Morgunblaðið - 19.10.1999, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Könnun Náttúruverndarsamtaka Islands um Fljótsdalsvirkjun
Um 73% vilja lögform-
legt umhverfísmat
MEIRIHLUTI íslendinga, eða um 73% lands-
manna, telja að það skipti miklu eða öllu máli að
fram fari lögformlegt mat á umhverfisáhrifum
Fljótsdalsvirkjunar. Þetta kom fram í skoðana-
könnun, sem Gallup gerði fyrir Náttúruverndar-
samtök íslands dagana 28. september tO 10.
október.
í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarsam-
tökunum segir: „Þessi afdráttarlausa niðurstaða
er enn á ný skýr skilaboð til stjómvalda um að
ráðast ekki í framkvæmdir án undangengins
mats á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar."
í könnuninni var spurt: „Finnst þér það skipta
öllu, miklu, litlu eða engu máli að fram fari lög-
formlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals-
vii-kjunar þar sem Eyjabakkalón yrði?“
Af þeim sem tóku afstöðu töldu 27% það skipta
öllu máli, 46% töldu það skipta miklu máli, 13%
litlu máli og 14% engu máli. Hlutfall þeirra sem
afstöðu tóku var 85,6%. í könnuninni kemur
einnig í ljós að um 50% íbúa á Austurlandi telja
það skipta öllu eða miklu máli að fram fari mat.
Þar af leiðandi telja um 50% að það skipti engu
eða litlu máli.
í samskonar könnun, sem gerð var í ágúst síð-
astliðnum, töldu heldur fleiri, eða 79% lands-
manna, það skipta öllu eða miklu máli að fram
færi lögformlegt mat á umhverfisáhrifum. Þó eru
niðurstöður kannananna mjög svipaðar ef tekið
er tillit til vikmarka. í fréttatilkynningunni segir
ennfremur: „Stjórnvöldum ber að virða þær leik-
reglur sem Alþingi íslendinga og þjóðir heims
hafa sett sér (sbr. Ríó-yfirlýsinguna, 17. mgr. frá
1992) um hvemig meta beri umhverfisáhrif
stórra framkvæmda, þannig að aðkoma almenn-
ings að ákvörðunarferlinu sé tryggð.
Bráðabirgðaákvæði II við lög um mat á um-
hverfisáhrifum virðist Fljótsdalsvirkjun óvið-
komandi - öfugt við ítrekaðar fullyrðingar ým-
issa ráðherra. Því ber stjómvöldum siðferðileg
skylda til að endurskoða afstöðu sína og fyrir-
skipa mat í samræmi við gildandi lög.“
Ýmsar tilfæringar þurfti að viðhafa til að koma Lödubílnum upp á jökulinn og var hann meðal annars útbúinn keðjum á öllum hjólum.
85 ný bílastæði
í miðborginni
Á Lödu-fólksbíl
upp á Gígjökul
TILLAGA að 85 nýjum bifreiða-
stæðum í miðborg Reykjavíkur var
lögð fyrir hagsmunaaðila á kynning-
arfundi sem borgarverkfræðingur og
framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs
héldu í gær. Flest hinna nýju stæða,
29 talsins, em við Gunnarsbraut
norðan Flókagötu, sem nýtast munu
íbúum í Norðurmýrinni. Þá verða út-
Lögreglan
kvartar yfir
rjúpnaskyttum
ERILSAMT var hjá lögreglunni á
Egilsstöðum um helgina. Alls komu
30 mál tengd rjúpnaskyttum til
kasta hennar. Að sögn lögreglunnar
var mikið um að menn stunduðu
veiðarnar án þess að hafa tilskilin
leyfi, einnig færu margir ógætilega
með skotvopn. Þá kvartaði lögreglan
undan umgengni skotmanna.
búin 18 stæði við Hafnarhús, Naust
og Gróf í samræmi við hugmyndir
um breytt skipulag, einkum norðan
við Hafnarhúsið.
Auk nýju stæðanna 85 stendur til
að breyta notkun alls 71 stæðis við
Vesturgötu 2a, Grófartorg og Skúla-
götu á svæðinu frá Barónsstíg vestur
fyrir Vitastíg og gera þau gjald-
skyld. Samhliða aðgerðunum verður
komið á einstefnuakstri á nokkrum
götum, sem aðgerðirinar ná til.
Að sögn Stefáns Haraldssonar,
framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs,
er um að ræða bráðabirgðaaðgerðir
til reynslu í eitt ár, sem eru ekki
beinlínis í samræmi við langtíma-
stefnu borgaryfirvalda í bflastæða-
málum miðborgarinnar þar sem
stefnt hefur verið að því umhverfis-
markmiði að fækka stæðum við
götukanta og draga þannig úr vægi
bifreiða i götumyndinni. Uppi eru
hugmyndir um að stuðla að frekari
uppbyggingu miðborgarinnar með
því að byggja fleiri sérhönnuð bif-
reiðastæði utan göturýmisins.
ÁHUGAMENN um gamaldags
vegagerð fóru í haustlitaferð upp í
Gígjökul í Eyjafjallajökli síðastlið-
inn sunnudag. Fararskjótinn var
Lada-fólksbjfreið á keðjum.
Að sögn Áma Alfreðssonar,
talsmanns áhugamannanna, þurfti
nokkra útsjónarsemi til að finna
góða leið fyrir fólksbifreiðina upp
á jökulinn, en meðal jöklafara var
mikill mannauður sem unnt var að
hagnýta í þeim tilgangi að koma
Lödunni á leiðarenda. Til stendur
að nota bifreiðina til að auðvelda
hreinsunarstarf á jöklinum en
brak úr Gmmman Albatros-her-
flugvél liggur á jöklinum. Var bif-
reiðin skilin eftir á jöklinum og
mun braki úr flugvélinnj verða
safnað í hana. Að sögn Árna þarf
ekki nauðsynlega sérútbúin tor-
fæmtröll til að komast á jöklaslóð-
ir heldur þarf fyrst og fremst að
taka mið af aðstæðum án þess þó
að slá af kröfum um öryggi, en
hann segir að með tiltækinu sé
hann öðmm þræði að ögra jeppa-
mönnum sem fari um fjöll og fim-
indi á stórum ökutækjum sínum.
Þá segir Ámi að sú hugmynd hafi
komið upp að bjóða upp á ferðir á
jökulinn og hefur hann þegar boð-
ið ömmu sinni í fyrstu ferðina,
sem farin verður næstu helgi - á
Lödunni.
EKKI er enn ljóst hvað olli bilun-
inni í Jámblendiverksmiðjunni á
Grundartanga £ fyrradag, sem olli
því að mikinn kísilreyk lagði upp úr
skorsteinum verksmiðjunnar. Að
sögn Bjarna Bjamasonar, forstjóra
Járnblendiverksmiðjunnar, virðist
sem stýribúnaður í reykhreinsibún-
aði fyrir nýjasta ofninn hafi bilað.
„Verið er að vinna í þessu dag og
nótt,“ sagði Bjami. „Það bárast
engin hættuleg efni út í andrúms-
loftið, þetta var mest kísilryk.“
Stóra fíkniefnamálið
Gæslu-
varðhald
framlengt
GÆSLUVARÐHALDI tvítugs
sakbornings í stóra fíkniefna-
málinu lauk í gær. Lagði lög-
reglan fram kröfu um fram-
lengingu á varðhaldinu og
féllst dómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur á að framlengja
varðhaldið til 12. nóvember.
Maðurinn var sá fimmti sem
lögreglan handtók vegna máls-
ins og er sá yngsti í hóp þeirra
tíu sakbominga sem sitja í
gæsluvarðhaldi vegna rann-
sóknar málsins.
Gæsluvarðhaldi yfir tíunda
manninum, sem úrskurðaður
var í gæslu að kröfu efnahags-
brotadeildar ríkislögreglu-
stjóra hinn 11. október, lýkur í
dag, þriðjudag. Ekki hafði ver-
ið tekin ákvörðun í gærkvöld af
hálfu efnahagsbrotadeildarinn-
ar um hvort lögð yrði fram
krafa í dag um framlengingu á
varðhaldi hans.
Oskar eftir
rannsókn
á vörslu
sjúkraskráa
INGIBJÖRG Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra hefur farið
þess á leit við landlæknisemb-
ættið að það hefji tvíþætta
rannsókn á hvemig vörslu
sjúkraskráa sé háttað. Ástæð-
an fyrir ósk heilbrigðisráð-
herra er meðal annars sú að
fram kom í fréttum nýverið að
sjúkraskrár lægju á glámbekk
á Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur.
Heilbrigðisráðherra vill að
landlæknisembættið rannsaki
það ásamt því að skoða hvemig
ástandið er á öðram heilbrigð-
isstofnunum. Hefur ráðherra
óskað eftir því að rannsókn
málsins verði hraðað sem kost-
ur er og að um framgang henn-
ar verði haft náið samstarf við
ráðuneytisstjóra í heilbrigðis-
og tryggingaráðuneytinu.
Að sögn Bjama er sá hreinsibún-
aður sem notaður er í verksmiðj-
unni mjög fullkominn.
„Undanfarin tvö ár höfum við
lagt mikla áherslu á að hafa þennan
búnað í góðu lagi og hafa ofnar eitt
og tvö aldrei gengið betur, en ofn
þrjú var tekinn í notkun í byrjun
september. Þess má geta að
reyklosun síðustu tveggja ára nam
0,04% af rekstrartíma, sem er met
og langt undir þeim mörkum sem
em í starfsleyfi, en þau era 2%.“
Kísilryk lagði frá Járnblendiverksmiðjunni
Ekki ljóst hvað bilaði
ISérblöð í dag <
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Guðjón yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá Stoke / B2
Eggert tilbúinn að kalla á
Atla Eðvaldsson / B1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is