Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 1
237. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Pakistönum vísað úr nefndum Samveldisins vegna valdaráns hersins Herlið flutt á brott frá landamærum Indlands Islamabad, London, Nýja-Delhí, Washington. Reuters, AFP, AP. PAKISTAN var í gær vísað úr ðllum nefnd- um Samveldisins, samtaka fyrrverandi ný- lendna Breta, vegna valdaráns hersins í síð- ustu viku. Hefur fulltrúum landsins verið meinað að sækja leiðtogafund aðildarríkj- anna, sem fara mun fram í Suður-Afríku í næsta mánuði, verði lýðræði ekki komið aftur á í landinu. Herstjórnin í Pakistan gaf í gær fyrirskipun um að brottflutningur herliðs frá landamærunum að Indlandi skyldi hafínn. Pervez Musharraf hershöfðingi hafði heit- ið því í sjónvarpsávarpi á sunnudag að pak- istönskum hermönnum við indversku landa- mærin yrði fækkað til að draga úr spennu milli þjóðanna. Pakistanskir embættismenn sögðu í gær að það ætti þó einungis við um viðurkennd landamæri ríkjanna og að herlið yrði ekki kallað á brott frá vopnahléslínunni í Kasmír-héraði, sem bæði löndin gera til- kall til. Indversk stjórnvöld létu sér fátt um brott- flutninginn finnast og ítrekuðu ásakanir um að stjómin í Islamabad stæði að baki hryðjuverk- um innan landamæra Indlands. Bandaríkja- stjóm fagnaði hins vegar tilskipun Musharrafs um fækkun hermanna við landamærin. Skýr skilaboð I yfirlýsingu, sem utanríkisráðherrar sam- veldislandanna sendu frá sér í gær, segir að þeir „fordæmi einróma brottvikningu lýð- ræðislega kjörinnar ríkisstjórnar í Pakistan, sem gangi í berhögg við stjórnarskrá lands- ins“. Samþykktu þeir á fundi sínum að skora á herstjómina að skýra frá því hvenær stefnt væri að því að koma lýðræði á að nýju. Auk þess var ákveðið að senda sérstaka nefnd til Pakistans til að knýja á um þetta. Akvörðun utanríkisráðherranna gæti leitt til þess að Pakistönum yrði vikið algerlega úr Samveldinu, en hvort svo færi kæmi í ljós á fundi leiðtoga aðildarríkjanna í nóvember. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að herstjóminni í Paldstan hefðu verið send „ákveðin, skýr og sterk“ skUaboð. Sagði Cook að markmið samveldisríkjanna væri að leggja sitt af mörkum til að gera paki- stönsku þjóðinni aftur kleift að kjósa sér vald- Reuters Pervez Musharraf, yfírmaður herafla Pakistans, stillir sér upp við heimili sitt í Islamabad i gær, ásamt eiginkonu sinni, Seba, og dótturdótturinni Marriam. hafa. Fullyrti hann að ef Pakistönum ætti að takast að koma efnahagslífinu aftur á réttan kjöl, væri nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að hafa víðtækan stuðning meðal þjóðarinnar. ■ Viðbrögð/28 Solana tekur við hjá Evrópusambandinu Heitir betri sam- ræmingu Brusscl. Reuters. JAVIER Solana, íyrrverandi fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, hóf í gær störf í nýju embætti talsmanns Evrópusambandsins (ESB) í utanríkis- og öryggismálum. Hét hann því við þetta tækifæri að gera það sem í sínu valdi stæði til að ESB-ríkjunum 15 tækist að taka upp sameiginlega utan- ríkis- og öryggis- málastefnu, sem stæði undir nafni sem slík. Solana átti stutt- an fund með Romano Prodi, for- seta framkvæmdastjórnar ESB, og Chris Patten, sem fer með utanríkis- mál í íramkvæmdastjórninni, í Bruss- el í gærmorgun. Hétu þeir því opin- berlega eftir fundinn að vinna náið saman, en með slíkri yfirlýsingu voru þeir að bregðast við vangavelt- um um að milli þeirra mundi ríkja mikil togstreita um það hver hefði mest að segja um utanríkismál ESB. Þremenningarnir svöruðu ekki spurningu blaðamanns um hver þeirra yrði opinber forsvarsmaður utanríkismála og sögðu ekki hvemig verkaskiptingu milli þeirra yrði hag- að. A leiðtogafundi ESB í Helsinki í desember stendur til að taka ákvörð- un um nánari skilgreiningu á starfs- sviði Solanas og þar með um verka- skiptingu milli hins nýja embættis hans og embætta Prodis og Pattens. A undanförnum árum og misser- um hefur það íti-ekað sýnt sig, að ESB-ríkin hafa átt erfitt með að tala einni röddu í utanríkismálum. Stofn- un hins nýja embættis sérstaks utan- ríkismálatalsmanns, sem ákveðin var í Amsterdam-sáttmálanum 1997, er liður í viðleitni til að breyta þessu, en eftir á að koma í ljós hvernig til tekst. Svefnvana í 32 ár Hanoi. Reuters. ELDRI konu í Víetnam hefur ekki komið dúr á auga í 32 ár, en er hún þó fær um að sinna öllum dag- legum störfum, að því er opinbera dagblaðið Khoa Hoc <6 Doi Song skýrði frá í gær. I frétt blaðsins segir að Nguyen Thi Tu hafi verið ófær um að festa svefn sfðan eiginmaður hennar lést árið 1967, vegna þess að hún hafí verið haldin þrálátum ótta við inn- brotsþjófa. Hafi hún reynt að nota róandi lyf, án árangurs. Tu er á sjötugsaldri og býr í héraðinu Ca Mau í suðurhluta landsins. I frétt- inni kemur fram að hún lifi venju- legu lífi og leggi sig þegar hún finni fyrir þreytu, en sé fyrirmun- að að sofna. „Hún borðar og drekkur eðlilega og sinnir meira að segja húsverkunum á degi hverjum," segir í blaðinu. Clinton tekst á við repúblikana um erlenda aðstoð Hafnar frumvarpi „ einangrunarsinna U Washington. Reuters. Jarðneskar leifar Nyereres til Tansaníu Dar es Salaam. Reuters. HUNDRUÐ þúsunda Tansaníu- manna vottuðu Juliusi Nyerere virðingu sína er jarðneskar leifar forsetans fyrrverandi, sem lést á sjúkrahúsi í London í síðustu viku, voru fluttar til höfuðborg- arinnar Dar es Salaam í gær. Kista Nyereres var flutt á við- hafnarvagni í gegnum höfuð- borgina í heiðursfylgd hers og lögreglu, og var hvarvetna mikill mannfjöldi meðfram götunum. Sjá mátti konur í kjólurn með áprentuðum myndum af forset- anum og hópar manna sungu lag sem samið var í minningu hans. Julius Nyerere leiddi barátt- una fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Tansaníu, og eftir að Bretar hurfu á brott árið 1961 varð hann fyrsti forseti landsins. Nyerere lét af völdum árið 1985. BILL Clinton Bandaríkjaforseti ákvað í gær að beita neitunarvaldi gegn frumvarpi um fjármögnun er- lendra verkefna og lýsti því sem nýju dæmi um „einangrunarstefnu“ þingmanna repúblikana í utanríkis- málum. Repbúblikanar gagnrýndu þessa ákvörðun forsetans harðlega. I frumvarpirtu er gert ráð fyrir því að 12,6 milljörðum dala, andvirði rúmra 880 milljarða króna, verði varið til erlendra verkefna og fjár- hagsaðstoðar við önnur ríki. Þetta er tveimur milljörðum dala minna en forsetinn hafði óskað eftir og 2,7 milljörðum dala minna en í sams konar frumvarpi fyrir fjárhagsárið sem lauk 30. september. Clinton beitti neitunarvaldi eftir að hafa beðið ósigur fyrir repúblikönum í vikunni sem leið þeg- ar öldungadeild þingsins hafnaði al- þjóðlegum samningi um allsherjar- bann við kjarnorkusprengingum í til- raunaskyni. Hagsmunir skattgreiðenda gangi fyrir Dennis Hastert, forseti fulltrúa- deildar þingsins, kvaðst harma ákvörðun Clintons. „Forsetinn vill meira fé í erlenda aðstoð - en hvaðan hyggst hann taka peningana,“ spurði Hastert. „Forsetinn vill annaðhvort hækka skattana eða ráðast á sjóði al- mannatryggingakerfisins, snúa sér síðan við og gefa erlendum þjóðum peningana." Repúblikaninn Sonny Callahan, formaður nefndar fulltrúadeildarinn- ar sem fjallar um aðstoðina við er- lend ríki, tók í sama streng og sagði að þingið þyrfti að setja hagsmuni bandarískra skattgreiðenda ofar hagsmunum annarra ríkja. Clinton kvaðst hafna frumvarpinu vegna þess að í því væri ekki gert ráð fyrir fé til að koma síðasta friðar- samkomulagi ísraela og Palestínu- manna í framkvæmd eða til að halda áfram samstarfi við Rússa um að draga úr hættunni á útbreiðslu kjarnavopna. Forsetinn bætti við að samkvæmt frumvarpinu yrði ekkert fé notað til að „hjálpa okkur að minnka skuldir fátækustu ríkjanna í Rómönsku Am- eríku og Asíu og takast á við önnur vandamál". Clinton kvaðst tilbúinn að hefja við- ræður við repúblikana um deiluna. ■ Hafnar frumvarpi/31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.