Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTÍN SOLBORG
ÓLAFSDÓTTIR
öllu og hafði skemmtilegan húmor.
Kristín okkar var svo smekkleg í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur.
Okkur vinnufélögunum hennar
fannst Kristín okkar ekkert hætt að
vinna, hún hefði bara farið í langt
sumarfrí. Hún kom síðast í heim-
sókn til okkar fimmtudaginn 9.
september. Þá var hún nokkuð
hress, hafði hrasað vestur á Arnar-
stapa og meitt sig á fæti. Var hún
líka að jafna sig eftir þá mikiu sorg
að missa systurdóttur sína í ágúst
sl. Hafði hún þá verið stoð og stytta
móður sinnar og systur. Kristín
hafði skipulagt erfidrykkju frænku
sinnar sem henni þótti mjög vænt
um. Það kemur vel í ljós hvað sam-
starfsmönnum þótti vænt um Krist-
ínu að einn af vinnufélögunum
hennar, listamaðurinn Jean A.
Posoeeo, opnaði myndlistarsýningu
núna laugardaginn 18. september
og tileinkaði hann sýningu sína
minningu hennai'.
Þegar Kristín okkar hætti að
vinna var það vegna þess að hún
vildi nota rneiri tíma með Inga sín-
um. Þau áttu fallegt hús vestur á
Amarstapa sem þau voru að ljúka
við að standsetja. Ingi er þar með
útgerð og vildi hafa Kristínu sína
Xnær sér. Þau fóru til Portúgal í júlí
og nutu lífsins.
Við söknum okkar kæru vinkonu
og vinnufélaga. Minning hennar
mun lifa í huga okkar allra. Sárast-
ur er þó missir og sorg Inga, Olafs
og fjölskyldu, móður hennar, sem
hún sýndi mikla nærgætni, og syst-
ur hennar og fjölskyldu. Eg vil fyrir
hönd starfsfólks í Félags- og þjón-
ustumiðstöðinni Hvassaleiti 56-58
votta þeim djúpa samúð á þessum
dimmu dögum og biðja Guð að gefa
þeim styrk.
Kristúi Jónasdóttir.
Það er á fallegum haustdegi að
hringt var til okkar og tilkynnt lát
Kristínar skólasystur okkar úr
Húsmæðraskóla Reykjavíkur
1971-1972. Okkur var öllum brugð-
ið, hvers vegna hún, sem alltaf var
svo glöð og kát og sá alltaf björtu
hliðarnar á hlutunum?
Það er margt sem kemur upp í
hugann á slíkri stundu og minning-
amar úr skólanum urðu ljóslifandi á
ný-
Kristín var einstök kona, góður
vinur, einlæg og hvers manns hug-
-Ijúfi. Hún var hreinleg og smekkleg
og bar heimili hennar þess gott
vitni. Minnisstætt er þegar strákar
úr Vélskóla íslands buðu stelpunum
í skólanum á ball. Þær fóra einar,
en sumar vora ekki einar eftir það.
Þar á meðal var Kristín.
Stelpumar í skólanum vora sam-
hentar og oft var fjör við matborðið,
þó að Katrínu skólastjóra þætti fjör-
ið stundum full mikið. Misvel gekk
að borða matinn sem við elduðum
sjálfar en niður fór hann oftast.
Ekki má gleyma Ingibjörgu
gömlu sem sá um að vekja okkur á
morgnana og var alltaf tilbúin að
taka þátt í fjörinu með okkur.
Hópurinn úr Húsmæðraskólan-
um hefur komið saman nokkram
sinnum á liðnum áram, en hætt er
við að nokkuð tómlegt verði þegar
við hittumst næst án Kristínar.
Pað kvöldar en óðar er kominn nýr dagur,
kolsvört er nóttin, en það birtir á ný.
Himinninn Ijómar svo heiður og fagur,
hjá Guði þú verður enn fógur og hlý.
Við kveðjum þig Kristín með söknuð í hjarta
uns komum við saman í himnanna tjöldum.
Hvíl þú í friði, í faðmi Hans bjarta,
þar friður mun ríkja á komandi öldum.
_ (Bjarni R. Þórðarson.)
Elsku Ingi, Olafur Ragnar og
Eva, við biðjum Guð að styrkja ykk-
ur og fjölskyldu ykkar í sorginni, en
björtu minningarnar munu lýsa
ykkur veginn um hinn dimma dal
uns birtir að nýju.
Guð veri með þér kæra skólasyst-
ir, blessuð sé minning þín.
3P Skólasystur úr Húsmæðraskóla
Reykjavíkur 1971-1972.
í dag kveðjum við kæra frænku,
Kristínu Sólborgu Olafsdóttur.
Andlát hennar kom eins og reiðar-
slag yfir fjölskyldu og vini. Réttur
mánuður er liðinn síðan við kvödd-
um Hönnu Björgu, systurdóttur
hennar, og hefur því mikið reynt á
fjölskylduna síðasta mánuðinn.
Kristín var yndisleg manneskja,
góð og hjálpsöm og alltaf reiðubúin
að leggja öðram lið. Elsku Eva,
þinn missir er mikill því Kristín var
þér mikill styrkur og stoð. Ingi og
Ólafur Ragnar og fjölskylda, þið
horfið á eftir ástkærri eiginkonu,
móður, tengdamóður og ömmu sem
ávallt bar hag ykkar fyrir brjósti.
Þið kunnuð að meta mannkosti
hennar og elskuðuð hana og virtuð.
Guðrún og fjölskylda, mikið hefur
verið á ykkur lagt. Fyrst að sjá á
eftir Hönnu Björgu og nú að kveðja
Kristínu, sem var ykkur öllum svo
kær. Það er svo erfitt að skilja og
sætta sig við þegar svona ungar
manneskjur fara frá okkur svona
alltof fljótt.
Við eigum margar ljúfar minn-
ingar í gegnum árin af samskiptum
fjölskyldna okkar sem ekki gleym-
ast.
Elsku Ingi, Ólafur Ragnar, Stein-
unn, Amar Logi, Sonja Lára, Eva
og Guðrún og fjölskylda, innilegar
samúðarkveðjur frá okkur og megi
Guð styrkja ykkur og blessa á þess-
um erfiðu tímum.
Jóhanna Bjarnadóttir, María,
Hreiðar og Jóhanna Olga.
Nú til hvíldar halla eg mér,
höfgi á augu síga fer,
allskyggn Drottinn, augun þín
yfir vaki hvílu mín.
(Stgr. Thorst.)
Við viljum með örfáum orðum
minnast hennar Kristínar sem nú
hefur kvatt þetta tilverustig svo
alltof fljótt. Kristín vai- sómakona,
hlý, skemmtileg og afar háttvís.
Hún var ástvinum sínum hin sterka
stoð og stytta, ekki síst sonarsyni
sínum, honum Arnari Loga, sem
fékk að njóta umhyggju hennar og
vináttu frá fyrstu tíð og fyrir það
verðum við ævinlega þakklát. Elsku
Ingi, Óli, Arnar Logi, Eva, Gurra og
fjölskylda, megi góður Guð styrkja
ykkur og hugga. Blessuð sé minn-
ing góðrar konu.
Helga, Logi, Eva og Hilmar.
Elsku Kristín. Þegar mér var
sagt að þú værir dáin komu margar
minningar upp í hugann frá því þeg-
ar ég var lítil stelpa á stapanum hjá
ykkur Inga og Óla.
Það var alltaf svo gaman að koma
til ykkar og mikið var brallað. Þú
varst alltaf svo góð við okkur syst-
urnar og góð vinkona mömmu. Þeg-
ar þið Ingi fluttuð til Ólafsvíkur
komstu oft í heimsókn til mömmu,
þá var alltaf svo gaman.
Þegar ég var tíu ára var ég í pöss-
un hjá þér. Mamma var að koma
heim með Kolbrúnu Ingu nýfædda
og þú spurðir mig hvort að ég væri
ekki spennt að fá þær heim, en þá
kom afbrýðisemin upp í mér og ég
sagði að þú mættir bara eiga hana,
mamma ætti svo margar stelpur en
þú enga. En þú sagðii' að ég gæti
ekki gefið hana því að mamma og
pabbi ættu hana, seinna var oft
hlegið að þessu.
Eins man ég líka snúruferðii’nar.
Þá bað mamma okkur systumar að
setja upp kartöflur því hún ætlaði
að hengja út á snúra en endaði svo í
kaffispjalli hjá þér og kartöflurnar
vora löngu tilbúnar þegar hún kom
til baka, mamma þurfti að segja þér
eitthvað sem mátti ekki bíða fram
yfir kvöldmat. Svona var þetta
stundum hjá ykkur.
Kristín mín, þakka þér fyrir allar
góðu stundirnap.
Elsku Ingi, Óli, Steinunn, Eva og
aðrir aðstandendur, missir ykkar er
mikill, megi góður guð styrkja ykk-
ur á þessari sorgarstundu.
Gunnvör Braga Jónsdóttir og
fjölskylda, Ólafsvík.
MARGRET
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Margrét Krist-
jánsdóttir
fæddist á Isafirði
við Skutulsfjörð 1.
febrúar 1921. Hún
lést á Hrafnistu 12.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Krist-
ján Einarsson og
Katrín Hólmfríður
Magnúsdóttir, bú-
sett einnig á Isa-
firði. Systkini Mar-
grétar voru: Jó-
hanna, látin;
Jónína; Magnús,
látinn; Rebekka.
Hinn 12.1. 1941 giftist Mar-
grét Óskari Sumarliðasyni,
verkstjóra, f. 11. júlí 1920, d. 20.
janúar 1999. Eignuðust þau
fjóra drengi: 1) Magnús, kona
hans Birna Haukdal Garðars-
dóttir og eiga þau
þrjú börn. 2) Haf-
þór, lést 16. ágúst
1978, kona hans var
Margrét Finnboga-
dóttir, áttu þau þrjú
börn saman. 3)
Veigar, kona hans
Hallfríður Krist-
jánsdóttir og eiga
þau þrjú börn sam-
an. 4) Kristján,
kona hans Salome
Einarsdóttir, eiga
þau fimm börn sam-
_________ an.
Tveir elstu synir
Margrétar og Óskars fæddust á
ísafirði. Fluttust þau til Reykja-
víkur 1947 og þar fæddust tveir
yngri synirnir.
Utför Margrétar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur. Þessar línur koma
upp í hugann aftur er við setjumst
niður til að skrifa minningar. Núna
til þess að kveðja tengdamóður okk-
ar, en í janúar kvöddum við tengda-
föður okkar, hann Óskar Sumarliða-
son, bæði eru nú horfín frá okkur á
svo stuttum tíma, þau sem vora svo
stór þáttur í okkar lífi. Tengdamóð-
ir okkar, hún Adda, var búin að vera
veik lengi, svo vitað var að hverju
stefndi, en þó er svo sárt að kveðja.
Adda var mikil handverkskona,
málaði fallegar myndir og saumaði,
bjó tfl allskonar dúkkur að
ógleymdu jóla- og páskaföndri, alls
þessa höfum við fengið að njóta.
Miklar og góða þakkir á það
hjúkranarfólk skilið sem annaðist
hana á Hrafnistu í Reykjavík, og
ekki síst hún Hildur og hennar fólk
austur á Blesastöðum.
Elsku Adda, þú varst falleg kona,
yndisleg amma og tengdamóðir. Við
þökkum þér samfylgdina.
Salome og Halla.
Elsku amma.
Nú þegar þú ert farin hrannast
upp fullt af minningum um þig og
afa sem kvaddi okkur fyrir
skömmu. Tfl dæmis þegar við kom-
um í heimsókn til ykkar í Ofanleitið
þá man ég vel eftir öllu handavinnu-
dótinu, sem þú hafðir svo gaman af
að sauma, á gömlu grænu
Husqvarna-vélina þína sem reyndar
er nú hjá mér og ég sauma mikið á.
Svo var líka alltaf til kex í rauða og
hvíta boxinu og svo auðvitað
nammið í skápnum - nánar tiltekið
perabrjóstsykur, það var mesti lúx-
usinn. Ég veit að þér líður miklu
miklu betur núna, svo ertu komin til
afa og ég vfldi bara þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gefið mér. Enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur.
Síðast er ég sá þig
sastu meðal rósa,
er þú eigin höndum
annast mjúklátt hafðir.
Frostnótt hefur töfra
fegurð þeirra slegið
eins og aldurtil í
ásýnd þína bjarta.
Vaknar jurtávori
vetrar upp af dái.
Sálin sefur ekki
sofni ég mig dreymir.
Viðnám stríðra vinda
vængi hennar styrkir
fyrir hæsta flugið
fjöllum ofar bröttum.
Himinn á hæli
handa hverju barni
sínu sérhvers hnattar.
Sól er allra móðir.
Grátum eigi gleðjumst,
gata hver er heimleið
villugjöm er vörðuð
vítum drottins orði.
(Kristján frá Djúpalæk)
Hvfl í friði amma mín.
Margrét Inga.
Hvíl í friði elsku amma:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Óskar, Bergey og Finnbogi
Hafþórsbörn.
Elsku amma. Nú ertu farin frá
okkur og ekki nema nokkrir mánuð-
ir síðan afi fór. Þú varst búin að
vera veik svo lengi þannig að þetta
kom okkur ekki á óvart. En alltaf á
maður í erfiðleikum með að sætta
sig við, þegar kallið kemur. Það er
svo margt sem kemur upp í hugann
á svona stundu, allar þær góðu
minningar sem við áttum með þér
og afa þegar við vorum lítil í sumar-
bústaðnum á Þingvöllum og heima
hjá ykkur afa í Hlaðbænum, þar
sem við sátum og máluðum og
föndruðum „nissa“ eins og þú kall-
aðir það. Þær minningar geymum
við ávallt í hjarta okkar. Búseta
okkar erlendis gerir okkur erfitt
fyrir að kveðja þig, en hugurinn er
með þér, elsku amma.
Bless elsku amma og Guð geymi
þig-
Elsku pabbi, Veigai- og Diddi, við
vottum ykkur dýpstu samúð og
megi Guð vera með ykkur alltaf.
Garðar, Katrín og Dóra.
Hinn 12. september sl. andaðist
Margrét Kristjánsdóttir á sjúkra-
defld DAS, eftir langa baráttu við
erfiðan sjúkdóm. Margi'ét, sem oft-
ast var kölluð Adda, var fædd á Isa-
firði 1. febrúar 1921. Foreldrai-
hennar vora Kristján Einarsson
sjómaður frá Hattardal við Álftar-
fjörð og Katrín Magnúsdóttir frá
Purkey í Breiðafirði.
Margrét giftist 1941 Oskari
Sumarliðasyni sem einnig var Is-
firðingur. Þau eignuðust fjóra syni,
Magnús, Hafþór, Veigar og Krist-
ján. Æskuheimfli Margrétar var í
Krók 2 á Isafírði. Með mikilli atorku
og hagsýni tókst foreldrum Mar-
grétar að byggja sér gott hús og
margt fleira gladdi börnin, svo sem
margar fallegar flíkur sem Katrín
saumaði að ógleymdum mörgum
óvenjulegum leikföngum sem bónd-
inn kom með, þegar siglt var með
fiskinn til Englands. A heimili Mar-
grétar og Oskars var ætíð gott að
koma því gestrisnin mætti manni
þar hverju sinni. Heimilið bar með
sér iðjusemi og listfengi húsmóður-
innar. Henni var eðlislægt að gera
fallega hluti og málverkin hennar
vora svo lifandi og hlýleg, eins og
þau bæru svipmót þessarar konu,
sem bar svo mikla umhj'ggju fyrh'
velferð sinna nánustu. Samskipti
mín við þá ágætu konu sem við
kveðjum hér í dag kalla fram marg-
ar góðai’ minningar.
Afkomendum og öðum nánum
ættingjum og vinum vil ég að lokum
votta hluttekningu mína.
Sigfús Kristjánsson.
Mig langar til að minnast með
nokkrum orðum þeirra Margrétar
og Óskars. Það kemur alltaf illa við
mann þegar maður fær fréttir um
andlát vina og vandamanna, þrátt
fyrir að maður eigi von á því. Óskar
lést í janúar og nú ert þú líka farin
aðeins nokkrum mánuðum seinna,
Adda mín.
Þú varst alltaf traust við hlið
Óskars og allt vilduð þið gera sem
best fyrir fjölskyldu ykkar, hlúa að
henni eftir bestu getu. Ég og mín
fjölskylda fengum okkar skerf af
umhyggju ykkar og sérstaklega
þegar erfiðleikar gengu í garð hjá
okkur, þá vflduð þið allt gera til að
koma öllu í sem best lag. Ég þakka
ykkur fyi’h’.
Nú kveð ég þig, Adda mín, og
þakka fyrir allar skemmtilegu
stundirnar sem við áttum saman
bæði í ferðalögum og við hátíðleg
tækifæri og einnig skemmtilegu
stundirnar þegar við voram að
sauma og föndra saman, en þú varst
mikfl handavinnukona, þó að um
síðir nægði þér ekki að sauma, og
þú fórst út í málaralistina og málað-
ir myndir og ýmislegt annað fallegt.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja
um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þótt sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja
og alltaf við verðum að muna,
að guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin burt þessum heimi.
Eg minningu þína
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína ég bið síðan
guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Guð blessi minningu ykkar. Ég
votta Magnúsi, Veigari og Kristjáni
og fjölskyldum þeirra mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Margrét Finnbogadóttir.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.