Morgunblaðið - 19.10.1999, Page 24

Morgunblaðið - 19.10.1999, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ný tækni gæti komið í stað þreytandi búðarölts Fötin „mátuð“ í tölvunni Net-módel eru ætluð til að máta fatnað á Netinu og eru til í öllum stærðum og gerðum. Fyrst um sinn er þjónustan ætluð konum, en síð- ar munu eftirmyndir karlmanna bætast í hópinn. LÍKLEGA hefði mörgum þótt það djörf framtíðarsýn þegar MS-DOS stýrikerfið réð lögum og lofum og myndræn framsetning var lítt þekkt í einkatölvuheiminum, að kaupendur ættu eftir að skoða og jafnvel máta fatnað í tölvunni. Þar með gætu þeir sem leiðir væru orðnir á búðarápi losnað við slíkt, en þess í stað átt þægilega stund við tölvuskjáinn, þar sem mátunarklef- inn væri í músarhnappnum. Hugbúnaðarkerfi frá kanadíska hugbúnaðarfýrirtækinu Public Technologies Multimedia í Mont- real í Quebec-fylki (www.ptm.ca) gerir fólki kleift að útbúa eftirmynd sína á heimasíðu fataverslana, sem það bjóða, og klæða „net-módelið“, sem nefnist „My Virtual Model“ á ensku. A heimasíðunni geta við- skiptavinir svo valið þann fatnað sem þeim hugnast og skoðað hann frá öllum hliðum. Stofnandi fyrirtækisins, Louise Guay, en starfsmenn þess eru nú um 250 talsins, segir að tæknin sé eins og elektrónískur spegill. Þú sjáir ekki sjálfan þig i speglinum heldur hið þrívíða tölvumódel. Hún hefur jafnframt yfir varnaðarorð til notenda framtíðarinnar: „Ef þú segir ósatt um líkamsástand þitt á heimasíðu verslunarinnar, mun net- módelið einnig segja þér ósatt um það, hvaða föt fari þér vel.“ Það er því vissara að gefa réttar upplýsingar, því eftir að net-módel- ið hefur verið búið til, gefur vefsíð- an notandanum ráðleggingar um hvernig snið og litir muni henta við- skiptavininum best. Sala eykst úr 16 í 61 milljón dollara Hugbúnaðurinn er nú þegar í notkun í þremur Net-verslunum sem versla með fatnað: Hjá Bout- ique San Francisco, www.bsf.ca, hjá vörulistaversluninni Land’s End, www.landsend.com, og á vefsíðu bandarísku verslunarkeðjunnar J.C. Penney, www.jcpenney.com, sem ætluð er konum sem eru vel við vöxt, undir nafninu Just4me. Blaðamaður var staddur í húsa- kynnum fyrirtækisins á dögunum og kynnti Nicolas Dion, yfirmaður hjá Public Technologies Multi- média, fyrirtækið. „A næstunni munu koma endurbætur á hugbún- aðinum, sem eiga að gera fólki kleift að skapa net-módel sem hefur mjög líkt andlitsfall og notandinn." Blaðamaður spyr hvort ekki verði hægt að senda passamynd af sér í rafrænu formi yfir Netið, sem sett yrði á andlit net-módel síns til að búa til sannfærandi eftirmynd á skjánum, en Dion svarar að „slíkt sé erfiðleikum bundið þar sem net- módelið er skoðað frá öllum hliðum. Því verður andlitið að vera þrívítt eins og aðrir hlutar líkamans." Nicolas Dion upplýsir blaðamenn um það að verð hlutabréfa í Land’s End-verslunaríyrirtækinu hafi hækkað um 350% eftir að tilkynnt var að verslunin hygðist bjóða net- módelið á heimasíðu sinni. Hann segir og að tekjur Land’s End hafi aukist úr 16 milljónum dollara í 61 milljón og sé því spáð að þær verði 200 milljónir dollara á næsta ári og er vöxturinn aðallega vegna net- módelsins að því er Nicolas Dion segir. „Land’s End er upprunalega vörulistaiyrirtæki og því eru við- skiptavinir þess vanir því að kaupa föt án þess að geta þreifað á þeim og raunverulega mátað þau,“ segir Dion. Jafnframt segir hann reynsl- una af net-módelinu vera þá að end- urkomuhlutfall viðskiptavina sé 3,5^5%. I hálfrökkvuðum sal, á að giska 15 sinnum 45 metra stórum, sitja fjölmargir tæknimenn við full- komnar Silicon Graphics-tölvur, og búa til þrívíðar tölvueftirmyndir af fatnaði, sem verslanimar vilja bjóða á vefnum. Fulltrúi fyrirtækis- ins segir blaðamanni Morgunblaðs- ins að það taki 1-3 daga fyrir eina tæknimanneskju að fullgera raf- ræna tölvueftirmynd af flík, sem svo sé hægt að sýna hana á Netinu. Hann segir jafnframt að unnið sé að því að gera þetta ferli sjálfvirk- ara. Með því muni í framtíðinni verða ódýrara og fljótlegra að út- búa fatnað til sölu í sýndarveruleika Netsins, og þar með muni smærri verslanir einnig geta notað þessa tækni til að auka þjónustuna við viðskiptavini sína, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Hann spáir því að fljótlega muni kostnaður við að útbúa þrívíða tölvueftirmynd af einni flík lækka úr 1.500 kanadísk- um dollurum (ca. 70.600 krónum) í 1.000, og svo í 500 dollara. GOLFEFNABUÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • R.VK Laufásgata 9 • AK ABS3000 Hrað-þunnflotefni Alvöru flotefni fyrir „dúkara'' ABS| 3000 / OPTIROC Efni frá: /api7 OPTIROC Gólflaenir IÐHAÐARQÓLF Smlöjuvegur 72,200 Kópavogur Síml: 564 1740. Fax: 584 1769 Murdoch reynir að ná fótfestu í Evrópu London. Reuters. RUPERT Murdoch, stjórnarfor- maður News Corp, segir að fyrir- tæki hans eigi í viðræðum við Kirch Group og Deutsche Tel- ekom í Þýzkalandi um hugsanlega eignaöflun til að ná fótfestu á evrópskum fjölmiðlamarkaði. Að sögn Murdochs hefur News Corp rætt við Kirch-fyrirtækið um þýzkt, stafrænt sjónvarpsfyr- irtæki þess, Premiere, og auk þess möguleika á að kaupa hluta kapalsjónvarpskerfis Deutsche Telekoms. Murdoch sagði að ekkert væri af viðræðnum að frétta á þessu stigi. Tilraunir Murdochs til að færa út kvíarnar í Evróu hafa strandað á neikvæðri afstöðu stjórn- og eftirlitsyfirvalda. News Corp Europe deild Mur- dochs, sem tók til starfa fyrir ári til ryðja útþenslu hans braut á meginlandi Evrópu, hefur náð þeim eina árangri að kaupa 35% hlut í ítalska áskriftarsjónvarpinu Stream. Murdoch sagði ennfremur að hann væri andvígur samruna BSkyB, sem News Corp á 40% hlut í, og franska áskriftarsjónv- arpsins Canal Plus. Sérfræðingar hafa gert lítið úr möguleikum á slíkum samruna síðan franska fjölgreinafyrirtækið Vivendi keypti 24,5% hlut í BSkyB og 49% hlut í Canal Plus. Bréf í BSkyB lækkuðu um 1,4% í London þrátt fyrir meiri hagnað á þriðja ársfjórðungi en spáð var. Bréf í Vivendi lækkuðu um 3,2% og í Canal Plus um 1,4%. KPMG gefur milljón doll- ara í NetAid RÁÐGJAFAFYRIRTÆKIÐ KPMG Intemational afhenti NetA- id samtökunum milljón dollara í beinni útsendingu á Netinu á laug- ardag, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá KPMG Endurskoð- unhf. NetAid samtökin berjast gegn ör- birgð um allan heim og stóðu fyrir tónleikum á Netinu á laugardag. Quincy Jones tók við upphæðinni fyrir hönd samtakanna en Stephen G. Butler, nýskipaður stjómarfor- maður KPMG Intemational, afhenti fjárhæðina. KPMG hafði yfimmsjón með gerð vefsíðunnar sem notuð var til út- sendingarinnar á Netinu og annaði síðan 16.000 heimsóknum á sekúndu eða 60 milljónum á klukkustund. -----♦ ♦ ♦------ Tók Fendi boði LVMH- Prada? London. Rcutcrs. NÍU HUNDRUÐ milljóna dollara sameiginlegt tilboð franska lúxus- vörufyrii-tækisins LVMH og ítalska tízkufyrirtækisins Prada í fatahönn- unaríýrirtækið Fendi hefur borið árangur samkvæmt blaðafréttum. Fullltrúar LVMH og Prada und- irrituðu samning við Fendi-fjöl- skylduna í Róm nýverið að sögn bandarísks blaðs. Fyrirtækin sigraðu þrjá keppina- uta: Gucci, Texas Pacific og Bulgain. Texas Pacific hóf tilboðsstríðið fyrii’ nokkram mánuðum með því að bjóða 500 milljónir dollara fýrir Fendi. Aðalkeppinauturinn, Gucci, mun hafa boðið rámlega 700 milljón- ir dollara. Samkvæmt tilboði LVMH-Prada mun Fendi-fjölskyldan halda áfram að starfa í fýrirtækinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.