Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 13
lllmferðarmiðstöðihái
Leitað að
jeppa og
kerru eftir
innbrot
LÖGREGLAN á Hvolsvelli rann-
sakar nú innbrot, sem framið var í
húsnæði Bílfoss við Suðurlandsveg
á Hellu aðfaranótt 15. september,
þaðan sem stolið var umtalsverðu
magni af nýjum hjólbörðum af ýms-
um gerðum. I tengslum við rann-
sóknina er upplýsinga leitað um
ferðir dökkblárrar Toyota Landcru-
se bifreiðar með yfirbyggða dökka
kerru. Kerran er merkt á vinstri
hlið ,ADDICE“. Biður lögreglan
þá, sem vita hvar kerran eða bif-
reiðin er niðurkomin, að hafa sam-
band við sig.
Meðal þeirra hjólbarðategunda
sem saknað er frá Bílfoss er Cooper
10,5 LT 31 tomma, Cooper SGR
175x70x13, Cooper SGR 185x70x13,
Cooper SGR 195x70x15, Firestone
900s 175x70x13, Mudder 36 tomma,
Summit AT 33 tomma, sólaðir barð-
ar af Colway-gerð, stærðir 155R-
165Rxl3 og 195Rxl5, álfelgur 10
tomma, 6 gata. Ennfremur var
stolið miklu magni af ýmiskonar
ljósum, svo sem þokuljósum, vinnu-
ljósum kösturum, breiddarljósum
og glitmerkjum með tegundarheit-
unum RINDER og SIRIUS.
Formaður Golfsambandsins ekki sammála túlkun ÍSÍ um áhugamennskunefnd
GUNNAR Bragason, formaður
Golfsambands Islands, kveðst vera
ósamþykkur túlkun framkvæmda-
stjórnar ÍSÍ um að á lögum sam-
bandsins sé sá veigamikli ann-
marki að áhugamennskunefndar
þess sé ekki getið þar. Hann telji
ákvæði í lögum sambandsins þýða
að nefndin hafi réttmætan grund-
völl. Gunnar segir einnig að fjallað
verði eins fljótt og auðið er um þá
ósk lögfræðings ungs kylfings, sem
sviptur var áhugamannaréttindum
sínum til sex mánaða, að úrskurður
áhugamennskunefndar þar að lút-
andi verði felldur úr gildi þegar í
stað.
„í lögum sambandsins segir að
íþróttin sé stunduð samkvæmt
reglum The Royal and Ancient-
golfklúbbsins í St. Andrews í
Skotlandi, sem gefur út reglur sem
segja til um hvemig á að standa að
golfleik áhugamanna. Við höfum
alla tíð unnið lög sambandsins eftir
reglum þeirra, sem öll heimssam-
bönd í golfi fara eftir. Þar er skýrt
kveðið á um að áhugamennsku-
nefnd skuli vera til staðar og hvert
verksvið hennar á að vera. Við telj-
um því að nefndarinnar sé getið í
lögum, þó svo að hennar sé ekki
getið sérstaklega,“ segir hann.
Hann segir löngu viðurkennt að
golfíþróttin sé mjög ströng hvað
áhugamennsku varðar og því hafí
nefndin starfað í samræmi við lög
sem gilda um hana.
Litið alvarlegiim
augum
Gunnar segir að stjórn GSÍ muni
koma saman fljótlega til fundar
vegna erindis lögfræðings kylfings-
ins. „Ég veit ekki nákvæmlega
hvenær við munum funda um ósk
lögfræðingsins, en við erum að
skoða okkar hlið á málinu frá a til
ö, og munum svara erindinu sem
fyrst. Þetta mál er þannig vaxið að
skoða þarf það mjög vel. Við lítum
það mjög alvarlegum augum og
viljum að sjálfsögðu gera það sem
rétt er, en ekki brjóta á neinum að
ástæðulausu,“ segir Gunnar.
Gunnar segir að kylfingurinn
ungi sé sá eini sem sviptur hafi
verið áhugamannaréttindum á
þessu ári. Hann vann verðlaun á
opna AIWA-golfmótinu að andvirði
51.800 krónur, sem er tæpum 12
þúsund krónum yfir því hámarki
sem áhugamennskunefnd GSI hef-
ur sett um verðmæti vinninga fyrir
Hið fyrsta verði
fundað um
kylfíng1 í banni
áhugamenn. Annar kylfingur fékk
á mótinu verðlaun sem voru yfir
viðmiðunarmörkum, eða að and-
virði 62.100 krónur, en að sögn
Gunnars var um atvinnumann að
ræða. „Atvinnumenn hafa heimild
til að taka við þessum verðlaunum,
það er enginn ágreiningur um
það,“ segir hann.
Aðspurður hvort ekki sé þver-
sögn í því fólgin að áhugamenn og
atvinnumenn keppi samhliða á
mótum en megi ekki taka við sömu
verðlaunum fyrir árangur í þeim,
segir Gunnar að þetta fyrirkomu-
lag hafi verið samþykkt fyrir
nokkrum árum á golfþingi.
Enginn óánægður
„Reglurnar gilda með þessum
hætti og í þessu felst munurinn á
áhugamönnum og atvinnumönn-
um. Sem atvinnumaður geturðu
spilað upp á peninga en sem
áhugamaður áttu í raun og veru
ekki að gera slíkt. Það að þessir
aðilar spili samhliða á mótum er
ákvörðun golfþings sem allir golf-
klúbbar stóðu að og var ekki deilt
um það. Menn vissu fyrir hvernig
þetta fyrirkomulag yrði í fram-
kvæmd og okkur vitanlega hefur
enginn verið óánægður með það,“
segir Gunnar.
Svipting áhugamanna-
réttinda
Golfsambandið sendi frá sér eft-
irfarandi yfirlýsingu síðdegis í
gær:
„Samkvæmt lögum Golfsam-
bands íslands þá starfar samband-
ið samkvæmt reglum „The Royal
and Ancient Golf Club of St.
Andrews" (R&A) eins og önnur
landssamtök kylfinga. í reglum
R&A er skýrt tekið fram að golfyf-
irvöld í hverju landi fara með yfir-
stjóm golfmála og hefur sá háttur
verið hafður hér á landi að stjóm
GSI hefur skipað Áhugamennsku-
nefnd með erindisbréfi í upphafi
hvers starfsárs. Það er síðan hlut-
verk nefndarinnar að fylgjast með
að reglum um áhugmannaréttindi
sé framfylgt hér á landi.
í reglum R&A um ákvörðun
brots á áhugamannareglum kemur
fram í 1. lið 2. reglu: „Hvenær sem
viðkomandi nefnd golfsambands,
fær vitneskju um hugsanlegt brot
kylfings sem telur sig áhugamann,
gegn skilgreiningunni á áhuga-
manni í golfi, skal hún að lokinni
rannsókn sem hún álítur æskilega,
úrskurða hvort brot hafi verið
framið eða ekki. Hvert tilvik skal
úrskurða eftir þeim staðreyndum
sem fyrir liggja. Úrskurði hennar
verður ekki áfrýjað." Eftir þessari
reglu úrskurðaði Áhugamennsku-
nefnd í máli ungs kylfings nú ný-
verið.
í framhaldi af bréfi fram-
kvæmdastjórnar ÍSÍ vegna þessa
máls, þá er stjórn GSI að láta
skoða hvort reglur R&A varðandi
vinnureglur og viðurlög Áhuga-
mennskunefnda séu strangari en á
sé fallist í dóms- og refsiákvæðum
ÍSÍ. Framhalds málsins af hálfu
GSÍ mun ráðast af þeirri niður-
stöðu.
Hvort að reglur um áhuga-
mennskuréttindi séu réttlátar eða
skynsamlegar má alltaf deila um
en GSI sem er landssamband
kylfinga hér á landi verður að hlýta
þeim alþjóðareglum sem við höfum
skuldbundið okkur til að fylgja,
enda nauðsynlegt ef íslenskir
kylfingar vilja vera gjaldgengir á
erlendum vettvangi.
Golfsambönd norðurlandanna
undir forystu Svía hafa í nokkur ár
barist fyrir því á alþjóðavettvangi
að þessar reglur séu rýmkaðar
enda hafa áhugamennskureglur í
öðrum íþróttagreinum tekið mikl-
um breytingum hin síðustu ár. Það
er von stjórnar GSÍ að á áhuga-
mennskuráðstefnu EGA (Europe-
an Golf Association) sem haldin
verður nú í desember verði þessi
mál tekin til ítarlegra skoðunar og
reglur rýmkaðar."
Leyfí hagp-
drættis SIBS
framlengt
til 2007
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum á þriðjudag frum-
varp, sem Sólveig Pétursdóttir
dómsmálaráðherra kynnti fyrir
ríkisstjórninni um breytingu á
lögum um vöruhappdrætti fyrir
SIBS.
Með frumvarpinu var lagt til
að heimild SÍBS til rekstrar
vöruhappdrættis yrði fram-
lengd um átta ár, þ.e. til ársloka
2007, en leyfið átti að renna út
um næstu áramót. Væri slík
framlenging í samræmi við gild-
istíma heimildar happdrættis
DAS sem framlengdur var með
lögum í hittifyrra.
Framkvæmdir við
nýjan Hafravatns-
veg hefjast í haust
LOKIÐ er mati á umhverfisáhrif-
um vegna nýs Hafravatnsvegar og
er áætlað að fyrsti hluti vegarins
verði tilbúinn fyrir Kristnitökuhá-
tíð árið 2000.
Fyrsti áfangi vegaframkvæmd-
arinnar er 3,4 km. En í þeim áfanga
verður lagður nýr vegur að
Keldnaselshæð, þaðan sem lagður
verður tengivegur að núverandi
gatnamótum Hafravatnsvegar og
Nesjavallavegar við Dalland. Veg-
urinn verður lagður bundnu slitlagi
og er áætlað að þessi framkvæmd
hefjist nú í haust. Síðari áfanginn
er 3,1 km, en með honum verður
vegurinn framlengdur frá
Keldnaselshæð norður yfir Úlfarsá
og hann tengdur þar Úlfarsfells-
vegi.
Þrír framkvæmdakostir voru
kynntir að nýjum Hafravatnsvegi
og var sú leið valin sem talin var
valda minnstri röskun á lífríki stað-
arins og falla best að aðalskipulagi.
En markmið framkvæmdarinnar er
að bæta samgöngur á austurjaðri
höfuðborgarsvæðisins. Ekki var
talið koma til greina að endur-
byggja gamla Hafravatnsveginn
C \,Hafravatn
Nýr\,
Hafravatnsvegur
Langavatnl
NeájavelHr
. áfangi
sUð
Framkvæmdir vegna 1. áfanga
nýs Hafravatnsvegar hefjast
nú í haust og verður lokið fyrir
Kristintökuhátíðina árið 2000
vegna öryggissjónarmiða og hættu
á hljóðmengun.
Enn á eftir að ákveða hvenær
hafist verður handa við síðari hluta
framkvæmdarinnar.
mm
20-
fOv
afsláttur
zo*m
Rymum fyrir nýju
vetrarlínunni!!
Reysur
lákkar
P Persónuleg og fagleg þjónusta
lltlVISTAlt
BI»IN
Buxim
II
Sími: 551 9800 og 551 3072
m
http://,come.to/utisDort