Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 215. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Yfír tvö þúsund fundnir látnir eftir jarðskjálftann á Taívan ísraelar saka SÞ um fjandskap Eftirskjálftar hafa hamlað björgunarstarfi Puli, Taipei. AFP, AP, Reuters. - . . . . . . , Reuters Ibúar þorpsins Kou Shing á miðhluta Taivans fá afhent dánarvottorð ættingja sinna í gær. ÖFLUGIR eftirskjálftar hömluðu björgunarstarfi á Taívan í gær, þar sem að minnsta kosti 2.008 hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann á mánudag. Um 4.500 manns hafa leit- að læknishjálpar vegna meiðsla og í gærkvöldi var um 2.600 manna enn saknað. Björgunarsveitir frá fjórtán löndum komu til eyjarinnar í gær. Björgunarmenn fundu í gær mun fleiri látna en á lífí í rústum húsa sem hrundu og vonin um að fínna fólk á lífi minnkar með degi hverjum. Eftirskjálftar stefndu lífi og limum björgunarmanna í hættu í gær, þvi mörg löskuð hús hrundu til grunna við jarðhræringarnar. Yfir tvö þús- und eftirskjálftar hafa riðið yílr síð- an á mánudag, þar af þrír yfir 6 á Richter-kvarða og sá sterkasti mældist 6,8 stig. Eftirskjálftamir ollu víða aurskriðum og voru tvö þorp á vesturhluta Taívans rýmd vegna hættu á að stífla í fljóti af þessum sökum myndi valda flóði. Auk þess mynduðust sprungur í stærsta vatnsgeyminum á Taívan og voru íbúar í nágrenninu hvattir til að yfirgefa heimili sín. Meðal þeirra fjórtán landa sem sendu björgunarsveitir til Taívans í gær eru Bandaríkin, Rússland, Sviss, Tyrkland, Japan, Suður-Kórea og ísrael. Sumir liðsmanna þeirra höfðu verið við björgunarstörf í Tyrklandi eftir jarðskjálftann sem reið yfir í lok ágúst og varð yfir 15 þúsund manns að bana. Tyrkir sendu sérþjálfað lið, sem gegndi lyk- ilhlutverki við björgunarstarfið þá. 100 þúsund misstu heimili sín Talið er að yfir 100 þúsund manns hafi misst heimili sín vegna jarð- skjálftans. „Hvað varð um húsið mitt?“ spurði hinn 33 ára gamli Hsu Tse-kai björgunarmenn aftur og aft- ur á þeim átta klukkustundum sem tók að ná honum úr rústum. Hús hans hafði verið fjögurra hæða hátt, en það eina sem var eftir af því var þriggja metra há steypuhrúga. Unn- ið var að því í gær að leita eins árs drengs í rústum hússins, en hlustun- arbúnaður hafði numið hljóð frá leik- fangi hans. í höfuðborginni Taipei lögðu björgunarmenn allt kapp á að finna fólk á lífi í rústum hins tólf hæða háa Sungshan-hótels, en þrjátíu manna var ennþá saknað, sem talið var að hefðu verið þar innandyra er skjálft- inn reið yfir. Gífurlegt tjón I borginni Tungshih á miðri eynni, þar sem búa um 60 þúsund manns, var nærri því hvert einasta hús skemmt og þriðjungur allra bygg- inga hruninn. Maður að nafni Liu beið í gær örvæntingarfullur fyrir utan fjórtán hæða fjölbýlishús í borginni, sem hallaði um 45 gráður. Sagðist hann hafa komist heilu og höldnu með barn sitt úr íbúð á sjö- undu hæð, en eiginkona hans og ann- að barn þeirra væru enn föst inni í húsinu. „Eg áttaði mig ekki einu sinni á því að húsið hefði brotnað fyrr en jarðskjálftinn var genginn yfir,“ sagði Liu við fréttaritara AP- fréttastofunnar. Haft var eftir taívönskum embætt- ismönnum í gær að tjónið af völdum jarðskjálftans gæti numið um 250 milljörðum íslenskra króna. Hafna samstarfí við sátta- semjara Jerúsalem. AFP. ÍSRAELSKA ríkisstjórnin neitaði í gær að hafa samstarf við nýskipaðan sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mið- austurlanda þar sem samtökin hefðu ávallt sýnt ísraelum fjand- skap. Þá hafa Israelar einnig vísað á bug boði Frakka um að miðla málum í deilu þeirra við Sýrlendinga. Norðmaðurinn Terje Rod Larsen var í fyrradag skipaður sérstakur sáttasemjari SÞ í málefnum Miðausturlanda en í yfir- lýsingu ísraelsku ríkisstjórnarinnar í gær sagði, að hún harmaði þá ákvörðun Kofi Annans, fram- kvæmdastjóra SÞ, að auka umboð sáttasemjarans frá því, sem verið hefði. Af þeim sökum yrði ekkert samstarf við hann haft. „Við munum ekki styðja þessa stofnun í afskiptum hennar af friðar- ferlinu enda hefur hún alltaf verið sérstaklega fjandsamleg okkur,“ sagði ísraelskur embættismaður í gær. Sagði hann, að Óslóarsamning- arnir byggðust á tvíhliða viðræðum enda hefðu tilraunir alþjóðasamtaka til að koma á friði í Miðausturlönd- um engan árangur borið í hálfa öld. Israelar höfnuðu einnig í gær til- raunum Frakka til að bera sáttaorð milli þeirra og Sýrlendinga og sögðu Bandaríkjamenn eina vera þess um- komna. Þykja þessi viðbrögð ísraela mjög hastarleg og er óttast, að þau geti varpað nokkrum skugga á heim- sókn Ehuds Baraks, forsætisráð- herra ísraels, til Frakklands, en hún hófst í gær. Ehud Barak Tóbaks- framleiðend- um stefnt Washington. AP. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI Banda- ríkjanna stefndi í gær átta stórum tóbaksframleiðendum með það að markmiði að ná til baka milljörðum bandaríkjadala sem ríkið hefur eytt í heilbrigðisþjónustu vegna sjúkdóma er tengjast reykingum. I ákærunni kemur fram að tóbaks- framleiðendur hafi síðan á sjötta áratugnum leynt bandarískan al- menning upplýsingum um skaðsemi reykinga. Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að bandarískur almenningur ætti ekki að þurfa að standa straum af þeim gríðarlega kostnaði sem af reyking- um hlytist. „í yfir 45 ár hafa tóbaks- framleiðendur farið sínu fram án þess að skeyta um sannleikann, lög eða heilsu bandarískra borgara," sagði Reno. Rússneski herinn girðir landamæri Tsjetsjníu af Rússar segjast ekki fyrirhuga innrás Moskvu. Reuters. RÚSSAR vísuðu í gær á bug vangaveltum um að þeir fyrirhuguðu að gera innrás í Tsjetsjníu, en rússneski herinn hefur myndað varnarlínu við tsjetsjnesku landamærin til að hindra för múslímskra skæruliða þaðan inn í Rússland. Aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands, Igor Zubov, lýsti því yfir á fréttamannafundi í gær að ekkert væri hæft í orðrómi um að Rússar hygðust ráðast inn í Tsjetsjníu vegna ólgunnar við landa- mæri Dagestan-héraðs og sprengjutilræðanna undanfarið. Sagði hann að slík innrás myndi hafa í för með sér of mikið manntjón. Þéttriðið net Aðstoðarforsætisráðherra Tsjetsjníu, Aslan Makashev, fór þess á leit á fréttamannafundi í gær að Borís Jeltsín Rússlandsforseti féllist á að eiga fund með Aslan Maskhadov, forseta Tsjetsjníu, til að leysa deiluna. Haft var eftir Alexei Kulakovsky, erindreka Moskvustjórnarinnar í héruðunum Ingúsetíu og Norður-Ossetíu, að rússneski herinn myndaði þéttriðið net við landamærin og enginn fengi að fara þar í gegn. Sagði hann þó að ekki væri hægt að koma algerlega í veg fyrir að tsjetsjneskir skæruliðar kæmust inn í Rússland, þar sem Tsjetsjnía ætti einnig landamæri að Georgíu. Lögreglan í Moskvu tilkynnti í gær að áformum um að vísa öllum óskráðum íbúum úr borginni vegna sprengjutilræðanna undanfarið yrði hrint í framkvæmd. Talið er að um sé að ræða að minnsta kosti 40 þúsund manns. ■ Múslimar/32 Reuters Tsjetsjenskur maður rótar í rústum húss síns í þorpinu Serjen-Yurt, skammt frá landamær- um Dagestan-héraðs og Tsjetsjníu. Aðeins karlmenn eru eftir í þorpinu, en konur og börn hafa flúið sprengjuárásir Rússa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.