Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
12% Grafarvogs-
búa hafa notað
þjónustu Miðgarðs
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
Ný fimm hæða bygging rís
Kópavogur
í NÝJUM reglum sem Flug-
málastjórn gaf út í sumar
eru m.a. ákvæði um tak-
mörkun á flugi yfir vestur-
hluta Kópavogs. Borist
höfðu kvartanir frá íbúum á
því svæði vegna hávaða frá
flugumferð og er liðið rúmt
ár frá því að fyrstu formlegu
kvartanirnar bárust, að sögn
Ólafs Briems, bæjarritara
Kópavogsbæj ar.
Ólafur segir að kvartanir
hafí nánast eingöngu borist
frá íbúum á Kársnesi. Bæjai’-
yfirvöld bragðust við með því
að senda Flugmálastjórn er-
indi í júní á síðasta ári þar
sem kvörtunum vegna flug-
umferðar yfir Kársnesi var
komið á framfæri. Að sögn
Ólafs tók Flugmálastjórn
þeirri málaleitan vel og gaf í
framhaldinu sterklega í skyn
að dregið yrði úr flugumferð
yfir nesinu. Pessari viljayfir-
lýsingu var síðan fylgt eftir
með reglum um takmarkanir
Miðbær
UNNIÐ er að því að reisa
nýja fimm hæða byggingu
í Austurstræti 8-10. Það
er Ármannsfell sem
stendur að framkvæmd-
unum. Að sögn Jóns Páls-
sonar framkvæmdasljóra
er nú verið að ljúka við
að steypta næstefstu hæð-
ina og er reiknað með að
steypuvinnu ljúki í næsta
mánuði. Þá verður hafíst
handa við frágang á hús-
inu og sagði Jón að húsið
ætti að vera tilbúið næsta
vor samkvæmt áætlun.
Hann reiknar með að það
standist.
Húsið verður að mestu
leyti tekið undir skrifstof-
ur sem verða frá og með
annarri hæð og upp úr. Á
jarðhæð er áætlað að
verði kaffíhús og rými
fyrir verslun og þjónustu.
Jón segist ekki reikna
með að kaffíhúsið verði í
kráarstíl, heldur að þar
verði fyrst og fremst selt
kaffí og meðlæti. Þá verð-
ur hægt að ganga í gegn-
um kaffíhúsið á milli
Austurstrætis og Austur-
vallar.
Grafarvogur
RÚMLEGA 12% Grafar-
vogsbúa á aldrinum 17-75
ára hafa notað þjónustu Mið-
garðs á síðustu 12 mánuðum.
Flestir þeir sem þekktu þá
þjónustu, sem borgin veitir í
Grafarvogi, fyrir daga Mið-
garðs telja þjónustu Mið-
garðs betri en þá sem fékkst
áður en hann tók til starfa.
Þessar niðurstöður koma
fram í könnun, sem Gallup
gerði í júlí og ágúst fyrir
Miðgarð, sem er fjölskyldu-
þjónusta fyrir Grafarvogs-
búa á vegum Reykjavíkur-
borgar. Miðgarði er m.a.
ætlað að stuðla að auknu
íbúalýðræði og bæta og hag-
ræða þjónustu við Grafar-
vogsbúa með samræmingu
opinberrar þjónustu í hverf-
inu.
1.000 Grafarvogsbúar á
aldrinum 17-75 ára lentu í
úrtaki könnunarinnar, sem
var gerð með símtölum og
var nettósvörun 74,4%.
Tæplega fimmtungur
þeirra sem tóku afstöðu
þekkti vel til Miðgarðs en
tæplega 64% þekktu illa til
Miðgarðs og um 25% höfðu
aldrei heyrt hans getið.
Konur, fólk á aldrinum 25-
44 ára, íbúar Borga- og
Rimahverfis, fólk með tekjur
undir 300 þúsund krónum á
mánuði og fólk sem á tvö eða
fleiri börn undir 18 ára aldri
þekkti betur til starfseminn-
ar en aðrir.
Tæplega þrír af hverjum
fjórum, sem tóku afstöðu og
hafa heyrt um Miðgarð,
reyndust jákvæðir gagnvart
honum, en tæplega 2% voru
neikvæðir. Ríflega 30%
þeirra sem þekktu til Mið-
garðs, eða um 22% úrtaksins
alls, höfðu nýtt sér þjónust-
una eða þekktu einhvern
sem hafði gert það síðustu
12 mánuði.
Hverfisnefnd Grafarvogs
er sett yfir starfsemina í
Miðgarði en 41% úrtaksins
reyndist aldrei hafa heyrt
hverfisnefndarinnar getið.
Tæplega 57% þeirra sem
þekktu til nefndarinnar og
tóku afstöðu töldu að hún
hefði skipt máli um aukið að-
gengi Grafarvogsbúa að
borgarkerfinu.
Jákvæð
ímynd
Áirni Þór Sigurðsson,
borgarfulltrúi er formaður
hverfisnefndar Grafai-vogs,
og hann gerði könnunina að
umtalsefni á síðasta fundi
borgarstjórnar. Þar sagði
hann að niðurstöður hennar
sýndu að eftir tveggja ára
starf hafi ennþá yfir 60%
þeirra sem spurðir voru og
búa í Grafarvogi þekkt lítið
til starfseminnar. Þrír af
hverjum fjórum, sem heyrt
hafi um starfsemina séu hins
vegar jákvæðir gagnvart
fjölskylduþjónustunni, en
aðeins tæplega 2% neikvæð-
ir gagnvart Miðgarði. „Þetta
segir okkur það að þrátt fyr-
ir að stór hluti íbúa í Grafar-
vogi hafi ekki heyrt talað um
Miðgarð, þá hefur Miðgarð-
ur á sér engu að síður mjög
jákvæða ímynd,“ sagði Árni
Þór. Hann sagði einnig að
jákvæð afstaða þeirra sem
þekkja til starfseminnar,
samanborið við þá þjónustu
sem áður var veitt, væri
skýr vísbending um að til-
raunin í Miðgarði væri já-
kvæð og íbúar í Grafarvogi
líti svo á að þeir fái betri
þjónustu en áður.
Ný ljós í bænum
Reykjavík
UMFERÐARLJÓS voru
tekin í notkun í gær við
nýju, mislægu gatnamótin
þar sem Miklabraut mætir
Réttarholtsvegi og Skeiðar-
vogi, þegar umferð var þar
hleypt yfir í fyrsta sinn. Þá
stendur einnig til að taka í
notkun ný ljós á mótum
Réttarholtsvegar og Soga-
vegar á næstunni, auk ljósa
á Suðurlandsbraut við Álf-
heima og Faxafen. Að því
loknu er ráðgert að setja
upp ný ljós á mótum Höfða-
bakka og Dvergshöfða. Við
Listabraut hafa verið tilfær-
ingar með ljós þar sem nýj-
um ljósum hefur verið bætt
á ljósastýribúnað eldri ljósa
við eystri álmu Kringlunnar,
og eru nýju ljósin við vestur-
hluta Kringlunnar.
Kostnaður við að setja
upp ljós getur verið á bilinu
2 til 7 milljónir króna, eftir
því hversu mikil vinna er við
að koma þeim upp. Að sögn
Sigurðar I. Skarphéðinsson-
ar gatnamálastjóra kostar
sjálfur búnaðurinn um eina
og hálfa milljón króna.
Kostnaðurinn við að setja
upp umferðarljósin við nýju
mislægu gatnamótin er um
tvær og hálf milljón, en sá
búnaður er óvenju fiókinn og
stýrir bæði búnaði á mis-
lægu gatnamótunum og mót-
um Réttarholtsvegar og
Sogavegar. Aftur á móti er
vinnan við uppsetninguna
einfaldari, þar sem um ný-
smíði mannvirkja er að
ræða. Oft þarf að brjóta upp
malbik og gangstéttir, leggja
nýjar beygjureinar og
breyta gangstéttahornum.
Þegar fara þarf í slíkar
framkvæmdir getur kostnað-
ur við uppsetningu ljósa ver-
ið á bilinu 5-7 milljónir, að
sögn Sigurðar.
Sigurður segir að sérstök
þriggja manna deild geri
ekkert annað en að sinna
viðhaldi á ljósum og hennar
hlutverk sé fyrst og fremst
að setja upp ný Ijós. Þessir
menn eru mjög sérhæfðir í
stýribúnaði ljósanna. Síðan
era aðrir starfsmenn sem
era meira í því að skipta um
perar í ljósunum, en það er
reglulega skipt um perur og
ljósin eru þrifin nokkrum
sinnum á ári. I stað þess að
bíða eftir að perar fari er
þeim skipt út eftir ákveðinn
tíma og þess vegna eru bil-
anir í perum frekar sjald-
gæfar, að sögn Sigurðar.
Flug takmarkað yfír Kársnesi
á flugi um Reykjavíkurflug-
völl sem tóku gildi 21. júní sl.
I þessari nýju reglugerð
hefur verið sett ný 500 feta
lágmarksflughæð yfir Kárs-
nesi, sem sérstaklega á við
um aðflug og lendingu. Eftir
flugtak á braut 20 er flug-
mönnum nú skylt að beygja
til hægri um 240 gráður frá
Kársnesi og gildir þetta
ákvæði nú bæði um sjónflug
og blindflug. Þá hafa snerti-
lendingar nú verið bannaðar
á kvöldin og verið takmark-
aðar veralega um helgar, auk
þess sem snertilendingar
fjölhreyíla loftfara hafa verið
bannaðar. Markflugslending-
ar hafa einnig verið bannað-
ar. Þá hafa ýmsar almennar
reglur sem miða að því að
draga úr hávaðamengun yfir
Kársnesi vegna flugumferðar
tekið gildi. Þær reglur varða
m.a. hávaðavottorð loftfara
sem fara um Reykjavíkur-
flugvöll, notkun knývendis í
lendingu og næturtakmark-
anir flugs.
Ibúar mótmæla
stæðum fyrir
stóra bfla
Borgarholt
126 ÍBÚAR í grennd við
Borgaveg hafa mótmælt við
borgarstjórn Reykjavíkur
áformum um að gerð verði
bílastæði fyrir stóra bíla á
2,4 hektara svæði milli Gul-
lengis og Borgavegar.
Hverfisnefnd Grafarvogs
hefur tekið málið fyrir og
óskað eftir að málið verði
tekið upp að nýju hjá borg-
arskipulagi í samræmi við
óskir íbúanna.
Jákvæðar undirtektir
hverfísnefndar
Ingvi Hjörleifsson hefur
haft forgöngu um málið fyr-
ir hönd íbúa og hafði ásamt
fleirum frumkvæði að und-
irskriftarsöfnuninni
snemma á síðasta ári. Þá
var málinu vísað til skoðun-
ar hjá borgarskipulagi og
borgarverkfræðingi en eftir
að engin svör bárust þaðan
sendi Ingvi erindi til hverf-
isnefndar Grafarvogs í
ágúst. Nefndin tók málið
upp á fundi og gerði sam-
þykkt um að óska eftir að
málið verði tekið upp að
nýju í samræmi við óskir
íbúanna og kveðst nefndin
munu fylgja málinu eftir.
Ingvi Hjörleifsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að
íbúar í öllum húsum sem
málið varðar hefðu tekið
þátt í undirskriftasöfnun-
inni. I bréfinu sem upphaf-
lega var sent borgaryfir-
völdum segir, að við undir-
skriftarsöfnunina hafí ber-
lega komið í ljós að svoköll-
uð kynning borgarinnar á
skipulaginu hafi verið flest-
um ókunn. „Það gefur til
kynna að aðferðir viðkom-
andi stofnana borgarinnar
við að koma upplýsingum á
framfæri við borgarana séu
ófullnægjandi þótt þær séu
e.t.v. löglegar," segir í bréf-
inu til borgarstjóra.
,Ákvörðun borgarskipulags
um umrætt bílastæði er eftir
því sem best er vitað í and-
stöðu við yfirlýsta stefnu
borgarinnar í umhverfismál-
um. Þetta varðar verulega
sjónmengun, hávaðamengun
og loftmengun og ekki síst
umferðaröryggi í íbúðar-
Morgunblaðið/Kristinn
Ingvi Iljörleifsson hefur forgöngu um mótmæli íbúa við
áformum um að gera bilastæði fyrir stóra bfla milli
Borgavegar og Gullengis.
Morgunblaðið/Golli
Stórum bflum er lagt á kvöldin við Borgaveg, í jaðri svæð-
isins sem áformað hefur verið að taka undir sérstakt
stæði fyrir þessa tegund bfla.
hverfi." Síðar segir: „Það
skal tekið fram að við erum
ekki að óska eftir að [stæðið]
verði flutt til heldur alls ekki
skipulagt innan íbúðarhverf-
is.“
Ingvi segir að eftir að þótt
aldrei hafi borist svör frá
borgarskipulagi og borgar-
verkfræðingu sé hann
ánægður með jákvæð við-
brögð hverfisnefndarinnar.
íbúalýðræði
I bréfi hans til hverfis-
nefndarinnar er vísað til
þess að markmiðið með
starfrækslu Miðgarðs, sem
annast ýmsa þætti stjórn-
sýslu borgarinnar sem snýr
að Grafarvogsbúum, sé að
stuðla að auknu íbúalýðræði
með því að veita íbúum, full-
trúum félagasamtaka og
stofnana aukin áhrif á skipu-
lag nánasta umhverfis og
fyrirkomulag þjónustu í
hverfinu.
„Við íbúar í Borgarholt-
inu, sem stöndum að fram-
angreindu erindi, lítum
þannig á að stjórnmálamenn
geti varla ætlast til að yfir-
lýsingar um íbúalýðræði séu
bara orðin tóm í hátíðaræð-
um á tyllidögum. Við lítum
ekki á það sem íbúalýðræði
að gefa fáeinum mönnum
kost á að skemma umhverfið
í óþökk mikils meirihluta
íbúa. Þetta hafa fáeinir bíl-
stjórar stórra trukka gert og
samkvæmt skipulagi er fyr-
irhugað að þeir geri það
áfram,“ segir í bréfinu til
hverfisnefndar.
Ingvi segist telja fráleitt
að skipuleggja bílastæði fyr-
ir stóra dísilbíla í miðju
íbúðarhverfi; bæði vegna
mengunar, hávaða, óþrifnað-
ar og umferðaröryggis en
hann segir nú þegar mjög
mikla bílaumferð um hverf-
ið. Þá beri þessir bílar með
sér grjót og drullu og setji
þegar svip á hverfið þar sem
þeir leggi í heimildarleysi
við Borgaveginn.
Hvað ef bflsljórar SVR
færu heim á vögnunum?
„Við teljum ekki ástæðu
til þess að borgin sé að
skaffa atvinnurekendum,
sem eru með stóra bíla,
ókeypis bílastæði og mal-
bika með tilheyrandi kostn-
að 2,4 hektara undir þeirra
bíla. Við, íbúarnir, þurfum
að kaupa okkur lóðir, byggja
á þeim og malbika bílastæð-
in á okkar kostnað og ef við
förum niður í bæ þurfum við
að borga fyrir bílastæði. En
eigendur þessara bíla
heimta að borgin skaffi þeim
tvo og hálfan hektara undir
bílastæði í óþökk íbúanna.
Ég hef sagt að mér finnst að
þessi fyrirtæki eigi að fá lóð-
ir undir sín athafnasvæði og
svo eiga þau að geyma bíl-
ana þar. Þetta er eins og ef
strætisvagnstjórar færu all-
ir heim á strætisvögnunum á
kvöldin. Hvað yrði sagt þá?“
spyr Ingvi Hjörleifsson.