Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Konurnar koma.
Morgunblaðið/Þorkell
Á tólfta þúsund manns búa á þjónustusvæðí heilsugæslustöðvar Efsta-
leitis, en stöðin leysir af hólmi mun minni heilsugæslustöð í Fossvogi.
Ný heilsu-
gæslustöð
tekin í
notkun
HEILSUGÆSLUSTÖÐ Efsta-
leitis hefur verið opnuð form-
lega en stöðin leysir heilsu-
gæslustöðina í Fossvogi af
hólmi.
Nýja heilsugæslustöðin er 876
fm að stærð og var teiknuð af
Helga Hjálmarssyni arkitekt.
Stöðinni er ætlað að bæta þjón-
ustu við almenning og sjúklinga
á svæðinu, sem nú eru á tólfta
þúsund.
Við opnunina fluttu Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra, Guðmundur Einarsson,
forstjóri Heilsugæslunnar í
Reykjavík, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarsijóri og
Gunnar Helgi Guðmundsson, yf-
irlæknir heilsugæslustöðvarinn-
ar, ávörp.
Hönnun heilsugæslustöðvar-
innar tekur mið af þeim störfum
sem unnin eru í húsinu og hafði
Helgi Hjálmarsson þar samráð
við starfsfólk stöðvarinnar. I
stöðinni er aðstaða til kennslu
heilbrigðisstétta, sem og sérstök
aðstaða fyrir hjúkrunarfræð-
inga í heimahjúkrun og sjúkra-
liða. Einnig er rannsóknarstofa í
stöðinni og er vonast til að með
henni verði unnt að bæta þjón-
ustu við sjúklinga. Stofan er þó
ekki fullbúin tækjum eins og er.
Biðstofa heilsugæslustöðvar-
innar verður síðan nýtt fyrir
myndlistarsýningar og stendur
listamönnum til boða að sýna þar
verk sín. Myndlistarmaðurinn
Gunnar Jónsson reið á vaðið og
sýndi myndir sínar við opnunina.
Góð samvinna er milli heilsu-
gæslustöðvarinnar og forsvars-
manna félagsþjónustu sem sinn-
ir m.a. þjónustu í íbúðum aldr-
aðra og almennri öldrunarþjón-
ustu í hverfinu. Meðalaldur íbúa
hverfisins er með því hæsta í
borginni.
25mm og 50mm
meö og án borða
Margir litir
Frábært verö
íslenskur alþjóðagjaldkeri BPV
*
Anægjulegt
starf
FYRIR skömmu var
Þórdís K. Guð-
mundsdóttir kjörin
aðalgjaldkeri félagsins
Business end Professional
Women Intemational
(BPV) og er það í fyrsta
sinn sem Islendingur
gegnir þeirri stöðu og á
sæti í alþjóðastjóm þess
félags. Þórdís var spurð
nánar um tildrög þessa.
„I Southampton í
Englandi árið 1992 var ég
kosin gjaldkeri Evrópu-
samtaka þessa félags. Síð-
an var ég gjaldkeri þeirra
samtaka til ársins 1997.
Það ár var haldin Eyrópu-
ráðstefna BPV á íslandi
og þá var ég búin að gegna
mínum tveimur tímabilum
í þágu fyrrnefndra sam-
taka og varð að fara úr
stjóm. Þá komu að máli við mig
nokkrar erlendar konur og
spurðu hvort ég gæti hugsað mér
að gefa kost á mér sem alþjóða-
gjaldkeri, en um það embætti átti
að kjósa í september í ár í
Vancouver í Kanada. Eg svaraði
því til að ég yrði að fá að hugsa
mig um því þetta er talsvert mik-
ið starf. Ég ákvað svo að gefa
kost á mér haustið 1998. Ég sat
svo núna í haust alþjóðaþing
BPV í Kanada og hlaut kosningu
sem alþjóðagjaldkeri. Við voram
tvær í framboði, sú sem var á
móti mér var frá Kalifomíu. Þess
má geta að á þessu þingi vora
þúsund konur mættar, þar af
fimm frá Islandi.“
- Þú sagðir að þetta væri mikið
starf - hversu mikið?
„Starfið er fólgið í því að ég þarf
að hafa eftirlit með bókhaldi
BPV International. Ég þarf að
yfirfara alla reikninga og sam-
þykkja þá áður en þeir eru
greiddir og fylgjast með að farið
sé eftir áætlun, en gerð er slík
áætlun þrjú ár fram í tímann og
síðan þarf ég að útbúa ársreikn-
inga fyrir hvert ár. Með öðrum
orðum þarf ég að fara til London
og vinna þar tvo til þrjá daga í
hverjum mánuði, en í London
era aðalskrifstofur samtak-
anna.“
- Hvað eru þessi samtök göm-
ul?
„Þau voru upphaflega stofnuð
árið 1919 af bandarískri konu,
dr. Lenu Madesin Phillips. Hún
lauk embættisprófi í lögum frá
University of Kentucky árið 1917
og var önnur konan sem lauk því
prófi þar í landi. Þegar hún hóf
störf fannst henni hún svo ein-
angruð, rak sig á ýmsa þrösk-
ulda og starfaði nærri eingöngu
með körlum. Þá ákvað hún að
koma upp félagsskap kvenna
sem hefði það að markmiði að
koma á samskiptum og tengslum
kvenna í hinum ýmsu geirum
samfélagsins. Þetta
var upphafið að félags-
skapnum. Fyrstu klúb-
barnir í Evrópu voru
stofnaðir 1920 og al-
þjóðasamtökin BPV ______
Intemational vai’
stofnað í Genf í Sviss árið 1930.
Á íslandi var stofnaður svona
klúbbur 16. ágúst 1979 og voru
stofnendur Erla Guðmundsdótt-
ir, Judith Hampshire, Nancy
Helgason, Mollý Jónsson, Pat-
rika Hand og Edna Shaw. Þess-
ar konur áttu það sameiginlegt
að vera starfandi í viðskipta-
heiminum. Edna Shaw kom
hingað til lands sérstaklega frá
Suður-Afríku til þess að vera
ráðgjafi á þessum stofnfundi hér.
Þórdís K. Guðmundsdóttir
►Þórdís K. Guðmundsdóttir
fæddist 13.2.1945 í Vogum á
Vatnsleysuströnd. Hún lauk
verslunarprófi árið 1964 og
varð Iöggiltur endurskoðandi
frá Háskóla íslands 1978. Frá
þeim tíma hefur Þórdís rekið
eigin endurskoðunarskrif-
stofu, Skil, ásamt meðeig-
anda. Hún hefur tekið tals-
verðan þátt í félagsmálum og
var nýlega kjörin alþjóða-
gjaldkeri í félaginu Business
end Professional Women
International.
Vinnum að
efnahagslegu
jafnrétti
kvenna
Hún var því aldrei í íslenska
klúbbnum þótt hún sæti stofn-
fund.“
- Hvað gerið þið í þess-
um klúbbum?
„Markmið þessa klúbbs er í
fyrsta lagi að stuðla að meiri ár-
angri af starfi kvenna bæði í við-
skiptum og á opinberam vett-
vangi. I öðra lagi að hvetja konur
til ábyrgðar og aukinnar þátt-
töku á opinberum vettvangi; í
sinni heimabyggð, á landsvísu og
á alþjóðlegum vettvangi. í þriðja
lagi að hvetja konur á öllum aldri
til þess að afla sér menntunar og
staifsþjálfunar og jafnframt að
nota menntun sína og reynslu í
þágu annarra jafnt og sína eigin.
I fjórða lagi að vinna að efna-
hagslegu jafnrétti kvenna, sem
og stjómmálalegu jafnrétti í öll-
um löndum heims. I fimmta og
síðasta lagi að vinna að vináttu-
tengslum milli kvenna á alþjóð-
legum vettvangi og gagnkvæm-
um skilningi milli starfandi
kvenna í öllum löndum heims.“
- Eru fjármálaleg umsvif þess-
ara klúbba mikil?
,;Það er misjafnt eftir löndum. Á
Italíu t.d. hafa þessir klúbbar
mikil fjái-málaleg umsvif, þar era
þetta nánast einu starfandi
kvennasamtökin og mjög virk í
öllum geirum samfé-
lagsins meðal kvenna,
hér á landi eru ekki
mikil peningaumsvif.
Við héldum að vísu
þessa Evrópuráð-
stefnu 1997 og þá fóra
miklir peningar í gegnum okkar
hendur en að öðru leyti era um-
svifin lítil. í Afríku og Suður-Am-
eríku era peningaumsvif líka lítil.
í Evrópu almennt eru umsvif á
efnahagssviðinu mun meiri en í
öðram heimsálfum. Með því að
taka þátt í alþjóðastarfi hef ég
eignast margar vinkonur og
kynnst mjög mörgum konum úr
öllum stéttum og öllum löndum,
þetta hefur veitt mér mikla
ánægju."