Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 60
> 60 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
í DAG
Mimino og Pjúshk-
ín hjá MÍR
MIMINO nefnist kvikmyndin sem
sýnd verður í bíósal MIR, Vatnsstíg
10, sunnudaginn 26. september kl.
15.
Myndin er frá árinu 1977 og í létt-
um dúr, gerist í fjallahéruðum Ar-
meníu í Kákasus þar sem þyrlur eru
j notaðar til farþegaflutninga jafnt
sem skepnu- og vöruflutninga. Leik-
stjóri er Georgíj Danelía en hann var
í hópi kunnustu kvikmyndagerðar-
manna Sovétríkjanna sálugu upp úr
miðbiki aldarinnar.
Myndin er með enskum texta og
er aðgangur ókeypis og öllum heim-
I sýningarsalnum Vatnsstíg 10 hef-
ur nú verið sett upp myndefni um
rússneska skálið Aiexander S. Púshk-
ín í tilefni þess að tvær aldir voru í vor
liðnar frá fæðingu hans. Auk nýs sýn-
ingarefnis eru nú aftur sýndar teikn-
ingar Hvítrússans Arlens Kashk-
úrevits af skáldinu og myndskreyting-
ar hans við eitt af kunnustu verkum
skáldsins, Ijóðsöguna „Jevgeníj
Onegín". Púshkín sýningin er opin á
sunnudögum kl. 14-18.
Skyggmimyndasýning
Líffræðistofnunar HI
GUÐMUNDUR Þórðarson, MS-
nemi hjá Hafrannsóknastofnun,
heldur skyggnumyndasýningu
föstudaginn 24. september sem ber
yfirskriftina: A ísnum meðal blöðru-
sela og Norðmanna. Sýningin hefst
kl. 12.20 í stofu G6 að Grensásvegi
12.
Sýndar verða skyggnumyndir frá
ferð sem farin var með norska rann-
sóknaskipinu AS Jan Mayen út á ís-
inn milli Grænlands og Jan Mayen.
Leiðangurinn var samstarfsverkefni
norsku Hafrannsóknastofnunarinn-
ar, Háskólans í Tromsö, norsku Pól-
stofnunarinnar, norska Dýralækna-
skólans og Háskólans í Santa Cruz,
USA. Markmið fararinnar var að
safna sýnum og framkvæma tilraun-
ir á blöðruselum og vöðuselum. Þá
verður einnig rætt almennt um líf-
fræði blöðrusela og vöðuseia, veiðar
og nýtingu Norðmanna og annarra
þjóða á þessum stofnum.
Helgarferð í Land-
mannalaugar og Jökulgil
FERÐAFÉLAG íslands fer um
næstu helgi, 24.-26. sept., sína ár-
legu helgarferð í Landmannalaugar
og Jökulgil.
Brottför er föstudagskvöldið kl.
19 og gist tvær nætur í sæluhúsi
Ferðafélagsins í Laugum.
Á laugardeginum er ekið inn í
Jökulgil eins langt og komist verð-
ur á rútu og gengið þaðan til baka í
Laugar, um 4-5 klst. göngu.
Á sunnudagsmorgninum, áður en
haldið er heimleiðis, verður farið í
stutta göngu um nágrenni skálans.
Nánari upplýsingar veitir
skrifstofa Ferðafélagsins í Mörk-
inni 6. Þeir sem ekki komast í
ferð yfir helgina eiga kost á dags-
ferð laugardaginn 25. sept. er
nefnist Langavatn - Vikrafell -
Jafnaskarð, göngu- og haustlita-
ferð, og er brottför í hana kl. 8 að
morgni.
Sunnudaginn 26. september kl.
13 verður gengið um Þingvelli í
haustlitum og skoðuð eyðibýli og
einnig verður hellaskoðunarferð í
Gjábakkahraun.
Sólkveðjuhátíð
ísfirðingafé-
lagsinsí
Reykjavík
ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavík gengst fyrir Sólkveðju-
hátíð í Eden í Hveragerði sunnu-
daginn 26. september nk. Dag-
skráin hefst kl. 15 með kaffisam-
sæti. Guðjón Arnar Kristjánsson
alþingismaður flytur ávarp, minni
sólarinnar, og harmonikuleikur
verður milli þess sem gestir fá
tækifæri til þess að stinga saman
nefjum.
Þetta er í fimmta sinn sem slík
Sólkveðjuhátíð er haldin. í íyrra
mættu 300 hundrað gestir og gerðu
jafnframt góð kaup á haustlaukum
og blómum á sértílboði. Stjóm ís-
firðingafélagsins hvetur sem allra
flesta til að mæta og taka með sér
gesti, segir í fréttatilkynningu.
Borðapantanir í Eden. Enginn að-
gangseyrir.
Vetrarstarf
Samtaka
. lungna-
sjuklinga
SAMTÖK lungnasjúklinga hefja
vetrarstarf sitt að þessu sinni með
félags- og skemmtifundi sem hald-
inn verður í kvöld kl. 20 í Safnaðar-
heimili Hallgrímskirkju. Boðið
yerður upp á ýmis skemmtiatriði
en einnig gefst tækifæri til að ræða
málefni féalgsins. Stjórnin gerir
grein fyrir því sem unnið hefur
verið að í sumar og hvað framund-
ar en, bæði hvað varðar málefni fé-
lagsins og fræðslu. Þá verður
starfsskrá félagsins einnig kynnt.
Upplestur í
Gerðarsafni
VETRARSTARF Ritlistarhóps
Kópavogs hefst í kvöld, fimmtu-
daginn 23. september, með upp-
lestri Guðjóns Friðrikssonar úr
seinna bindi af ævisögu Einars
Benediktssonar. Einnig mun hann
segja frá heimildaröflun við ritun
verksins.
Upplesturinn fer fram í Gerðar-
safni og hefst kl. 17. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
Aðalfundur
foreldrafélags
sykursjúkra
barna
FORELDRAFÉLAG sykursjúkra
bama og unglinga halda aðalfund
félagsins fimmtudaginn 23. sept-
ember í veitingahúsinu Sólon Is-
landus, Bankastræti.
Fundurinn hefst kl. 20:30 með
venjulegum aðalfundarstörfum.
Síðan munu hópur, sem fór á veg-
um samtakanna í sumarbúðir í
Skotlandi, kynna ferðina. Boðið
verður upp á kaffiveitingar að
hætti hússins.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Landvernd
í FRÓÐLEGRI og
skemmtilegri lesbókar-
grein sl. laugardag, 18.
september, eftir rit-
stjóra Morgunblaðsins,
Matthías Johannessen,
kemur fram að með hon-
um bærist togstreita um
virkjunarframkvæmdir
á Austuriandi. Svipuð
togstreita á sér líklega
stað í hugum þúsunda
annarra Islendinga.
Hvaða verk væri bet-
ur til þess fallið að eyða
slíkri togstreitu en lög-
formlegt umhverfismat,
framkvæmt af óháðum
aðilum, samkvæmt þeim
lögum og reglum sem
um það gilda í dag, en
ekki látið duga það sem
var talið gott og gilt fyr-
ir 10 eða jafnvel 20 ár-
um?
Lögformlegt um-
hverfismat er einnig
nauðsynlegt vegna al-
þjóðasamfélagsins og
ekki síst nágrannaþjóða
okkar sem áætlað er að
kaupi framleiðslu vænt-
anlegs álvers. Gagnvart
þeim þurfum við að hafa
allt á hreinu.
Með lögformlegu um-
hverfismati fær þjóðin
vitneskju um hvaða
verðmætum á að fórna
og hvað á að koma í
þeirra stað. Það er líka
nauðsynlegt að fá fram
rekstrarmöguleika og
hagkvæmni jarðhita-
orkuvers fyrir stóriðju
áður en byrjað verður á
næstu vatnsaflsvirkjun.
Andstæðingar lög-
formlegs umhverfismats
bera því við að ekki sé
tími til þess. Þá muni
ekkert verða af samn-
ingum um álver. Það er
vitaskuld hin mesta firra
þegar í hlut á fyrirtæki
sem ætlað er að verði í
gangi í áratugi. Fyrir
stóriðjufyrirtæki skiptir
mestu máli stöðugleiki
orkuframleiðslunnar og
orkuverðið. I þessu til-
felli lægsta orkuverð á
Vesturlöndum, nokkrum
millum lægra en Norð-
menn fá greitt fyrir
þeirra eigin orku frá
norskum álverum.
Hvort fyrirhugað álver
tekur til starfa árið 2004
en ekki árið 2003 ræður
því ekki úrslitum um
lyktir samningavið-
ræðna um álver á Reyð-
arfirði.
Stöndum öll fast á
kröfunni um lögformlegt
umhverfismat. Það er
hin eina sanna lands-
virkjun.
Hafsteinn Hjaltason.
Tapaö/fundiö
Svört plasttaska
týndist á Nelly’s
SVÖRT plasttaska týnd-
ist á Nelly’s sl. laugar-
dagsnótt. I töskunni var
Nokia 5110 gsm-sími,
bleik/sanseruð framhlið,
snyrtivörur o.fl. Þeir
sem hafa orðið varir við
veskið hafi samband við
Davíð í síma 695 4263.
Blátt drengjahjól
týndist frá Laufásvegi
BLÁTT Skorpio-
drengjahjól týndist frá
Laufásvegi 22 um síð-
ustu helgi. Þeir sem
hafa orðið varir við hjól-
ið hafi samband í síma
553 8483.
Gleraugu fundust
hjá Kolaportinu
GLERAUGU í brúnu
leðurhulstri merkt „Ray
Ban“ fundust hjá Kola-
portinu sl. sunnudag.
Upplýsingar í síma
867 1214.
Bleikt og hvítt stelpu-
hjól í óskiium
BLEIKT og hvítt
stelpuhjól fannst í El-
liðaárdal í síðustu viku.
Upplýsingar í síma
567 1976.
Gullarmband týndist
GULLARMBAND
týndist 8. ágúst, líklega
nálægt Garðakirkju eða
hjá Kornhlöðunni,
Lækjarbrekku í Banka-
stræti. Upplýsingar í
síma 555 0363.
Silfurhringur týndist
á Spot-light
SILFURHRINGUR
með rúnum á týndist á
skemmtistaðnum Spot-
light þann 11. ágúst
(Goth-kvöldið). Finnandi
vinsamlega hafi sam-
band við Ástu í síma
561 0085 eða 697 6209.
Lína er týnd
LINA er brúnbröndótt
5 mánaða læða sem
týndist frá Birkihlíð 46,
Reykjavík, að kvöldi 15.
september. Hún er
merkt með merkispjaldi
og rauðri hálsól. Hún er
mjög mannelsk og gæti
hafa leitað inn í bílskúra
eða geymslur. Hennar
er sárt saknað. Þeir sem
hafa orðið hennar varir
hafi samband í síma
568 6869.
Krúsilíus vantar
heimili
Kettlinginn Krúsilíus
vantar nýtt heimili
vegna ofnæmis. Hann er
5 mánaða, brúnbrönd-
óttur, mikill blíðubolti,
kassavanur og sprautað-
ur. Yfirbyggður kassi
fylgir. Upplýsingar í
síma 552 3208 eða
891 7677.
Blár páfagaukur
í óskilum
BLÁR, lítill páfagaukur
er í óskilum á vestan-
verðu Seltjamarnesi.
Eigandi getur haft sam-
band í síma 891 8446.
Grábröndótt kisa
týndist í Kópavogi
GRÁBRÖNDÓTT kisa,
9 ára með rauða ól,
týndist frá Landspítal-
anum í Kópavogi, deild
8, sl. sunnudag. Þeir
sem vita hvar hún er
hafi samband í síma
560 2708.
Bárður
er týndur
STÓR, grár og hvítur
fress, ógeldur og með
fegurðarblett á efri vör-
inni, týndist í Hafnar-
flrðí. Það er langt síðan
hann týndist en ég held
í vonina. Ef einhver hef-
ur upplýsingar þá hafi
hann samband við Ást-
hildi Eddu í síma
561 005 eða 697 6509.
Yíkverji skrifar...
VÍKVERJI er orðinn mjög
þreyttur á nafnaruglingi í
sjónvarpsfréttum. Það kemur fyrir
nánast vikulega og stundum oftar
að röng nöfn á viðmælendum birt-
ast á skjánum. Fyrir nokkrum dög-
um var fréttastofa Sjónvarps með
frétt um gamla fjárrétt í Þingeyj-
arsýslu. Talað var við fjóra menn
um málið. Vitlaust nafn birtist á
skjánum strax við fyrsta viðmæl-
anda og það Ieiddi til þess að öll hin
nöfnin voru einnig röng. Þetta var
ekki leiðrétt. Betra er hreinlega að
sleppa því að birta nöfn manna ef
ekki er hægt að fara rétt með þau.
Það hlýtur hins vegar að vera hægt
að finna leið til þess að draga úr
svona vitleysum.
X X X
NÝLEGA var sett upp hér á
landi fyrsta sjálfvirka mjalta-
vélin, en hún sér um mjaltir án
þess að mannshöndin komi þar
nærri. Hér er um athyglisverða
nýjung að ræða sem er ætlað að
draga mikið úr vinnu bóndans.
M.a. opnar vélin á þann möguleika
að kýrnar verði mjólkaðar oftar en
tvisvar á dag. Fróðlegt verður að
sjá hvernig þessi nýja tækni reyn-
ist. Víkverji furðar sig hins vegar
dálítið á því hvað bændur virðast
óhræddir að fjárfesta í þessari
nýju tækni, en a.m.k. fimm aðrir
bændur munu hafa ákveðið að
setja upp sams konar vélar í fjós-
um sínum. Hver vél kostar ásamt
uppsetningu um 12 milljónir króna
og það er því ljóst að bændur eru
að leggja í mikla fjárfestingu án
þess að vita hvernig hún reynist
við íslenskar aðstæður.
Sem betur fer hafa íslenskir
bændur sýnt að þeir fylgjast vel
með og vilja standa framarlega í
tækni og framleiðslu. En það orð
hefur einnig farið af þeim að þeir
fjárfesti um of í vélbúnaði eins og
dráttarvélum og heyvinnuvélum.
Fyrir nokkrum árum voru nokkrir
svokallaðir heymetistumar reistir
hér á landi, en hver og einn kostaði
yfir 10 milljónir. Víkverja skilst að
reynslan af þessum tumum hafi
verið misjöfn. Illa hafi t.d. gengið
að ná heyi úr þeim þegar mjög kalt
var í veðri, en þá vildi heyið frjósa
fast í turnunum. Dæmi munu enn-
fremur vera um að þeir hafi fokið
eftir að hætt var að nota þá. Þessi
reynsla af erlendum tækninýjung-
um ætti að gefa íslenskum bændum
tilefni til að fylgjast vel með en fara
samt varlega í fjárfestingum. Vík-
verji vonar samt að mjaltavélmenn-
in eigi eftir að reynast vel því full
þörf er á að létta störf kúabænda.
XXX
VÍKVERJI er undrandi á því að
ekki skuli vera hægt að nálgast
úrskurði umboðsmanns Alþingis á
Netinu. Embætti umboðsmanns Al-
þingis byggist á birtingu úrskurða
um mál sem vísað er til hans. Úr-
skurðimir hafa ekki ígildi dóms, en
þungi þeirra byggist ekki síst á virð-
ingu fyrir embættinu og því að úr-
skurðimir em birtir öllum almenn-
ingi m.a. í fjölmiðlum. Embættið
hlýtur að hafa þá skyldu að nýta alla
möguleika til að auðvelda almenn-
ingi að kynna sér úrskurðina og því
sætir nokkurri furðu að embættið
skuli ekki fyrir löngu hafa opnað
heimasíðu eins og t.d. umboðsmaður
bama hefur gert. Stjómvöld hafa á
fjárlögum veitt aukið fjármagn til
upplýsingamála í þeim tilgangi að
stjómkerfið standi í fremstu röð í
upplýsingasamfélaginu. Fjárskorti
getur því tæplega verið um að
kenna.