einn frægasti og vinsælasti einleikskonsert allra tíma, píanókonsert nr. 1 í b-moll op. 23 eftir Pjotr I. Tsjajkofskij. Einleikari er Kun Woo Paik sem Saccani sagði Hildi Einars- dóttur að væri nú einn besti túlkandi rúss- neskrar píanótónlistar í heiminum. ^ Morgunblaðið/Þorkell Rico Saccani, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Islands, en hann mun stjórna tónleikum hljómsveitarinnar í kvöld. EINLEIKARINN, Kun Woo Paik er frá Seoul í Kóreu en býr nú í París. Að sögn Saccanis nam Paik við Julli- ard tónlistarskólann í New York með- al annars hjá Roshinu Lhevine sem hann segir að sé stórkostlegur túlk- andi á rússneskum píanóverkum. Þar sé komin skýringin á yfírburða túlk- un Paiks á rússneskum tónbókmennt- um. „Það kom mér á óvart þegar ég heyrði Paik leika konsert nr. 1 eftir Rachmaninoff með Gurzenich fíl- harmóníuhljómsveitinni í Cologne fyrir tveim árum hve hann gerði það af mikilli innlifun. Með fullri virðingu fyrir asískum píanóleikurum þá verð- ur að segjast eins og er að þótt þeir búi yfir mikilli tækni þá leika þeir oft einfaldlega ekki nógu vel. Eftir tón- leikana flýtti ég mér baksviðs til Paiks og óskaði honum til hamingju með glæsilegan flutning." Kun Woo Paik hefur haldið fjölda einleikstónleika víðs vegar um heim og hlotið frábæra dóma hvarvetna fyrir leik sinn. Hann er tíður gestur með mörgum af þekktustu hljóm- sveitum Evrópu eins og London Symphony, St. Petersburg Phil- harmonic, Orchestre National de France, Munich Philharmonic, Engl- ish Chamber Orchestra og BBC Symphony Orchestra en með þeirri síðarnefndu kom hann fram á tón- leikunum „Last Night of the Proms í Albert Hall. Kun Woo Paik hefur fengið marg- víslegar viðurkenningar fyrii’ hljóðrit- anir sínar. Arið 1991 lék hann alla pí- anókonserta Sergej Prokofíevs með Pólsku ríkisútvarps hljómsveitinni sem síðan voru hljóðritaðir á geisla- diska hjá Naxos-útgáfufyrirtækinu. Hlutu þær hljóðritanir verðlaunin Golden Diapason og Novelle Acadé- mie du Disque. Hann mun koma víða fram sem einleikari á þessu starfsári. Veljum bestu flyljendur sem völ er á Óhætt er að segja að rússneskur andi muni ríkja á tónleikunum í kvöld því á efnisskrá hljómsveitarinnar eft- ir hlé er verk eftir Nikolaj Rimskij- Korsakov, „Scheherazade" sem er sinfónísk svíta op. 35. Verkið var á efnisskrá hljómsveitarinnar fyrir mörgum árum. „Margir nýir hljóð- færaleikarar eru nú í hljómsveitinni sem hafa ekki leikið verkið áður og konsertmeistarinn, Sigrún Eð- valdsóttir, er ný í starfi sínu því fannst verkefnavalsnefnd og mér kominn tími til að flytja verkið aftur,“ sagði Saccani til skýringar. „Scheherazade" skiptist í fjóra kafla og er ákveðin saga á bak við hvern þeirra en þar segir frá Schahriar soldáni sem er sannfærður um að allar eiginkonur hans séu falskar og ótníar og strengir hann þess heit að taka hverja einustu þeirra af lífi að aflokinni nótt með þeim. Ein eiginkvennanna, Scheher- azade, bjai’gar lífi sínu með því að segja bónda sínum sögu. Soldánin heillast svo af sögu hennar að hann vill fá að heyra meira og frestar því að taka hana af lífi. Þannig gengur það fyrir sig nótt eftir nótt uns eftir þúsund og eina nótt hættir hann við sína blóðugu ætlan og gefur henni líf. Rico Saccani er nú að hefja sitt annað starfsár sem aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hann er einnig listrænn stjórnandi hennar sem þýðir að hann hefur síðasta orð- ið um hvaða tónverk eru ^ flutt á starfsárinu og af hverjum. „Ar hvert höfum við úr þúsundum verka að velja en við valið verður að gæta þess að ákveðin fjölbreytni komi fram á efnisskránni. Við reynum að velja bestu flytjend- ur sem völ er á hverju sinni. Marga þeirra þekki ég en stundum tek ég vissa áhættu. Að öllu jöfnu ráðfæri ég mig við fólk sem ég treysti og veit að hefur svipaðan smekk og ég,“ segir hann um þetta hlutverk sitt. Gestastjórnendur segir hann koma víða að og hver þeirra hafi sitt sér- stæði sem þeir miðli hljómsveitinni þannig sé hún alltaf að læra eitthvað nýtt. Hann sagðist hvetja hljómsveit- armeðlimi til að segja sér álit sitt á gestastjómendunum til að koma í veg fyrir að hann ráði einhverja sem þeim líkar ekki að vinna með. Sjálfur þykir Saccani ákveðinn en samvinnu- góður konsertmeistari og það sem er sérstætt við hann er að hann lærir öll verk utanað sem hann stjórnar á tón- leikum. Nótnabókin er því aldrei með í för þegar hann stígur á sviðið. Sinfóníuhljómsveit Islands betur þekkt í Bandaríkjunum en Evrópu Það sem ber hæst á þessu starfsári er að sögn Saccanis flutningur óper- unnar Aidu eftir Verdi í Laugardals- höllinni í febrúai’. „Þetta eru sviðsett- ir tónleikar með söngvurum líkt og við gerðum með Turandot á síðast- liðnum vetri. Þeii’ tónleikai’ vöktu gíf- urlega ánægju og ef þú ætlar að ná þér í miða á Aidu ættir þú að gera það strax,“ segir meistai’inn og hlær. Afmælistónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar 9. marz þegar hljóm- sveitin heldur upp á hálfrar aldar af- mæli sitt eiga eftir að verða eftir- minnilegir að sögn Saccanis. Þar verður flutt Þriðja sinfónía Mahlers sem er risavaxið verk fyi’ir hljóm- sveit, kvennakór og barnakór. Ein- söngvari í verkinu er altsöngkonan Barbara Deaver. Níunda sinfónía Beethovens með boðskap sínum um bræðralag manna og frið á jörð segir hann sérlega við- eigandi viðfangsefni við aldahvörfin. Einvalalið íslenskra söngvara tekur þátt í flutningnum. Páskatónleikarnir verða einnig til- komumiklir að hans sögn. Þar verð- ur flutt sálumessa Verdis sem er eitt stórbrotnasta verk sinnar tegundar. Erlendir einsöngvarar ásamt Krist- jáni Jóhannsyni koma fram. í ofnagreindum tónlistarflutningi heldur Saccani á tónsprotanum en hann segist aðeins stjórna tónlist sem hann beri ástríðufullar tilfinn- ingar til svo notuð séu orð hins ítalsk- rússneskættaða hljómsveitarstjóra. Framundan eru hljóðritanir á tón- leikum hljómsveitarinnar þar sem verður fluttur fiðlukonsert eftir Khatchaturian og sinfónía eftir Rachmaninoff. Einnig verða hljóðrit- aðir tónleikar í Hallgrímskirkju á verkum eftir Saint-Saens en í því verki er leikið á orgel. Saccani sagði að þótt hljóðritanir og upptökur á flutningi hljómsveitar- innar skiptu miklu máli, en fyrir þær hefur hljómsveitin hlotið lofsamlega dóma erlendra gagngrýnenda, þá væri það mun mikilvægara fyrir hljómsveitina að komast í fleiri tón- leikaferðir til útlanda. I október á næsta ári er ætlunin að fara í tónleikaferð til Bandaríkj- anna en sú ferð er skipulögð í sam- vinnu við landafundanefnd. Fyrir- hugað er að hljómsveitin leiki bæði á austurströndinni, og þar af verða einir tónleikar í Carnegie Hall, og á vesturströndinni. Einleikari með hljómsveitinni verður Judith Ingólfs- son, íslenskur konsertfiðlari búsett- ur í Bandaríkjunum. Saccani sagði að Sinfóníuhljóm- sveit íslands væri þekktai’i í Banda- ríkjunum en í Evrópu en því þyrfti að breyta.“ Sinfónían er á heimsmæli- kvarða og hún þarf að fá tækifæri til að kynna sig um leið og hún gæti kynnt land og þjóð. Það er nauðsyn- legt fyrir hljómsveitina til að taka framförum að fá að leika annars stað- ar en á Islandi. Getur þú ímyndað þér hvað hljómsveitin þyrfti að leggja sig fram ef hún ætti að leika í Róm eða París? Einnig þyrfti hún að fá tækifæri til að leika á tónlistarhá- tíðum sem haldnar eru víða um heim. Islendingar ættu að opna augu sín fyrir því að Sinfóníuhljómsveit ís- lands getur verið mjög góð land- kynning, einnig gæti hún „selt“ ís- lenskar vörur og þjónustu. Viðskipta- ráðuneytið og ferðamálayfirvöld hér ættu að nýta sér þennan möguleika líkt og Irar hafa gert. Tónleikaferða- lög eru mjög kostnaðarsöm og æski- legt er að fá íslensk fyrirtæki til að styrkja hljómsveitina í auknum mæli en fyrirtækin hafa verið treg til þess. Islenskir stjórnmálamenn gætu líka greitt götu hljómsveitarinnar með því að hafa samband við áhrifa- menn í öðrum löndum og fá þá til að beita sér fyrir því að hljómsveitin fái tækifæri til að leika í viðkomandi landi. Slík persónuleg tengsl geta gert það að verkum að það tekur mun skemmri tíma að koma hljóm- sveitinni á framfæri. Diana prinsessa notaði sambönd sín víða um lieim í þágu Konunglega enska ballettsins sem varð til þess að balletthópurinn fékk fleiri og fjölbreyttari tækifæri til að sýna hvað í honum býr og nú blómstrar hann.“ Tónleikahúsið í Reykjavík verði þekkt kennileiti Saccani heldur máli sínu áfram og segir að gert sé ráð íyrir að reist verði tónleikahús í miðborg Reykjavíkiu-. „Yfirvöld ættu að beita sér íyrir því að húsið verði þekkt kennileiti með því að vanda mjög til hönnunar þess þannig að þegai- fólk sér mynd af hús- inu segði það, „þetta hús er í Reykja- vík.“ „Því sé þannig farið með Óperu- húsið í Sydney í Astralíu og Guggen- heim-listasafnið í Bilbao á Spáni, þau hafi borið hróður landanna víða. Undanfarin ár hefur Sinfóníu- hljómsveit íslands verið að stækka og sú þróun muni halda áfram að sögn Saccanis og sé af hinu góða. Aukin umsvif kalli á meira starfslið á skrifstofu hljómsveitai’innar sem gæti kynnt og markaðssett hana bæði hér og erlendis. Þegar við ræddum um einstaka tónleika á verkefnaskrá vetrarins nefndi Saccani flutning konserts fyr- ir tvö píanó en einleikarar eru Helga Bryndís Magnúsdóttir og Anna Guð- ný Guðmundsdóttir. Stjórnandi er Zuohuang Chen sem Saccani segir að sé mjög góður stjórnandi og einn fremsti hljómsveitarstjóri Kínverja. Einleikarar koma einnig úr röðum Sinfóníuhljómsveitar Islands," en hljómsveitin hefur á að skipa mjög færum hljóðfæraleikurum," segir hann. Rússneskt kvöld verður hjá hljóm- sveitinni í október næstkomandi. Öll tónlistin sem flutt verður þar er rússnesk og stjórnandi og einleikari feðginin Alexander og Tatyana Laz- areva eru það einnig. Sagði hann þetta kraftmikil feðgin sem hefðu slegið í gegn á Proms-tónleikunum í Glasgow. Þá nefndi Saccani tónleika með hljómsveitastjóranum og pínaóleik- aranum Lalo Schifrin sem mun flytja úrval af tónlist úr kvikmyndum á borð við Star Wars, Mission Impossible, Gone with the wind og Casablanca. Ræturnar í píanóinu Rico Saccani er að hefja sitt ann- að starfsár sem aðalstjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar Islands. Nýlega var samningurinn við hann endur- nýjaður til ársins 2002. Saccini er Bandaríkjamaður sem rekur ættir sínar til Italíu og Rússlands eins og áður segir. Hann hóf tónlistarferil sinn sem konsertpíanisti og kom fram sem einleikari með þekktum hljómsveitum. Árið 1982 gerðist hann aðstoðarhljómsveitastjóri Giuseppe Patane við American Symphony Orchestra og í Ai-ena di Verona. Tveim árum síðar vann hann til iyrstu verðlauna í hljóm- sveitarstjórnarkeppni sem kennd er við Herbert von Karajan og í fram- haldi af því var hann þegar ráðinn til að stjórna hljómsveitum á borð við útvarpshljómsveitirnar í Berlín og Stuttgart og Kgl. Kapelle í Kaup- mannahöfn. Árið 1985 urðu nokkur þáttaskil er hann stjórnaði í fyrsta sinn óperu í Teatro Filharmonico di Verona og sama ár stjórnaði hann uppfærslu Francos Zeffirellis á La Traviata í Parísaróperunni. Síðan hefur Rico Saccani verið eftirsóttur óperustjórnandi og stjórnað upp- færslum í þekktustu óperuhúsum heims og unnið með söngvurum á borð við Luciano Pavarotti, Georgina Lukács, Cecilia Bartoli, Kristjáni Jó- hannssyni og fleirum. Auk starfs síns hjá Sinfóníuhljómsveit Islands gegnir Saccani starfi aðalhljómsveit- arstjóra Fílharmoníuhljómsveitar- innar í Búdapest, er aðalgestastjóm- andi Ungversku ríkisóperunnar auk þess að koma fram sem gestastjórn- andi bæði austan hafs og vestan. KOSTA BODA KRINGLUNNI KOSTA BODA KRINGLUNNI Stórkostleg rýmingarsala Allt að 70% afsláttur Við lokum vegna breytinga 30. september. Að því tilefni bjóðum við til rymingarsölu dagana 23.-29. september. Nú er að hrökkva eða stökkva þvi eins og máltækið segir: Fyrstir koma, fyrstirtá“. 99 KOSTA BODA KRINGLUNNI KOSTA BODA KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.