Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 29 Dagbækur pólitísks einkaritara Johns Majors Vildi að Thatcher yrði „eyðilögð“ LÍKLEGT er, að stuðningsmenn Marg- aret Thatcher hugsi nú John Major þegjandi þörfina en í fyrradag var upplýst, að aðeins sex mánuðum eftir að hann tók við af henni sem forsætisráðherra Bretlands, hafi hann látið í ljós von um, að hún yrði „eyðilögð". Kemur þetta fram í dagbókum Judith Chaplin, sem var póli- tískur einkaritari Johns Majors á árun- um 1990 til 1992. Chaplin, sem var kjörin á þing fyrir íhaldsflokkinn 1992, lést ári síðar, aðeins 53 ára að aldri. Opinber- lega var hún alltaf trú og trygg Major en dagbækumar hennar gefa hins vegar af honum ófagra mynd og lýsa honum í raun sem misheppnuðum forsætisráð- herra. Að vísu raunsæjum að sumu leyti en stefnulausum. Segir hún meðal annars, að hann hafi ekki þol- að neina gagnrýni og „tekur hana alltaf persónulega. Þetta leggst þungt á okkur öll, sem vinnum fyrir hann“. Ottaðist að virðast kjánalegur í dagbókunum segir, að í veislu í mars 1991 hafi Major verið „dálítið drukkinn" og þá hafi hann skamm- að einkaritara sinn eins og hund frammi fyrir blaðamönnum. Chaplin segir, að Major hafi verið „vonlaus leiðtogi og reynir að forð- ast opnar umræður af ótta við að virðast kjánalegur“. Segir hún, að Major hafi verið fullur „af fordóm- um gagnvart þeim, sem honum finnst hafa átt of auðveldan frama en skiiur ekki, að margir þeirra hafa orðið að berjast fyrir sínu _ jafnvel Thatcher.“ Það eru þó ummæli Majors um Thatcher, sem vekja mesta athygli, og þau eiga vafalaust eftir að reita hægriarminn í Ihaldsflokknum til reiði. Þeir, sem honum tilheyra, hafa lengi haldið því fram, að Major hafi verið farinn að brugga Thatcher launráð löngu áður en hún var í raun sett af og víst þykir, að hjaðningavígin, sem hafa einkennt undirbúning lands- fundar Ihaldsflokksins í næsta mánuði, muni nú færast í aukana. Ófagrar lýsingar Chaplin segir, að í júní 1991 hafi Major heyrt einkaritara sinn, Gus O’Donnell, nefna Thatcher á nafn og þá hafi hann sagt: „Eg vil, að hún verði einangr- uð, ég vil, að hún verði eyðilögð." „Geggjuð“, „brjáluð", „vitlaus" og „móðursjúk" eru orðin, sem Chaplin segir, að Major hafi notað um Thatcher og hún segir, að Major hafi talið, að Thatcher hefði verið „búin að vera“ áður en kom til hins örlagaríka leiðtogakjörs í nóvember 1990. Chaplin segir í dagbókunum sín- um, að þegar Major hafi verið sest- ur í forsætisráðherrastólinn hafi „hver einasta ákvörðun verið tekin með tilliti til þess hvaða áhrif hún hefur fyrir hann og frama hans. Þá er ég ekki að segja, að hann sé ekki viðkunnanlegur eins og altalað er, en hann er miskunnarlaus". Hluti af dagbókarskrifum Chaplin birtist í Sunday Telegraph um síð- ustu helgi og síðari hlutinn verður birtur um næstu helgi. Akváðu bömin hennar að birta þau til að þáttur hennar í þessum að mörgu leyti sögulegu atburðum yrði lýðum ljós en vildu þó bíða með það vel fram yfir þingkosningamar 1997. á einu bretti Við hjá Toyota - betri notuðum bílum höfum fengið 200 góða og trausta Toyota Corolla á sölu á Nýbýlaveginum Bílarnir, sem allir eru mjög nýlegir, koma frá Bílaleigu Flugleiða, hafa fengið gott og reglulegt eftirlit og eru allir í ábyrgð. Viðskipti við Toyota - betrí notaða bíla eru örugg og áhyggjulaus viðskipti Cg) TOYOTA Betn notaðir bílar Sími 563 4400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.