Morgunblaðið - 23.09.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 23.09.1999, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sveitarstjórn Hríseyjarhrepps Hverskonar blaður er þetta í þeim, Gauti minn? Ég sé ekki betur en að þetta sé allt eftir bókinni hans Dóra. Lítil maðkveiði í Langá OLYMPUS CAMEDIA C- STAFRÆN OG FILMULAUS Með 3 x zoom • 2.1 mi'ljón punkta upoiausn • 1600 x 1200 • Meó íenci fyrir ulanáíiggjandi flass • Hægt að :ertgja v;ð sjónvarp • Hægt að vista sem tiff oo jpeg • Fjarstýri-g fylgir • Tekui 32mö smartmedia kort { 8mP með' • Getui tekið 45 myndír í róí, 2 á sekóndu • Hægt að fá aukaiinsur Lóg www.ormsson.is „VIÐ enduðum með 1641 Iax og er- um fullkomlega sátt við það. Þetta er 81 laxi meiri veiði heldur en í fyrra og það er skilið við ána í góðu standi, fiskur um allt og víða mikið af hon- um. Það er skemmtilegt að skoða töl- fræðina hjá okkur, 1250 laxar veidd- ust á flugu. Það gerir að 391 veiddist á maðk og þar af eru eitthvað yfir 200 í einu og sama hollinu, maðka- hollinu sem tók við eftir fluguveiði- tímann,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson leigutaki Langár í samtali við Morg- unblaðið. Ingvi sagði að trúlega yrði enginn klaklax tekinn úr Langá í haust þar eð ástandið íánni væri slíkt að það væri tilfinning manna, m.a. Sigurðar Más fiskifræðings í Borgamesi, að það væri frekar of mikið af seiðum í ánni heldur en of lítið. Sagðist Ingvi ætla að finna út á næstu dögum hvort ekki væri lax á svæðinu fyrir neðan Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eggert J. Hilmarsson með þann stærsta úr Vatnsá í sumar, 15 punda hæng úr Frúarhyl. ur upp á síðustu þrjár vikurnar áður en næsta vertíð hefst, hefði mælst af- ar vel fyrir. „Ég er stöðugt að bóka í skólann, hann hefur greinilega hitt á rétta nótu,“ sagði Ingvi. Slakt sumar í Gljúfurá Gljúfurá endaði með aðeins 136 laxa. í fyrra veiddust 150 laxar og þótti lítið. Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur í Borgarnesi taidi á sínum tíma að góðar horfur væru á því að Gljúfurá næði a.m.k. meðal- veiði í sumar, sem er 223 laxar á ára- bilinu 1974-1998, en eitthvað hefur farið úrskeiðis. Það skýtur skökku við, að nóg var af laxi bæði í Langá og Norðurá, en Gljúfurá rennur úr annarri og í hina. í fyrra kenndu ýmsir því um að áin var afar vatnslít- il á lykiltíma um sumarið, en þó kom afar lítið af laxi upp er vatnshæð hækkaði. Nú í sumar var gott vatn alit veiðitímabilið og því ekki hægt að kvarta af þeim sökum. Stefán Hallur Jónsson, formaður árnefndar Gljúfurár hafði eftir bændum á svæðinu að eitthvað kynni að vera að ósnum og yrði að skoða það. Ósinn er lygn og djúpur, en allra neðst grynnist hann þó mjög og þar á til að vaxa upp talsverður gróður. Stefán Hallur sagði að árnefndin hefði veitt 11 laxa er áin var lokuð. Það var trú- lega hæsta holl sumarsis, en Stefán taldi líkindi á því að þeir félagar hefðu notið góðs af því að illa var selt í ána síðustu dagana og árnefndin því fengið ána „vel hvflda“. vatnsmiðlunarstífluna í Langavatni. Síðustu ár hefur lax hrygnt þar, en síðustu vikur hefðu fáir gert sér far svo langt upp með ánni þar sem af nógu væri að taka neðar og silungs- veiðimenn sem þar renna stundum væru yfirleitt á ferðinni áður en laxa er von þar efra. Ingvi bætti við, að fluguveiðiskólinn sem bryddað verð- Ráðstefna um umhverfisfræðslu Margt að gerast í umhverfísmálum Hugi Ólafsson IDAG klukkan tíu verður haldin ráð- stefna um umhverfis- fræðslu í Hótel Örk í Hveragerði. Ráðstefnan hefst með ávarpi Sivjar Friðsleifsdóttur umhverf- isráðherra. A ráðstefn- unni verður fjallað um umhverfisfræðslu og um- hverfismennt í víðum skilningi, að sögn Huga Ólafssonar, formanns Umhverfisfræðsluráðs. Þarna verður óhjá- kvæmilega fjallað um fræðslu um umhverfísmál í skólakerfinu en við vilj- um ekki takmarka okkur við skólakerfið og á ráð- stefnunni verður því m.a. fjallað um möguleika á umhverfisfræðslu í at- vinnulífinu og um starf á vegum áhugasamtaka sem leitast við að opna augu manna fyrir náttúru- fari og menningarminjum í nán- asta umhverfi fólks. Það er eng- in leið að gera öllu framtaki skólastofnanna og samtaka á sviði umhverfisfræðslu skil á svona eins dags ráðstefnu en þarna ætla ýmsir aðilar að vera með veggspjöld og kynningar- efni sem mönnum gefst tækifæri til að kynna sér í kaffihléum tii að fá hugmynd um þá grósku sem þrátt fyrir allt er til staðar í umhverfismennt á Islandi. - Hverjir verða fyrirlesarar? Við fáum einn erlendan fyrir- lesara, Per-Olov Ottosson, frá sænsku samtökunum Hold Sverige rent. Hann ætlar að fjalla um reynslu Svía af um- hverfisfræðslu bæði í skólum og í atvinnulífinu, m.a. þá um þátt- töku Svía í alþjóðlega verkefninu Eco-schools, sem yfir 2.000 skól- ar í 17 Evrópulöndurn eru þátt- takendur í. Erindi Ottosson vrð- ur flutt eftir hádegi. Fyrir há- degi á ráðstefnunni flytur Þor- valdur Örn Ámason, kennari hjá Fjölbrautarskóla Suðurnesja, yfirlit um umhverfismennt á Is- landi. Hann hefur tekið saman rit þess efnis. Stefán Bergmann hjá Kennaraháskóla Islands fjallar um umhverfisfræðslu í skólakerfinu og Halldór Grön- vold fjallar um möguleika á um- hverfisfræðslu í atvinnulífinu. Þá er erindi sem heitir Staðar- dagskrá 21 og fræðslumál, það erindi flytur Sigurbjörg Sæ- mundsdóttir, formaður stjórnar Staðardagskrár 21. Eftir hádegi tala auk Ottossons Kolbnín Oddsdóttir, garðyrkjustjóri í Hveragerði, hún fjallar um framtak manna þar á sviði um- hverfisfræðslu en margt er að gerast í þeim efnum á Suður- landi og Jónatan Garðarsson, formaður Umhverfis- og útivi- starfélags Hafnarfjarðar, flytur erindi er ber yfir- skriftina: Að iesa landið! Þar er rætt um starf Hafnilrðinga m.a. við að kynna náttúrufar og söguminjar í Hraununum sunn- an Straumsvíkur. - Er umhverfisfræðslu ábóta- vant á Islandi? Það er mjög mikið að gerast mjög víða í þessum efnum. Bæði í skólakerfinu og á vegum ým- issa samtaka og stofnanna. En það hefur kannski ekki verið mjög markvisst starf og því er held ég full þörf á því að kort- leggja stöðu mála á svona ráð- stefnu. Þetta starf hér hefur ►Hugi Ólafsson fæddist 19. mars 1964 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1983, BA-prófi í jarðfræði og stjómmálafræði frá Occidental College í Banda- ríkjunum. Mastersgráðu í al- þjóðasljórnmálum tók Hugi frá Columbia-háskóla í New York. Hann hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu, hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og er nú deildar- stjóri í umhverfisráðuneytinu. Hann er einnig formaður um- hverfisfræðsluráðs. Hugi er í sambúð með Jóhönnu Magn- úsdóttur stjómfræðingi og eiga þau eitt barn. kannski fyrst og fremst verið borið uppi af áhugasömum ein- staklingum en við erum kannski eftirbátar nágrannarikja í mark- vissu og skipulegu starfi á sviði umhverfisfræðslu. Það verður því eflaust fróðlegt fyrir okkur að heyra hvernig er unnið að umhverfismennt í Svíþjóð og evrópsku samstarfi. - Hvert er starf Umhverfís- fræðsluráðs helst? Umhverfisfræðsluráð er átta manna starfsvettvangur og var sett á laggimar í fyrra og er ætl- að að efla starf á sviði umhverf- isfræðslu á Islandi. Fyrsta verk- efni ráðsins var að setja upp einskonar upplýsingamiðstöð á Netinu yfir allt það efni sem þar er að finna um umhverfismál á Islandi. Þessi miðstöð sem heitir Umhverfisvefurinn (www.um- vefur.is) var opnuð í byrjun árs- ins og hefur hlotið góðar viðtök- ur. Nú er hægt að tengjast yfir 130 íslenskum vefsíðum um um- hverfismál, flokkuðum eftir efni í gegnum um umhverfisvefinn. Ráðstefnan í Hveragerði í dag er annað stóra verkefni Um- hverfisfræðsluráðs. Þegar við höfum náð að safna saman upplýsinga- lindum um umhverfis- mál á Netinu á einn stað þá tel ég að liggi beint við að safna saman þeim fjölmörgu einstak- lingum sem vinna að umhverfis- fræðslu víða um land til þess að fara yfir stöðu mála og sóknar- möguleika. - Fyrir hverja er þessi ráðstefna haldin? Hún er fyrir alla sem koma að umhverfismálum og miðlun upp- lýsinga. Ráðstefnan er opin öll- um og þess má geta að rúta fer frá Umferðarmiðstöðinni klukk- an 9.15. Miðstöð á Netinu um umhverfismál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.