Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Konurnar koma. Morgunblaðið/Þorkell Á tólfta þúsund manns búa á þjónustusvæðí heilsugæslustöðvar Efsta- leitis, en stöðin leysir af hólmi mun minni heilsugæslustöð í Fossvogi. Ný heilsu- gæslustöð tekin í notkun HEILSUGÆSLUSTÖÐ Efsta- leitis hefur verið opnuð form- lega en stöðin leysir heilsu- gæslustöðina í Fossvogi af hólmi. Nýja heilsugæslustöðin er 876 fm að stærð og var teiknuð af Helga Hjálmarssyni arkitekt. Stöðinni er ætlað að bæta þjón- ustu við almenning og sjúklinga á svæðinu, sem nú eru á tólfta þúsund. Við opnunina fluttu Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra, Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsijóri og Gunnar Helgi Guðmundsson, yf- irlæknir heilsugæslustöðvarinn- ar, ávörp. Hönnun heilsugæslustöðvar- innar tekur mið af þeim störfum sem unnin eru í húsinu og hafði Helgi Hjálmarsson þar samráð við starfsfólk stöðvarinnar. I stöðinni er aðstaða til kennslu heilbrigðisstétta, sem og sérstök aðstaða fyrir hjúkrunarfræð- inga í heimahjúkrun og sjúkra- liða. Einnig er rannsóknarstofa í stöðinni og er vonast til að með henni verði unnt að bæta þjón- ustu við sjúklinga. Stofan er þó ekki fullbúin tækjum eins og er. Biðstofa heilsugæslustöðvar- innar verður síðan nýtt fyrir myndlistarsýningar og stendur listamönnum til boða að sýna þar verk sín. Myndlistarmaðurinn Gunnar Jónsson reið á vaðið og sýndi myndir sínar við opnunina. Góð samvinna er milli heilsu- gæslustöðvarinnar og forsvars- manna félagsþjónustu sem sinn- ir m.a. þjónustu í íbúðum aldr- aðra og almennri öldrunarþjón- ustu í hverfinu. Meðalaldur íbúa hverfisins er með því hæsta í borginni. 25mm og 50mm meö og án borða Margir litir Frábært verö íslenskur alþjóðagjaldkeri BPV * Anægjulegt starf FYRIR skömmu var Þórdís K. Guð- mundsdóttir kjörin aðalgjaldkeri félagsins Business end Professional Women Intemational (BPV) og er það í fyrsta sinn sem Islendingur gegnir þeirri stöðu og á sæti í alþjóðastjóm þess félags. Þórdís var spurð nánar um tildrög þessa. „I Southampton í Englandi árið 1992 var ég kosin gjaldkeri Evrópu- samtaka þessa félags. Síð- an var ég gjaldkeri þeirra samtaka til ársins 1997. Það ár var haldin Eyrópu- ráðstefna BPV á íslandi og þá var ég búin að gegna mínum tveimur tímabilum í þágu fyrrnefndra sam- taka og varð að fara úr stjóm. Þá komu að máli við mig nokkrar erlendar konur og spurðu hvort ég gæti hugsað mér að gefa kost á mér sem alþjóða- gjaldkeri, en um það embætti átti að kjósa í september í ár í Vancouver í Kanada. Eg svaraði því til að ég yrði að fá að hugsa mig um því þetta er talsvert mik- ið starf. Ég ákvað svo að gefa kost á mér haustið 1998. Ég sat svo núna í haust alþjóðaþing BPV í Kanada og hlaut kosningu sem alþjóðagjaldkeri. Við voram tvær í framboði, sú sem var á móti mér var frá Kalifomíu. Þess má geta að á þessu þingi vora þúsund konur mættar, þar af fimm frá Islandi.“ - Þú sagðir að þetta væri mikið starf - hversu mikið? „Starfið er fólgið í því að ég þarf að hafa eftirlit með bókhaldi BPV International. Ég þarf að yfirfara alla reikninga og sam- þykkja þá áður en þeir eru greiddir og fylgjast með að farið sé eftir áætlun, en gerð er slík áætlun þrjú ár fram í tímann og síðan þarf ég að útbúa ársreikn- inga fyrir hvert ár. Með öðrum orðum þarf ég að fara til London og vinna þar tvo til þrjá daga í hverjum mánuði, en í London era aðalskrifstofur samtak- anna.“ - Hvað eru þessi samtök göm- ul? „Þau voru upphaflega stofnuð árið 1919 af bandarískri konu, dr. Lenu Madesin Phillips. Hún lauk embættisprófi í lögum frá University of Kentucky árið 1917 og var önnur konan sem lauk því prófi þar í landi. Þegar hún hóf störf fannst henni hún svo ein- angruð, rak sig á ýmsa þrösk- ulda og starfaði nærri eingöngu með körlum. Þá ákvað hún að koma upp félagsskap kvenna sem hefði það að markmiði að koma á samskiptum og tengslum kvenna í hinum ýmsu geirum samfélagsins. Þetta var upphafið að félags- skapnum. Fyrstu klúb- barnir í Evrópu voru stofnaðir 1920 og al- þjóðasamtökin BPV ______ Intemational vai’ stofnað í Genf í Sviss árið 1930. Á íslandi var stofnaður svona klúbbur 16. ágúst 1979 og voru stofnendur Erla Guðmundsdótt- ir, Judith Hampshire, Nancy Helgason, Mollý Jónsson, Pat- rika Hand og Edna Shaw. Þess- ar konur áttu það sameiginlegt að vera starfandi í viðskipta- heiminum. Edna Shaw kom hingað til lands sérstaklega frá Suður-Afríku til þess að vera ráðgjafi á þessum stofnfundi hér. Þórdís K. Guðmundsdóttir ►Þórdís K. Guðmundsdóttir fæddist 13.2.1945 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hún lauk verslunarprófi árið 1964 og varð Iöggiltur endurskoðandi frá Háskóla íslands 1978. Frá þeim tíma hefur Þórdís rekið eigin endurskoðunarskrif- stofu, Skil, ásamt meðeig- anda. Hún hefur tekið tals- verðan þátt í félagsmálum og var nýlega kjörin alþjóða- gjaldkeri í félaginu Business end Professional Women International. Vinnum að efnahagslegu jafnrétti kvenna Hún var því aldrei í íslenska klúbbnum þótt hún sæti stofn- fund.“ - Hvað gerið þið í þess- um klúbbum? „Markmið þessa klúbbs er í fyrsta lagi að stuðla að meiri ár- angri af starfi kvenna bæði í við- skiptum og á opinberam vett- vangi. I öðra lagi að hvetja konur til ábyrgðar og aukinnar þátt- töku á opinberum vettvangi; í sinni heimabyggð, á landsvísu og á alþjóðlegum vettvangi. í þriðja lagi að hvetja konur á öllum aldri til þess að afla sér menntunar og staifsþjálfunar og jafnframt að nota menntun sína og reynslu í þágu annarra jafnt og sína eigin. I fjórða lagi að vinna að efna- hagslegu jafnrétti kvenna, sem og stjómmálalegu jafnrétti í öll- um löndum heims. I fimmta og síðasta lagi að vinna að vináttu- tengslum milli kvenna á alþjóð- legum vettvangi og gagnkvæm- um skilningi milli starfandi kvenna í öllum löndum heims.“ - Eru fjármálaleg umsvif þess- ara klúbba mikil? ,;Það er misjafnt eftir löndum. Á Italíu t.d. hafa þessir klúbbar mikil fjái-málaleg umsvif, þar era þetta nánast einu starfandi kvennasamtökin og mjög virk í öllum geirum samfé- lagsins meðal kvenna, hér á landi eru ekki mikil peningaumsvif. Við héldum að vísu þessa Evrópuráð- stefnu 1997 og þá fóra miklir peningar í gegnum okkar hendur en að öðru leyti era um- svifin lítil. í Afríku og Suður-Am- eríku era peningaumsvif líka lítil. í Evrópu almennt eru umsvif á efnahagssviðinu mun meiri en í öðram heimsálfum. Með því að taka þátt í alþjóðastarfi hef ég eignast margar vinkonur og kynnst mjög mörgum konum úr öllum stéttum og öllum löndum, þetta hefur veitt mér mikla ánægju."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.