Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Gámavinnuskúr undir barnagæslu til umræðu í bæjarstjorn
Morgunblaðið/Kristján
Gámavinnuskúrinn umdeildi settur niður austan við húsnæði Þrekhall-
arinnar við Strandgötu.
Byrjað á 29 íbúðum
á stúdentagarði
Ekki má
geyma
börn í
gámum
ODDUR Helgi Halldórsson, bæj-
arfulltrúi L-Iistans á Akureyri,
sagði að með tillögu sinni sem
samþykkt var á fundi bæjar-
stjórnar i vikunni hefði tekist að
koma í veg fyrir að börn verði
geymd í gámum við Þrekhöllina,
World Class, við Strandgötu.
Bygginganefnd hafði tekið já-
kvætt í erindi frá Þrekhöllinni,
þar sem sótt var um leyfi til að
setja gámavinnuskúr við hús
Þrekhallarinnar til bráðabirgða í
9 mánuði, tengja hann við húsið
og nota fyrir barnagæslu. Ásta
Hrönn Björgvinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Þrekhallarinnar,
sagði að byggingarfulltrúi hefði
með simtali á mánudag veitt leyfí
fyrir því að hefja framkvæmdir
við að koma gámavinnuskúmum
niður við húsið.
Tillaga Odds tengdist af-
greiðslu á bókun bygginganefnd-
ar og var svohljóðandi: „Bæjar-
sljórn getur ekki tekið jákvætt í
það að leyfa gám undir börn við
Þrekhöllina og tengingu þar á
milli.“ Tillagan var samþykkt
með Ijórum atkvæðum gegn
tveimur en fimm bæjarfulltrúar
sátu hjá.
Skaðabætur verði
leyfið afturkallað
Ásta Hrönn var mjög hissa á
afgreiðslu bæjarsljórnar og sagði
að með tillögu sinni væri Oddur
að gefa 1 skyn að heilbrigðisfúll-
trúi og byggingarnefnd séu ekki
starfí sínu vaxin. Fulltrúi Heil-
brigðiseftirlits Norðurlands
eystra skoðaði vinnuskúrinn og
gerði ekki athugasemdir við að
hann yrði notaður fyrir barna-
gæslu. Einnig hafði Eldvarnar-
eftirlitið sett ákveðin skilyrði, að
sögn Ástu Hrannar, og ekki hefði
staðið til annað en að uppfylla
þau. Hún sagði fyrirtæki sitt
hafa lagt út í töluverðan kostnað
vegna verksins og ef til þess
kæmi að leyfið yrði afturkallað
hlyti bærinn að borga skaðabæt-
ur.
Oddur sagði að leyfi bygging-
arfúlltrúa fyrir því að hefja
framkvæmdir við Þrekhöllina
hljóti að hafa verið háð samþykki
bæjarstjórnar. „I mínum huga
kemur ekki til greina að hafa
börn þarna inni enda er þetta
bara gámur og ég tel mig vera
búinn að koma í veg fyrir það,“
sagði Oddur.
Kristján Þór Júb'usson bæjar-
stjóri vildi ekki tjá sig um þetta
mál í gær og ekki náðist í Jón
Geir Ágústsson byggingarfull-
trúa.
ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, tók nýlega
fyrstu skóflustunguna að nýjum
stúdentagarði sem Félagsstofnun
stúdenta á Akureyri reisir við
Drekagil 21. Meðal viðstaddra við
athöfnina var Páll Pétursson félags-
málaráðherra. I húsinu verða 29
íbúðir.
SJS-verktakar byggja húsið og
kaupir Félagsstofnun stúdenta á
Akureyri nú á þessu ári 10 íbúðir í
húsinu en mun taka hinar 19 á leigu.
Dan Brynjarsson, formaður stjórn-
ar Félagsstofnunar stúdenta á
Akureyri, sagði að íbúðimar yrðu
leigðar þar til fé fengist frá Ibúða-
lánasjóði til kaupa á þeim, en áætl-
anir gera ráð fyrir að hægt verði að
kaupa 10 íbúðir á næsta ári og þær
sem þá eru eftir ári siðar. Þannig
verður húsið að fullu komið í eigu
Félagsstofnunar stúdenta á Akur-
eyri árið 2001.
Nýja húsið við Drekagil er á sjö
hæðum, alls 2.200 fermetrar að
stærð, og er kostnaður við bygging-
una áætlaður um 200 milljónir
króna að sögn Þorsteins Gunnars-
sonar rektors.
Morgunblaðið/Kristján
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, tók fyrstu
skóflustunguna að nýjum stúdentagarði og notaði öfluga vélskóflu.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri
Kemur vel til greina að stækka
eignarhlutinn í Landsvirkjun
KRISTJÁN Þór Júh'usson, bæjarstjóri á Akur-
eyri, sagði í samtali við Morgunblaðið að vel
kæmi til greina að Akureyrarbær stækkaði eign-
arhlut sinn í Landsvirkjun, enda væri þar um
góðan fjárfestingarkost að ræða. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri hefur sagt að tíma-
bært sé að Reykjavíkurborg selji eða leysi til sín
sinn hlut í Landsvirkjun.
Á fundi bæjarráðs Akureyrar nýlega var lagt
fram erindi frá borgarstjóra, þar sem þess er far-
ið á leit að teknar verði upp formlegar viðræður
milli eignaraðila Landsvirkjunar um endurskoð-
un á sameignarsamningi um Landsvirkjun. Á
fundi bæjarráðs var einnig lögð fram orðsending
frá Landsvirkjun um breytt rekstrarform fyrir-
tækisins. Ríkið á 50% hlut í Landsvirkjun,
Reykjavíkurborg rúm 44% og Akureyrarbær
rúm 5%.
„Eigendur Landsvirkjunar gerðu með sér
samkomulag árið 1996 um það að endurskoða
eignarhald, rekstrarform og hlutverk fyrirtækis-
ins fyrir árið 2004. Frá þeim tíma hefur ýmislegt
breyst og eru komnar upp þær aðstæður að
þrýst er á um að gerðar verði breytingar á
rekstrarformi Landsvirkjunar fyrr en menn ætl-
uðu. I því sambandi má nefna að iðnaðarráðherra
lagði fram þingsályktunartillögu um framtíðar-
skipan orkumála, sem miðast að því að auka sam-
keppni í vinnslu og sölu á raforku. Jafnframt er
miðað við að fyrirtækjum á þessu sviði og ríkið á
eignarhlut í, verði breytt í hlutafélög á árabilinu
2001-2003,“ sagði Kristján Þór.
Gerendur fremur en þolendur
Hann sagði að í þessu ljósi hefði innan Lands-
virkjunar verið farið að ræða það að hefja undir-
búning að endurskoðun á þessu svokallaða eig-
endasamkomulagi. Kristján Þór sagði að í þess-
ari umræðu hefði Reykjavíkurborg lagt fram
ýmsar hugmyndir um sinn þátt í þessu, m.a. að
selja eignarhlutinn eða taka út einhverjar stærð-
ir. „Það er hins vegar ljóst að í því sambandi þarf
að skoða ýmis atriði, m.a. þarf að breyta lögum
um Landsvirkjun og ef fyrirtækið verður brotið
upp í einingar er vist að lánshæfísmat þess breyt-
ist, skuldbindingar taka breytingum og margt
fleira. Og allt mun þetta taka tíma.“
Kristján Þór sagði að eins og mál horfðu í dag
væri útlit fyrir ákveðna samþjöppun í orkumál-
um á suðvesturhominu og að það væri eitthvað
sem hann vildi eiga aðild að. „Ég er þar að tala
um að við verðum gerendur fremur en þolendur í
þessu máli og að við sköpum okkur þá stöðu að
geta tekið þátt í þeim breytingum sem framund-
an eru á sviði orkumála. Einn möguleikinn er að
bærinn stækki sinn eignarhlut í Landsvirkjun."
Fleiri ferðir
tii Akureyrar
Enn eykur íslandsflug þjónustu sína.
Nú höfum við bætt við fjórðu ferðinni
í síðdegisflugi til Akureyrar alla virka daga.
Frá Revkjavík Frá Akurevri
07:40
11:40
nýtt 15:40
18:40
08:45
12:45
16:45
19:45
ISLANDSFLUG
gorlr fí&irum fært að fljúga
www.islandsflug.is sími 570 8090
Rekstrargjöld verði
80% af skatttekjum
BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam-
þykkti í vikunni bókun vegna vinnu
við fjárhagsáætlun fyrir árið 2000. í
henni felst að miðað er við að
rekstrargjöld sem hlutfall skatt-
tekna skuli vera sem næst 80%.
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri sagði að um meginstefnu bæj-
arstjómar væri að ræða. Skatttekj-
ur bæjarstjóðs væra áætlaðar 2.392
milljónir króna á næsta ári og
rekstargjöldin 1.914 milljónir
króna.
Þessi stefna bæjarstjómar verð-
ur á næstunni send út til nefnda á
vegum bæjarins sem að lokinni um-
fjöllun munu senda tillögu til bæjar-
ráðs. I framhaldi af því verður
gengið frá framvarpi að fjárhags-
áæltun næsta árs.
(mvnDusTflSKúunn
Ú AKUREVRI
.
n$ námskeið heflast 27. september
Skráning í síma 462 4958
J
Robert
Dell
í Lista-
safninu
ROBERT Dell, listamaður
frá New York, sem dvelur á
fslandi um þessar mundir,
mun halda fyrirlestur um að-
ferðir sínar og rannsóknir í
Listasafninu á Akureyri,
fímmtudaginn 23. september
kl. 21.
Dell hefur viðhaft óvenju-
legar aðferðir í listsköpun
sinni frá árinu 1988 og notað
háþróaða tækni við gerð
sinna skúlptúra, m.a. notað
jarðvarma. Meðan hann vann
að verkefnum við Center for
Advanced Visual Studies í
MIT á árunum 1993-97 og
síðar í Tuft-háskólanum og
Harvard hefur hann gert til-
raunir með og þróað jarð-
varmahermi sem hann notar í
innsetningar sínar. Einnig
hefur hann sett upp verk þar
sem jarðhitinn er hluti af
gangverld þess. Þekktast er
verk hans í Yellowstone-þjóð-
garðinum. Einnig vann hann
verk fyrir Hitaveitu Reykja-
víkur sem stendur við
Perluna í Oskjuhlíð.
Robert Dell myndhöggvari
er þekktur í heimalandi sínu
og hefur haldið sýningar í
þekktum listhúsum í Banda-
ríkjunum og hlotið viðurkenn-
ingu fyrir list sína. Verk eftir
hann er að finna í söfnum í
Bandaríkjunum. Verkefni þau
sem Robert Dell vinnur að á
íslandi um þessar mundir eru
styrkt af Ámerican-Scandin-
avian Foundation, Hitaveitu
Reykjavíkur, Eimskipi og
Myndlistaskólanum á Akur-
eyri.
Myndlistaskólinn á Akur-
eyri og Listasafnið á Akur-
eyri standa að fyrirlestrinum.
Aðgangseyrir er 300 kr.