Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999
PiíORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýtt textasímaforrit tekið í notkun hérlendis
„Getum notað
símtæknina nánast
eins og heyrendur“
„í DAG er stigið mjög stórt skref
fram á við fyrir heyrnarlausa og
heymarskerta, því þetta forrit hef-
ur miklar breytingar í för með sér.
Við getum notað símtæknina nán-
ast eins og heyrendur hafa getað
gert. Símtæki er nauðsynlegt
hverju heimili og þessi búnaður
vekur mikla öryggistilfinningu,"
segir Berglind Stefánsdóttir, for-
maður Félags heyrnarlausra, um
textasímaforritið Skjáma sem
Landssíminn hefur látið þýða úr
norsku en það var kynnt í gær á
vegum fyrirtækisins og félagsins.
Heiti forritsins, sem tekið hefur
um tvö ár að þýða og aðlaga að ís-
lenskum aðstæðum, er samsett úr
orðunum skjár og sími.
„Forritið er mjög þægilegt í
notkun og auðveldar okkur mjög
öll samskipti, ekki síst við heymar-
lausa á hinum Norðurlöndunum.
Við getum einnig haft beint sam-
band við Neyðarlínuna, sem er
gríðarlegt öryggisatriði fyrir
heyrnarlausa," segir hún. „I mörg
ár hefur verið í gangi umræða um
vandamálin samfara því að geta
ekki haft samband okkar á milli og
því er það fagnaðarefni fyrir okkur
að fá loks aðgang að tækni sem
greiðir úr vandamálum samfara
þeim samskiptum.“
Fyrirtæki setji
upp forrit
Berglind segir Félag heyrnar-
lausa hvetja fyrirtæki og stofnanir,
sem bæta vilja þjónustu við heyrn-
arlausa, að setja upp Skjáma í
tölvukerfum sínum, auk þess að
bjóða upp á sérstaka símalínu og
númer fyrir textasíma til að auð-
velda heyrnarlausum enn frekar
aðgang. Skjámi virkar með þeim
hætti að texti símtalsins er sleginn
inn á lyklaborð tölvunnar og birtist
hann jafnóðum á skjá viðmæland-
ans. Þá er m.a. í forritinu símsvari
og möguleiki á símaskrá.
Um 250 manns eru í Félagi
heyrnarlausa en að sögn Hafdísar
Gísladóttur, framkvæmdastjóra fé-
lagsins, er talið að hérlendis séu
um 25 þúsund manns með svo
skerta heyrn að það hái þeim í dag-
lega lífinu. „Þegar við höfum einnig
í huga að um fimmtán manns eru í
kringum hvern heymarlausan, fjöl-
skylda, ættingjar og vinir, er ljóst
að þetta forrit mun gagnast mörg-
um,“ segir Hafdís.
Til þessa hefur heymarlausum
boðist að notfæra sér þjónustu
textasímamiðstöðvar Landssímans,
sem felur í sér milligöngu á milli
heyrnarlausra og þeirra aðila sem
þeir hafa þurft að hafa samband
við, en að sögn Ólafs Þ. Stephen-
sens, forstöðumanns upplýsinga-
og kynningarmála Landssíma Is-
lands, em þau samskipti óþjál.
„Þó svo að trúnaðar- og þagnar-
skylda sé við lýði í textasímamið-
stöðinni, finnst mörgum auðvitað
erfitt að þurfa að hafa samskipti í
gegnum þriðja aðila. Þeir geta
núna verið í beinu sambandi við
aðra, t.d. lækna,“ segir hann.
Byrjað var að dreifa forritinu á
meðal heymarlausra fyrir viku og
hafa nú um sextíu manns fengið að-
gang að þessari þjónustu, en Haf-
dís kveðst eiga von á að notendur
innan Félags heymarlausra verði
yfir hundrað talsins. Við það bætist
fólk með skerta heyrn og aðstand-
endur, þannig að erfitt sé að segja
til um með nákvæmni hversu mikil
heildarþörfin er hérlendis.
Ólafur segir að notendur geti
nálgast Skjáma á vefsvæði fyrir-
tækisins, þeim að kostnaðarlausu.
„Fyrirtæki, stofnanir og einstak-
lingar geta farið inn á vefsvæði
okkar, sótt forritið og sett það upp
á sínum eigin tölvum og þjónustað
heyrnarlausa með miklu einfaldari
hætti en verið hefur til þessa,“ seg-
ir Ólafur.
„Ennfremur býður þetta forrrit
upp á miklu fleiri möguleika en
eldri textasímar, það vinnur t.d. á
norrænum staðli sem þýðir að
heyrnarlausir og -skertir hér á
landi og þeir sem eins er ástatt um
á hinum Norðurlöndunum, geta
haft samskipti sín á milli innbyrðis
með auðveldum hætti. Þá er hægt
að senda með forritinu SMS-skila-
boð í GSM-síma, sem nýtist heyrn-
arlausum mjög vel.“
Notast er við venjulega PC-tölvu
og er eina forsenda þess að nota
megi forritið að tölvan sé tengd
símalínu með mótaldi.
Aukin þjónusta fyrir
heyrnarlausa
Ólafur segir að Landssíminn hafi
að undanförnu freistað þess að efla
þjónustu við heyrnarlausa og auk
Skjáma megi nefna að heyrnar-
lausum hafi boðist að kaupa nýja
Nokia-farsíma á kostnaðarverði, en
hann er með lyklaborði og hægt að
nota hann til að senda t.d. smá-
skilaboð og símbréf. Þá hefur verið
ráðinn starfsmaður í þjónustuver
fyrirtækisins í Armúla, Hugrún
Friðriksdóttir, sem kann undir-
stöðuatriði í táknmáli heymar-
lausra. „Heyrnarlausir hafa verið
mjög ánægðir með þessa þjón-
ustu,“ segir hann.
Ólafur kveðst jafnframt gera
ráð fyrir að þróunin verði í þá átt
Morgunblaðið/Golli
Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, tók með
formlegum hætti í notkun nýtt textasímaforrit í gær, þegar hún
hringdi úr höfuðstöðvum Landssímans í þjónustuver hans og kvaðst
hafa týnt gsm-síma. Hún fékk þau svör að hægt væri að loka númerinu
og setja læsingar á símtækið. Að baki henni er Ólafur Stephensen, for-
stöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans.
að tækninýjungar í fjarskiptum
fyrir almennan markað muni
margar hverjar nýtast heyrnar-
lausum. Hann nefnir í því sam-
bandi að næsta kynslóð farsíma
feli í sér möguleika á myndflutn-
ingi. „Þegar við förum eftir nokkur
ár í auknum mæli í breiðbands-
lausnir fyrir heimili og fyrirtæki,
gefst líka kostur á myndsíma og
það þýðir auðvitað að heyrnarlaus-
ir geta talað sitt eigið tungumál,
táknmálið, í gegnum símakerfið,“
segir Ólafur.
BSRB býður ríki og sveitarfélögum samráð um bætta almannaþjónustu
FORMAÐUR Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja
(BSRB), Ögmundur Jónasson,
afhenti þeim Geir H. Haarde
íjármálaráðherra, Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur borgar-
stjóra og Vilhjálmi Þ. Vil-
hjálmssyni, formanni Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga,
nýjan bækling samtakanna,
„Bætum samfélagsþjónust-
una“, á kynningarfundi sem
haldinn var síðdegis í gær.
Jafnframt bauð Ögmundur
fulltrúum ríkis og bæja sam-
starf sinna samtaka um að
koma á umbótum í almanna-
þjónustunni.
Ögmundur segir að ákveðið
hafí verið að stofna til umræðu
um almannaþjónustuna innan
samtakanna fyrir hálfu öðru
ári. Félagsvísindastofnun HÍ
hafí verið fengin til að gera
víðtæka könnun á afstöðu
þjóðarinnar til samfélagsþjón-
ustunnar og fengið afgerandi
niðurstöður þar sem fram hafí
komið eindreginn vilji til að
efla hana. .
Almennur vilji til að viðhalda
samfélagslegri þjónustu
„Fram kom að um 70% pró-
sent landsmanna voru andvígir
því að lækka skatta og auka
þjónustugjöld. 67% töldu að
stjórnvöld yrðu að viðhalda
Vill stuðla að ný-
breytni og nýsköpun
—
- t' ý .. m
jtjj
i
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, afhendir Geir H. Haarde fjárniálaráðherra, Vilhjálmi Þ. Vil-
hjálmssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgar-
stjóra bæklinginn „Bætum samfélagsþjónustuna".
víðtækri félagslegri þjónustu
jafnvel þótt það kostaði hærri
skatta og gjöld. I könnun sem
gerð var 1989 voru 60% and-
vígir því að skattar yrðu lækk-
aðir. Eftír áratug síaukinna
notendagjalda eru nú fleiri
hliðhollari því að þjóðin axli
þetta sameiginlega,“ segir Ög-
mundur.
Með umræðunni vill BSRB,
að sögn Ögmundar, stuðla að
„nýbreytni og nýsköpun" inn-
an almannaþjónustunnar. „Við
viljum vekja athygli á því að
sanngjarnasta og árangursrík-
asta leiðin til að koma á um-
bótum innan almannaþjónust-
unnar byggir á samráði og
samningum. Við beinum þess-
ari umræðu til stjórnvalda en
einnig inn á við. Við viljum
nota trúnaðarmannakerfið
innan okkar vébanda til að
örva umræður um almanna-
þjónustuna.“
Fjallað verður um þessi mál
á ráðstefnu BSRB dagana 26.
og 27. september nk. Gestur
ráðstefnunnar verður breski
fræðimaðurinn Brendan Mart-
in sem mun halda opinn fyrir-
lestur um nýsköpun í opinber-
um rekstri, seinni dag ráð-
stefnunnar, á mánudaginn
kemur, kl. 13 á Hótel Loftleið-
um. Fyrirlesturinn er öllum
opinn og verður túlkaður.