Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sveitarstjórn Hríseyjarhrepps Hverskonar blaður er þetta í þeim, Gauti minn? Ég sé ekki betur en að þetta sé allt eftir bókinni hans Dóra. Lítil maðkveiði í Langá OLYMPUS CAMEDIA C- STAFRÆN OG FILMULAUS Með 3 x zoom • 2.1 mi'ljón punkta upoiausn • 1600 x 1200 • Meó íenci fyrir ulanáíiggjandi flass • Hægt að :ertgja v;ð sjónvarp • Hægt að vista sem tiff oo jpeg • Fjarstýri-g fylgir • Tekui 32mö smartmedia kort { 8mP með' • Getui tekið 45 myndír í róí, 2 á sekóndu • Hægt að fá aukaiinsur Lóg www.ormsson.is „VIÐ enduðum með 1641 Iax og er- um fullkomlega sátt við það. Þetta er 81 laxi meiri veiði heldur en í fyrra og það er skilið við ána í góðu standi, fiskur um allt og víða mikið af hon- um. Það er skemmtilegt að skoða töl- fræðina hjá okkur, 1250 laxar veidd- ust á flugu. Það gerir að 391 veiddist á maðk og þar af eru eitthvað yfir 200 í einu og sama hollinu, maðka- hollinu sem tók við eftir fluguveiði- tímann,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson leigutaki Langár í samtali við Morg- unblaðið. Ingvi sagði að trúlega yrði enginn klaklax tekinn úr Langá í haust þar eð ástandið íánni væri slíkt að það væri tilfinning manna, m.a. Sigurðar Más fiskifræðings í Borgamesi, að það væri frekar of mikið af seiðum í ánni heldur en of lítið. Sagðist Ingvi ætla að finna út á næstu dögum hvort ekki væri lax á svæðinu fyrir neðan Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eggert J. Hilmarsson með þann stærsta úr Vatnsá í sumar, 15 punda hæng úr Frúarhyl. ur upp á síðustu þrjár vikurnar áður en næsta vertíð hefst, hefði mælst af- ar vel fyrir. „Ég er stöðugt að bóka í skólann, hann hefur greinilega hitt á rétta nótu,“ sagði Ingvi. Slakt sumar í Gljúfurá Gljúfurá endaði með aðeins 136 laxa. í fyrra veiddust 150 laxar og þótti lítið. Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur í Borgarnesi taidi á sínum tíma að góðar horfur væru á því að Gljúfurá næði a.m.k. meðal- veiði í sumar, sem er 223 laxar á ára- bilinu 1974-1998, en eitthvað hefur farið úrskeiðis. Það skýtur skökku við, að nóg var af laxi bæði í Langá og Norðurá, en Gljúfurá rennur úr annarri og í hina. í fyrra kenndu ýmsir því um að áin var afar vatnslít- il á lykiltíma um sumarið, en þó kom afar lítið af laxi upp er vatnshæð hækkaði. Nú í sumar var gott vatn alit veiðitímabilið og því ekki hægt að kvarta af þeim sökum. Stefán Hallur Jónsson, formaður árnefndar Gljúfurár hafði eftir bændum á svæðinu að eitthvað kynni að vera að ósnum og yrði að skoða það. Ósinn er lygn og djúpur, en allra neðst grynnist hann þó mjög og þar á til að vaxa upp talsverður gróður. Stefán Hallur sagði að árnefndin hefði veitt 11 laxa er áin var lokuð. Það var trú- lega hæsta holl sumarsis, en Stefán taldi líkindi á því að þeir félagar hefðu notið góðs af því að illa var selt í ána síðustu dagana og árnefndin því fengið ána „vel hvflda“. vatnsmiðlunarstífluna í Langavatni. Síðustu ár hefur lax hrygnt þar, en síðustu vikur hefðu fáir gert sér far svo langt upp með ánni þar sem af nógu væri að taka neðar og silungs- veiðimenn sem þar renna stundum væru yfirleitt á ferðinni áður en laxa er von þar efra. Ingvi bætti við, að fluguveiðiskólinn sem bryddað verð- Ráðstefna um umhverfisfræðslu Margt að gerast í umhverfísmálum Hugi Ólafsson IDAG klukkan tíu verður haldin ráð- stefna um umhverfis- fræðslu í Hótel Örk í Hveragerði. Ráðstefnan hefst með ávarpi Sivjar Friðsleifsdóttur umhverf- isráðherra. A ráðstefn- unni verður fjallað um umhverfisfræðslu og um- hverfismennt í víðum skilningi, að sögn Huga Ólafssonar, formanns Umhverfisfræðsluráðs. Þarna verður óhjá- kvæmilega fjallað um fræðslu um umhverfísmál í skólakerfinu en við vilj- um ekki takmarka okkur við skólakerfið og á ráð- stefnunni verður því m.a. fjallað um möguleika á umhverfisfræðslu í at- vinnulífinu og um starf á vegum áhugasamtaka sem leitast við að opna augu manna fyrir náttúru- fari og menningarminjum í nán- asta umhverfi fólks. Það er eng- in leið að gera öllu framtaki skólastofnanna og samtaka á sviði umhverfisfræðslu skil á svona eins dags ráðstefnu en þarna ætla ýmsir aðilar að vera með veggspjöld og kynningar- efni sem mönnum gefst tækifæri til að kynna sér í kaffihléum tii að fá hugmynd um þá grósku sem þrátt fyrir allt er til staðar í umhverfismennt á Islandi. - Hverjir verða fyrirlesarar? Við fáum einn erlendan fyrir- lesara, Per-Olov Ottosson, frá sænsku samtökunum Hold Sverige rent. Hann ætlar að fjalla um reynslu Svía af um- hverfisfræðslu bæði í skólum og í atvinnulífinu, m.a. þá um þátt- töku Svía í alþjóðlega verkefninu Eco-schools, sem yfir 2.000 skól- ar í 17 Evrópulöndurn eru þátt- takendur í. Erindi Ottosson vrð- ur flutt eftir hádegi. Fyrir há- degi á ráðstefnunni flytur Þor- valdur Örn Ámason, kennari hjá Fjölbrautarskóla Suðurnesja, yfirlit um umhverfismennt á Is- landi. Hann hefur tekið saman rit þess efnis. Stefán Bergmann hjá Kennaraháskóla Islands fjallar um umhverfisfræðslu í skólakerfinu og Halldór Grön- vold fjallar um möguleika á um- hverfisfræðslu í atvinnulífinu. Þá er erindi sem heitir Staðar- dagskrá 21 og fræðslumál, það erindi flytur Sigurbjörg Sæ- mundsdóttir, formaður stjórnar Staðardagskrár 21. Eftir hádegi tala auk Ottossons Kolbnín Oddsdóttir, garðyrkjustjóri í Hveragerði, hún fjallar um framtak manna þar á sviði um- hverfisfræðslu en margt er að gerast í þeim efnum á Suður- landi og Jónatan Garðarsson, formaður Umhverfis- og útivi- starfélags Hafnarfjarðar, flytur erindi er ber yfir- skriftina: Að iesa landið! Þar er rætt um starf Hafnilrðinga m.a. við að kynna náttúrufar og söguminjar í Hraununum sunn- an Straumsvíkur. - Er umhverfisfræðslu ábóta- vant á Islandi? Það er mjög mikið að gerast mjög víða í þessum efnum. Bæði í skólakerfinu og á vegum ým- issa samtaka og stofnanna. En það hefur kannski ekki verið mjög markvisst starf og því er held ég full þörf á því að kort- leggja stöðu mála á svona ráð- stefnu. Þetta starf hér hefur ►Hugi Ólafsson fæddist 19. mars 1964 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1983, BA-prófi í jarðfræði og stjómmálafræði frá Occidental College í Banda- ríkjunum. Mastersgráðu í al- þjóðasljórnmálum tók Hugi frá Columbia-háskóla í New York. Hann hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu, hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og er nú deildar- stjóri í umhverfisráðuneytinu. Hann er einnig formaður um- hverfisfræðsluráðs. Hugi er í sambúð með Jóhönnu Magn- úsdóttur stjómfræðingi og eiga þau eitt barn. kannski fyrst og fremst verið borið uppi af áhugasömum ein- staklingum en við erum kannski eftirbátar nágrannarikja í mark- vissu og skipulegu starfi á sviði umhverfisfræðslu. Það verður því eflaust fróðlegt fyrir okkur að heyra hvernig er unnið að umhverfismennt í Svíþjóð og evrópsku samstarfi. - Hvert er starf Umhverfís- fræðsluráðs helst? Umhverfisfræðsluráð er átta manna starfsvettvangur og var sett á laggimar í fyrra og er ætl- að að efla starf á sviði umhverf- isfræðslu á Islandi. Fyrsta verk- efni ráðsins var að setja upp einskonar upplýsingamiðstöð á Netinu yfir allt það efni sem þar er að finna um umhverfismál á Islandi. Þessi miðstöð sem heitir Umhverfisvefurinn (www.um- vefur.is) var opnuð í byrjun árs- ins og hefur hlotið góðar viðtök- ur. Nú er hægt að tengjast yfir 130 íslenskum vefsíðum um um- hverfismál, flokkuðum eftir efni í gegnum um umhverfisvefinn. Ráðstefnan í Hveragerði í dag er annað stóra verkefni Um- hverfisfræðsluráðs. Þegar við höfum náð að safna saman upplýsinga- lindum um umhverfis- mál á Netinu á einn stað þá tel ég að liggi beint við að safna saman þeim fjölmörgu einstak- lingum sem vinna að umhverfis- fræðslu víða um land til þess að fara yfir stöðu mála og sóknar- möguleika. - Fyrir hverja er þessi ráðstefna haldin? Hún er fyrir alla sem koma að umhverfismálum og miðlun upp- lýsinga. Ráðstefnan er opin öll- um og þess má geta að rúta fer frá Umferðarmiðstöðinni klukk- an 9.15. Miðstöð á Netinu um umhverfismál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.