Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bændasamtökin hafa komið á fot gagnabanka um rúmlega 100.000 íslensk hross Á ANNAÐ hundrað þúsund ís- lenskra hrossa eru skráð í tölvu- tækan gagnagrunn Bændasam- takanna. Nánast öll hross hér- lendis eru skráð í grunninn, en fyrirhugað er að hefja skráningu á íslenskum hrossum erlendis í janúar árið 2000. Að sögn Ágústs Sigurðssonar, hrossaræktarráðunauts Bænda- samtakanna, er stefnt að því að öll íslensk hross hvar sem er í heiminum verði skráð í gagna- grunninn, en áætlað er að þau séu um 200.000 talsins. f grunn- inum er meðal annars að finna upplýsingar um ætterni, nafn, uppruna, lit, sérstaka eiginleika hestsins og mælingar á honum. Bændasamtökin munu vera í samstarfi við FEIF, alþjéðasam- tök um íslenska hestinn, en grunnurinn verður geymdur hjá Bændasamtökunum. Gögnum um hesta erlendis verður safnað í gegnum Netið, að sögn Ágústs, og munu samtökin liðka fyrir skipulagningu málsins. „Það er mjög sérstakt að upp- lýsingar um eitthvert ákveðið kyn séu til á einum stað. Islenski hestur- inn er ótrúlega vin- sæl skepna og af þeim 200.000 hross- um sem eru til í heim- inum er innan við helmingur hérlendis. Við gætum byrjað strax að skrá hross erlendis en það krefst forritunarvinnu og kostar peninga en fjármögnun verksins setur hraða þess skorður. Við vonumst til að byija að skrá íslensk hross erlendis í janúar 2000. Okkar sérstaða felst í því að við erum upprunaland ís- lenska hestsins en það er ekki sjálfgefið lengur því hesturinn er ræktaður um víða veröld og því er mik- ilvægt fyrir okkur að koma því á framfæri. Gagnagrunnurinn er lykillinn að því að fs- land hljóti alþjóðavið- urkenningu sem upp- runaland í'slenska hestsins," segir Ágúst. Hann segir að bankinn sé mikilvæg- ur upp á að ná ár- angri við ræktun, hann sé einnig risasöluskrá fyrir íslenska hestinn og auk þess ómetanlegur við rannsóknir. „Nú er til dæmis í gangi ákveð- ið rannsóknarverkefni sem fjall- ar um erfðafræði lita. Með notk- un upplýsinganna úr gagna- grunninum er bæði hægt að fá upplýsingar um hvernig litirnir hegða sér og einnig reikna út lík- ur á lit afkvæma. Bankinn er því bæði hagnýtur og mjög þýðing- armikill fyrir rannsóknarniður- stöður. Eins er hann risasöluskrá fyrir íslenska hestinn ef fólk er að Ieita að hestum til ræktunar. Þarna eru á einum stað allar upplýsingar um íslenska hestinn og einstök hross,“ segir Ágúst og bendir á að gagnabankinn sé til sölu á geisladiski hjá Bændasam- tökunum og í lionum séu einnig vistaðar Ijósmyndir af hrossun- um, sem óneitanlega glæði ein- staklingana meira iífi. 5 milljón sauðkindur einnig skráðar Auk hrossagagnabankans halda Bændasamtökin til haga svipuðum gagnabanka fyrir nautgripi og sauðkindur. I gagnagrunninum um sauðkind- ina eru um ð milljónir kinda en þær upplýsingar hafa safnast á síðustu 50 árum eða svo, að sögn Ágústs. Þetta er að öllum líkind- um langstærsti gagnagrunnur um sauðfé í heiminum. Bankinn er að mestu á tölvu- tæku formi og er þar skráð ýmis- legt sem tengist afurðum sauð- fjárins, svo sem fallþungi, fijó- semi og mat á gæðum með tilliti til fitu- og vöðvasöfnunar, svo eitthvað sé nefnt, auk allra ætt- ernistenginga. Að sögn Ágústs eru báðir grunnar notaðir í kyn- bótastarfi. Þar er hægt að sjá hvaða einstakling á að velja til áframhaldandi ræktunar með til- Iiti til ákveðinna eiginleika. Gagnast við ræktun, sölu og rannsóknir Ágiíst Sigurðsson Morgunblaðið/Loftmyndir ehf. Reykjanesbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem hafa valið þann kost að leggja til hliðar hefðbundin kort af sveitarfélaginu og er nú með öll gögn í tölvutæku formi sem felld eru inn á loftmynd af sveitarfélaginu. Sveitarfélög nota mynd- kort í stað landakorta NOKKUR sveitarfélög hafa á síð- ustu árum sparað sér umtalsverða fjármuni við kortagerð með því að nota loftmyndir í stað hefðbund- inna landakorta. Að sögn Arnar Ingólfssonar hjá ísgraf ehf. er verulegur sparnaður fólginn í því að nota loftmyndir í stað korta, ekki síst vegna þess að kostnaður við að endumýja loftmyndir em að- eins brot af því sem kostar að gera ný kort. Sveitarfélög þurfa að halda utan um mikið magn upplýsinga um staðsetningu lagnakerfa sem flytja heitt og kalt vatn, skolpleiðslur og fleira. Fram að þessu hafa flest sveitarfélög haldið utan um þessar upplýsingar með því að teikna lagn- imar inn á kort. Slík kort hafa þann kost að vera nákvæm, en á móti kemur að verulegur kostnaður fylg- ir gerð þeirra. Om sagði að mjög mörg minni sveitarfélög treystu sér ekki til að fjárfesta í kortum af sveitarfélaginu vegna þessa kostn- aðar. Þau væru því oft að notast við gömul og úrelt kort. Myndkort í stað Iandakorta Loftmyndir ehf., sem er í eigu sömu aðila og Isgraf, hafa undan- farin sumur unnið kerfisbundið að því að mynda allt landið úr lofti með það að markmiði að koma upp gagnagrunni fyrir landið allt. Með því að tengja myndimar lands- hnitakerfi (ISNET 93) er hægt að ná fram líkani að landinu, sem gerir það að verkum að hægt er að fá mynd af landinu í þrívídd. Þetta hefur verið kallað myndkort. Jafnframt hefur Isgraf þróað landfræðilegt upplýsingakerfi, sem kallað er Oddviti, og er nú notkun hjá allmörgum sveitarfélögum og lagnafyrirtækjum. Örn sagði að kerfið héldi utan um upplýsingar um öll lagnakerfi og staðsetti þau inn á loftmyndir. Upplýsingar um lagnakerfin væm felldar inn á loft- mynd. Ekki þyrfti því að teikna nýtt kort þótt breytingar yrðu í til- tekinni götu eða hverfi. Nóg væri að taka nýja loftmynd af hverfinu og fella lagnakerfið inn á hana. Hann sagði að kostnaður við þetta væri um þriðjungur af kostnaði við hefðbundna kortagerð. Öm viðurkenndi að nákvæmni þessarar aðferðar væri ekki jafn- mikil og í hefðbundinni kortagerð. Nákvæmnin færi úr einum senti- metra í u.þ.b. 20 sendimetra. En hann sagði að í fæstum tilvikum skipti það máli. Þegar farið væri út í framkvæmdir þyrfti ætíð að gera mælingar á staðnum óháð ná- kvæmni þeirra korta sem notast væri við. Frá 1996 hefur Vegagerðin boðið árlega út vinnu við loftmyndir og landlíkön af verkum sem hún fram- kvæmir. Loftmyndir hafa átt lægsta tilboð í þessum útboðum. Örn sagði að þetta hefði leitt til mikilla breytinga á hönnun vega- framkvæmda. Allir vegir væru núna hannaðir í landlíkönum, sem auðveldaði alla útreikninga á kostn- aði og stærð efnisflutninga. Teikn- ingar af vegaframkvæmdum í dag væru því nánast óþekkjanlegar frá því sem áður var. $TOR UTSALA UM ALLT LAND útivistar & vinnufatnaður SEXTÍU OG SEX NORÐ 66°N Skúlagötu 51 Reykjavík • Akureyri • Vestmannaeyjum Hafnarbúðin ísafirði • SÚN Neskaupstað • Skipaþjónusta Esso Ólafsvík Vélsmiðja Hornafjarðar • Skeljungsbúðin Keflavík LIN gefur ekki upp persónu- upplýs- ingar STJÓRN Lánasjóðs íslenskra námsmanna samþykkti á stjórnarfundi 17. september síðastliðinn tillögu um að upp- lýsingar um nöfn og póstföng umsækjenda og lánþega skuli hér eftir teljast einstaklings- bundnar upplýsingar sem fara skal með sem trúnaðarmál. I samþykktinni segir að vafatilvik sem upp kunna að koma skuli lögð fyrir Tölvu- nefnd, sbr. lög nr. 211/1989 um skráningu og meðferð upplýsinga. Þar segir jafn- framt að þótt ekki hafi hingað til verið farið með slíkar upp- lýsingar sem trúnaðarmál telji stjórnin eðlilegt að endu- skoða þá afstöðu, meðal ann- ars í ljósi þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í fjöl- miðlaumræðu undanfarna daga. Mikilvægt sé að náms- menn og aðrir viðskiptavinir beri fullt traust til sjóðsins hvað varðar meðferð persónu- upplýsinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.