Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Viðsjárvert ástand rfkir enn á Austur-Tímor eftir komu friðargæslusveitanna Síðustu sólar- hringar afar hættulegir Ofbeldið magnast og morð á hollensk- um blaðamanni veldur óhug Dili. Reuters, AFP, AP. Reuters Ástralskur hermaður á verði á götu í Dili, höfuðstað Austur-Tímor. Reykmökk lagði frá húsum í borginni eftir íkveikjur manna sem leggjast gegn sjálfstæði landsins. FRIÐARGÆSLULIÐ Sameinuðu þjóðanna á Austur-Tímor hóf í gær að færa sig varfærnislega frá höfuð- staðnum Dili og út í hin stríðshrjáðu héruð eyjunnar á meðan vígahópar sem styðja áframhaldandi samband A-Tímor við Indónesíu virtust í auknum vígahug. I Dili ruddust hundruð sársvangra flóttamanna sem hafast við í fjalllendinu á A- Tímor inn í skemmu þar sem mat- væli voru geymd og friðargæsluliðar gerðu mikið magn heimatilbúinna vopna upptækt. Ofbeldi virðist nú vera vaxandi á A-Tímor þrátt fyri komu friðargæsluliðsins og hefur morð á hollenskum blaðamanni vald- ið óhug. Peter Cosgrove, yfírmaður friðargæsluliðsins, sagði í gær að síðustu tveir sólarhringar hefðu ver- ið afar hættulegir. Lík hollenska blaðamannsins Sander Thoenes, sem starfaði fyrir Financial Times og var nýkominn til A-Tímor, fannst illa útleikið á svæði sem er enn á valdi ofstækishópa er styðja stjómvöld í Jakarta. Vitni að morðinu segja að menn sem klæddir voru einkennisbúningum indónesíska hersins hafi veitt Thoenes eftirför og myrt hann á þriðjudagskvöld í úthverfi Dili. Thoenes flúði, við annan mann á bif- hjóli, undan vígamönnunum og sagði ökumaðurinn, sem komst undan, að hann hefði misst stjóm á hjólinu í eltingarleiknum. Hann hefði hlaupið inn í skóglendi og hrist morðingjana af sér en Thoenes hefði orðið eftir við götuna. Fleiri blaðamenn hafa orðið fyrir árásum vígahópa andstæðinga sjálf- stæðis á A-Tímor undanfarna daga. Alls er talið að þúsundir manna hafi týnt lífi í átökum undangenginna vikna en indónesísk hermálayfirvöld segja að innan við eitt hundrað manns hafi týnt lífi til þessa. Kanadíski blaðamaðurinn Paul Dillon, sem er fréttaritari The Globe and Mail, sagðist í gær hafa komið að líki starfsbróður síns. Sagði hann að svo virtist að líkið hefði verið dregið langa leið þar sem blóðför sáust á götunni. „Penni hans lá á jörðinni, tveimur metmm frá. Minn- isbókin var þar líka,“ sagði Dillon. Vopn gerð upptæk Ástralskar hersveitir sem fara fyr- ir friðargæsluliði SÞ réðust í gær inn í höfuðstöðvar eins hinna fjölmörgu vígahópa er á eyjunni starfa. Hand- tóku þær sex menn og gerðu Ijós- myndir, bankayfirlit og önnur skjöl upptæk. Þá var tilkynnt um að frið- argæsluliðar hefðu gert hundmð skotvopna, mest heimatilbúnar byss- ur, sveðjur og hnífa upptæk. „Við höfum sannarlega breytt ýmsu, en það leynast enn afar hættulegir menn þama úti,“ sagði Mark Evans, höfuðsmaður og yfirmaður land- gönguliða. Peter Cosgrowe hefur lýst því yfir að það muni taka nokkr- ar vikur að koma á lögum og reglu á A-Timor. Wiranto, yfirmaður Indónesíu- hers, sagði í gær að herlögum sem komið var á í A-Tímor í síðustu viku verði senn aflétt. Sagði hann að yfir- völdum í Jakarta hefði verið tjáð af yfirmanni herdeildanna sem era á A- Tímor að flest væri nú með ró og spekt á eyjunni. Friðargæslulið SÞ hefur hins vegar lýst því yfir að ástandið sé afar viðsjárvert. Foringi eins vígahópanna í Dili sakaði í gær sjálfstæðissinna um að hafa ráðist inn í búðir hóps síns og myrt þar nokkra menn með hnífum, brennt húsakynni, rænt um 400 mönnum og fært þá til fjalla. „Nokkrir ungir meðlimir Blóðs sam- stöðu [vígahópsins] vom stungnir til bana og þeir brenndu nærliggjandi hús,“ sagði Miguel Soares Babo við fréttamenn í Atambua á Vestur- Tímor. Friðargæsluliðið sagt tefja fyrir neyðaraðstoð Alþjóðlegu hjálparsamtökin Lækn- ar án landamæra sökuðu friðargæslu- lið SÞ um að tefja fyrir að neyðarvist> ir gætu borist til landsins. „Hver dag- ur skiptir máli ef bjarga á mannslíf- um,“ sagði Susanne Christofani, tals- maður samtakanna. Yfirmenn gæslu- liðsins sögðu hins vegar að áður en gögn gætu farið að berast til landsins yrðu aðgönguleiðir að vera tryggðar. Herflugvélar vörpuðu um tíu tonn- um af neyðarvistum til bágstaddra flóttamanna sem hafast við í sólþorn- uðum hlíðum A-Tímor í gær. Hundmð þúsunda flóttamanna em þar saman komin eftir að vígahópar ráku þá úr Dili og nálægum byggð- um og segja hjálparstarfsmenn að vistirnar sem kastað var nýtist ekki nema broti alls þess fjölda sem er í nauðum staddur. Matarsendingum var frestað sl. sunnudag að tilmælum friðargæsluliðsins en samkvæmt samkomulagi við indónesísk stjóm- völd er flugvélum gert skylt að lenda í Dili áður en mat er komið til fólks svo Indónesíuher geti gengið úr skugga um að ekki sé verið að flytja vopn til flóttafólksins. Fyrstu dægrin afar mikilvæg Hermálasérfræðingar segja að fyrstu dægrin séu afar mikilvæg í friðargæsluaðgerðum líkt og þeim sem nú standa yfir á A-Tímor. Frið- argæslulið SÞ á eyjunni hefur um- boð öryggisráðsins til að beita valdi ef þörf krefur og er talið að afar mik- ilvægt sé að ef vart verði við mót- spyrnu þá beiti það hörðu strax í upphafi. Mark Laity, hermálasér- fræðingur BBC, segir að reynslan frá Bosníu og Kosovo kenni að ef gripið er til harðra aðgerða muni það spyrjast fljótt út og varna frekari vandræðum síðar meir. Ástralar hafa lýst því yfir að víga- hópar verði ekki teknir neinum vett- lingatökum og talið er líklegt að breskar hersveitir taki sömu afstöðu. Hins vegar sé enn óljóst hvaða stefnu hersveitir Asíuríkja muni taka og þótt þær séu vel þjálfaðar þá vilji yfirboðarar þeirra fara varfærn- islega í sakirnar. Friðargæsluliðið hefur nú hafið sókn út úr Dili en jafnframt því að halda út úr höfuðstaðnum þykir sýnt að hersveitimar geti gefið á sér höggstað ef skipulagið er ekki þeim mun betra. Tamilar harð- lega gagnrýndir Colombo. AFI*. Reuters Diana Ross handtekin RADHIKA Coomaraswamy, sér- legur embættismaður Sameinuðu þjóðanna á Sri Lanka, varaði skæmliða Tamfla á Sri Lanka í gær við að þeir gætu átt yfir höfði sér ákærur fyrir stríðsglæpi og for- dæmdi hún stuðning stjómmála- manna Tamíla við hryðjuverk. 54 múslímskir þorpsbúar vora myrtir af skæmliðum Tamfla á laugardag og hafa mannréttindasamtök á borð við Amnesty Intemational fordæmt óhæfuverldn. „Nú á tímum alþjóðlegra dóm- stóla á þetta að vera öllum full- ljóst,“ sagði Coomaraswamy, sem sjálf er Tamfli, í blaðagrein er birt- ist í Colombo, höfuðstað Sri Lanka, í gær. Sagðist hún óttast frekari hryðjuverk á næstunni en ekki síst þá þögn og ótta sem virðist ríkja meðal íbúa Sri Lanka. „Eg hef tek- ið viðtöl við fjölmörg fórnarlömb stríðsins. Þögnin er þeirra fyrstu viðbrögð. Því meiri sem hryllingur- inn er því meiri er þögnin,“ sagði hún í grein sinni. Færir Tamílum aðeins skömm Efaðist Coomaraswamy stórlega um að hörð þjóðemisstefna sem rekin væri af Tamflum hefði skilað nokkm öðra en fólksflótta og al- mennri skelfingu. Sagði hún að morð og ofbeldisverk á saklausum borguram gerðu lítið annað en að færa skömm yfir Tamfla. „Enginn sem trúir á mannréttindi eða fé- lagslegt réttlæti getur réttlætt þessar aðgerðir." Vamarmálaráðuneyti Sri Lanka neitaði fyrst um sinn að hersveitir Tamfla bæra ábyrgð á morðunum en viðurkenndi þó í gær að nokkrir þorpsbúar kynnu að hafa orðið fyr- ir skotum. BANDARÍSKA söngkonan Diana Ross var handtekin í gær á Heath- row-flugvelli í London fyrir að ráðast á öryggisvörð, konu, sem Diana sakaði um að hafa þuklað á brjóstum sér við líkamsleit. Segist hún hafa svarað í sömu mynt, þuklað á brjóstum konunnar og spurt hvernig henni líkaði það. Haft er eftir einum öryggisvarð- anna, að Diana hafi raunar ekki látið þar við sitja, heldur æpt og öskrað af öllum lífs- og sálarkröft- um. Ætlaði hún til New York með Concorde-þotu og var sest í sætið sitt er lögreglan kom og Ieiddi hana burt hálfgrátandi. Henni var þó sleppt með áminningu eftir 20 mínútur. Diana Ross er í miklum metum sem söngkona en hún er líka fræg fyrir að kunna lítt að stjórna skapi sínu. Jack Straw, innanrík- isráðherra Bretlands Rannsókn á njósna- málunum London. Reuters. JACK Straw, innanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær, að hann hefði fyrirskipað rannsókn á njósnamálun- um, sem upplýst hefur verið um að undanfömu. Stjórnarandstaða íhaldsflokksins hefur krafist þess, að málin verði könnuð ofan í kjölinn en Straw hefur lítið um það sagt þar til nú. í yfirlýs- ingu frá honum í gær kveðst hann hafa farið fram á það við leyniþjón- ustu- og öryggismálanefndina, að hún gangist fyrir rækilegri skoðun á málunum öllum. Síðasta hálfa mánuðinn hefur ver- ið flett ofan af ýmsum, sem njósnuðu fyrir kommúnistaríkin áður fyrr. Fyrst var upplýst, að Melita Norwood, 87 ára gömul kona, hefði komið ýmsum kjarnorkuleyndarmál- um til Rússa á fimmta áratugnum og síðan var skýrt frá því, að John Symonds, fyrrverandi lögreglumað- ur, hefði njósnað fyrir KGB, sovésku leyniþjónustuna. I síðustu viku við- urkenndi svo hagfræðikennarinn Robin Pearson, að hann hefði njósn- að fyrir Stasi, austur-þýsku leyni- þjónustuna. Straw sagði raunar í fyrstu, að ekki væra nægar sannanir til að höfða mál á hendur Norwood og Pe- arson og embættismenn í innanríkis- ráðuneytinu fullyrtu, að málin yrðu ekki rannsökuð. Sund er heilsurækt rm _____________________________— ■ ■ í Sundhöll Reykjavíkur mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 12.00 til 13.00. Kennari Edda Baldursdóttir. Farið er í m.a. leiðréttingar á sundstíl, sund sem þolþjálfun og uppbyggingu þjálfunaráætlana. Nánari upplýsingar í Sundhöll Reykjavíkur í síma 551 4059.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.